laugardagur, 17. desember 2011

Raun eldsneytisnotkun bílaBensínverð er hátt hér á landi og enn hærra í Noregi. Bensín og dísilbílar eru alltaf að verða betri og betri og eyða minna og minna, það er staðreynd. Hinsvegar er það þannig að mælingar fara fram eftir sérstöku prófi sem búið er að setja upp og allir bílar eru mældir eftir. Þannig má fá "réttar" niðurstöður um eyðslu. Bílaframleiðendur "mastera" aðferðina við að mæla eyðsluna og þá fellur bíllinn í þennan eða hinn flokkinn eftir eyðslu og magni mengunar. Síðan tökum við neytendurnir við þessum ágætu bílum og höldum út í raunveruleikann okkar með ís á rúðum, vindi og snjó og rigningu og slabbi og öllu öðru sem venjulegur grár hversdagleikinn býður okkur uppá af þéttdekkuðu borði vandamála og vesenis.

Bíllinn okkar er svo þegar allt kemur til alls ekki eins eyðslugrannur og stóð í flotta litabæklingnum. Ég keypti á þennsluárunum góðu pickup sem var sagður eyða 18-20 lítrum á hundraðið en raunveruleikinn var 30+ Þá var skottið fullt af peningum hjá öllum og menn keyrðu sem enginn væri morgundagurinn. En nú er öldin önnur og allir sem ég þekki eru að velta fyrir sér hverjum túr, samnýta ferðir, fækka ferðum og spara eins og hægt er. Það má auðvitað segja að þetta sé á margan hátt gott en þetta er líka leiðinlegt, þ.e. að geta ekki um frjálst höfuð strokið og ferðast á milli staða án þess að horfa á bensínmælinn húrra niður og vita að það kostar 10 til 20 þúsund að fylla næsta tank.

Langar að deila upplýsingum sem ég sá frá Noregi en þar tóku menn sig til og mældu eyðsluna í 20 algengustu bensínbílum á markaðnum og þá kemur sannleikurinn í ljós.
Efstu 10 bílarnir eru með 41% eyðslu umfram það sem upp er gefið (í fína bæklingnum!)
Efstu 15 bílarnir eru með 36% eyðslu umfram það sem upp er gefið
Meðaltal allra 20 bílanna er 30% hærra en upp er gefið.

Er þetta eitthvað sem við könnumst við?

Eyðslan er sennilega svipuð hér á landi enda svipaðar aðstæður landfræðilega og veðurfarslega.

Það er ekki alltaf allt eins og það stendur í bæklingnum.

Hér er linkur á greinina sem er skrifuð á vef rafbílasambandsins í Noregi: http://elbil.no/miljo/552-ikke-bare-elbil-som-kan-forvirre.

Kv, Sighvatur Lárusson

Reynslusaga af Baðhúsinu

Langar að deila með ykkur reynslu minni af Baðhúsinu, í von um að geta komið í veg fyrir að fleiri lendi í því sama.
Í ágúst 2010 fór ég ásamt vinkonu minni niður í Baðhús því nú skyldi komið sér í form. Vinalegur maður tók á móti okkur og kynnti okkur alls kyns freistandi tilboð. Við ákváðum loks að taka tilboði sem að hljóðaði upp á 12 mánuði af líkamsrækt. Þessi samningur myndi síðan bara renna sjálfkrafa út að þessum 12 mánuðum liðnum, ef við endurnýjuðum hann ekki. Svona kynnti þessi vinalegi maður okkur samninginn.
Okkur leyst svona líka vel á það, svo við skrifuðum undir. Höfðum enga ástæðu til að vantreysta þessum manni, hann var jú starfsmaður fyrirtækis sem hafði gott orð á sér. Næstu mánuði æfðum við þarna, greiddum samviskusamlega fyrir hvern mánuð og létum vel af.
Í júlí 2011 fór ég út á land í sumarfrí og kom aftur í ágúst sama ár. Ég var ekki alveg að koma mér aftur í líkamsræktargírinn svo ég fór ekkert aftur í Baðhúsið. Sem hlaut að vera í lagi, þetta var 12.mánuðurinn og ég hafði ekki endurnýjað samninginn svo að hann hlaut að vera bara útrunninn, eins og maðurinn sagði. Ég fékk samt sem áður rukkun frá þeim, en taldi að um mistök væri að ræða svo ég aðhafðist ekkert frekar.
Í september kom önnur rukkun, og svo önnur, uns mér fóru að berast innheimtuskröfur frá Motus. Þar sem ég skildi ekki hvað var verið að rukka mig um, vissi ekki betur en að samningurinn væri útrunninn, hafði ég því samband við Baðhúsið því mér datt helst í hug að samningurinn hefði endurnýjast sjálfkrafa, og maðurinn hefði gleymt að segja mér frá því.
Þá kom í ljós að á þessum samningi var 3ja mánaða uppsagnafrestur sem ENGINN hafði minnst á. Ég hefði þar af leiðandi átt að segja upp á 9.mánuði. Vinalegi maðurinn hafði semsagt ekki gleymt að minnast á það, hann einfaldlega laug því blákalt að okkur að við værum að skrifa undir samning sem að rynni sjálfkrafa út að 12 mánuðum liðnum. Svo vegna þess að ég treysti þessum manni til að sinna sínu starfi að þá skrifaði ég undir, og sit nú uppi með ítrekanir frá Motus og skuld til næstu 3ja mánaða, skuld fyrir 3 mánuði sem að ég er ekki að nýta mér hjá þessu fyrirtæki.
Allt vegna þess að vinalegi maðurinn taldi það í góðu lagi að segja mér bara það sem best hljómaði. Ég las því miður ekki smáa letrið. Hann sagði mér ekki frá þessu smáa letri. Mín mistök. Ég sagði formlega upp hjá þeim í október, skrifaði undir uppsagnarpappír og hélt að það dygði. Nei ég þarf að borga fram í janúar 2012 og ég hef ekki stundað líkamsrækt þarna síðan í júlí 2011. Ég þarf að borga því að maðurinn laug að mér og ég asnaðist til að trúa honum.
Ég hafði enga ástæðu til að vantreysta honum svo ég skrifaði undir án þess að lesa fyrst. Þetta er tapaður peningur fyrir mig, peningur sem skiptir fyrirtækið sjálfsagt litlu, en skiptir mig miklu máli. Ég fæ þennan pening ekki til baka en ég er að vona að með þessari frásögn get ég varað aðra við, og komið í veg fyrir að aðrir geri sömu mistök og ég og vinkona mín. Svo mín skilaboð eru einföld: Ekki trúa orði sem þér er sagt þegar þú kynnir þér tilboðin hjá þeim, sittu frekar í klukkutíma eða lengur og lestu samninginn niður í minnsta letur. Það margborgar sig. Það er alltaf smáa letrið. Þau kjósa frekar að segja þér það sem best hljómar.

