þriðjudagur, 7. apríl 2009

Sparnaður hjá Reykjavíkurborg

Langaði að vekja athygli á einni af sparnaðarleiðum Reykjavíkurborgar
sem á augljóslega að fara mjög hljótt með, en manninum mínum var tjáð
hún af starfsmanni á leikskóla sonar okkar og hann beðinn um að hafa
ekki hátt um þetta. Þannig er að þeir sem sækja um lengra sumarfrí á
leikskólunum fyrir börnin sín þ.e. 2 mánuði eða lengra hafa einungis
þurft að greiða hálft gjald fyrir þann mánuð sem þeir taka aukalega
og hefur sá kostnaður verið rökstuddur með því að annars missir barnið
leikskólaplássið. Nú ætla þeir hins vegar að spara með því að fella
ekkert af gjaldinu niður seinni mánuðinn. Mér finnst þetta skítt og er
alvarlega að íhuga að draga umsókn mína um lengra sumarfrí til baka, en
hafa barnið samt í fríi í sumar eins og ég hef alltaf gert enda hef ég
tök á því, þannig ruglast væntanlega skipulag með starfsmenn á
leikskólunum í sumar og ég tali nú ekki um ef allir sem sækja um
lengra sumarfrí gerðu þetta. Það væri gaman að vita hversu margir eru að
taka lengra sumarfrí og hversu margar/fáar krónur sparast af þessum
aðgerðum. Ætli þeir hækki svo ekki leikskólagjöldin í framhaldi af
þessu svona til að koma til móts við heimilin.
með kveðju,
Sigríður

4 ummæli:

  1. greinilega hægt að treysta ykkur fyrir trúnaðarupplýsingum

    SvaraEyða
  2. Sætt líka að vilja gera starfsfólki leikskóla barna sinna erfitt fyrir.
    Þú virðist mesta gæðamanneskja Sigríður!

    SvaraEyða
  3. Haha ætli þarna sé leikskólastarfsmaður á ferð?

    SvaraEyða
  4. Á leikskóla barnsins míns er þetta alls ekkert leyndarmál. Þvert á móti vorum við látin vita af þessu í foreldraviðtali auk þess sem tilkynning um þetta hangir uppi í leikskólanum.

    SvaraEyða