þriðjudagur, 8. september 2009

Tilboðsrugl í Krónunni


Ég ákvað að athuga verð í Krónunni áður en ég gerði mér ferð þangað núna rétt áðan.
Ég skoðaði „tilboðlistann“ og „vinsælt“ á síðu verslunarinnar uþb 5 mín áður en ég fór og um leið og ég kom aftur heim.
Hér fylgir með mynd af tilboðslistanum eins og hann leit út 5 mín eftir heimkomu (því miður á ég ekki myndir af honum fyrir brottför og kemur hér skýrt fram að special K morgunkorn er á „tilboðslistanum“ á litlar 589 kr. Þegar í verslunina var komið var sagan önnur. Fyrir það fyrsta var ekkert special K verðmerkt í morgunkornsrekkanum heldur var rekki af því á öðrum stað í búðinni ásamt annarri tegund af kornflögum.
Verðið á hinum kornflögunum var á spjaldi fyrir ofan og á sama spjaldi var uppgefið verð á special K yfir 700kr og stóð á spjaldinu Tilboð! Tilboð! Og því greinilegt að verðið hefur verið hækkað á vörunni til þess að auðvelda versluninni að koma þeirri ódýrari út.
Er manni ekki hætt út í búð án þess að hafa með sér myndavél til þess að sanna skort á verðmerkingum, stórfurðuleg tilboð og villandi verðmerkingar?
Nafnlaus kvartandi

7 ummæli:

  1. Krónan leikur oft þann leik að verðmerkja ekki á hillu, sérstaklega þegar um er að ræða samkeppnisvörur eins og t.d. morgunkorn. Hef oft rekið mig á þetta, enda versla ég ekki þar lengur. Krónan er nefnilega alls ekki ódýr.

    SvaraEyða
  2. já ég keypti tannbursta á sunnudeginum í Krónunni. Var fínt úrval af mismunandi burstum - þótt þeir væru langflestir frá sama merkinu (colgate eða reach) sá hinsvegar bara eitt verð í fljótu bragði. Tannbursti 360 krónur

    Burstinn sem ég valdi kostaði að sjálfsögðu um það bil 600 krónur þegar miðinn var skoðaður við heimkomu.

    Fyrirvarar fyrir nöldrara:
    Nei ég skoðaði ekki miðann við kassann, já ég hefði getað spurt um verðið og já mér er svosem alveg sama hvort eitthvað sem ég nota jafn mikið og tannbursti kosti 600 krónur. Þeir voru bara ekki nógu vel merktir = sama saga og þetta okurdæmi gengur útá.

    SvaraEyða
  3. Bíddu nú við skoðaðir ekki miðann við kassan og spurðir ekki um verðið. Þá fellur þetta dæmi um sjálft sig.

    SvaraEyða
  4. Það er þetta sem er þeirra pólítik í Krónunni.

    SvaraEyða
  5. Tannburstakaupandinn aftur,

    Svar við "Bíddu nú við skoðaðir ekki miðann við kassan og spurðir ekki um verðið. Þá fellur þetta dæmi um sjálft sig"

    Ekki vera svona meðvirkur. Það er viðvarandi vandamál í Krónunni að verðmerkingar eru fáar, oft á tíðum villandi og ekki hægt að ætlast til þess að maður þurfi að fara yfir strimilinn við kassa til að leiðrétta rangar verðmerkingar.

    Þetta virðist Krónan vera meðvitað að spila með. Þeir vita að fólk, vill ekki, getur ekki og telur sig ekki þurfa að fara yfir verð á innkaupum í stórmarkaði sem notast við "nýjustu" tækni í verðmerkingum.
    Að því sögðu:
    Ég væri til í að fara í hópferð í krónuna með vikuinnkaup fyrir 20+ fjölskyldur. Skoða tilboðsbæklinga vandlega fyrirfram og skrifa niður öll verð á öllum keyptum vörum og gefa sér svo nægan tíma til að fara yfir strimilinn áður en greiðsla yrði innt af hendi.

    SvaraEyða
  6. ef það er ekki verðmerkt þá kaupi ég það ekki

    SvaraEyða
  7. Sammála, ef það er ekki verðmerkt læt ég mig frekar vanta vöruna en að setja hana í körfuna með óvissu um hvað ég þarf að greiða á kassanum.

    SvaraEyða