Kv. Verulega óánægður viðskiptavinur !

fimmtudagur, 8. desember 2011

Okur í blómabúðinni Dalvegi

Ég fór inní vínbúðina á Dalvegi nú undir kvöld og keypti þar eina rauðvínsflösku sem ég ætlaði að færa vinkonu minni í afmælisgjöf. Mér datt í hug að líta við í blómabúðinni við á móti vínbúðinni og kaupa þar nokkra súkkulaðimola í poka og biðja þau um að skella flöskunni í sellófan.
Ég valdi mér poka með fimm eða sex súkkulaðihúðuðum kirsuberjum sem kostuðu heilar 795 krónur, ákvað að láta mig hafa það og vonaði að vinkonan myndi njóta molanna í botn. En þegar afgreiðslustúlkan rukkaði mig um 1190 krónur sagði ég stopp, hingað og ekki lengra. Fyrir hvað var ég að borga 395 krónur. Jú fyrir einn metra af sellófanpappír og 70 cm. af gjafabandi!! Ég spurði hvort hún ætlaði að virkilega að rukka fyrir þetta smáræði nærri 400 krónur og þá bætti hún við að það væri líka fyrir vinnuna! Hvaða vinna spurði ég enda hef ég sjálfsagt aldrei pakkað nokkru jafn illa inn og hún!
Ég lét ekki bjóða mér þetta (keypti reyndar okursúkkulaðið) bað hana um að taka flöskuna úr þessum ljótu umbúðum, gekk yfir í vínbúðina aftur og pakkaði sjálf inní sellófan og hnýtti slaufu án þess að borga krónu fyrir það!
kv. Ingibjörg.

miðvikudagur, 7. desember 2011

Laukur í Krónunni

Mig langar bara að benda á eitt lítið verðdæmi á matvöru sem margir nota mikið af. Þannig er að í Krónunni er yfirleitt bara hægt að kaupa þrjá innpakkaða lauka í einu og er sagt að þetta séu ,,sérvaldir laukar“. Við athugun mína kom í ljós að kílóverðið á þessum lauk er 568 kr. Venjulegt verð á lauk annars staðar er um 100 kr. á kíló. Varðandi merkinguna ,,sérvaldir laukar“ þá hef ég aldrei fundið mun á þessum lauk í Krónunni og lauk keyptum annars staðar, nema kannski að þeir séu aðeins oftar eitthvað skemmdir. Því reyni ég að forðast að kaupa lauk á fimmföldu verði í lágvöruversluninni Krónunni.

Sigurður Einarsson

laugardagur, 3. desember 2011

180.000 í Epli, 500$ á Ebay

Ég var að skoða þessa verklegu iPod dokku hjá Epli í dag en fannst verðið
frekar hátt.
http://www.epli.is/aukahlutir/hljod-og-mynd/bowers-wilkins/zeppelin-air.html

Ég kíkti á Ebay en þar kostar sama tæki ríflega 500 dollara.

Mér skilst að það kosti 10-15% að selja á Ebay og svo vill söluaðilinn fá
einhverja álagningu líka svo það er ekki óvarlegt að áætla að heildsölugangverð
tækisins sé innan við 400 USD EÐA 50. Þús án flutn. og gjalda.

En að tækið sé komið í 180.000 hér heima er brandari. Kannski á að reyna að
selja þetta sem ofurgræju en umsagnir á netinu segja klárlega að tækið henti
ekki sem "primary" tónlistartæki fyrir heimilið. Þetta er öflug dokka en alls
ekki neitt meistarastykki sem kemur í stað hljómflutningstækja.

