þriðjudagur, 29. september 2009

Alíslenskt okur: Ábending til neytenda

Það er alveg merkilegt hvað verslunareigendur á Íslandi geta okrað mikið þegar kemur að ákveðnum vörum. Ég vil benda fólki á að með smá þolinmæði, þá er hægt að spara sér umtalsverðar fjárhæðir með því að panta í gegnum eBay. Þetta vita eflaust margir - en margir hafa þó ekki notað vefi á borð við eBay og ráðlegg ég fólki að kynna sér þetta núna á þessum síðustu og verstu. Ég ætla að koma með þrjú dæmi.

a) Batterýið í Nokia símann minn er orðið nokkuð slappt og því ákvað ég að kanna það hvað myndi kosta fyrir mig að kaupa nýtt. Hátækni gaf mér upp verðið 6.995. fyrir batterýið. Á eBay keypti ég sambærilegt batterý fyrir 4 dollara (ca. 500 krónur). Ég vil þó taka það fram að sennilega var hér ekki um ekta Nokia vöru að ræða og því ekki alveg nákvæmlega sama varan - en batterýið er ekki síðra (enn sem komið er allavega). Fín leið til að lengja líftímann á farsímanum sínum um 1-2 ár.

b) Ég á sjónvarpsflakkara, en var að flytja um daginn og tókst að týna RCA/Scart millistykkinu sem notað er við að tengja það við sjónvarp. Ég leitaði eftir stykkinu á google og sá að það er til hjá Tölvutek - falt fyrir 1490 krónur. Á eBay var aftur á móti einhver tilbúinn að selja mér þetta sama stykki á $1,50 (180 kall) með sendingarkostnaði. Þetta er ekki stykki sem ég verð að fá í dag og því spara ég mér auðveldlega 1300 kall þarna. Ekki endilega há upphæð, en marga munar um hverja krónu.

c) Keypti mér tvo DVD spilara um daginn. Einn þeirra ætlaði ég að nota sjálfur og hinn í gjöf fyrir foreldra mína. Spilararnir kostuðu um 15.000 krónur stykkið, en þá átti eftir að kaupa HDMI snúru til að tengja spilarana við sjónvarpið. Sú snúra kostaði 2.490.- stykkið í Elko. Auðvitað kannaði ég þetta á eBay - og þar gat ég fengið stykkið á $1,99 (250 kall).

Þarna eru þrjú dæmi þar sem ég hef borgað undir 15% af útsöluverði verslana á Íslandi, með því að sýna smá þolinmæði og útsjónarsemi. Ég tek það sérstaklega fram að eftir nokkra mánaða reynslu með hvern og einn þessara hluta - þá fæ ég ekki séð að þau séu af verri gæðum en þeir hlutir sem íslenskar verslanir selja.

Kveðja,
JHO

10 ummæli:

  1. Ég nota e-bay mikið. En það sem vantar inn í póstinn hjá þér er tollurinn. Hver einasti pakki sem ég fæ frá e-bay er stoppaður í tollinum. Ég þarf þá að greiða tæpar 500 kr í eitthvert "meðferðargjald" + tollinn af vörunni (og sendingarkostnaði). Ef að ég kaupi td DVD mynd á ebay leggst semsagt ofan á myndina 500 kr + tollur. En þrátt fyrir þetta er yfirleitt hagstæðara að nota e-bay, svo ekki sé nú minnst á td DVD útgáfur hérna á Íslandi eru svo hörmulega lélegar að þú ert að fá miklu betri vöru fyrir minni pening!

    SvaraEyða
  2. Það er ef til vill rétt, hefði átt að benda á þetta póstmeðferðargjald. Ég hugsaði ekki út í það, þar sem ég bý erlendis eins og er og þar eru pakkarnir mínir sjaldnast stoppaðir.

    Dæmin voru bara tekin út frá því sem ég googlaði á netinu. Ekki eins mikið okur þar sem ég bý, en ég get samt yfirleitt sparað mér nokkuð með eBay.

    Kv.
    JHO

    SvaraEyða
  3. Varðandi Nokia rafhlöðuna, ef innra viðnámið er mikið hærra en 200m ohm fer síminn að slökkva á sér.

    SvaraEyða
  4. ég keypti garmin 276c gps tæki í gegnum ebay og það kostaði mig um 63.000 (já, með vsk og tollafgreiðslugjaldi, engin tollur af gps). Svona tæki kostar 130.000kr hérna svo ég sparaði mér 67.000kr.
    Ég kaupi alveg fullt í gegnum ebay og hef enn ekki lent í því að það hafi verið dýrara með tollum og sköttum heldur en viðkomandi hlutur hefur kostað hér, en það getur verið ansi erfitt að sjá fyrirfram hvernig hlutir verða tollaðir

    SvaraEyða
  5. Ég hef keypt ýmislegt á gegnum EBay og oft töluvert ódýrara en í búðum hér innanlands. Þó er þetta að breytast með hríðlækkandi gengi krónunnar. En yfirleitt er 10 % tollur á vörurnar (leggst á vöruna + sendingarkostnaðinn), síðan greiðir maður VSK ofan á þá upphæð og loks leggst 450 kr. tollmeðferðargjald ofan á. Þannig að maður þarf að gera ráð fyrir þessu í byrjun þegar maður skoðar kaup á hlutum. Ef um litla hluti er að ræða, eins og símabatterí, fær maður stundum vöruna heim í pósti og greiðir þá engin gjöld hér á landi.

    Sigurður Einarsson

    SvaraEyða
  6. langar að benda á:
    http://www.tollur.is/upload/files/calc_netverslun(17).htm

    SvaraEyða
  7. gangi ykkur vel að elta ábyrgð á þessum tækjum sem þið verslið á ebay.

    SvaraEyða
  8. Það eru nú aldeilis ekki allir sem versla á e-bay að kaupa einhver tæki. Ég hef notað e-bay í 10 ár, keypt gríðarlega mikið af geisladiskum, DVD myndum, bókum osfrv - en aldrei eitt einasta tæki.

    SvaraEyða
  9. Það er hægt að nálgast tollskrá á netinu. Svo ef þið eruð ósátt við tollflokkunina frá Póstinum þá getið þið farið fram á að hún sé endurskoðun. Einnig að vörur yfir 30.000 fá hærra tollmeðferðargjald.

    SvaraEyða
  10. Um að gera að fara yfir póstaðflutningskýrslur líka frá póstinum-klikkaði hjá þeim 'erlend fjárhæð' síðast-skrifuðu 60,88 dollara í staðinn fyrir 16,88$ þó Ebay reikningur var nákvæmur. Tók reyndar eftir seinna en þeir báðu mig um reikning til að leggja mismuninn inn á-það hefur enn ekkert gerst eftir viku. Þá fær maður jú ekki að sjá skýrsluna með útreikningum fyrr en maður sækir þetta á pósthúsi. Þá er Tollmeðferðargjaldið núna 550 kr. Þetta virkar alveg og hef keypt viftu í fartölvu frá HK, CCD flögu til að laga framleiðslugalla í Sony myndavél.

    SvaraEyða