miðvikudagur, 22. apríl 2009

Gjöld fyrir sykursjúka

Mig langar að vekja athygli á því að gjöld fyrir sykursjúka hafa hækkað
gífurlega mikið. Ég fór á sykursýkisvaktina í dag 21.04.09.Í Reykjanesbæ, og
var rukkuð fyrir komugjald eins og venjulega, en í staðin fyrir að borga 970 kr
þá þurfti ég að greiða 2470 kr. Skýringin sem ég fékk var að hingað til hefði
HSS borgað þennan 1500 kr sem nú var rukkað fyrir. Eins þegar ég fékk síðast í
apotekinu nálar og strimla þá var komið gjald á það líka (man ekki alveg hversu
hátt en ca 1200 kr fyrir 3 mánaða skammt), skýringin var að apotekið hefði
hingað til séð um að borga þetta. Þetta þýðir mikil auka útgjöld fyrir
sykursjúka. Flestir fara ca 4 sinnum á ári á vaktina, en aðrir þurfa að fara
mun oftar.
Kveðja, Sigrún Ásgeirsdóttir

Engin ummæli:

Skrifa ummæli