mánudagur, 27. apríl 2009

Nýir áskrifendur fá meiri afslátt en gamlir

Langar að deila með þér reynslu minni af stöð 2. En ég er vægast sagt ekki ánægð með það fyrirtæki núna.
Það er tilboð núna í gangi hjá stöð 2 að ef þú kaupir stöð 2 og eina aðra stöð t.d stöð2 sport, þá færðu það á 50 % afslætti í 3 mánuði. Ok, ég er með stöð2 og stöð2 sport og hef verið með þetta í nokkur ár. Ég hringdi þangað og spurði hvort ég fengi þá ekki 50% afslátt. Nei, var svarið sem ég fékk, nema þú bætir við þig annari stöð! Ég eiginlega hló bara og spurði hvort manneskjan væri að djóka, nei nei sagði hún svona er þetta. Ég spurði hvort það væri virikilega þannig að ég, sem er búin að vera með stöð2 og stöð2 sport í mörg ár þurfi að borga meira en 10.000 kall á mánuði á meðan þeir sem eru nýjir í viðskiptum og fá sér nákvæmlega það sama og ég er með borga 5000 kall??? Já svona er þetta sagði hún, ef þú vilt fá 50% afslátt þá verðuru að bæta við þig þriðju stöðinni. Er þetta í lagi? Mér finnst þetta bara langt frá því að vera í lagi!
Kv, Ein brjáluð út í Stöð 2

7 ummæli:

  1. Helduru ekki að þetta tilboð sé ekki til þess að næla sér í nýja áskrifendur? En persónulega finnst mér peningnum betur varið í að fara endrum og eins í bíó heldur en í svona okurdæmi þar sem maður getur engu ráðið um dagskránna sem verður síðan verri og verri með hverju árinu.

    SvaraEyða
  2. Þú hefur ekki spurt hvað ef þú segir upp áskrift og sækir svo um aftur sama dag. Ég hefði líklega sagt upp áskrift á staðnum sama hvert svarið væri.

    SvaraEyða
  3. Sammála...segja bara upp áskriftinni og panta nýja...þeir ættu ekki að geta gert mikið við því

    SvaraEyða
  4. Í öllum áskriftarsamningum hjá Stöð2 er uppsagnarfrestur.

    SvaraEyða
  5. Það sama átti við um áskriftartilboðið að Stöð2 frá í haust sem átti við 12 mánaða bindingu. Það tilboð hækkaði um áramót án nokkurs fyrirvara. Svo auglýstu þeir gamla tilboðið aftur nú fyrir páska á þriggja mánaða pakka en þeir sem tóku bindinguna í haust borga meira.

    SvaraEyða
  6. sama og ef þú ert áskrifandi að t.d. gestgjafanum þá borgar sig að segja upp að loknum binditíma og fá svo nýja áskrift með allskonar fríðindum og gjöfum... en aldrei neitt gert fyrir trygga áskrifendur að neinu!

    SvaraEyða
  7. Ég var búin að vera áskifandi af stöð 2 í 20 ár. Og það pirraði mig mikið að heyra annað slagið þvílík tilboð til nýrra áskrifanda. Með 20 og 30% afslætti. En ég mátti alltaf borga mitt gjald á afsláttar. Fyrir ári síðan hætti ég með stöð 2. En í Oktober er hringt í mig og mér boðin kosta boð af stöð 2. Og lét heldur betur plata mig. Gjaldið átti að ver X mikið. En vitit menn þetta borgaði ég bar einu sinni, því næsta mánugð er búið að hækka. Hringdi ég því til þeirra og kvartaði yfir þessu. Starfsmaður sem ég talaði við var mjög dónalegur og sagði við mig," þú átt bara að fylgjast með þessu sjálf á netinu" og að sjálfsögðu sagði ég stöð 2 upp í sama símtali. Maður lætur nú allt yfir sig ganga.

    SvaraEyða