miðvikudagur, 29. apríl 2009

Dell rafhlöður og þjónusta EJS

Mig langar til að segja frá reynslu minni af rafhlöðuendingu í Dell fartölvum og þjónustu EJS. Þannig er mál með vexti að fartölva, sem keypt var fyrir rétt um ári síðan, er farin að gefa meldingu um það að rafhlaðan sé ónýt og skipta þurfi um hana. Þessi tilkynning tekur yfir skjáinn í hvert skipti sem kveikt er á henni. Þar sem tölvan er ekki eldri en þetta var að sjálfsögðu farið í EJS og kannað hvort þetta væri ekki í ábyrgð. Nei, því miður er bara árs ábyrgð á rafhlöðunni, og tölvan seld þann 9. apríl 2008. Okkur er hinsvegar velkomið að fjárfesta í nýrri rafhlöðu sem kostar litlar 31.120 krónur og endist þá væntanlega í 366 daga, eins og þessi gerði. Ég kannaði málið á netinu og keypti ekki eina, heldur tvær rafhlöður í Dell fartölvur (þar sem til er önnur Dell tölva á heimilinu með ónýta rafhlöðu) og greiði fyrir þær báðar samtals um 25.000 krónur, með sendingarkostnaði og virðisaukaskatti! Dæmið lítur því svona út:
EJS Rafhlaða 1: 31.120.-
EJS Rafhlaða 2: 36.980.-
EJS Samtals: 68.100.-

Amazon+vsk: 25.000.-
Sparnaður: 43.100.-

Ég er því að fá rafhlöður í báðar tölvurnar fyrir minna en ein kostar hjá EJS. Ég set það alls ekki fyrir mig að þetta eru ekki orginal Dell rafhlöður þar sem endingin á þeim er ekki til fyrirmyndar! Til samanburðar þá er ég með ThinkPad fartölvu sem er tveggja ára gömul og rafhlaðan í henni er með nánast sömu endingu og hún var í upphafi. Ég get því ekki annað en hvatt fólk til að skoða þessi mál vandlega áður en það kaupir sér tölvu, sérstaklega þar sem rafhlöðuending er þekkt vandamál hjá Dell tölvunum.

Kveðja, Guðrún

11 ummæli:

  1. Ég lenti í því með mína Dell vél að rafhlaðan var orðin léleg...ég átti sem betur fer nokkra daga eftir af minni rahlöðu. En þetta verð er nátturulega bara rán!!!

    SvaraEyða
  2. Á mínu heimili er ein HP fartölva, ein Compaq fartölva og ein Dell fartölva.

    Dell tölvan er yngst og batteríið í henni er laaaaangsamlega lélegast, í rauninni nær hún varla að ræsa upp windows áður en rafhlöðu viðvörun kemur. Hugsa að það hafi virkað eðilega í rúmlega ár. Í hinum tölvunum er líftíminn búinn að minnka um ca. 25%

    SvaraEyða
  3. MAKKINN er langbestur

    SvaraEyða
  4. ég er með þrjár dell tölvur, sú elsta er 5 ára og virkar enn mjög vel, líftíminn á rafhlöðunni er minni en var en þó vel ásættanlegur (tæpl 2 klst). Er ekki vandamál á hinum tveimur og ég mjög sáttur með mínar Dell

    SvaraEyða
  5. Hef einnig reynslu af ömurlegri þjónustu í EJS.

    Meðal annars vantaði takka á lyklaborðið á tölvunni, svarið þegar við spurðum hvort við gætum ekki fengið nýja takka (tölvan enn í ábyrgð nota bene) var bara NEI.

    "Það er alltaf að gerast að fólk plokkar þetta af í gamni sínu til að fá nýtt lyklaborð. Þau eru því ekki í ábyrgðinni á fartölvum," var svarið. Þetta var á Akureyri.

    Síðan þá ráðlegg ég engum að versla við EJS.

    SvaraEyða
  6. Jebbs, Batteríið í Dell er crap. Allavega í Dell Inspiron.

    SvaraEyða
  7. Ég hef átt Dell latitude í 4 ár og batterýið í henni virkar mjög vel, ég hef bara góða reynslu af því og þessari tölvu almennt, ég mun pottþétt kaupa dell aftur.

    SvaraEyða
  8. Þið gerið ykkur grein fyrir því að það er 2 ára ábyrgð á rafhlöðum á ÍSLANDI! Þeir fá ekki sjálfir ábyrgð frá framleiðendum en þið sem íslenskir neytendur hafið 2 ára ábyrgð.

    Getið farið á síðu Talsmanns neytenda (ríkisstofnun) og kemur þetta þar fram.

    SvaraEyða
  9. Fólk má líka ekki gleyma að það þarf að hugsa um rafhlöðuna og flestir sölumenn taka það fram þegar tölvan er seld að ekki skal hafa rafhlöðuna í þegar tölvan er í sambandi og notkun, þetta er ekki flókið þá grillaru einfaldlega rafhlöðuna! Annars þá hef ég bara góða hluti að segja um EJS og þess má geta að verkstæðisábyrgðin er 3 ár sem er mjög gott (að mig minnir).

    SvaraEyða
  10. þessi batterý eru hræódýr á amazon.com, ca. 40$+sendingarkostn, en það virðist ekki vera hægt að senda þau til íslands, getur einhver bent á aðrar leiðir?

    SvaraEyða
  11. Hæ öll.

    Batterí í fartölvum eru "rekstrarvara" og á þeim er aðeins eins árs ábyrgð. Þannig er vél oft með 2ja - 3ja ára ábyrgð en batterý bara með eins árs ábyrgð.

    Annað að varðandi verð á rafhlöðunum þá verðið þið að taka tillit til þess að þegar batterý eru flutt inn í lausu falla á þau ýmis gjöld, tollar, vörgjöld, spilliefnagjöld og þar fram eftir. Tugir prósenta ofan á tugi prósenta og vaskurinn svo þar ofaná. 10þ verður að 25 þúsund áður en þú veist af.

    Loks ber að nefna að ef þú kaupir tölvu á Íslandi er hún jafnan á evrópuverði en það þýðir því miður á mannamáli að $100 = €100. Evrópa er af ýmsum ástæðum mun dýrari markaður en USA. Dell hér heima kemur frá evrópu og er að mestu framleitt/samsett þar.

    Annars bara kaupa þetta úti ef þið fáið þetta ódýrt og **ORGINAL**, sérstaklega ef þið eruð á ferðalagi og getið kippt þessu með. Ef þið eruð að flytja þetta inn sjálf - reynið þá að reikna þetta rétt áður en þið verðið brjáluð.

    EJS til hróss vill ég segja að þeir bjóða oft 5 ára ábyrgð á vél og/eða geta selt fólki sérstaklega uppfærslu upp í þá ábyrgð. Þetta er til fyrirmyndar.

    SvaraEyða