mánudagur, 27. apríl 2009

Okur á tímareim

Fór með bílinn minn í árlega skoðun og smurningu um daginn hjá Bílson í Ármúlanum og fékk mjög liðlega og góða þjónustu, vil taka það sérstaklega fram því hið góða á líka skilið að fá að heyrast. Svo var mér tjáð að ég þyrfti að fara að skipta um tímareim í bílnum (VW Polo ekinn ca 40 þús km og tæplega 5 ára gamall) og kostnaðurinn við það átti að vera ca 100 þús krónur (varahlutur og vinna). Sá auglýsingu frá Vélalandi þar sem tímareimaskipti í VW Golf átti að kosta 46.774 krónur.
Af því að mér blöskraði svo verðið á tímareimaskiptum á litla bílnum þá spurði ég hvað það myndi kosta mig að láta skipta um tímareim á jeppa heimilisins (Pajero, ekinn 90 þús, 5 ára) því ég vissi að það þyrfti að fara að gerast og fékk þá uppgefið verð upp á 170 þús krónur. Samkvæmt auglýsingu Vélalands kosta engin tímareimaskipti hjá þeim yfir 50 þúsund krónunum og þá sama hvort um er að ræða Nissan Patrol eða Ford Focus.
Vildi bara benda fólki á þetta og að gera endilega verðsamanburð því ég mun leggjast í rannsóknarvinnu í kjölfar þessa einfalda dæmis míns áður en ég læt skipta um tímareimar á bílum heimilisins.
Auk þess varðandi athugasemd Valdimars Gunnarssonar um varahlut í VW Polo þá ber að nefna að eftir örlitla eftirgrennslan mína kom í ljós að ég get keypt varahlutinn (tímareimasett) á netinu fyrir $ 132 dollara í Poloinn minn en fyrir Pajeroinn get ég keypt varahlutasettið á $ 100 dollara. Ef ég færi í Bílson með jeppann væri ég rukkuð um 110.000 fyrir tímareimasettið eða bara varahlutina sem ég gæti verslað á netinu fyrir $ 100 dollara. Þetta er svívirðilegt okur!
Kveðja,
Soffía

7 ummæli:

  1. Já vinna við tímareimaskiptingu er misjafnt eftir bílum. Vanir menn ættu samt að geta gert svona á 10-120 mínútum eftir bílum (oftast nær 10 en 120 mínútunum). Reimin sjálf er auðvitað ekkert merkilegt tól.

    Sem dæmi þá veit ég að fyrir um rúmum 8 árum kostaði það um 100.000-150.000 kr að gera upp vél sem hafði skemmda stimpla og annað vegna þess að tímareim gaf sig. Innifalið í því var auðvitað ný reim líka :D

    SvaraEyða
  2. Já, ég hef einmitt heyrt frá bilvélavirkja að vinnan sem liggur í því að skipta um tímareim sé MJÖG mismunandi eftir bíltegundum. Ég hafði samband við Vélaland og fékk uppgefið að tímareimaskipti fyrir Pajero sport jeppann minn myndi kosta milli 70 og 80 þús en helmingurinn af þeim kostnaði er varahluturinn sem þeir fá frá Heklu og kostar 39 þús.
    Kveðja,
    Soffía (sú sem skrifaði ábendinguna til að byrja með)

    SvaraEyða
  3. Það að skipta um "tímareim" er ekki endilega bara það að skipta um reimina sjálfa.
    Ef vel á að vera þarf að skipta um vatnsdælu, strekkjara, reim og hjól sem mig grunar að Bílson sé t.d. að miða við því þeir eru þekktir að vönduðum vinnubrögðum.
    Bílaland með fullri virðingu auglýsir að varahlutir vegna skiptinga á tímareim sé OEM varahlutir þ.e. ekki er verið að nota orginal varahluti sem þá kannski skýrir lægra verð en að nota orginal.

    Maggi

    SvaraEyða
  4. Ég þarf að fara með Pajeroinn og skipta um tímareim (7 ára, 81 þús km).
    Fannstu e-n staðar "sanngjarnt" verð í viðgerðina ?

    Kveðja

    SvaraEyða
  5. soffía hefur misskilið , tímareim kostar um 5000 , tvö rúlluhjól eitt til þrjú þús stykkið, vatnsdæla tíu fimmtán þús, strekkjari um fimmþús eða átta, þetta er örugglega hvergi selt á hundraðþúsund.