Ebay er kjörinn vettvangur fyrir alla neytendur til að sjá hvort það sé verið
að snuða á sér. Út frá Ebay verðum má alltaf áætla erlent heildsöluverð og
þaðan má svo svo reikna innlenda álagningu gróflega.

Það borgar sig oft að hugsa sig 2svar um sko....

Kveðja,
UD

Mogginn hækkar smáauglýsingarnar

Vek athygli á hækkun smáauglýsinga í Morgunblaðinu upp á 80 %....úr kr. 1588 í kr. 2890. Er þetta hægt?
Þorsteinn

föstudagur, 2. desember 2011

„Ódýr þjónusta“ í Glóey

Ef það er eitt sem við eigum ekki að láta yfir okkur ganga er það ódýr þjónusta! Ég er í hönnunarnámi í Iðnskólanum í Hafnarfirði og þurfti að versla ljósabúnað í lampa sem ég er að gera.

Ég byrjaði í Glóey og segi farir mínar ekki sléttar af þeirri reynslu. Ég gekk inn í verslunina að búðarborðinu og beið í dágóða stund áður en maðurinn bak við borðið veitti mér athygli. Hann bauð mér þurrlega góðan daginn og ég bar upp erindi mitt. Hann sagði að þetta væri ljósabúð, þeir seldu tilbúin ljós. Ég spurði hann á móti hvort þeir væru ekki að selja ljósabúnað til rafvirkja og jú það gerðu þeir viðurkenndi hann. Ég spurði hann því hvort það myndi ekki gagnast mér og þá yppti hann öxlum hægt og rólega og horfði á mig með óræðnum svip. Ég sagðist þá bara leita eitthvað annað og gekk rakleiðis yfir til samkeppnisaðilans, Rafkaup, hinum megin við götuna og fékk frábæra þjónustu!

Ég hef sjálf unnið í þjónustustarfi sl 15 ár og hef aldrei upplifað annað eins áhuga- og sinnuleysi í þjónustu. Mér finnst líklegt að þetta hafi verið eigandinn sjálfur og mér dettur ekki í hug að benda honum sjálfum á þetta. Með þessari færslu minni vil ég minna fólk á að sætta sig ekki við "ódýra þjónustu" og sniðganga þau fyrirtæki sem þykir ekki vænt um viðskiptavini sína!

Kveðja,
Ása Lára

mánudagur, 28. nóvember 2011

Rándýr hálkubani í Húsasmiðjunni

Vildi vara fólk við að kaupa hálkubana í Húsasmiðjunni, en þar kostar 2.5 kg brúsi 3329 krónur. Mér fannst þetta nokkuð dýrt og kíkti því í Hagkaup (fann þetta ekki í Bónus) og þar kostar nákvæmlega sama varan 998 krónur!
Mbk,
Tjörvi

Hrós - Tölvutækni

Ég hef aldrei fyrr sent póst á síðuna, en í þetta skipti finn ég mig knúinn til þess.
Á síðasta einu og hálfa árinu hef ég þrisvar sinnum þurft að fara með tölvu í viðgerð (mismunandi vélar nota bene). Í fyrsta skipti fór ég með vélina í Tölvutækni og þar fékk ég gríðarlega góða þjónustu og unnu þeir það verk sem vinna þurfti hratt og vel. Ekki var verra að þeir voru í ódýrari kantinum. Ég brá því á það ráð að leita aftur til þeirra þegar að önnur tölvu á heimilinu fór að vera með leiðindi. Aftur var þjónustan til fyrirmyndar og stóðst Tölvutækni væntingar mínar. Ég fór þaðan mjög sáttur.
Í dag þurfti ég svo að leita til þeirra í þriðja skipti. Ég er í prófatörn og þarf því á fartölvunni minni að halda. Eftir að hafa útskýrt mál mitt fyrir starfsmönnunum þar sögðu þeir mér að þeir myndu gera hvað þeir gætu. Vélin var tilbúin samdægurs og var verðlagningin mjög sanngjörn.
Ég mæli því eindregið með því að fólk leiti til þeirra. Reynsla mín af viðskiptum við Tölvutækni er frábær.
Virðingarfyllst,
Arnór Gunnarsson

ps. ég vil taka fram að ég tengist þessari verslun ekki á nokkurn hátt. Ég leitaði upphaflega til þeirra þar sem ég bjó í sama bæjarfélagi á þeim tíma.

laugardagur, 26. nóvember 2011

Umbúðapókerinn

Enn heldur umbúðapóker framleiðenda áfram. Frægt er orðið minnkaður Ópalpakki, nýtt útlit á smjörosti ásamt því að magnið fór úr 300g niður í 250g á öskju, minna í lakkríspokanum hjá Helga í Góu o.s.frv.

Núna var ég áðan í Nóatúni og sé að m.a. Havartí, Óðalsostur, Sterkur Gouda og Ísbúi eru komnir í nýjar umbúðir og með rosaflottum texta utaná um ostinn. Allir þessir ostar eru komnir núna í staðlaða 330g stærð og kostuðu allir 615kr. Ég greip með mér síðasta Ísbúan í gamla pakkanum og skannaði hann og nýja pakkan. Kemur þá ekki í ljós að gamla pakkningin er á 1710kr/kg en nýja er á 1864kr/kg.

