mánudagur, 20. apríl 2009

Frítt kostar hjá Símanum

Það eru stundaðir mjög einkennilegir viðskiptahættir hjá Símanum sem rekur Skjáinn. Ég hef skjálykil og greiði grunngjaldið kr. 600 og telst því ekki áskrifandi. Nýjast brellan til að ná í pening til þeirra sem ekki eru í áskrift er að efni sem auglýst er á kr 0, þ.e. frítt, þarf ég að borga fyrir. Dóttir mín hafði einn daginn farið og leigt frítt efni eins og sagt var á Skjánum og leigði eina 16 þætti af H2O, ég fékk reikning frá Skjánum þar sem mér var gert að greiða kr. 150 fyrir hvern þátt eða alls kr 2400. Þetta myndi ég telja að væri okur, svik og prettir að auglýsa efni frítt og senda svo reikning til viðkomandi.
Kveðja
Ólafur Bjarnson

10 ummæli:

  1. Ekki það að ég sé að verja síman af þessum þáttu sem þú nefndir er aðeins fyrsta serían frí og síðan fyrsti þáttur í annarri seríu. Vildi bara að þú vissir af því.

    SvaraEyða
  2. Einnig má koma fram að það kemur alltaf fram áður en þú staðfestir leigu á mynd hvað hún kostar.

    Persónulega finnst mér VoD hjá Skjánum vera að gera frábæra hluti. Ég hef t.d nýtt mér allar myndir á 350 kr mikið.

    SvaraEyða
  3. Það stendur skýrum stöfum hvað myndirnar þarna inni kosta plús að maður þarf að staðfesta pöntunina sérstaklega.

    Þetta er ekki kvörtun eða athugasemd, þetta er væll.

    SvaraEyða
  4. Ég verð að fá að væla og það í Doktorinn sjálfan. Mér finnst hann ekki velja nógu mikið úr því sem hann fær til sín og ætti að hætta að leyfa alltaf sömu okurdæmunum að dúkka upp sbr. Frítt í 6 hjá Símanum og okur á blekhylkjum fyrir prentara. Svo er náttúrulega alveg kostulegt að enn sé verið að röfla um klukkubúðir og bera þær saman við Bónus bara brandari. Þessi síða missir marks ef að það á alltaf að vera að sýna okkur sömu dæmin. Mismunandi verð á milli hillu og kassa er í lagi nokkrum sinnum en þegar dæmin eru farin að koma annan hvern dag þá er þetta aðeins too much og fólk hættir að nenna að lesa þetta og síðan tapar gildi sínu sem aðhald fyrir neytendur og ekki síður kaupmenn sem er synd því hún gerir það svo vel bara ef að fjölbreytnin fær að blómstra og þá e.t.v. eitthvað minna magn. Gæði en ekki magn.

    SvaraEyða
  5. Ég er hjartanlega ósammála commentinu fyrir ofan, ekki eins og það séu það mörg innlegg að koma á dag að maður geti ekki bara valið að skoða það sem maður vill skoða.

    Sumir eru ekki að kíkja hingað daglega og missa því af ýmsu, frekar fúlt að missa af einhverju því það var skrifað það sama fyrir mánuði. Svo er fólk líka gleymið og gott að láta minna sig á það aftur og aftur hvað sumar búðir eru að okra mikið. Ef þú sérð líka bara eina færslu um hvað búð er dýr þá hefur það ekki sömu áhrif og ef þú ert alltaf að sjá sömu búðina dúkka upp hérna.

    Ég held líka að hann sé að halda þessu úti í sjálfboðavinnu og frekar fúlt fyrir hann að fara alltaf að leita að gömlum færslum til að athuga hvort þetta hafi komið áður eða svipað...

    SvaraEyða
  6. Hjartanlega sammála síðasta ræðumanni. Sama dæmið aftur og aftur sýnir okkur einmitt að fyrirtækin eru ekkert að bæta sig. Okursíðan fær stórt hrós frá mér!

    SvaraEyða
  7. Getur einhver upplýst mig hvað það eru margir þættir í fyrstu þáttaröð

    SvaraEyða
  8. www.imdb.com gefur þér allar upplýsingar um þætti og bíómyndir

    SvaraEyða
  9. Ég held að því miður sé þessi neytendabransi þannig að maður þarf að endurtaka sömu hlutina aftur og aftur og aftur... til að þetta skila einhverju. Þið sem fylgist vel með verðið bara að hlaupa yfir það sem er kunnuglegt - sorrí.

    SvaraEyða
  10. Þó svo að það sé löngu vitað að klukkubúðir séu margfald dýrari en lágvöruverðsbúðirnar á síður en svo að vera talinn sjálfsagður hlutur! ÞESS VEGNA er nauðsynlegt að birta samanburð oft og ítrekað. Það þarf að hamra á þessu liði og fá fólk til að skilja það í eitt skipti fyrir öll að hunsa okurbúðir eins og klukkubúðirnar.

    Sama með vitlausar verðmerkingar. Þetta á ekki að líðast og ég veit það sjálfur að þeir sem standa fyrir þessum búðum lesa þessa síðu og taka það til sín þegar þeir sjá kvörtun (hey... geri það sjálfur!). ÞESS VEGNA þarf ALLTAF að benda á það út á við líka að hilluverð stemmi ekki við kassaverð og líka til þess að fólk sé á varðbergi gagnavart þessu

    Við neytendur þurfum líka aðhald!

    Með blekhylkin þá er það almennt svo að öll hylki eru fokdýr en að mínu mati eru hylkin í Canon prentarana ódýrst (vinn í verslun sem selur hylki og líka prentarana).

    SvaraEyða