sunnudagur, 6. september 2009

Óánægja með skammtana á Hótel Keflavík

Fórum á Ljósanótt 3 saman fengum okkur að borða á Hótel Keflavík, lambafillet á um 4000 krónur. Það var ca 3 munnbitar, hálf kartafla, ca ein matskeið af grænmeti og 2 sósudropar. Báðum um auka sósu, hún kom eftir að við vorum búnar að borða þetta sýnishorn sem var á diskunum. Borguðum um 11 þúsund krónur og keyptum okkur pizzu á leiðinni heim því við vorum allar svangar. Skil ekki hvernig er hægt að bjóða manni uppá svona lagað.
Magga & Gunna

6 ummæli:

  1. Ég hef nokkrum sinnum rekið mig á nákvæmlega þetta sama og þið bendið á hér að ofan.

    En þetta er ekkert sérstaklega bundið við Hótel Keflavík. Þetta er algengt á flestum þeim hótelum sem við hjónin höfum snætt á.

    Ég man sérstaklega eftir heimsókn á Hótel Geirlandi á Síðu. Við fórum fjögur og snæddum lambafille og ís í eftirrétt. Allir voru svo svangir eftir þessa heimsókn að við fórum beina leið inn á Klaustur og settumst inn á Systrakaffi og fengum okkur að borða þar.

    Þetta vekur upp spurningar um hvað maður sé nákvæmlega að borga fyrir á þessum Hótelum. Á Systrakaffi fengum við álíka þjónustu og á Hótel Geirlandi en greiddum eingöngu þriðjung af því verði sem við greiddum á Hótelinu. Að vísu var ekki um sama mat að ræða en samt, fyrir rétt um 20.000 kr fyrir fjóra gerir maður þá kröfu að maður sé sáttur, og mettur.

    Ég hef margoft fengið mér að borða lambafille á veitingastöðum víða um landið, en aldrei fengið jafn lítið fyrir peninginn eins og á flestum þeim hótelum sem við höfum heimsótt.

    Ég vil að sjálfsögðu ekki alhæfa að svona sé þetta á öllum hótelum en ég hef varla komið á hótel öðruvísi en að vera hálf hissa á hversu naumt er skammtað þegar um kjötrétti er að ræða.

    Þó vil ég minnast á veitingastað á Hellu, sem mig minnir að heiti Árborg. Hann tengist Fosshóteli á Hellu að ég held. Þaðan hef ég alltaf farið sáttur út.

    SvaraEyða
  2. Maður á nú bara að biðja um meira ef maður er að borga svona mikið fyrir matinn.

    Ekkert að vera feiminn og biðja bara um ábót.

    Maður á ekki að fara svangur út eftir að hafa borgað kannski hátt í 10 þús kr. á manninn.

    SvaraEyða
  3. Þarf maður þá ekki að borga fyrir ábótina ?

    SvaraEyða
  4. það er ekki spurning um magnið á hótelunum, heldur snobbið... þú ferð ekkert að borða þar til að verða saddur, heldur til að geta snobbast yfir því. Bara kaupa sér steikina út í búð og búa til vel útilátna máltíð heima.

    SvaraEyða
  5. Hef fengið alveg frábæran mat á Hótel Keflavík og kemur þetta mér því á óvart. Það væri reyndar sniðugt að hafa samband við hótelið og athuga hvort þau vilji ekki gera eitthvað fyrir þig varðandi þetta - ég hef nú alltaf fengið góða þjónustu varðandi herbergi þegar ég hef gist á Hótel Keflavík og fékk einnig frábæran mat í þetta eina skipti sem ég og konan mín borðuðum á veitingastaðnum.

    SvaraEyða