Hvað ætla neytendur eiginlega að láta bjóða sér þessa vitleysu lengi?

Stefán Þór Sigfinnsson

fimmtudagur, 24. nóvember 2011

Iphone.is hrósað

Fyrir viku sendi ég Iphone símann minn í viðgerð til Iphone.is frá Akureyri og þeir eyddu klukkustundum saman í að reyna að bjarga honum frá vatnsskemmdum. Utan við það að þeir létu mig vita jafnóðum hver staðan var á þjónustunni, þ.e. hvar í viðgerðarferlinu hann var þá ætluðu þeir bara að rukka mig 2000 kall fyri að komast að því að síminn væri ónýtur. Á sama tíma borgar maður oft 6000 kall fyrirfram bara í skoðunargjald.

Nema svo kemur aðalatriðið. Ég hafði samband við þá og sagði þeim að ég ætlaði að kaupa ódýrasta Iphone símann þeirra sem er á 94.990 og þá sögðu þeir: Auðvitað rukkum við þig þá ekkert fyrir viðgerðina því við vorkennum fólki sem lendir í þessari aðstöðu (ég keypi upprunalega ekki hjá þeim).

Og hvernig endaði þetta.... Jú þeir seldu mér símann, rukkuðu mig ekkert fyrir gamla símann (viðgerð) og keyrðu þá báða samdægus á flugvöllunn en aðallega borguðu þeir sendigarkostnað norður.....(3000 kall)

Við á Akureyri fáum aldrei svona þjónustu frá borginni en Iphone.is á skilið hrós árssins fyrir þjónustu, viðleitni og landsbyggðar-ó-mismunun.

Ég er svo hrikalega þakklát fyrir þá.
Kveðja Anna

miðvikudagur, 23. nóvember 2011

Ein upphífingarslá, tvö verð

Hreysti og Choke bjóða báðar uppá Iron gym upphífingarslá:

http://www.choke.is/is/vara/-iron-gym-total-upper-body-workout-bar

http://www.hreysti.is/?item=605&v=item

Choke selja sína á 6 og fimm

á meðan Hreysti bjóða þér hana á 9

Kv, SS

mánudagur, 21. nóvember 2011

Verðmunur

Var að skipta um bensíndælu í Subaru, í umboðinu var uppgefið verð á dælunni 120.000 kr. Keypti hana nýja á föstu verði á eBay og endaði hún á tæpar 12.000 kr. eftir innflutningsgjöld komin í okkar hendur!
Þá var ég einnig að skipta um kol í Siemens Siwamat þvottavél nýlega og keypti þau hjá umboðinu hér heima fyrir tæpar 7.000 kr. Sá síðan að sama vara var boðin (í flestar gerðir þvottavéla) fyrir 3-5 pund, umrædd kol hefðu kostað 5 pund komin til landsins, þ.e. fyrir VSK og tollafgreiðslugjald.
Úti í Bretlandi er enginn kostnaður lagður á innfluttar vörur (keyptar t.d. í gegnum eBay) fari verðmætið ekki yfir 18 pund, hér mætti gjarnan taka upp svipaða reglu.
Kv, Egill H

föstudagur, 18. nóvember 2011

"Góð" þjónusta Icelandair

Langaði bara til að benda á "góða" þjónustu Icelandair. Þann 10. Nóvember sendu þér mér og öllum öðrum póst um afslátt á vildarpuntum, auka 20% við allar milifærslur. Ég er námsmaður og bý á Englandi og hugsaði frábært því flugið með express er yfir 65.000 kr og hátt í 90.000 kr til íslands frá London um jólin. Ég millifærði 19.000 punkta frá stjúppabba mínum og borgaði 3000 kr fyrir millifærsluna svo 9000 punkta frá mömmu minni og aftur greiddi ég 3000 kr fyrir þá vantaði mig bara 2000 punkta sem ég keypti og borgaði 5000 kr fyrir.

Sendi síðan inn bókunina en fékk þau svör að engin vildarflug væri laus frá 14.des - 10.jan.

Nú er ég 11.000 kr fátækari, búin að taka alla flugpunktana frá foreldrum mínum og hef ekkert flug. FRÁBÆRT!

Það er ekki eins og þetta séu ódýrt að kaupa vildarferð með Icelandair.

11.000 fyrir punkta og millifærslur
26.000 skattar og önnur gjöld plús 38.000 punktar.

