miðvikudagur, 8. apríl 2009

Okur í ísbúð

Mér blöskraði þegar ég ætlaði að kaupa ís í boxi með heitri súkkulaðisósu handa syni mínum í ísbúðinni á Stjörnutorgi í Kringlunni í dag. Lítill ís í boxi með heitri sósu kostar sumsé heilar 680 krónur! Ég hætti snarlega við og pantaði lítinn ís í brauðformi og þurfti að punga út heilum 315 krónum fyrir hann.
Mér finnst þetta ekki eðlileg verðlagning.
Með kveðju,
Svandís

3 ummæli:

  1. Langt frá því að vera eðlilegt!
    Langaði einmitt að segja frá Ekki-okri í sambandi við ís. (því í sömu ísbúð og þú, fórum við hjónin í og eiginmaðurinn sá ekki verðið fyrr en það var byrjað á að laga ísréttinn en hann hafði beðið um Lítinn bragðaref sem hann átti svo að borga 770kr fyrir!)
    Allavega, þá fórum við í smá bíltúr í gær og ætluðum í Faxafenið sem voru mistök þar sem það var fullt útaf dyrum, og nenntum hreinlega ekki að bíða í hálftíma eftir ís.
    Renndum við í Aktu Taktu, sem er að öllu jöfn hin mesta okurbúlla.
    En þar gat ég fengið TVO bragðarefi, allavega svo stóra að við náðum ekki að klára þá fyrir 790 kr. Stútfullir af sælgæti og þurfti ekki að borga aukalega fyrir sósu í hann.

    Svo ég mæli með því að skreppa þangað ef fólk er á rúntinum, meðan ég beið eftir ísnum sá ég að barnaís er á 155kr, er það ekki skikkanlegt í dag?

    SvaraEyða
  2. Kíkið þið í ísbúðina á Smáratorgi við hliðina á Rúmfatalagernum þar er sérlagaður ís búinn til á staðnum á mjög samkeppnishæfu verði, þjónustan góð og þrifalegt. Þetta verð er náttúrulega bara rán.

    SvaraEyða
  3. While I surf blog , i found a all new trick in http://pic-memory.blogspot.com/Vistor can comment and EMBED VIDEO YOUTUBE , IMAGE. Showed Immediately!
    EX : View Source.
    http://pic-memory.blogspot.com/2009/02/photos-women-latin-asian-pictu...(add photos and videos to Blogspot comments).
    Written it very smart!
    I wonder how they do it ? Anyone know about this , please tell me :D
    (sr for my bad english ^_^)

    email: ya76oo@ya76oo.com
    thanks.

    SvaraEyða