föstudagur, 18. september 2009

Andrex klósettpappír í 10-11 og Bónus

Í gærmorgun þar sem ég var á heimleið eftir vel heppnaðan íþróttatíma fékk
ég neyðarhringingu frá konunni.
Klósettpappírinn búinn, komdu við í búð á heimleiðinni og keyptu pappír.
Bónus opnar ekki fyrr en um hádegi og ólíklegt að konan gæti beðið svo
lengi með klósettferðina. Þar sem ég var ekki langt frá Lágmúlanum þá
renndi ég við þar í Tíuellefu búðinni. Fljótlega fann ég 4 rúllu pakkningu
með pappír sem heitir Andrex, en það merki hefur líkað vel hjá mínu
heimilisfólki. (Tek ógjarna sénsinn á að kaupa svona vöru nema hún hafi
fengið gæðastimpil eiginkonunnar.)
Þegar ég kom í afgreiðslukassann var mér gert að greiða tæpar 900 krónur
fyrir þennan 4 rúllu pakka, sem mér þótti dálítið í hærri kantinum, en
mikið var í húfi svo að ég lét slag standa.
Seinna í gær átti ég svo erindi í Bónus og þar rakst ég á klósettpappír af
sama merki og voru 12 rúllur í pakkningu sem kostaði rétt rúmar 900
krónur. Sem sagt næstum þrefaldur verðmunur á nákvæmlega sömu vörunni.
Eru það ekki tvö hundruð prósent ?
Ég er enn að velta fyrir mér hvort Tíuellefu hafi verið að okra svona
æðislega á mér eða Bónusfeðgarnir verið að gera góðverk dagsins.
Ágúst Ú Sigurðsson

10 ummæli:

  1. Bónusfeðgarnir eiga líka 10-11.

    SvaraEyða
  2. þú hefðir fengið 12rúllur af Allra salernispappír í 11-11 verslun á 635,-kr

    SvaraEyða
  3. 12 rúllu pakkinn er tilboð, 12 fyrir sama verð og 9, og eru 9 rúllurnar oft á tíðum alls ekkert mikið dýrari pr.pakki heldur en 4 rúllu pakkinn (í sömu versluninni þ.e.a.s.), enda hagstæðara að kaupa í magni.

    SvaraEyða
  4. 10-11 er bara okurbúlla !

    SvaraEyða
  5. Epli og appelsína smakkast nákvæmlega eins og líta nákvæmlega eins út. A.M.K. er það það sem maður fær út úr þessum endalausu Bónus og 10-11 rugl,bull,kjaftæðis og heimskulegu dæmum.

    SvaraEyða
  6. Hagkaup er með á tilboði núna íslenskan mjúkan wc pappír sem heitir held ég Fífan. Held að 9 rúllur séu á 599. Skora á fólk að velja frekar íslenskan pappír.

    SvaraEyða
  7. Það er ekki alltaf fjöldin af rúllum í pakkningu sem skipta máli. Hef tekið eftir því eftir margra ára klósettpappírsnotkun. Yfirleitt þegar ég hef keypt magnpakkningar, hef ég varla undan að skipta um rúllu, það er svo lítið á þeim og laus vafðar til að þær líti út fyrir að vera mikið á þeim. Er farin að "kreista" rúllurnar aðeins áður en ég set í körfuna. Það stendur á sumun pakkningunum magn en ekki öllum. Endilega prufið að taka "kreistu" próf næst þegar þið farið að versla .

    SvaraEyða
  8. jahá, þú keyptir þessar 4 rúllur á þúsund kall... einmitt þess vegna ganga þessar búðir ;)

    SvaraEyða
  9. Bíddu... er 10-11 dýrara en Bónus? No fucking way!

    SvaraEyða
  10. thíhí, gaman að fynna svona umræðu xD en Robert, þú varst að grínast með spurningu um hvort 10-11 sé dýrara en bónus ? o.O

    SvaraEyða