En móðir mín hefur þegar boðist til að koma að sækja mig á árabát þannig vonandi kemst ég heim um jólin :)

Kær Kveðja,
Edda Margrét Halldórsdóttir

fimmtudagur, 17. nóvember 2011

Tópas/Ópal minnkar skammtinn

Var út í búð í dag og sá þá að Ópal og Tópas umbúðir hafa farið í megrun, áður voru þetta alltaf hefðbundnar Trölla-Tópas stærðir (litlir pakkar hafa ekki fengist um árabil) en nú hafa Trölla-stærðinar minnkað, orðnar mun mjórri og þynnri þó að hæðin haldi sér.
Innihaldið hefur líka rýrnað, nú eru 40 grömm í hverjum pakka en voru áður 60 grömm. Ekki er að sjá að verðið hafi líka lækkað um 33% við þessa breytingu sem hefur farið mjög hljótt. Reyndar er það svo að í stórmörkuðum þar sem ætti enn að vera til lager af eldri gerðinni þá eru þær hillur sem áður höfðu Ópal og Tópas nú tómar, þeim virðist hafa verið kippt úr umferð en ekki náðst að setja 40g pakkningarnar á sinn stað enn.
Það er búið að uppfæra magnið og myndirnar á heimasíðu Nóa-Síríus fyrir Opal, http://www.noi.is/Vorur/?b=3,616,products.tpl en ekki fyrir Tópas http://www.noi.is/Vorur/?b=3,624,products.tpl. Ég er með fyrir framan mig fjólubláan Tópas pakka sem er 40g en á heimasíðunni stendur enn 60g.
Ekki er að sjá neina tilkynningu frá Nóa-Síríusi um þetta og því virðist sem að þarna hafi orðið 33% laumuhækkun á þessari einu vöru yfir nótt.
--Tópaskall

sunnudagur, 13. nóvember 2011

Ódýrt í sund á Íslandi?

Eitt af því fáa sem gerir það að búa á Íslandi eitthvað spes eru allar þessar frábæru sundlaugar. Hvergi annars staðar er eins mikið af góðum laugum og í Reykjavík og það er tiltölulega ódýrt ofan í: 450 kall eitt skipti, 3.000 fyrir 10 skipti og 28.000 kr fyrir árið.

Hvernig er þetta annars staðar? Þá er ég ekki endilega að taka með inn í dæmið að laugarnar séu ískaldar, stútfullar af klór og engir heitir pottar.

Eftir smá gúggl komst ég að eftirfarandi. Þetta eru verð á einu skipti:

230 kr (2 cad) í Toronto, Kanada (sjá hér)

2.687 kr (130 nok) í Trondheim, Noregi (sjá hér)

753 kr (4.70 evrur) í Helsinki, Finnlandi (sjá hér)

465 kr (4 $) í Farmington, Minnesota, USA (sjá hér)

452 kr (300 yen) í Tokyo, Japan (sjá hér)

690 kr (32 dkr) í Köben, Danmörku (sjá hér)

Fyrir utan Kanada (sem er eins og fólk veit, besta land í heimi), þá virðist sundferðin á Íslandi vera nokkuð samkeppnisfær, þrátt fyrir að verðin hafi hækkað nokkuð sl misseri.

Dr. Gunni

föstudagur, 11. nóvember 2011

Vafasöm tilboð á Tilboðsvefjum?

Þessir nýju tilboðsvefir hafa verið vinsælir uppá síðkastið. Þá á ég við þá sem birta tilboð á einhverri vöru eða þjónustu á snarlækkuðu verði í vissan tíma og ákveðinn fjölda þarf til að taka tilboðinu svo þar verði virkt. Ég hef fylgst með þessu undanfarið og sé ekki betur en flest allt sem í boði er sé upphaflega á hærra verði en eðlilegt geti talist - þ.e. hækkað áður en rosaafslátturinn er reiknaður.
Tek bara eitt dæmi sem er í gangi akkúrat núna á aha.is, þar er prentari/skanni til sölu sem sagður er kosta 12.900 á fullu verði, en með 54% afslætti kostar hann 5.900. Sami prentari kostar í Elko 9.895.

Er eðlilegt og löglegt að leika þennan leik, ég bara spyr?

Kveðja - Ingibjörg

þriðjudagur, 1. nóvember 2011

Síminn okrar á rafhlöðu

Ég þarf að kaupa nýja rafhlöðu í farsímann minn. Hún heitir Sony Ericsson BST-37. Síminn selur hana á 6.490 krónur! Sömu rafhlöðu má fá hjá Símabæ á 2.990 kr. Síminn okrar þarna, greinilega í því skyni að fá fólk til þess að kaupa nýjan síma í stað nýrrar rafhlöðu. En það er eins með gamlan síma og nýjan, hann getur týnst í dag eða orðið ónýtur af einhverjum ástæðum en hann getur líka enst í nokkur ár. Það er ekki endilega betra að kaupa nýjan.
Bestu kveðjur,
Pétur Halldórsson

Okur í Ikea

Mig langar svo að benda á verðið á díóðu (DIODER) ljósum í Ikea (það heitasta í ljósum í dag). Á meðan ljósin kosta 226 kr danskar (4838 ísl.) á ikea.dk, þá kosta þau 8990 hér á Íslandi - á Ebay kostar þetta svo í kringum 34 dollara. Þau eru sem sagt rétt tvöfalt dýrari á Íslandi en í DK.

Vörunúmerið er til dæmis 00191735.

Kveðja, Ingibjörg.

mánudagur, 31. október 2011

Bestu hamborgararnir í Reykjavík

Gísli Geir sendi fyrirspurn: Ég var að velta því fyrir mér hvar sé best að fá sér hamborgara í Reykjavík í dag? Finn enga sérfræði ráðgjöf um þetta á netinu? :)

Auðvitað er ekkert eitt svar við þessu. Þetta er týpískt málefni sem verður hugsanlega útkljáð í kommentakerfi. Ég get þó velt upp nokkrum möguleikum:

Hamborgarafabrikka Simma og Jóa kom inn með gusti og hefur verið gríðarlega vinsæl. Þar er nýsköpun í borgaragerð nokkur og verðið alveg fínt.

