Langar að segja frá viðgerð á gömlu tölvunni minni. Ég lenti í því að sulla vatni á lyklaborðið og upp frá því voru flestir takkar óvirkir og tölvan því ónothæf. Var hrædd um að hún væri ónýt eða að viðgerð myndi slaga upp í verð á nýrri tölvu. Ákvað samt að láta reyna á viðgerð. Tölvan er 6 ára gömul af gerðinni Fujitsu-Siemens keypt hjá Tæknivali og eftir nokkra leit komst ég að því að DIGITAL-TÆKNI í Ármúla (http://www.digital.is/) gerir við þær. Ég lagði tölvuna inn á verkstæði eftir að hafa skrifað upp á plagg um að skoðunarkostnaður yrði 4.000 kr. þó svo að ég ákveði að láta ekki gera við hana. Eftir viku fékk ég hringingu um áætlaðan kostnað; nýtt lyklaborð og vinna myndi kosta 12-15 þúsund krónur með vsk! Ég spurði örugglega þrisvar hvort þetta væri rétt! 5 dögum síðar fékk ég SMS um að tölvan væri tilbúin. Þegar ég sótti hana borgaði ég 12.900 kr. fyrir og tölvan mín er eins og ný :)
Bestu kveðjur,
Hildur Jónsdóttir
skemmtilegt að sjá að þetta tók ekki nema 12 daga að skipta um lyklaborð , varstu búin að tékka verð fyrir þessari þjónustu annarstaðar ?
SvaraEyðaFyrir utan frekar langan biðtíma þá finnst mér þetta dýrt. Ég vinn sjálfur við tölvuviðgerðir og hef oft skipt um lyklaborð á fartölvum. Þessi aðgerð tekur u.þ.b. 15 mínútur og nýtt lyklaborð ca. 3-4.000 kr.
SvaraEyðaVann á tölvuverkstæði yfir 2 ár og já fartölvulyklaborð kosta milli 2500-4000 kr hvað oftast. Ísetning er oftast um 2-10 mínútna vinna eftir tegund. Svo bætist smá vinna við skýrslugerð ef við á. Þú virðist hafa verið rukkuð um staðfestingu á því að þetta myndi laga vandamálið.
SvaraEyðaOft betra að fara hreinlega og biðja bara um tilboð í að gera við ákveðin hlut. Þá tekurðu auðvitað áhættuþáttinn að mögulega hafi eitthvað fleira skemmst á þig en sú er raunin oftast þó að annað komi í ljós seinna.