fimmtudagur, 16. apríl 2009

Prenthylkjablús

Ég þurfti að fara í leiðangur til í EJS á Grensásvegi í gær, til að kaupa prenthylki. Prenthylkið í prentaranum var búið og getum við mæðgurnar, þar af leiðandi ekki prentað neitt út. Þetta þykir okkur nauðsynlegt, þær í skóla og geta ekki prentað út sínar ritgerðir ofl. Svo ég fór af stað. Keypti þennan fínasta prentara á síðasta ári á sama stað og hann kostaði 13.390.
Fer í búðina og bið um þetta dýrindis prenthylki og varð eiginlega mállaus. Það kostaði 6290 kr., eitt stk. af svörtu blekhylki kostaði þetta. Þvílikt og annað eins og litahylki kostar 5250 kr. Þetta er í Dell V105, prentara. Ég er orðlaus yfir þessu. Fór út úr búðinni. Með eitt stk. af svörtu prenthylki, en sleppti litahylkinu, mér ofbauð svo verðið.
Fór síðan að rifja upp í að ég hafði í október keypt bæði lita og svart prenthylki. Minnti að það hefði ég borgað um 6000 kr. fyrir bæði hylkin. Fann ekki nótuna, en hringdi í vini mína í EJS, í morgun og fékk að vita að þá kostaði eitt stykki svart prenthylki 2700 kr. og litahylki á sama verði. Þetta var nánar tiltekið þann 21 okt. á því herrans ári 2008.
Langaði að láta þig vita af þessu.
Ég held að ég muni passa þetta litla svarta blekhylki eins vel og ég get. Fer ekki í leiðangur til vinna minna í EJS á næstunni.
Bestu kveðjur, Yrsa

5 ummæli:

  1. http://www.natturan.is/efni/3827/

    Ecofont er nafn á letur-fonti sem þróaður hefur verið með það fyrir augum að gera prentun umhverfisvænni með því að minni prentsvertu þurfi til prentunarinnar. Ecofont.eu er sameiginlegur vettvangur fyrir þróun á þessu sviði og er vefurinn ecofont.eu sá staður sem hægt er að nálgast fontinn til notkunar í stafrænni prentun. Fonturinn er ókeypis.

    fullt af góðum kreppu ráðgjöf þarna :)

    SvaraEyða
  2. Gott framlag! því það eru font sem geta eytt alveg gríðarlegri prentsvertu..

    SvaraEyða
  3. Nota alltaf Arial Black og bæti við Bold og underline í stærsta leturstærð og hef helst ekki nema max þrjar setningar á hverju blaði.

    Náttúran? Pff.... (",)

    SvaraEyða
  4. Vil benda fólki á að skoða prenthylki á ebay ef fólk hefur kost á því. Ég er með canon pixma mp 610 prentara og hylkin í hann eru ekki ódýr hér. Fimm hylki á ebay kostuðu tæplega 4000 kr hingað komin.

    SvaraEyða
  5. vil líka benda fólki á að kaupa ekki prentara sem eru með alla liti í sama hylkinu heldur hver litur í sér hylki.....þegar einn litur er búin þá kaupir þú hann en í hinu tilfellinu ert þú alltaf að henda nánast einu og hálfu hylki af hinum litunum sem ekki etu búnir.. og þar með margfaldast verðið á blekinu, ekki bara þessi 6,000 kall sem þú borgar fyrir hylkið.... það er of margfalt dyrara þegar upp er staðið að kaupa þessa ódýru prentara með svoleiðis hylkjum...

    SvaraEyða