Þurkarinn bilaði hjá húsfélaginu mínu og ég fór með hann í viðgerð hjá Egill þjónustuverkstæði, sem er í eigu Bykó.
Daginn eftir er hringt í mig frá þeim mér sagt að það svari ekki kostnaði að laga hann.
Þeir bjóðast til að henda honum fyrir mig en verða að rukka mig 3062 kr. skoðunargjald. Ég bað þá að senda húsfélaginu reikning.
Svo kom reikningurinn heim frá Bykó og hljóðar hann upp á 3462. Ég hringdi í innheimtudeild Bykó og þeir sögðu þetta vera álagðan kostnað (400 kr.) hjá þeim fyrir reikningnum.
Þetta er eina fyrirtækið sem ég veit til þess að rukki sérstaklega fyrir að senda manni reikning fyrir þjónustu sem er keypt frá þeim.
Er þetta ekki okur?
Kveðja,
Einar Örn Ólafsson
Nei þetta er ekki okur þetta kallast seðilgjald sem er ólöglegt samkvæmt lögum að innheimta. Ættir að henda lögunum sem Björgvin G setti og tóku gildi fyrir 1 eða 2 mánuðum.
SvaraEyða