fimmtudagur, 9. apríl 2009

Kransakökumassi: Verðmunur

Ég er að fara að ferma og keypti í kransaköku tilbúin massa (þ.e. deigið er alveg tilbúið) í Mosfellsbakaríi. Þar kostar 1/2 kg. 1.800 kr. Ég keypti 4 kg. þannig að kransakakan mín kostar 14.400 kr. Síðan var ég að komast að því að alveg eins deig er til í Björnsbakaríi og þar kostar 1 kg. 2.350 kr. þannig að ég hefði getað bakað eins köku fyrir 9.400 kr. Þetta finnst mér vera svolítið mikill verðmunur. Ég kannaði ekki fleiri bakarí þannig að ég veit ekki hvort Mosfellsbakarí sé svona dýrt eða Björnsbakarí svona ódýrt en þarna erum við að tala um ca. 50% verðmun.
Mig langaði bara að benda á þetta.
Kveðja,
Marta

2 ummæli:

  1. Í Bernhöftsbakaríi er degið á 2300kr kílóið og alveg frábært deig!

    SvaraEyða
  2. Þetta er alveg frábært

    SvaraEyða