laugardagur, 5. september 2009

Mismunandi verð á lifrakæfu


Ég fór í Bónus í gær og keypti meðal annars danska lifrarkæfu frá Kjarnafæði. Keypti 2 stk, það sló mig mest var kílóverðið sem er mismunandi.
Á annari sem er pökkuð 18.08.2009 er kílóverðið 776.- íslenskar krónur.
Á hinni sem er pökkuð 02.09.2009 er kílóverðið 1.035.- íslenskar krónur.
Sem er ca. 33% hækkun á 15 dögum eða minna.
Hitt sem er útí hött er að það er prentað á upprunalega miðann Afsláttur 10% við kassa, hvaða plott er það?
sjá meðfylgjandi mynd.
Svo vil ég minna fólk á að þegar verslanir auglýsa virðisaukaskattinn af þá er það ekki 24,5% afsláttur eins og verslanirnar vilja að fólk haldi, heldur er það 19.68% afsláttur.
Kveðja
Margrét Berg

11 ummæli:

  1. Sælir

    Þér finnst s.s. verslunareigendum að kenna hvernig prósentureikningur virkar?

    Verslun er með vöru sem kostar 1.000kr án vsk út úr verslun þegar hún er búin að leggja sitt á hana. Viðkomandi vara kostar því 1.245kr út úr búð þegar ríkið er búið að leggja sín 24,5% ofaná

    1.000kr + 24,5% VSK = 1.245kr út úr verslun

    S.s. ríkið tekur 245kr í sinn vasa og bætir þannig tæpun fjórðung ofaná verðið.

    Viðkomandi verslun auglýsir svo viðrisaukann af þessari tilteknu vöru...

    1.245kr - 19,68% afsláttur = 1.000kr

    Getið prufað þetta sjálf á reiknivélinni heima. S.s. það er sannarlega verið að gefa afslátt sem nemur þeim virðisaukaskatti sem ríkið lagði á vöruna. Tilboðið segir "virðisaukaskattinn af" og við það sannarlega staðið!

    Skil ekki allveg hvað þú ert að reyna að búa til?


    PS
    í dæminu að ofan tekur ríkið samt sem áður sinn skerf eða 197kr af 1.000kr söluverðinu, verslunareigandinn fær þannig 803kr án vsk fyrir vöruna. Ef við gefum okkur það að verslunin er að kaupa vöruna af birgja á 700kr án vsk og hefði þannig verið að fá 300kr í vasann áður (vasann sem svo borgar laun og allann fastakostnað fyrirtækisins), þá er hún að fá aðeins 103kr eftir tilboð.

    PSS
    Nei ég vinn ekki í verslun, er námsmaður.

    SvaraEyða
  2. Vá! Þú ert bara að útskýra betur hvað sá sem skrifaði innleggið var að segja en tekst að breyta þessu í nöldur! Auðvitað er það sölutrix að vera með "tax free" daga og auðvitað er það bara tæp 20% afsláttur en fólk á að halda að það sé 24,5%.

    SvaraEyða
  3. Er ekki spurninginn að banna formerktar vöru og fá meiri samkeppni í þetta. Sárlítil samkeppni er t.d. á forsteiktum vörum og að ég tali nú ekki um 1944 réttina sem eru nú bara á sama okurverðinu allsstaðar.

    SvaraEyða
  4. formerking er ekki bönnuð ennþá en það sendur til að banna hana!

    SvaraEyða
  5. tek eftir að varan er með mismunandi strikamerkjum... af hverju ætli það sé?

    SvaraEyða
  6. Vegna þess að hér er ekki um sömu vöruna að ræða. Önnur er eldri en hin og auk þess getur verið mismunandi mikið magn í pakningunum, þó að aðeins muni grömmum.

    SvaraEyða
  7. Aftari hlutinn af strikamerkinu er verðið á stykkinu. Fyrstu sjö stafirnir eru hins vegar eins, framleiðandanúmer og vörunúmer.

    SvaraEyða
  8. Þetta er alveg sama varan eina ástæðan fyrir því að það eru mismunandi strikamerki er náttúrulega út af því að það er mismikið magn í pökkunum alveg eins og að mismikið magn er af hakki í hverjum pakka enda eru þessar vöru ekki vigtaðar á kassa. Það semhinsvegar vekur athylgi er að kílóverðið er hærra á nýrri dagsetningunni.

    SvaraEyða
  9. Það sem mér finnst eiginlega fáránlegast í þessu, fyrir utan þessi merkingamál og það ... er að kílóverðið af kæfu sé á yfir 1.000 krónur!!!

    Hérna úti í DK fær maður liggur við kíló af nauta rib-eye á sama verði!

    SvaraEyða
  10. Af hverju segirðu að verslanir vilji að fólk haldi að afslátturinn sé 24,5% ? Það reynir enginn að halda því fram nema fólk sem svaf í gegnum stærðfræðitímana í 7.bekk þegar prósentureikningur var kenndur...

    SvaraEyða