sunnudagur, 13. september 2009

Klinkvélin hjá Landsbankanum

Ég vildi láta vita af því að ég fór í Landsbankann um daginn með klink dóttur minnar að láta telja það fyrir hana og láta skipta því í seðla.
Þegar ég talaði við gjaldkerann tjáði hún mér að þeir tækju prósentu
af heildar summuni þó svo að ég þyrfti sjálfur að fara að talnings vélinni og telja það sjálfur.
Er það rétt að maður þurfi að borga prósentur af peningum sem maður er að láta skipta?
Aron

Sæll
Ef maður telur í þessari maskínu og tekur peninginn með sér út (í seðlum) þá eru teknar prósentur, 3% minnir mig. Ef maður leggur upphæðina inn á reikning hjá Landsbankanum eru engar prósentur teknar. Þetta er frekar slappt hjá Landsbankanum (þetta var ekki svona þegar ég var að vinna þarna í kringum 1990!) en þá er bara að sleppa því að láta LÍ telja klinkið sitt!
kv, Gunni

3 ummæli:

  1. Ég hef nú oft velt fyrir mér hvort maður geti ekki bara farið til gjaldkerans og dundað sér við að telja þetta fyrir framan hann.

    SvaraEyða
  2. Farðu bara í Kaupþing, þar er ekki tekið fyrir talningu og gjaldkerinn gerir það fyrir mann.

    SvaraEyða
  3. Neita að nota talningavélina og láta gjaldkeran gera það frítt.

    SvaraEyða