föstudagur, 3. apríl 2009

Tvisvar tekið út af kortinu

Mig langar að benda á hversu mikilvægt það er að neytendur fylgist vel með því sem tekið er út af debet og kredidkortum þeirra. Í gær fór ég t.d. að versla í Bónus í Spönginni, verslaði þar fyrir um 14.000 krónur. Daginn eftir renndi ég yfir færslur á debetkortinu mínu og sá þá að Bónus hafði tekið tvisvar út þessa upphæð af kortinu mínu.
Ég reyndi að ná símasambandi við þjónustuver KB banka en þar voru um 40 manns að bíða eftir að ná inn. Ég hringdi því í skrifstofu Bónuss í Skútuvogi. Þar talaði ég við konu sem sagði að þetta væru mistök bankans, mistök sem kæmu all nokkuð oft fyrir! Þegar ég svo loksins náði sambandi við bankann var mér tjáð að það tæki bankann tíu virka daga að leiðrétta þessi mistök! Bankinn er semsagt búinn að leggja hald á peningana mína, ég fæ enga vexti og auðvitað enga afsökunarbeiðni. Bankinn hefði nú verið fljótur að rukka mig um vexti og vaxtavexti ef þessu hefði verið öfugt farið. Mér varð líka hugsað til allra þeirra sem aldrei kíkja á færslur sínar inni á heimabanka. Hvað ætli bankinn græði mikið á svona mistökum? Ætli þetta sé nokkuð leiðrétt ef ekki koma athugasemdir?
Annað, fór í Hagkaup um daginn að versla eitthvað smotterí. Versla eiginlega aldrei þar vegna okurs. Keypti m.a. einn pakka af frostpinnum, tímdi því varla vegna þess að hann kostaði heilar 430 krónur. Þegar ég svo leit á kassakvittunina hafði ég verið rukkuð um 570 krónur fyrir pakkann! Það er fullt af fólki sem aldrei lítur á þessar kvittanir. Ég hef oft lent í þessu, sem og fleiri sem ég þekki, þannig að þetta virðist nokkuð algengt.
Já, það er ekki auðvelt hlutskipti að vera neytandi á Íslandi, stöðugt verið að svindla á manni.
Rúna

4 ummæli:

  1. ég hef lennt í þessu sjálfur þegar ég keypti dekk á bílinn fyrir um 36000 kr fyrir nokkrum árum og kortinu var rennt í gegn og posinn sagði ekki heimild sem mér fannst skrítið þar sem að 90þ voru á kortinu og ég sagði honum að renna því aftur í gegn og aftur kom ekki heimild.
    Þannig að ég fór í næsta hraðbanka og prenntaði út yfirlit og þar stóð að 2svar hefði verið tekið af kortinu þannig að ég fór öskuvondur uppá dekkjarverkstæði og sagði að hann hefði tekið 2svar af kortinu og hann hringdi í bankann og þeir sögðu að þetta mundi leiðréttast eftir 10 virka daga.
    þannig að ég fekk hærri heimild og borgaði dekkin og eftir 10 virka daga þá kom aurinn aftur. Og aldrei í lífinu mundi ég biðja bankan um afsökunarbeiðni þetta er hvorki bankanum né þeim sem að svarar símanum að kenna hvernig dettur þér í hug að skammast yfir að hafa ekki fengið afsökunarbeiðni til hvers í and.... hringdu frekar í Reikninistofu bankana vandamálið er hjá þeim.

    síðan ári seinna og reynslunni ríkari var ég staddur í verslun í rvk þegar að ég er að borga vörur og kortinu er rennt í gegn og upp kemur að ekki sé heimild og vel minnugur dekkjar atriðinu þá hringi ég í símsvara bankans og set á hátalara og þar er lesið upp að útaf kortinu hafi verið tekið 11þ kr og yfirmaður í búðinni tekur það gott og gilt og eftir 10 virka daga kom peningurinn aftur til mín þannig að ég borgaði ekki fyrir vörunna í þetta skiptið.

    síðan er ég að vinna í verslun og þetta sama kemur fyrir kúnna að ég renni kortinu núna í gegn og það kemur að ekki sé heimild og hann fer í netbankan og þar stendur að það hafi samt verið tekið af kortinu og ég læt kúnnan hringja í banakann sinn og þeir staðfesta þetta og að þetta muni koma til baka eftir 10 daga þannig að hann borgar vöruna og er samt alveg sáttur þó að upphæðin hafi verið 64þ kr og ekki datt honum heldur í hug að biðja bankan um afsökunarbeiðni.

    og þegar ég gerði posan upp þá stemmir allt og bara ein 64þ færsla samkvæmt posa.
    síðan kom hann 2 vikum seinna og þá hafði peningurinn skilað sér til baka.

    kv Jón

    SvaraEyða
  2. Og finnst þér bara allt í lagi að bankinn hafi ÞINN pening hjá sér í nokkra daga? En þeir sem að hafa litla peninga á milli handanna? Mér finnst þetta til háborinnar skammar.
    Kv Svala

    SvaraEyða
  3. Nei aðvitað er það ekki í lagi að bankinn hafi peninginn hjá sér í nokkra daga.
    en bankarnir fría sig allri ábyrgð í skilmálum debetkorta
    En það er ekki bankinn sem að er með peninginn
    tækninlega séð þá er peningurinn hvergi því hann er ekki í bankanum og ekki á reikningnum þínum heldur þá vegna villu í reikninstofu bankanna sem að sér um allar posafærslur fyrir bankana gerist þetta.

    Ef þú vilt forðast svona villur er best að nota pening í viðskiptum

    SvaraEyða
  4. Það sem hefur reynst mér best og ódýrast er að nota kreditkort. Þú borgar engin færslugjöld og ef þú ætlar að kaupa dýran hlut, segjum að þú ætlir að kaupa td flatskjá á 300.000þ og staðgreiðir þá er það bara þessi 300kall. En ef þú notar kreditkort þá getur þú beðið í 45 daga með að borga reikningin og ef þú átt 300þús til að borga getur þú fengið 6% vexti + verðbætur í þá daga og sparar þér uþb 5 þús kall

    SvaraEyða