    SvaraEyða
  6. Ef mig minnir rétt þá er keðjaí Pajero bílunum að mestuleiti. Kostnaður við nýja keðju og strekkihjól og boltana var eitthverstaðar um 50000kr í lok árs 2011. Það var skipt um nýtt hedd og þá lét ég kíkja á þetta í leiðinni. Það var líklegast að fara að koma tími á keðjuna og því ákvað ég að klára það líka. Fékk allt í Kistufelli., en nota BENE ég fékk góðan afslátt í gegnum félaga minn.

    SvaraEyða
  7. Skoda octavia 2005 model bensín beinskiptur

    sleppið bara að versla við bilson. þetta er okur verkstæði og það bara á vinnu og sölu á eigin hlutum langt yfir verði, lengd tímans var meira en hjá óreindum manni

    svo vill til að vatn hafi náð að smeygja sér inn í vélartölvuna,

    greininginn kostaði 70þúsund og tók 8klukkutíma , þeir byrja á því að kanna eithvað raftækjabox, þó ég tjáði þeim að þetta væri eithvað tengt tölvuni

    þeir fundu tölvu og ættluðu að selja mér það drasl á 70þúsund, en ég þverneitaði fyrir það enda mjög mikið okur á 8 ára gömlum rafbúnaði, áður en þeir pakka bílnum saman hringja þeir og segjast hafa fundið aðra tölvu á 50þús en hun væri örlitið illa farnari en ég þverneita því líka ég borga þetta greininga gjald og fer að leita af tölvu,
    svo hringdi ég í bilson til að grenslast um hvar þessar tvær tölvur væru en fék engin svör nema það að eithver í fyrirtækinu hafi átt tölvuna en hann væri veikur þá vaknar upp grunur um svind afhverju var mér tjáð að þeir höfðu fundið tölvu á varahluta-verkstæði ef eithver þarna ætti tölvu, svo það að ég fái símtal eftir að ég neita að kaupa firstu tölvuna þá finna þeir aðra tölvu á 50þús


    ég finn tölvu á 10þúsund eftir nokkur símtöl en hun var því miður með ranga endatölu svo ég skilaði henni og tók þá mína tölvu í sundur og sprautaði hana alla með svotilgerðu spreyi og kítaði hana alla saman lét hana í . bílinn startar sér í 3 sekundur en drepur svo á sér, svo ég kanna málið og kemst að því að það sé vegna þess að bilson afkóðaði tölvuna mina frá mælaborðinu og þar með drepur bifreyðin á sér sjálf. þá verður maður að fara með bilinn á verkstæði til að tengja við tölvu og kóða tölvuna og átti það að kosta 10þús en ég fék það frít sökum þess að talvan min virkaði bara mjög fínt og gerði þá að fífli að telja manni trú um að það sé ekki hægt að gera við hana .

    eina ástæða fyrir að ég fór á verkstæði er að rétt áður en þetta skeður þá er keyrt utan í bifreiðina mina að framan, svo á endanum fék ég tryggingafélagið til að borga skoðunargjaldi, það var vegna þess að bjáninn stakk af en ég náði bílnumerinu og það tók meira en mánuð fyrir þá að samþykja tjónið þó að ég vissi hver tjónvaldur væri, tryggingafélag hans tjáði mér allan tíman að þeir væru ekki ábyrgir...


    ++++++ Tímareimskipti,,,, farið bara á umboðsverkstæði það er ódýrara. enda eru varahlutir hvort sem er keypt þaðan,

    kostar 76þúsund í heklu en 100þúsund í vélalandi. sami pakkin . mismunurinn gæti verið fólgin í græðgi fyrirtækja á að bæta kostnað ofan á söluvirði efnis frá umboðum + græðgi í tímavinnu , einsog atriðið hér að ofan

    .. það tók mig engastund að ná tölvunni og setja hana í aftur , max 30 mín samtals að taka úr og setja í hjá manni sem hefur aldrei komið nálægt bíltölvu áður
    en tók dag hjá mér því ég þreif hana og kítaði hana aftur saman eftir að eiða laungum tíma í að fjarlægja upprunalega kítið

    KV ragnar

    ber engar þakkir til bilson, þeir skitu upp á bak.

    SvaraEyða