fimmtudagur, 2. apríl 2009

Bláa lónið okur lónið

Mér hefur algjörlega blöskrað fljöldi hækkana hjá Bláa lóninu en verðið fyrir einstakling er orðið 3200 þetta er algjörlega orðið með ólíkundum ef hjón fara þá er það bara 6400.
Ég vil ekki að nafn mitt komi neinsstaðar fram en ég vinn mikið við það að fara með erl gesti í Lónið en ég vildi bara benda á þetta ef einhver hefði áhuga á að skoða þetta það er allavegana að lónið er ekki lengur ætlað venjulegum íslendingum
kv. neytandi

nb frá Dr. Gunna: Frá og með hausti 2008 fór Lónið, einhverra hluta vegna, að miða verðskrána við 20 Evrur. Þá rauk verðið úr 1800 kr "sumarverði" í mest 3400 kr. Það segir sig sjálft að enginn Íslendingur tímir í sund fyrir þennan pening, sama hversu flott er þarna. Í sundlaugar kostar um 300 kall. Lónið afsakar sig reynar með að bjóða oft einhverja 2 fyrir 1 miða, en samt... Niðurstaðan hlýtur að vera sú að Bláa lónið er mesta túristagildra landsins.

5 ummæli:

  1. Ég fór með kærustunni í bláa lónið í fyrra. Þegar ofan í var komið reyndist það vera ískalt og einungis hiti í skítugasta hluta lónsins þ.e. við hliðina á veitingasölunni þar sem allir glápa á mann. Það var einhver "bilun" og verið var að hita lónið aftur. Hvorki var okkur boðinn afsláttur né önnur fríðindi, bara fullt verð takk. Lélegt...

    SvaraEyða
  2. Það kostar orðið 360 krónur í sund fyrir fullorðinn í Reykjavík...

    SvaraEyða
  3. Það er náttúrulega alls engin forsenda fyrir því hjá bláa lóninu að hafa miðaverð í Evrum!! Bara alls engin! Þeir hafa í raun mun minni forsendur til að hafa verðlag í evrum en venjulegar verslanir, sem eru að selja innflutta hluti í massavís. Þegar maður borgar í bláa lonið er maður að kaupa þjónustu en ekki vörur og því bara alls engin forsenda fyrir að hafa verðlag í erlendri mynt. Þetta eru náttúrulega bara algjörir helvítis dónar sem reka þetta og hafa hertekið þessa náttúruperlu.

    Ég meina, hvað í fjandanum! 3.200 kr!!!

    Fyrri part árs 2007 kostaði 1400 á manninn í lónið sem hækkaði svo í 1800 þá um sumarið. Sumarið í fyrra hækkaði gjaldið svo aftur í 2.300 og nú, bara nokkrum mánuðum síðar er gjaldið orðið 3.200.

    Skítlegasta kompaní landsins segi ég nú bara.

    SvaraEyða
  4. Það er helber móðgun að ætlast til að það sé sanngjarnt að borga 3200 kr fyrir að synda í affallsvatni af iðnaðarframleiðslu!

    Það er svo ekkert sem réttlætir það að hafa verðskrá í evrum annað en græðgi. Það er greinilegt að Íslendingar eru ekki velkomnir í Bláa lónið lengur!

    SvaraEyða