miðvikudagur, 2. september 2009

Svaka verðmunur á prenthylki

Í gær vantaði mig prenthylki, stærra svarta í Canon I4000. Ég tékkaði á Bóksölu stúdenta: 2.620 kr kostaði hylkið þar. Það var geðveik röð (skólinn að byrja) svo ég nennti ekki að bíða og fór í Úlfarsfell. Þar var sama hylki til en kostaði (haldið ykkur fast): 3.990 kr! Semsé 1.370 kr. dýrara! Þetta þýðir náttúrlega bara eitt: Aðra ferð í Bóksölu stúdenta í dag. Og lærdómurinn er: Tékkið á nokkrum stöðum hvað hlutirnir kosta.
Gunni

2 ummæli:

  1. Eða kaupið ódýrustu gerð af laserprentara :D Getur prentað 10-25 þúsund! blaðsíður á einum tóner í þessum ódýru prenturum. Keypti minn á tilboði 9.900 kr.

    Ekki oft sem þú þarft að prenta í lit fyrir skólann.

    SvaraEyða
  2. Ég kaupi blekið í minn Canon í start.is búðinni sem er í Kóp. hef ekki fundið það ódýrara en þar. En annars er bara í dag ódýrara að senda í netframköllun hjá Hans Petersen..

    SvaraEyða