mánudagur, 13. apríl 2009

Dýrt Nammi

Hæ.
Ég bý erlendis og ætlaði að panta mér Nóa páskaegg á heimasíðunni nammi.is. Ég veit að allt er rosalega dýrt á Íslandi en hugsaði mér gott til glóðarinnar núna þegar gengið er svona lágt. En verðin voru ótrúlega há á páskaeggjunum fannst mér og var fyrst viss um að þeir væru að skrá á einhverju eldgömlu gengi.En þegar ég kíkti á íslensku verðin líka þá blöskraði mér. Ég hringdi í mömmu og spurði hana hvort páskaegg nr. 4 frá Nóa kostaði virkilega 2700 kr íslenskar. Hún hafði náttúrulega aldrei heyrt um þvílík verð. Hún fór út í búð og keypti eitt stykki þar á 800 kr og sendi mér. Ég veit ekki hvað þeim gengur til þarna hjá nammi .is.
Halda þeir að það sé svona auðvelt að plata íslendinga erlendis eða hvað ? Verðið var fyrir utan sendingakostnað svo hann á eftir að bætast ofaná.
Björn

1 ummæli:

  1. Þú getur t.d. látið Nóatún senda þér matvöru út í heim.

    SvaraEyða