mánudagur, 27. apríl 2009

Smash = OKUR, OKUR, OG ENNÞÁ MEIRA OKUR!

Ég bara á ekki til eitt aukatekið orð og veit ekki hversu langt þetta
hækkana og græðgisrugl ætlar að ganga hér á landi.
Sonur minn ætaði að kaupa sér Carhartt belti í Smash um daginn en ákvað að
bíða aðeins með það og þá kostaði það 7.900.- mér fannst það nú ekkert
sérstaklega ódýrt. Svo fórum við í dag og ætluðum að kaupa það og viti menn þá var búið að hækka það upp í 13.990.-
Hvernig er hægt að réttlæta rúmlega 5.000.- króna hækkun á nokkrum
dögum?
Ég tek ekki þátt í svona bulli! Ef þetta er ekki OKUR og GRÆÐGI þá veit ég ekki hvað.
Sexliðið

2 ummæli:

  1. Hæ,
    þú tekur að vísu fram að þér finnist 7900kr fyrir belti ekki sérstaklega ódýrt. Eðlilegri viðbrögð að mínu mati hefðu verið að 7900kr fyrir BELTI væri hreinasta rugl og þú myndir alls ekki leyfa syni þínum að kaupa þannig belti (hvort sem hann ætlaði að gera það eða ekki)

    SvaraEyða
  2. mér finnst nú meira enn nóg að borga 7.900 og myndu aldrei kaupa belti á því verði.

    SvaraEyða