Svona á að gera þetta.
Ég var að koma úr helgarferð til Akureyrar og langar að vekja athygli á því sem vel er gert við ferðamenn þar. Á Bautanum er boðið upp á fjóra rétti á 1000 kr. Þú getur valið milli hamborgara, kjúklingaspjóts, mínútusteikur og/eða pasta með kjúkling. Ég varð alveg yfir mig hrifinn. Nákvæmlega svona finnst mér að veitingastaðir eigi að gera þetta. Lækka verðin nógu mikið til að fólk hafi efni á að borða þarna og fá vitaskuld fullt hús af gestum í staðinn.
Ég sá reyndar fyrir mér að fleiri staðir í miðbæ Akureyrar gætu tekið Bautann sér til fyrirmyndar og gert eitthvað svipað. Hvað með t.d. ef að Bláa kannan seldi rautt og hvítt á 300-400 kr glasið á kvöldin. Tel verulega miklar líkur á að Akureyringar færu þá að dusta af sér rykið og labba í bæinn t.d. eftir kvöldmatinn um helgar og setjast niður með vinum og mökum og gæða sér á einu vínglasi. En þá þarf verðið vissulega að vera í anda "Bautastefnunar".
Ég vildi bara koma þessu á framfæri, þar sem ég tel svo mikilvægt að segja frá því sem vel er gert og getur komið mörgum til góða.
Ingjaldur Arnþórsson, ferðaskipuleggjandi
Engin ummæli:
Skrifa ummæli