föstudagur, 24. apríl 2009

Útilegukortið

Þar sem að flestir Íslendingar sem ég þekki munu ferðast innanlands í sumar vegna óhagstæðs gengis langaði mig að benda á einn stórsniðugan hlut núna í kreppuni www.utilegukortid.is. Útilegukortið er kort sem kostar 12.900 og veitir það handhafa þess auk maka og allt að fjórum börnum rétt til að tjalda á 31 tjaldsvæði núna í sumar ókeypis. Kortið gildir fyrir fellihýsi, hjólhýsi, tjaldvagna, húsbíla og tjöld. Ég var að skoða verðskrár hjá nokkrum tjaldsvæðum og má víða sjá að það kostar allt að 750 kr á mann gistinóttin. Það þarf því ekki margar gistinætur til að þetta borgi sig. Ég og minn maður höfum keypt kortið sl tvö sumur og það er búið að margborga sig, tala nú ekki um ef börnin væru ekki fullvaxinn og ferðuðumst með okkur. Langaði að benda á þetta þar sem nógu dýrt er nú samt að ferðast innanlands, bensín, matur o.þ.h. Það má benda á að kortið er á tilboði 11.900 til 1.maí ef það er keypt á netinu - www.utilegukortid.is.
Erla

Engin ummæli:

Skrifa ummæli