þriðjudagur, 29. september 2009

Bílatryggingar – svindl áfram í gangi

Nú í september fékk ég bréf frá Sjóvá og þar í voru 2 greiðsluseðlar ásamt skýringarblöðum, annar með lögboðinni ábyrgðartryggingu, kr. 102.792,- en hinn með kaskó, 43.918,-. Samtals 146.710,-
Ég hringdi í Sjóvá til þess að biðja um 2 gjaldaga á greiðslunni. Um leið og ég hafði sleppt beiðinni út úr mér sagði stúlkan: „Ég get lækkað þetta fyrir þig!“ Eftir smá bið og án þess að ég opnaði munninn hafði hún lækkað heildarupphæðina um 25.944,- eða um tæp 18%! Og ég sem hafði ekki einu sinni reynt að prútta um iðgjaldið! Stúlkan sagðist svo bara senda mér nýja seðla sem hún og gerði ásamt tveimur upplýsingablöðum en slíka hafði ég fengið með fyrri seðlunum (bruðl).
Nokkrum dögum seinna sagði mágur minn mér að hann hefði fært sig yfir í VÍS úr TM og þar með getað lækkað tryggingapakkann sinn um 100.000,- pr ár!
Ég hugsaði: Tryggingafélögin senda út rukkanir upp á vissa upphæð sem er ca 18% hærri heldur en raunvirði trygginganna. Ca 80% tryggjenda borga hljóðalaust og telja víst að þeirra félag sé jafn heiðarlegt og þeir sjálfir. Hinir 20% fá lækkun út á það að taka upp símtólið eins og ég.
Hvaða reikniskúnstir (lögbrot) eru þetta eiginlega á þessum síðustu og verstu tímum!? Og það meira að segja hjá Ríkisfyrirtækinu Sjóvá? Hefur virkilega ekki orðið nein hugarfarsbreyting hjá „buisness“mönnum landsins? Eða Ríkinu!? Og svo eru menn að tala um heiðarleika og að það sé bjargráð þjóðarinnar að skapa hér nýjan og heiðarlegan hugsunarhátt!
Enn sama svindlið og svínaríið. „Helvítis fokking fokk“.

Mosfellsbæ, 28. september 2009
Sesselja Guðmundsdóttir

6 ummæli:

  1. Ég hringdi nú í mitt tryggingafélag í dag þar sem iðgjöld hafa hækkað um ca. 20% á þremur mánuðum.
    Ekki fékk ég slíka þjónustu, bara truntutuð um hvað ég væri vitlaust næstum því.

    Ég er allavega farinn að leia eftir nýju tryggingafélagi, er hjá TM í dag.

    SvaraEyða
  2. Ja pabbi þarf nú að semja um tryggingarnar á hverju ári svo það sé bara á hreinu og lækkar upphæðin alltaf undantekningarlaust.

    SvaraEyða
  3. Er því miður föst hjá Sjóvá þar til næsta vor. Við hjónin vorum bara algerir idiotar og súpum seyðið af því.

    Þegar við fórum þangað var verið að gera tilboð í okkar fjölskyldu. Við hjónin sóttum um líf- og sjúkdómatryggingu og einnig sóttum við um einhvers konar sjúkdómatryggingu fyrir barnið okkar. Með því að vera með allan pakkann þá áttum við að vera með mjög lágar greiðslur.

    Síðan er okkur hjónunum hafnað um okkar líf- og sjúkdómatryggingar (þegar ég innti eftir minni ástæðu var það flogaveikin). Allt í lagi en barninu mínu var hafnað á þeim forsendum að þegar það var 1 árs þurfti það að fara á spítala vegna einkennarlausrar lungnabólgu!!!

    Eftir sitjum við með svívirðilega háar bílatryggingar þar sem ekkert af hinu stóðst.

    Næsta vor verður þessu sagt upp og gerður verðsamanburður hjá öðrum.

    SvaraEyða
  4. Ég er hjá Verði með stóran jeppa kaskó og læti heimilistryggingu fartölvutryggingu x 2 bogra 10x 13000 á mánuði samtals 130 þús á ári þeir skuldfæra mánaðalega

    SvaraEyða
  5. Þetta er gjörsamlega fáránlegir viðskiptahættir og ætti hreinlega að vera bannað. Þetta er ekki ósvipað og málningarfyrirtækin gera. Hvernig er hægt að gefa yfir 50 % afslátt af málningu til ákveðinna viðskiptavina !

    SvaraEyða
  6. Ég var með bílinn hjá Sjóvá og þegar þeir höfðu hækkað iðgjöldin um 60% á tveim árum hætti ég og fór til Elísabet, vissi vel að ég gæti hringt í þá og eflaust fengið þetta lækkað en ég hef engan áhuga á því. Elísabet býður þetta ódýrara og þar er ekkert vesen.

    SvaraEyða