þriðjudagur, 15. september 2009

Fanný óhress með Iceland Express

Hvaða okur og rugl er í gangi? Ég var að skoða ferðir til Alicante, 24 sept og
kemst með Vita ferðum fyrir 59900 fram og til baka, en með Express
fyrir 106615. Er hægt að auglýsa þetta sem rödd skynseminnar? Ég hef
alltaf staðið í þeirri meiningu að Express væri lágjalda flugfélag. En
það nú öðru nær! Og ekki finnst mér gott að dr Gunni skuli selja sig í
þetta rugl!!! Ath að það eru allar ferðaskrifstofur með sæti í sömu
flugvélinni! Hvernig er hægt að auglýsa svona rugl verð sem RÖDD
SKYNSEMINNAR!!!??? Sæll ég bara spyr! Fanný

SVAR: Sæl Fanný. Það kemur nú hvergi fram í þessari auglýsingaherferð að Iceland Express séu ávalt með ódýrustu ferðirnar eða að fyrirtækið sé í þessum bransa af góðmennsku einni saman. Ég lít á fyrirtækið sem allavega smá samkeppni. Þú getur rétt ímyndað þér hvernig verðin væru ef það væri bara eitt flugfélag á Íslandi. Auðvitað leitar maður eftir besta tilboðinu þegar maður ætlar til útlanda. Það er nú ekki svo flókið, enda bara tvö flugfélög í gangi plús leiguflug. Það er meira að segja síða sem heitir http://www.dohop.com/ þar sem hægt er að finna ódýrasta flugið hverju sinni. Eins og ég sést margtyggja í auglýsingaherferðinni fást bestu sætin fyrst og sem lengst fram í tímann. Því er best að kaupa sér flug með miklum fyrirvara. Stundum detta reyndar inn ódýr flug á síðustu mínútu líka. Kv, Gunni

9 ummæli:

  1. Hún heytir Fanný ekki Fanney

    SvaraEyða
  2. Það er nú bara hægara sagt en gert að lesa þennan óðamála póst. Hefur konan aldrei heyrt talað um punkta á eftir setningum? Fór nú bara að hlægja þegar ég las þetta...

    SvaraEyða
  3. Er ekki iceland express bara að borga niður gömul eyðslulán í erlendum gjaldeyri og rukka auðvitað viðskiptavini sýna.

    Ef það er málið er opið hús fyrir nýtt lággjaldaflugfélag að gera þá gjaldþrota með betri verðum :D

    SvaraEyða
  4. Sorrí - er búinn að setja inn punkta og svoleiðis fyrir Fanný.
    kv, Gunni

    SvaraEyða
  5. Gunni, núna ertu búinn að skjóta þig í báðar stóru tærnar og það með gjallarhorni!

    Rökin þín litast af því að þú ert kominn hinumegin við borðið. Það er fákeppni á öllum sviðum á Íslandi. Það er varla hægt að kalla það samkeppni þegar eignartegslin hafa verið jafn þétt ofin eins og raun ber vitni á síðustu árum.

    SvaraEyða
  6. Verð að standa með Gunna hér. Það er ekki verið að auglýsa að IE séu alltaf ódýrastir, og bókað mál að hér væri verðlagningin algjörlega (enn meira) út úr kortinu ef þeir væru ekki til staðar. Enginn að skjóta sig í fótinn, einfaldlega verið að halda með litla liðinu svo það stóra skjóti okkur ekki alveg í kaf.

    SvaraEyða
  7. í auglýsingu sem er mbl.is í borða hægra megin á síðu stendur orðrétt;

    "Finndu ódýrasta flugið á Icelandexpress.is"

    Hér er slóðin: http://mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2009/09/15/reinfeldt_bankabonusana_burt/?ref=morenews

    Í versta falli misvísandi skilaboð... ekki satt

    SvaraEyða
  8. Þetta er ekkert flókið. Það eru ekki nema nokkrar leiðir til að komast af landinu, þessi tvö flugfélög + einhver leiguflug. Þetta eru möguleikarnir. Auðvitað ber maður saman með hverjum er skást að fara. Misvísandi skilaboð - já og hvað annað er títt úr auglýsingabransanum?
    Fákeppni? Krosseignatengsl? Eflaust. Allir myndu fagna erlendri samkeppni, Easy Jet eða eitthvað, ef einhver utanaðkomandi myndi nenna að þjóna þessari þrasgjörnu örþjóð. Kannski fáum við Ríkisflug með eintóm frábær verð. Hmm ha?

    SvaraEyða
  9. Rétt er að það er eitt áætlunarflugfélag á Íslandi og það er Icelandair. Iceland Express er með reglubundið leigflug, sem er allt annar hlutur.

    OG

    SvaraEyða