Hamborgarabúlla Tómasar er traust pleis, enda Tommi með metnað og áhuga á borgurum. Svo fær maður alltaf góða þjónustu og ekkert rugl.

Grillhúsið er alltaf fínt. Leiðinlegt samt að þar skuli hafa verið hætt með "vegabréfs"-afsláttarkortin. Kannski er nýtt VIP kerfi hjá þeim ok. Þarna fæst stærsti borgari landsins, eitthvað 450 gramma flykki minnir mig á hátt í 5000 kall!

Margir eru svag fyrir Vitabarnum og Gleym-mér-ei borgaranum þar, t.d. þessi. Ég þarf að tékka á honum aftur, fannst hann ekkert svo spes þegar ég athugaði hann einu sinni.

Ruby Tuesday er með fína borgara að amerískri fyrirmynd. Líka TGIFridays. Jack Daniels sósan þar er fín á borgara, en mér finnst samt eins og Fridays sé orðin dýrari heim að sækja en Rubys. Metro er með ágætis stöff í sínum verðflokki, ágætis McDonalds-staðgenglar.

Nú svo er fullt af öðrum möguleikum ef manni langar í borgara...

Dr. Gunni

föstudagur, 28. október 2011

Matarkarfan – 10 árum síðar

Þá nagandi tilfinningu kannast eflaust flestir við að allt hafi hækkað mikið á síðustu misserum og þá ekki síst matvörur. Þann 20. nóvember árið 2001 birti DV verðkönnun á hinni týpísku matarkörfu. Að vanda var karfan ódýrust í Bónus. Í vikunni athugaði ég verð á sömu 19 vöruflokkum og DV athugaði árið 2001. Reyndar athugaði DV líka verðið á Frigg Maraþon þvottaefni, en ég fann það ekki í Bónus núna. Þá var hálfs lítra Appelsínið í dós árið 2001 en í plastflösku árið 2011. Að öðru leiti var allt eins.Allt hefur hækkað
Eins og við var að búast hefur allt hækkað á þessum tíu árum. Um er að ræða 68.7 prósent hækkun á heildar körfunni. Mest hefur hveiti hækkað, um heil 285.7 prósent. Púðursykur, lyftiduft og Toro sósa hefur hækkað mikið og kaffið líka, um 88.5 prósent.
Eitthvað má skýra hækkunina með genginu – og þó. Í nóvember 2001 var gengi erlendra gjaldmiðla nefnilega frekar hátt: Einn dollari var á 110 kr. (er 114 kr. í dag) og eitt pund á 156 kr. (er á 183 kr. í dag). Evran var reyndar lág, ein Evra var á 97 kr., en er á 159 kr. í dag. Á næstu tíu árum fóru allir þessir gjaldmiðlar í hressilega rússibanaferð upp og niður – lægst fór dollarinn í 58.5 kr., en hæst í 148 kr.– þökk sé hinni ofursveigjanlegu íslensku krónu.
Heimsmarkaðsverð á flestum vörutegundum – þá sérstaklega hveiti – hefur einnig hækkað ofboðslega á þessum tíu árum.

Við höfum það betra – ef við höfum vinnu
Þessi hækkun á matarkörfunni upp á 68.7% er þó ekki eins hræðileg og halda mætti, því á móti kemur að laun hafa hækkað mikið á þessum tíu árum – hvort sem þú trúir því eða ekki. Hagstofan heldur utan um launaþróunina. Miðað við þeirra útreikninga hefur launavísitalan hækkað um heil 109.1% frá nóvember 2001 til september 2011. Árið 2001 voru meðallaun landsmanna 202.000 kr., en árið 2010 (sem er nýjasta árið sem Hagstofan gefur upp) voru meðallaunin 381.000 kr. Þetta er hækkun upp á 88.6%, en eins og áður segir hækkaði matarkarfan um 68.7% – hér munar 20%.
Niðurstaðan er því þessi: Við höfum það aðeins betur. Það er aðeins ódýrara að kaupa í matinn hlutfallslega miðað við laun, en árið 2001.
Eitt má þó ekki gleymast. Atvinnuleysi að jafnaði á mánuði árið 2001 var 1.4%, en var 6.6% í september 2011.

Talsmaður neytenda slær varnagla
Ég bar niðurstöðurnar undir Gísla Tryggvason, Talsmann neytanda.
„Þetta er athyglisverður samanburður,“ segir hann. „Ef útreikningarnir eru réttir hefur hlutfall svona matarkörfu af útgjöldum neytenda vissulega lækkað, en á sama tíma hefur kostnaður við umfangsmikla liði á borð við húsnæði og bifreið stóraukist eins og fleiri stórir liðir, m.a. símakostnaður.
Gísli slær stóran varnagla um þá niðurstöðu að það sé aðeins ódýrara að kaupa í matinn nú en fyrir 10 árum, miðað við launaþróun.
„Hvað sem matarkörfunni líður þá held ég að sú ályktun sé ekki rétt almennt,“ segir hann. „Við þurfum að lifa sjálfbært í þeim skilningi að væntanlegar lífskjarabætur eigi innistæðu en séu ekki teknar að láni, hvað þá okurláni. Fyrri hluta 10 ára tímabilsins varð mikil – fölsk – lífskjaraaukning, sem svo hrundi. Nú er greiðslubyrði þeirra sem skulda, t.d. húsnæðis- og bifreiðalán, mun hærri að jafnaði. Fjármagnskostnaður er sennilega sá kostnaðarliður sem gefur mest sóknarfæri fyrir íslenska neytendur, ef svo má segja.“

