mánudagur, 13. apríl 2009

Barnaklipping

Ég fór með 2 ára gamlan son minn í klippingu í Hamraborgina um daginn á stofu sem heitir Klippt og skorið. Hann er ekki með mikið hár, og ekki vildi ég heldur láta klippa hann mikið, bara rétt yfir eyrun og að aftan. Hann sat eins og ljós þessar tæpu 5 mínútur sem stúlkan var að klippa.... Nema hvað verðið: 3250 kr.... Þar hefnist manni fyrir að spyrjast ekki fyrir. En ég lærði þarna af reynslunni og mun aldrei fara þangað aftur, hvorki ég né sonur minn. Ég veit að 3250, er kannski ekkert óeðlilegt verð fyrir klippingu...en þetta var nú bara snyrting. Ég hafði einu sinni áður farið með strákinn á stofu og þá borgað 1500 kr. fyrir svipað verk og þar var einmitt tekið fram að ég þyrfti ekki að borga meira þar sem þetta væri svo lítið sem þyrfti að taka og tæki stutta stund... Spurning um að fara að gera þetta bara heima..
Kveðja og takk fyrir góða síðu, Guðlaug

6 ummæli:

  1. Þetta er náttúrulega alveg galið verð. En vonandi lærðirðu af þessu að spyrja hvað hlutirnir kosta áður en þú kaupir þá!

    Þú getur jú bara sjálfri þér um kennt í þetta skipti, að hringja ekki á undan (og t.d. í nokkrar stofur) og spyrja um verð á barnaklippingum. Það gera auðvitað allir meðvitaðir neytendur.

    SvaraEyða
  2. Ég var í svipaðri stöðu og þú. Ég lét alltaf klippa mig á rakarastofum. En þegar ég var rukkaður um 4000 krónur fyrir 20 mín verk einu sinni fékk ég nóg. Í þessu 20 mín verki fólst létt snyrting. Konan sem klippti mig eyddi meiri tíma í að tala við hina konuna sem var að klippa á móti en að klippa mig.

    Ég fór því í heimilistæki og keypti rakvél með 7 stillingum á 9.990 krónur. Ég breytti líka um stíl. Í staðinn fyrir að láta taka aðeins ofan af og klippa stall þá rakaði ég allt af sjálfur.
    Einfalt og fljótlegt og fljótt að borga sig.

    Ég veit ekki hvort þú ættir að snoða son þinn en ég myndi kaupa mér hársnyrtisett fyrir 10-12 þ og gera þetta sjálf. Það er fljótt að borga sig :).

    SvaraEyða
  3. Heimir Hermannsson16. apríl 2009 kl. 16:25

    Ef tímakaupið hjá þessum iðnaðarmanni er reiknað út frá því að bókað sé í 45 mín. þá er hann að fá 2017 kr. á tímann útborgað og það miðast við að hann sé bókaður allan daginn alla vinnudaga ársins.

    Þarna er ég búinn að draga frá vsk, skatt og lífeyrissjóð.

    Þá fær eigandinn á stofunni reyndar ekkert til þess að borga húsaleigu, rafmagn, hita, vörunotkun, mótframlag í lífeyrissjóð, posaleigu, hlutdeild kortafyrirtækja í upphæðinni sé borgað með debit/kredit korti, þvott, hreingerningar, síma, vinnuföt, tölvukostnað, skirfstofuvörur, viðgerðir/viðhald, tryggingar, bankagjöld, vöktun húsnæðis, auglýsingar, kynningarefni, viðskiptagjöld og aðra skatta og þess háttar.

    Eina okrið í þessu dæmi er virðisaukinn sem kennitöluflakkarinn íslenska ríkið setur í vasann.
    Kveðja,
    Heimir Hermannsson.

    SvaraEyða
  4. Góður punktur Hermann og ég held að enginn vilji að iðnaðarmenn gefi vinnu sína....

    Við áttum reyndar ekki pantaðann tíma, komum af götunni og vorum tekin á milli, þannig að þessi iðnaðarmaður fékk þarna 3350 kr. á milli bókaðra tíma... Dágott tímakaup þar.

    En ég fór á stúfana, svona eftir á, til að kanna verðin á barnaklippingum og þá kom í ljós að þetta ER okur. Það var á fáum stöðum sem verðið á barnaklippingum var yfir 3000 kr, og ég sá verð allt niður í 1500 kr. Það segir sig líka sjálft að litlir krakkar eru yfirleitt með lítið hár, sitja ekki í neinar 45 min og ég það virtist vera sem svo að stofurnar gerðu heldur ekki ráð fyrir því, heldur var yfirleitt verið á áætla um 15 min í að klippa svona litla krakka....hann er tveggja ára.

    Jæja, ég er allavega komin með fullt af góðum hugmyndum um hvert ég fer næst.

    Kveðja, Guðlaug

    SvaraEyða
  5. Heimir Hermannsson20. apríl 2009 kl. 15:29

    Sæl Guðlaug,

    Þú vitnar nú ekki einu sinni rétt í sjálfa þig þannig að ég held að þú viljir ekki skilja þetta.

    Kveðja,
    Heimir Hermannsson.

    SvaraEyða
  6. Sæll Hermann

    Ég held að þú sért að að benda mér á að ég fari með vitlaust með verðið sem ég nefndi í fyrstu færslunni. Það átti að vera 3350, eins og ég sagði í athugasemdinni, óvart sló ég af 100 kr... stúlkunni í hag þegar ég setti inn dæmið.

    Já, kannski skil ég þetta ekki en það er alrangt þegar þú segir að ég vilji ekki skilja þetta, ég hef reynt að kynna mér þessi mál nokkuð vel.

    Kveðja, Guðlaug

    SvaraEyða