laugardagur, 4. apríl 2009

Icelandair Vildarpunktar

Ég ættlaði að skeppa til Svíðþjóðar fara á mánudegi og koma heim aftur á
miðvikudegi og nota vildarpunktana mín sem ég hélt að ég ætti og gæti notað
hvenær sem ég vildi, því ég þarf að borga flugvallaskattinn sjálf, alla daga
vikunar allt árið bara ef það væru til sæti á vildarpunktum, en svo er ekki.
Svarið sem ég fékk var nei þú verður að vera úti aðfaranótt sunnudags. Er
þetta stílað inn á viðskiptaferðirnar svo þeir aðilar kaupi sér fara en noti
ekki punktana sína, fyrirtæki sem eru endalaust að senda menn út fá svo marga
punkta en við venjulegu borgara þurfum marga mánuði og jafnvel mörg ár til að
fá nokkra punkta. Samt þarf ég að borga rúmlega 15 þúsund fyrir þessa ferð. Ég
skora alla að sniðganga Viðldarpunktafyrirtæki hætta að bæta við "vildar" á
Visakortið og fara með Icelandexpress það er ódýrara. Ég vill vita hversvegna
þeir stilla fólki svona upp?? Afhverju fær engin að vita þetta nema um leið og
þú hringjir til að panta ferðina.
kv.Sigrún

1 ummæli:

  1. Já veit að þetta er ekki ný færsla en er svo sammála þetta er svo mikið rugl þessir punktar. Ætlaði að senda krakkana mín til eyja um daginn fyrir punkta en nei það var ekki hægt því það þarf að panta með 3 daga fyrirvara og það eru bara nokkur sæti og svo var þetta orðið svo dýrt með sköttum og svoleiðis að það borgaði sig bara að fá frí í vinnu og fara með Herjólfi.
    Veit um fullt af svona dæmum.....

    SvaraEyða