mánudagur, 6. apríl 2009

Áskrift að fríblaði

Í dag ætlaði ég að sækja mitt Fréttablað eins og ég er vanur og tek þá nokkura daga skammt því að ég bý úti á landi og viti menn mér var brugðið því að ekkert blað hafi borist með bílnum í sjoppuna eins og alltaf svo að ég fór að spyrjast fyrir um þetta og þá var okkur tjáð að Fréttablaðið myndi hætta að koma út á land fyrir utan nokkra staði á landinu ekki fylgir sagan því hvert það sem mér þótti allra verst er það að MÉR var boðin áskrift af fréttablaðinu endurtek ÁSKIFT af fríblaði þegar ég fór að spyrjast fyrir um þetta blaðið á að koma út og vera frítt áfram á höfuðborgarsvæðinu en við sem kjósum að búa á landsbyggðinni er gert
að greiða fyrir það sem stærsti hluti eyjarskeggja fær frítt. Hvað er réttlætið í þessu? Mér persónuleg þykir þetta alveg ömurlegt!
Sigurður

4 ummæli:

  1. Rétt að benda þér á staðreyndina sem þú kemur sjálfur með þ.e. um er að ræða fríblað og við það vil ég bæta að það eru einkaaðilar sem eiga það. Þeir vilja væntanlega tapa ekki of miklu á blaðinu enda er ekki ókeypis að dreifa því víða. Jafnframt heyrði ég það eitt sinn að um 90% af auglýsingatekjunum koma beint frá höfuðborgarsvæðinu svo eflaust hefur það eitthvað með þetta að gera.

    Hlýtur að vera sérstakt að kvarta yfir því að fá ekki hlut ókeypis enda sagði eitt sinn vitur maður eitthvað á þessa leið,, there is no such thing as free lunch"

    Skil að þú pirrir þig yfir breytingunni en mér finnst hún allavega vel skiljanleg í ljósi aðstæðna en kannski mun þessi breyting bitna á auglýsingatekjum þeirra en það er þá þeirra mál.

    SvaraEyða
  2. Fríblað á að heita fríblað! Það er fáránlegt að fara að rukka fólk fyrir blað sem er frítt. Það væri eins og útgefendur bændablaðsins rukkuðu okkur hérna í bænum fyrir það en ekki fólk út á landi... eða þá að hin dagblöðin væru dýrari út á landi heldur en í bænum...

    Annars finnst mér best bara að lesa blöðin á netinu þá er ekki eins mikið sorp á heimilinu...
    -Hildur

    SvaraEyða
  3. Hildur, þetta er væntanlega flutningskostnaðurinn sem fréttablaðið er að rukka fyrir. Ef þeir eru að rukka fyrir annað þá get ég verið sammála að það sé mismunun. Fólk verður að horfa útfyrir boxið og átta sig á því að fyrirtækin eru að reyna að bjarga sér með eðlilegum hætti en þó eru til einhver fyrirtæki sem eru að misnota aðstæðurnar og hækka vöurverðið og yfir því er eðlilegt að kvarta.

    SvaraEyða
  4. Athugið nú eitt. Viðkomandi er greinilega með nettengingu og þar af leiðandi getur hann bara skoðað sitt eintak á netinu og minnkað sorpmagnið og eyðingu skóga til muna.

    SvaraEyða