Við hjónin höfum verið í viðskiptum við Símann frá 1972. Þá gat
hver sem er ekki fengið símanúmer þegar honum sýndist. Langur biðlisti var
eftir númerum og þurfti sérstakt tilefni til, eins og að viðkomandi gæti
ekki verið án síma starfa sinna vegna. Nýlega ákváðum við að nýta okkur
tilboð frá samkeppnisaðila Símans og þurftum að láta breyta línunni úr isdn
yfir í analog tengingu.
Fyrst biðum við í eina 4 daga eftir að þessi breyting væri gerð
innandyra hjá Símanum sem var á föstudegi. Í ljós kom að senda þurfti mann
á staðinn en þá var mér sagt að búið væri að loka fyrir þá þjónustu fram
yfir helgina. Snemma á mánudeginum ítrekaði ég beiðnina og var lofað manni
fljótlega. Þegar ekkert gerðist þann daginn hringdi ég aftur á þriðjudegi.
Þá virtist pöntunin ekki hafa skilað sér alla leið. Mér var þá lofað manni
og enn þurfti ég að bíða fram á miðvikudag, en þá tók það tæknimann frá þeim
inna við 10 mín. að tengja og vikja analog-tenginguna.
Ég fór fram á það við hann að Síminn borgaði þessa “þjónustu”
sjálfur þar sem við hefðum verið ótengd í heila 4 sólarhringa, hálfan
föstudag og hálfan miðvikudag, auk þess að þetta klúður Símans hafði kostað
mig þrjár hringingar í þá úr eigin farsíma (á millikerfa-taxta) og bíða
lengi hvert sinn eftir að fá samband við “réttu” manneskjuna (flest tímtölin
um 15- 20 mín).
Þá lagði hann fyrir mig símakönnun og spurði m.a. hvernig mér
líkaði þjónusta Símans!! Hann virðist þó hafa komið óánægju minni til skila
því stuttu síðar var hringt í konu mína og hún spurð hvort við sættumst á að
kostnaður vegna þessa yrði felldur niður og svaraði hún vitanlega játandi.
Síðan gerist það að við fáum reikning uppá 7003 kr fyrir þessa
vinnu! Ósáttur við þennan reikning hafði ég enn samband við Símann.
Niðurstaðan úr því samtali var að beiðni mína um niðurfellingu reikningsins
yrði ítrekuð. Ég skyldi ekki hafa áhyggjur af eindaga né dráttarvöxtum því
þetta gæti tekið nokkrar vikur.
Nú líður og bíður og ég fæ svohljóðandi sms-skeyti á farsímann u
þ.b. mánuði síðar:
“Kæri viðskiptavinur, úrlausn máls nr. 00835761 er lokið. kv. Síminn”.
Þetta taldi ég þýða að málið væri úr sögunni hvað okkur varðaði
og var kátur með þessi málalok, þangað til við uppgötvuðum að reikningurinn
sat sem fastast inná heimabankanum okkar. Á eindaga hringi ég enn og fékk að
vita að málið hefði verið afgreitt þeim sjálfum í hag og að reikningurinn
stæði óbreyttur. Mér var lofað sambandi við einhvern málsmetandi innan
Símans þann sama dag (þ.e. á eindaga). Um hádegi daginn eftir fæ ég
hringingu frá Símanum þar sem mér er tjáð að fyrri ákvörðun Símans stæði,
þrátt fyrir áralöng hnökralaus viðskipti Símans við okkur, ótengdan
heimatíma í hartnær viku og loforð (munnlegt að vísu) um niðurfellingu
reiknings.
Það er engu líkara en að Síminn haldi að enn séu það
forréttindi að vera í viðskiptum við hann og að hann geti hagað sér eins og
einokunarfyrirtæki með úrskurðarvald gagnvart viðskiptavinum sínum – eða
taldi hann okkur e.t.v. ekki lengur meðal þeirra og afreiddi okkur því á
þennan hátt?
Ég lauk máli mínu með því að tjá þessum fulltrúa Símans að við myndum borga
án þess að viðurkenna réttmæti þessarar niðurstöðu.
Upphæðin var ekki af þeirri stærðargráðu að hún réttlætti
lögfræðikostnað og málarekstur en greinilega nógu há til þess að Símanum
virðist muna mikið um hana !
Hversu illa er hann þá staddur ? getur maður spurt sig !
Að lokum: Ég hef í hyggju að færa þau fáu viskipti sem
fjölskyldan hefur enn við Símann eitthvert annað, og hvet aðra til að svara
spurningunni :
“Ertu ánægður með þjónustu Símans ?”
Árni Þorvaldur Jónsson
Ég hef heyrt óendalega marga finnast símafyrirtækin brjóta á rétti sínum vegna oftast mjög smárra reikninga. Ég lennti í svipuðu hjá einu símafyrirtækinu og fór það vel yfir eindaga.
SvaraEyðaÞú hefur tvær mjög sterkar og ókeypis leiðir í stöðunni. Sú rétta er að senda óformlega eða formlega kvörtun til Póst- og fjarskiptastofnunar ríkisins. Sú stofnun hefur töluverð völd yfir því hvernig símafyrirtækin haga sínum málum.
Önnur leið er að tala við Talmann neytenda sem einnig er stofnun á vegum ríkisins og sér um þessi mál á víðtækari hátt en bara símafyrirtæki í landinu.
Í mínu tilfelli fékk ég óformlega að vita stöðu mína. Sendi það á símafyrirtækið og reikningur var felldur á methraða. Þau vilja alls ekki lenda í því að formleg kvörtun verði þeim í óhag af einhverjum ástæðum.
Gleymdi einnig að taka það fram í fyrra svari að Síminn tekur upp öll sín símtöl svo munnleg samskipti við þá eru mjög svo sannanleg.
SvaraEyðaHef ekkert við þjónustu Símans að segja. Þeir hafa alltaf mætt mínum farsíma,net og heimasíma þörfum og aldrei neitt vesen.
SvaraEyðaÞað er Síminn...ekkert vesen!
Starfsmaður Símans að tjá sig þarna síðast greinilega. Síminn er bara vesen og svo mjög dýr að auki.
SvaraEyðaNei enda löngu hættur hjá þessu einkafyrirtæki sem er mun meira bákn í dag heldur en þegar síminn var bara einföld ríkisstofnun.
SvaraEyðaSíminn er dýr það er rétt, munduð þið frekar vilja að hafa allt undir ríkinu ég bara spyr?
SvaraEyðaÍslendingar eru bara frekir og vilja fá allt í dag, samt helst í gær...skiptir ekki máli hvort að það sé símaþjónusta eða einhver önnur þjónusta. Ef ekki er "mætt" þeirra þörfum þá heimta þeir annaðhvort afslátt eða frítt.
Hef unnið við þjónustustörf og þekki það af eigin reynslu því míður.
ég þurfti að "múta" starfsmanni símafyrirtækis sem samsvarar nánast mánaðarlaunum hans til að fá netþjónustu innan mánaðar í kína. hjá símanum fékk ég þjónustuna eftir 2 daga og þurfti ekki að múta neinum. mánaðarlaun kínverska starfsmannsins voru 8 þús kr á "fyrir kreppu gengi".
SvaraEyðaEin spurning, varstu ekki búinn að ákveða að fara yfir til samkeppnisaðila?
SvaraEyðaÉg hef þurft svona breytingar, isdn í analog. Og þær breytingar eru alltaf á kostnað vv. sem eru innanhúss.
Svo efast ég um að þú hefðir viljað greiða fyrir mann á staðinn á helgartaxta.
Ég sé ekkert að þessari ´þjónustu.