Dr. Gunni - Birtist fyrst í Fréttatímanum, 28.10.2011

mánudagur, 24. október 2011

Barnaafmælið flutt út

Margir kjósa að flytja barnaafmælið af heimilinu til að losna við umstangið. Nokkrir staðir á Stór-Reykjavíkursvæðinu bjóða upp á þessa þjónustu. Í öllum tilfellum er gert ráð fyrir því að veislan standi yfir í u.þ.b. tvo klukkutíma.

Í Ævintýragarðinum, Skútuvogi, er allskonar afþreyting fyrir börn (rennibrautir, hoppukastalar o.s. frv.). Þar eru tvö afmælisherbergi, eitt fyrir 8-12 börn, annað sem rúmar allt upp í 25 börn. Aðgangur að garðinum, pítsa, drykkur og íspinni kostar 1.400 kr á barn.

Afmælispakki Keiluhallarinnar í Öskjuhlíð samanstendur af klukkutíma í keilu, gosglas og þrjár pítsusneiðar fyrir hvern gest, gjöf fyrir afmælisbarnið (bolta) og fríleik fyrir sigurvegara keilukeppninnar. Lágmark eru átta gestir og kostar pakkinn 1.650 kr á haus.

Í Veröldinni okkar í Smáralind er hægt að halda pítsu- eða hamborgaraafmælisveislu (matur, drykkur, eftirréttur). Það kostar 1.350 kr á barn, en verðið lækkar ef börnin eru fleiri en tuttugu. Vilji foreldrar sjá um veitingar sjálfir kostar það 850 kr á barn.

Krakkahöllin á Korputorgi er eitt þúsund fermetra hoppukastalasvæði. Þar er dúkað upp afmælisborð og boðið upp á pítsur, brauðstangir, kandífloss og gos. Verðið er 1.500 kr á barn og segjast starfsmenn Krakkahallarinnar sjá um allt frá A-Ö. Ef foreldrar afmælisbarns vilja koma með veitingarnar sjálfir kostar aðstaðan 1.100 kr á barn.

Í Ævintýralandi í Kringlunni er hægt að halda veislur fyrir 8-20 börn. Gjald án matar er 850 kr á barn. Veitingastaðir á Kringlutorgi bjóða tilboð fyrir veislurnar. Dominos bjóða t.d. tvær pítsusneiðar með einu áleggi, tvær brauðstangir og drykk á 400 kr. Væri þá kostnaður við hvern gest kominn í 1.250 kr.

Ísbúðin Háaleitisbraut 58-60 er ný ísbúð í verslunarkjarnanum Miðbæ. Á efri hæðinni er aðstaða til afmæla. Í salnum eru tveir flatskjáir, dvdtæki og tvær Wii leikjatölvur og leikir. Hver veisla kostar 5000 kr fyrir salinn. Það er frjálst að koma með veitingar en það þarf þó að kaupa ís fyrir gesti. Krakkarnir koma niður og velja (foreldrar setja upp hvað er í boði) og svo er greitt í lokin fyrir það sem tekið út. Dæmi: Krapglas 330 kr.- stk, Pinnaís t.d. Hlunkur 220 kr.- stk. Einnig er hægt að fá ís upp sem foreldra skammta sjálfir. Ef gestir væru 15 og boðið væri upp á krapglas væri kostnaðurinn 663 kr. á barn.

miðvikudagur, 12. október 2011

Hagkaup bakar Elko

Hagkaup er að baka þessa verðvend hjá Elko hvað varðar gamla ps3 leiki og bluray myndir. Til dæmis PS3: Motorstorm Apocalypse 4.999 í Elko og 4.299 í Hagkaup. Síðan eru dæmi um það að myndir sem kosta bara 1.500 í Hagkaup kosti 3.200 í Elko.
Kv; Vilhjálmur

