miðvikudagur, 22. apríl 2009

Sma soya þurrmjólk!

Ég fór í Nóatún austurveri í dag og ætlaði að kaupa Sma soya þurrmjólk en sá að dollan kostaði rúmar 1600 kr, ég hætti við því mig minnti að hún hafi kostað rúmlega 800 kr í hagkaup í síðustu viku. Ég fór svo í Bónus kringlunni og fékk þar dolluna á 676 kr!.
Hvað er málið með þetta ???
Nína

5 ummæli:

  1. Bónus er lágvöruverðsverslun en Nóatún er meiri lúxusverslun með kjötborði,heitum mat og salatbar auk þess sem opið er lengur á kvöldin hjá þeim. Ekki vera að bera saman epli og appelsínu.

    SvaraEyða
  2. Já stórkostlegur munur, Bónus er með opið til 18 og Nóatún 19.

    Gæti verið þarna starfsmaður Kaupáss á ferð?

    Tæplega 1000 krónu munur á þurrmjólk fyrir börn, er OKUR!

    SvaraEyða
  3. Sammála síðasta ræðumanni, þetta er mjög gott dæmi um OKUR!
    Fyrsti kommentari er greinilega búinn að gleyma lækkunarherferðinni sem Nóatún lofaði í kjölfar kreppunnar miklu. Stórar heilsíðu auglýsingar og sjónvarpsauglýsingar. Það er greinilegt að þurrmjólk er ekki einn af vöruflokkunum sem þeir segjast bjóða á hagstæðu verði, þótt að um nauðsynjavöru og það fyrir ungabörn er að ræða.

    SvaraEyða
  4. Og ef það er rétt að þurrmjólkin kosti 800 kr. í Hagkaupum en 1600 í Nóatúni þá er ekki hægt að segja að verið sé að bera saman epli og appelsínur þar sem Hagkaup bíður einnig upp á salatbar, kjötborð, endalausan opnunartíma o.s.frv.

    SvaraEyða
  5. Nóatún er reyndar með opið til 20:00 á virkum dögum og 21:00 á Hringbraut og Grafarholti og svo kom Hagkaup ekki fram fyrr en eftir á. Verið að bera saman Epli og Appelsínu!!!!!!!!!!!!!

    SvaraEyða