Við erum hérna nokkrar af norðurlandinu góða sem höfum verið að pæla í því hvers vegna klippingar hafa hækkað svona mikið?? það kostar orðið 3500 kr. að fara með barn í klippingu sem tekur 10 - 15 mín ég sjálf fór í klippingu um daginn og kostaði það 4500 (tók kannski 20-25 mín) við vorum bara að spá hvort skærinn væru orðinn svona dýr eða hvað?? alltaf hækkar veriðið í klippingu. Ég skil alveg að hárlitun hækki því þar er verið að nota efni sem panta þarf að utan og svoleiðis.. ég heyrði að klipping í RVK. kostaði um 6500?? (rosalega dýr skæri þar á ferð) ef efnið(gelið) kostar svona mikið í hárið ætli klippingin mundi lækka í verði ef við mundum sleppa því??
Kveðja að norðan, Hólmdís og félagar
Hugsanlega með hærra tímakaupi þarna. Ég gafst upp á því að borga yfir 4000þús fyrir 10min klippingu þar sem bartskerinn er að mestu notaður og aðeins snyrt með skærum.
SvaraEyðaKeypti bartskera og læt konuna klippa mig og soninn. Það er hægt að kaupa ýmislegt fyrir þúsundkallana sem sparast þar.
Verð á herra og drengjaklippingu er komið langt út fyrir það sem eðlilegt getur talist. Ef maður væri að biðja um eitthvað annað en "bara stytta þetta eitthvað" þá væri það hugsanlega skiljanlegt.
Mér var nóg boðið þegar einföld herraklipping fór að kosta 3.700 kr.
SvaraEyðaFæ vinkonu mína sem er nemi til að klippa mig fyrir um 1.500 kr. sem mér finnst býsna sanngjarnt miðað við korters vinnu og ekkert efni notað.
Ja það var verið að ræða um fermingartískuna um daginn með Önnu og útlitinu í Reykjavík síðdegis og hún sagði að fermingargreiðsla upp á hátt í 30 þús fyrir dömu væri algjört bull og finndist henni eingu skipta hvort um væri að ræða meistara,stílista,nema eða hvað menn vilja kalla þetta. Hún sagði t.d. að förðun og greiðsla fyrir fermingarsúlku ætti ekki að fara upp í mikið meira en 5-6 þúsund þannig að það er spurningin hvort að herra klipping upp á 4000 sé ekki bara algjör blekking.
SvaraEyðaTengist ekki á nokkurn hátt hárgreiðslubransanum en hafa ekki öll lán hækkað og rekstrarumhverfi fyrirtækja breyst til hins verra?
SvaraEyðaStofur þurfa að borga meira en bara laun og efniskostnað...
Held að herraklipping sé búin að þrefaldast í verði á 3-4 árum.
SvaraEyða"Hún sagði t.d. að förðun og greiðsla fyrir fermingarsúlku ætti ekki að fara upp í mikið meira en 5-6 þúsund" Er ekki allt í lagi? Greiðsla fyrir fermingastúlku inniheldur yfirleitt alltaf klippingu, prufugreiðslu og greiðslu á sjálfan fermingardaginn.. þetta gera trúlega um 6 klst vinnu + eitthvað efni og tilheyrandi. Ekki myndi ég vinna þennan tíma og mæta eldsnemma á sunnudegi (jafnvel á eldrauðum degi, t.d. páskadegi) og taka fyrir það aðeins 6 þúsund eða þúsund kall á klukkustundina!
SvaraEyðaÞó hárgreiðsludaman noti bara hendurnar á sér og sína þekkingu við að greiða fermingarbarninu (ekki endilega eitthvað efni sem kostar x krónur)þá kostar að koma sér upp aðstöðunni (hárblásara og öðru tilheyrandi) + það að það er ákveðinn rekstrarkostnaður sem reiknast inn í verðið.
Og það að herraklipping sé búin að tvöfalst í verði á síðustu 3-4 árum..hvað haldiði að almennur rekstrarkostnaður, laun, hiti, rafmagn, fasteignagjöld, efniskostnaður og annað slíkt sé búið að hækka mikið á þessum tíma? Lífið er í alvörunni ekki svona klippt og skorið! ..og nei ég er ekki hárgreiðslukona :)
Við erum tvær stelpur sem vorum að fermast. Önnur okkar fór á stofu og hin til nema. Á stofunni tók hálftíma að flétta fasta fléttu, krulla og setja blóm(sem hún keypti sjálf). Þetta kostaði um 5 þúsund kall. Hin var með flókknari greiðslu sem tók um það bil 1 og hálfann tíma. Skrautið og efnið keypti hún sjálf nema einhverjara nokkrar ömmuspennur. Neminn kom heim til fermingarbarnsins og notaði því rúllur og krullujárn heimilisfólksins. Það kostaði líka milli 4 og 5 þúsund. Inní þessum báðum var líka prufugreiðsla.
SvaraEyða