þriðjudagur, 15. september 2009

Vodafone hækkaði taxta sína án þess að láta viðskiptavini vita með pósti

mér langar að benda á að Vodafone er búinn að breyta skilmálum á þjónustu sinni.
Ég fór í eina af verslunum Vodafone til að breyta þjónustunni minni, þar sem kreppan er farin að segja til sín hjá mér jafnt sem öðrum, en mér datt í hug að kanna aðra þjónustumöguleika og ég sagði upp sjónvarpi og neti.
Það sem kom mér þó á óvart var að Vodafone er byrjað að rukka í mínútum, sem þýðir það að ef ég hringi í 10 sekútur (sem er ótrúlega algengt hjá mér) þá borga ég fyrir heila mínútu. Þetta útskýrir af hverju mér hefur fundist símareikningurinn ótrúlega hár undanfarið.
Afgreiðslumaðurinn útskýrði mjög kurteisislega fyrir mér að eitthvað er síðan þeir breyttu þessu og þegar ég sagðist ekki hafa fengið boð þess efnis, þá sagði hann að þeir hefðu sett tilkynningu þess efnis á heimasíðu sína og það væri lagalega nóg.
Ég held að það sé rétt hjá honum það er samkvæmt lögum alveg nóg. Mikið af því sem bankamenn gerðu er lagalega alveg nógu rétt, en það gerir það ekki siðferðislega rétt. Þess vegna er ég nú að leita að nýju símfyrirtæki til að eiga viðskipti við.
Lesendur mega láta mig vita í kommentakerfi ef þeir vita um fyrirtæki sem ekki bara fer eftir reglum um lög heldur einnig um siðferði.
Kv. Kristján K.

8 ummæli:

  1. Þegar Síminn hækkaði verðskrá sína í vetur eins og frægt er orðið þá fékk ég skýran úrskurð frá póst og fjarskiptastofnun um að þeir þyrftu að láta vita af þessum hækkunum með mánaðarfyrirvara skriflega og að viðskiptavinur mætti segja upp áskriftinni strax þótt að binditímí væri ekki liðinn án þess að fyrirtækið gæti krafist skaðabóta því að um einhliða breytingu af þeirra hálfu á skilmálum var að ræða.

    SvaraEyða
  2. FARÐU TIL NOVA! Þar er allt skýrt og greinilegt og enginn svona "feluleikur".

    SvaraEyða
  3. Já ég endaði mín viðskipti við Vodafone með óformlegum úrskurði frá póst- og fjarskipta. Þeir voru einmitt með hundakúnstir sem þau ættu augljóslega að vita að er bannað en gera bara afþví er virðist að meirihlutinn beygir sig fram.

    Sé reyndar eftir að hafa ekki gert þetta formlega þar sem það hlítur að hringja einhverjum bjöllum ef margir fara að kvarta formlega yfir viðskiptaháttum hjá þeim.

    SvaraEyða
  4. Hér er einhver misskilningur á ferðinni, því upplýsingar varðandi þetta voru birtar á öllum útsendum reikningum í mars 2009. Breytingin tók gildi þann 1. maí og því var tilkynnt um hana með eins og hálfs mánaðar fyrirvara. Á sama tíma var tilkynning send í heimabanka allra viðskiptavina sem fá rafræna reikninga, en ekki útprentaða. Breytingin var að sjálfsögðu tilkynnt til Póst- og fjarskiptastofnunar með lögbundnum fyrirvara. Upplýsingar um málið voru líka birtar á vefslóðinni www.vodafone.is/verdbreyting

    Kær kveðja,
    Hrannar Pétursson,
    upplýsingafulltrúi Vodafone

    SvaraEyða
  5. Hrannar minn: ég veit um fullt af fólki sem er að hætta í viðskiptum hjá ykkur einmitt útaf verðinu sem þið eruð með og að samkeppnisaðili ykkar í þessu tilviki Nova býður betur. Hvað segiru við því?

    SvaraEyða
  6. Hvernig létuð þið notendur sem eru með frelsi vita ? þeir fá ekki reikninga eða greiðsluseðla í heimanbankann ?

    SvaraEyða
  7. Er það samt ekki þannig að það er ekki verið að hækka neina reikninga á fólk með frelsi? Þeir kaupa sér inneignir og taka þá ákvarðanir hvar þeir vilja kaupa þær?

    SvaraEyða
  8. Vodafone viðskipti eru stórhættuleg!! Áfram NOVA fór ur 10000 kr reikning hjá vodafone niður í 3000 kr reikning hjá NOVA. Svo ég segi bara áfram NOVA!!!

    SvaraEyða