mánudagur, 28. september 2009

Fríhöfnin stendur ekki undir nafni

Mig langar að koma á framfæri að ekki er allt sem sýnist með að vörur sem seldar eru í Leifsstöð í Duty Free við komu til landsins séu ódýrari en í verslunum ELKO og ætti fólk að athuga verðlag í ELKO ef það ætlar að kaupa eitthvað við komu til landsins áður en það fer til að bera saman.
Ég var að koma til landsins aðfaranótt fimmtudags og var að spá í þráðlausan síma að Panasonic gerð og spurði afgreiðslumanninn hvort þetta væri eitthvað ódýrara en út úr búð í borginni og hann svaraði að það ætti allavega að vera skattinum ódýrara svo ég keypti símann á 10.999,- kr.
Viti menn þegar ég kom heim rak ég augun í ELKO blað og þar var nákvæmlega sami síminn auglýstur á 9.995,- kr. eða 1004 krónum ódýrari. Miðað við þetta verð hefði síminn ekki átt að kosta meira en 8.028,- kr. í Fríhöfninni.
Það borgar sig að athuga verð í verslun ELKO áður enn maður fer og hefur í huga að versla tæki í fríhöfninni.
Fríhöfnin virðist ekki standa undir nafni sem fríföfn!!
Virðingarfyllst,
Reynir Björnsson

10 ummæli:

  1. Svona er þetta í öllum búðum fríhafnarinnar. Ég ferðast mikið og hef mikið gert af verðsamanburði. Það eins sem ódýrara er að kaupa í fríhöfninni eru linsur og gleraugu, Blue Lagoon vörurnar og áfengi. Allt annað er jafn dýrt eða dýrara.

    T.d. afsakar 66°N sig með því að leigurýmið sé svo dýrt þarna.

    SvaraEyða
  2. Það er einmitt málið, leigurýmið þarna er svívirðilega dýrt að manni skilst. Hef m.a. heyrt af því að þau fyrirtæki sem þarna hafa aðstöðu þurfi að borga ákveðna % af allri sinni innkomu í leigu plús fast leiguverð, þannig að eina verslunin sem virkilega ætti að geta boðið almennileg kjör er fríhafnarverslunin sjálf, enda skilst mér að Keflavíkurflugvöllur ohf, sem á flugstöðina, eigi jafnframt fríhafnarverslunina.

    SvaraEyða
  3. Afsakið, en hver gerir sér vonir um góð kaup í fríhöfninni í dag? Þetta er búið að vera á okursíðunni í ég veit ekki hvað mörg ár, eða bara frá upphafi hennar. Þetta er sami pakkinn og klukkubúðirnar, ef þú ert nógu illa haldinn þá ferðu þangað en í öllum bænum ekki gráta það, þú veist að hverju þú gengur!

    SvaraEyða
  4. Hvað er fólk að bulla herna, í fyrsta lagi er það ekki fríhöfnin sem er með raftæki, það er Elko sjálft sem er með þessa verslun, fríhöfnin og verslanir í flugstöðinni er ekki það sama, hafa það á hreinu áður en fólk fer að ibba gogg herna. Ég er starsmaður fríhafnarinnar. Ef fólk ætlar að fara að miða t.d. nammið og segja að það sé ódyrara í bónus til dæmis þá skal það líta á magn vörunar en ekki bara verð, því fríhöfnin er með stærri poka og þyngri en vörurnar í bónus. Fólk ætti frekar að vera ánægt hve lítið er lagt á áfengi og tópak miðað við hvað það kostar úti búð, það munar aðeins meira en vsk. Hvað Elko varðar þá veit ég að það eru sumar vörur ódýrari í Elko í rvk en svona 95% varanna í Elko FLE þá munar vsk% og oftast meir munur. Og áður en fólk fer að rífa sig meir þá ætti það kanski líka að ath. það hvað hlutir kosta fyrir utan þessi tilboðsblöð sem koma af og til ínni bréfalúgur hjá fólki.
    Takk fyrir mig
    Kv starfsmaður í DuttyFree

    SvaraEyða
  5. ég hef nú rekið mig á það að kílóverð af nammi er ódýrara í bónus en í fríhöfninni :0

    SvaraEyða
  6. Tek undir það sem Dutyfree starfsmaðurinn sagði um tilboðsblaðið. Skv. snöggum hugarútreikningi þá stemmir það alveg að tilboðið í blaðinu hafi verið 30% afsláttur, en "Tax Free" verð jafngildir 20% afslætti. Það er þá líka augljóslega hægt að heimfæra yfir á nammið, 20% afsláttur þykir fólki ekkert súper þegar búðir auglýsa það sem tilboð, en það er nákvæmlega (eða því sem næst, 19,68% ef maður vill veran nákvæmur) "afslátturinn" sem þú færð þegar þú þarft ekki að borga virðisaukaskattinn, svo skiljanlega getur gott tilboð í bænum undirboðið Tax Free verslun.

    Ég er btw ótengdur fríhöfninni, hef ekki einu sinni verslað þar nema stöku sígarettukarton eða brennivínsflösku.

    SvaraEyða
  7. Spurt er, hver gerir sér vonir um að það sé ódýrara í fríhöfninni ?? það eru nú ekki allir með netið og það er ennþá til fólk sem fer bara á nokkurra ára fresti til útlanda.

    SvaraEyða
  8. það er reyndar alþekkt, að í mörgum fríhöfnum er verðið svívirðilega dýrt. Til dæmis kaupir enginn heilvita maður neitt á Kastrup.

    Hins vegur hefur verðið í Leifsstöð hækkar ískyggilega mikið síðustu ár og því kaupi ég aldrei neitt þar nema tóbak og áfengi þegar ég legg mína leið þar um.

    SvaraEyða
  9. færi nú varlega í að taka mark á manni sem getur ekki einu sinni skrifað starfsheitið sitt rétt "dutty free"

    SvaraEyða
  10. Mér þykir mjög leiðinlegt þegar fólk fer að bendla fríhöfnina við okur á rafmagnstækjum og slíku þegar það selur ekki þessi tæki.

    Áfengi og tóbak er mun ódýrara í fríhöfninni en annarstaðar. Sælgæti er í raun niðurgreitt af til dæmis bónus til að ná til sín stærri bita af " Athugið " vínsælustu vörunum. Margar betri vörutegundir fást í fríhöfn heldur en bónus.

    Annars er fólki frjálst að skoða og gera verðsamaburð áður en það verslar hjá fríhöfninni, Geturðu gert það hjá bónus ??

    http://dutyfree.is/

    Er starfsmaður hjá fríhöfninni og er mjög sáttur við það fyrirtæki

    SvaraEyða