Fyrir 4 árum varð svo úr að ég og maðurinn minn gáfum syni okkar Playstation 2 tölvu í jólagjöf sem keypt var í BT og var hann auðvitað mjög hamingjusamur með það. Með tölvunni fylgdi þessi týpíska 2gja ára ábyrgð en ekkert var rætt um neina aðra skilmála í því sambandi. Fyrir ári síðna bilaði svo tölvan og fannst okkur manninum mínum það eiginlega bara alveg ágætt því það var kærkomið tækifæri til þess að strákurinn tæki sér smá hvíld frá tölvuleikjum og því var ekkert gert í því að fara með tölvuna í viðgerð strax. Nú fyrir nokkrum dögum, ca ári eftir að tölvan bilaði, ákváðum við loksins að fara og láta gera við hana. Ég fór með hana uppí BT í Smáralind til þess að fá upplýsingar um það hver sæi um viðgerðir fyrir BT eða hvar hægt væri að láta gera við hana. Þá var mér tjáð að ekki væri gert við Playstation tölvur á Íslandi og það borgaði sig ekki að senda þær út í viðgerð, að ekki hefðu náðst samningar við Sony um að gert væri við þær hér á landi. Ég spurði þá afgreiðslumanninn hvað ég gæti gert í málinu og þá sagði hann mér að "það væri bara ekkert hægt að gera", það væri í raun "bara best að henda tölvunni". Það fauk svolítið í mig þegar hann sagði þetta, ekki alveg sátt við það að hafa keypt tölvu á yfir 30 þúsund krónur og ári eftir að ábyrgðin rann út, þá átti ég bara að henda henni......sorrý.
Ég fór auðvitað í rokna fýlu útúr BT með nýlegu, "ónýtu" tölvuna mína. Fyrir einhverja rælni henti ég henni ekki strax og nokkrum dögum síðar barst þetta mál eitthvað í tal við vin minn sem benti mér á að fara með hana í Elko sem og ég gerði. Þar bjóða þeir uppá það að ef Playstation tölva er biluð og komin úr ábyrgð, þá er hægt að skipta henni uppí nýja fyrir u.þ.b 11 þúsund krónur, sem mér þykir nú bara alveg ágætlega sloppið og þar að auki er hvorki spurt um það hvar tölvan var keypt eða hvenær og með henni fylgir glæný ábyrgð uppá 2 ár.
Ég held að það sé ekki nokkur spurning hvar ég kem til með að versla næst þegar mig vantar raftæki eða annað slíkt, það verður allaveg EKKI í BT, þeir ættu að reyna að fara að fordæmi Elko eða allavega vera manneskjur í það að segja fólki frá þjónustunni sem Elko veitir í sambandi við Playstation tölvunar í stað þess að segja fólki bara að henda þeim, að minnsta kosti segja fólki frá því hvernig málin liggja í sambandi við viðgerðir í hvert skipti sem fólk kaupir nýjar tölvur. Thumbs up for Elko!
Gunnhildur
Um daginn bilaði Playstation tölvan hérna á heimilinu þ.e. hætti að lesa diska. Eftir að hafa þrifið hana með hreinsuðu bensíni virkar hún sem ný. En það er kannski of seint að segja þér þetta núna þar sem strákurinn þinn er kominn með nýja vél :).
SvaraEyðaKv.
Tinna
Ég er einmitt með eina svona tölvu heima sem er biluð. Hún nær ekki að lesa diskana. Veit engin til þess að það sé hægt að láta gera við tölvurnar hér heima? Svoldið fúlt að þurfa að kaupa nýja tölvu þar sem þessi er rétt rúmlega 2ja ára - og var keypt í BT á sínum tíma.
SvaraEyðaKv. Björk
BT buðu uppá þessa sömu þjónustu áður en þeir fóru á hausinn, og kostaði ekki nema 7500 krónur. Eftir að Hagar tóku keðjuna yfir hins vegar hefur allt horfið til verri vegar. Þeir neita líka að taka ábyrgð á öllu sem keypt var í "gamla" BT, þannig að fjöldi fólks situr upp með ábyrgðarlausar vörur þó þær séu ekki orðnar 2ja ára gamlar. Helvítis hundingjar.
SvaraEyðaSvo lengi sem fólk vísar fram kvittunum frá BT og kaupin voru innan tveggja ára, hvort sem það er í gamla eða nýja BT er hægt að fá Playstation tölvum skipt út frítt í BT og hefur það verið í alveg nokkra mánuði núna eftir að samningar náðust við Senu, það var ekki hægt í nokkrar vikur eftir að nýja BT opnaði.
SvaraEyðaOg þetta með útskipti þjónustuna á PS2 tölvum þá var það í gamla BT og kostaði ekki 7500 kr. heldur kostaði það 5500 kr., það kostaði 7500 kr. að skipta út PSP tölvum.