miðvikudagur, 22. apríl 2009

Sparnaðarráð fyrir BMW eigendur

Sumir bílar, eins og BMW, nota sérstakar rúðuþurrkur sem passa ekki á
neina aðra, því festingarnar eru öðruvísi. Þær kosta auk þess 5-10
sinnum meira en venjulegar þurrkur, td. um 13.000 kr á BMW-5, en ca.
2000 kall venjulegar.
Það sem maður getur gert er að kaupa venjulegar rúðuþurrkur (passa að
hafa þær í réttri lengd), en í staðinn fyrir að smella þeim á kaggann
upp á gamla mátann (sem er ekki hægt) þá dregur maður gúmmistrimilinn úr
þeim og þræðir upp á krækjurnar á gömlu þurrkunum. Þetta kostar smá
streð, en er vel framkvæmanlegt jafnvel með berum höndum.
Þannig getur BMW-eigandi sparað 11.000 kall, og í öllu falli er vert að
reyna, maður tapar jú ekki nema þúsundkalli ef maður kaupir eina
venjulega þurrku en mistekst að nýta hana eins og lýst er hér að ofan.
Ásgeir

1 ummæli:

  1. Vil benda á að ég á Volvo, bestu og endingarmestu rúðuþurrkur sem ég hef nokkru sinni notað fylgdu með bílnum. Kaupi hiklaust nýjar Volvo þurrkur þótt þær kosti meira. Er með Bosch þurrkur á frúarbílnum... fékk það sem ég borgaði fyrir.

    SvaraEyða