föstudagur, 18. september 2009

Verð á skiptibókamarkaði Griffils

Ég er nemandi í Menntaskólanum við Sund í Reykjavík og þurfti í haust að
kaupa mér bók sem heitir Nýir tímar. Ég hef haft það fyrir reglu að versla
í Griffli skólabækurnar mínar á skiptibókamarkaðnum þar, því þau hafa
yfirleitt verið ódýrust og með bestu þjónustuna.
Ég borgaði sem sagt fyrir þessa bók 2595,-. Í dag fór ég síðan að skoða
bókina og miðann aftan á henni. Ég reif fyrsta límmiðana af og sá þar
verðsögu bókarinnar.
Sá sem átti bókina á undan mér keypti hana á 1985,- sem þýðir að ég greiddi
30% hærra verð fyrir sömu bókina, eftir að hann hafði notað hana í eitt
skipti. Þessi miði gæti reyndar hafa verið frá annarri verslun, því að hann
var ekki merktur Griffli.
Síðan undir þeim miða var límmiði með verðinu 2185,-, en eins og miðinn
ofan á, ekki frá Griffli.
Samt sem áður voru tveir miðar neðstir á bókinni og þeir voru merktir
Griffli, báðir með verðinu 2346,-. Sem þýðir að verðið hafði hækkað um 11%
Hvernig stendur á því að bókin hafi getað hækkað í verði? ætti verðið ekki
að öllu eðlilegu að lækka milli notenda, eftir því sem hún er meira notuð.
Kveðja, Ísak Pálmason
menntaskólanemi

2 ummæli:

  1. Skiptibókamarkaðir eru skelfileg fyrirbæri. Ég keypti ónotaða bók í Eymundsson. Enskubókina Fast Track. Hún var verðmerkt á rúmlega 4200 kr. Skannaðist inn á 5900 kr. Bókin Almenn efnafræði var verðmerkt á 1900 og eitthvað en skannaðist á 2300 og eitthvað. Þarna gerði Eymundsson tilraun til að hafa af mér 2100 kr. vegna tveggja bóka. Ég tók eftir þessu og fékk endurgreitt en er ekkert viss um að krakkar sem eru að kaupa kannski 10-15 bækur taki eftir þessu.

    SvaraEyða
  2. Ég held að notaðar bækur hafi bara eitt verð, sem er kannski 30-40% lægra en verð nýrrar bókar, burtséð frá því hve margir hafa notað bókina á undan.

    SvaraEyða