mánudagur, 10. október 2011

Upptekinn maður horfir á Stöð 2

Þetta tengist að vísu ekki okri en eitt sem mér finnst skrítið.
Málið er að ég er áskrifandi að Stöð 2 og Stöð 2 bíó og Plúsnum og er með áskriftina á Digital ísland. Þar sem ég er mjög oft ekki heima á kvöldin ákvað ég að fá mér adsl sjónvarp hjá Vodafone til þess að fá Stöð 2 fresli og geta þá horft á hvaða þátt á Stöð 2 sem er aftur í tímann um tvær vikur, þeir fá plús í kladdann fyrir að bjóða uppá þetta.
En til þess að það sé möguleiki þarf ég að færa alla Stöð 2 áskriftina yfir á þennan Adsl myndlykil. Gott og vel ég gerði það og gat notið dagskrá stöðvar 2 aftur í tímann um tvær vikur og gat horft þegar það hentaði mér vegna þess að ég er ekki mikið heima vegna vinnu.
En þessi adsl myndlykill höktir þessi ósköp vegna þess að sjónvarpið er náttúrlega að fara í gegnum internet routerinn og það kemur fyrir að stöðvarnar hökti mikið sem gerir upplifunina á það að horfa á Stöð 2 ekki skemmtilega. Þannig að ég fór aftur og bað um að láta breyta þessu aftur yfir á digital ísland til þess að það væri hægt að horfa á sjónvarpið án hökts og spurði hvort þau gætu haft stöð 2 frelsi áfram inná adsl sjónvarpinu en það var ekki möguleiki þannig ég lét bara breyta þessu aftur yfir á digital ísland og missti þess vegna stöð 2 frelsi út.
Nú var svo komið að þar sem ég er ekki mikið heima og missi af bókstaflega öllu að ég var að spá í að segja bara upp áskriftinni að stöð 2 til þess að vera ekki að eyða peningum í sjónvarpstöð sem ég hef ekki tíma til að horfa á.
En þar sem mér finnst stöð 2 mjög skemmtileg sjónvarpsstöð þá ákvað ég að fara mínar eigin leiðir og keypti mér sjónvarpsflakkara sem bíður uppá upptöku og núna síðasta mánuðinn er ég bara búinn að programmera flakkarann minn þannig að hann taki upp þá þætti á stöð 2 sem ég vill ekki missa af og þá eru þeir komnir inná flakkarann minn þar til mér dettur í hug að eyða þeim, á meðan ég eyði þeim ekki get ég þess vegna haft þá á flakkaranum næstu 10 ár.
Ég er t.d. ekki heima neitt núna og verð ekki í dag en flakkarinn minn er prógrammeraður heima til þess að taka upp Heimsenda sem er að byrja í kvöld því ég vill ekki missa af þeim þætti.
Þannig já þessi litla dæmisaga kannski vekur stöð 2 til umhugsunar að bjóða frekar áskrifendum að hafa stöð 2 frelsi sér á adsl sjónvarpinu en sjálfar stöðvarnar á digital ísland og þá eru þeir ekki að lenda í því að áskrifendur séu að búa sér til afrit af öllu sem þeir sýna í sjónvarpinu.
Að mínu mati er adsl sjónvarpið ekki nógu þróað til þess að það sé boðlegt að horfa endalaust á sjónvarpið gegnum internetið.
Skrapp t.d. erlendis í viku um daginn og flakkarinn tók upp þá þætti sem ég var búinn að schedulera hann til að taka upp þannig það beið mín bara á honum algjör sjónvarpsveisla, þetta er eitthvað sem ég myndi ekki nenna að standa í ef ég gæti horft á þetta bara á stöð 2 frelsi, en ég vill ekki hafa stöðvarnar sjálfar á adsl sjónvarpinu vegna hökts.
En nota flakkarann frekar í staðinn fyrir að segja upp stöð 2 því mér finnst þetta mjög skemmtileg sjónvarpstöð þrátt fyrir að vera mjög upptekinn maður.
Ef stöð 2 vill að ég hætti að gera mér afrit af þáttunum þeirra þá mættu þeir skoða það að bjóða stöð 2 frelsi sér á adsl sjónvarpi en stöðvarnar sjálfar á digital ísland :)
Kveðja, G.Á - Ánægður með dagskrá stöðvar 2

miðvikudagur, 5. október 2011

Léleg (engin) þjónusta í Hljóðfærahúsinu

Málið er þannig að ég fór í Hljóðfærahúsið þann 22. ágúst til að kaupa ákveðna gerð af stúdíómonitorum (hátölurum) sem mér hafði verið sagt í gegnum síma að væri til. Þegar á staðinn kom, kom í ljós að þessir monitorar voru ekkert til. Hvaðan sá sem svaraði símtali mínu fékk sínar upplýsingar veit ég ekki. Reyndar vildi svo heppilega til að það fannst eitt stykki eftir allt saman.
Nú hefur stereo-hlustun verið standard í 40+ ár, þannig að ég þurfti að sjálfsögðu einn hátalara til. Var mér sagt að það væri sending á leiðinni sem innihéldi það sem ég girntist, og að hún yrði komin í lök sömu viku. Mér væri því óhætt að ganga frá kaupum á tveimur stykkjum og sækja svo hátalarann sem upp á vantaði þegar hann kæmi í hús innan fárra daga.
Í lok vikunnar hringi ég, bara til að vera viss um að planið hefði staðist. Nei nei, þetta hafði þá verið einhver misskilningur, umrædd sending kæmi ekki fyrr en í lok vikunnar á eftir. (Hvar sá sem sagði annað fékk sínar upplýsingar veit ég ekki. Mig minnir reyndar að það hafi verið sami maðurinn.) Jæja, ég læt mig hafa það. Viku síðar hringi ég í þá til að kanna stöðu mála. Þá kemur í ljós að umræddir hátalarar voru ekkert í þessari sendingu. Á hverju fyrri fullyrðingar voru byggðar veit ég ekki.
Nú voru semsagt liðnar tvær vikur, einni viku umfram það sem upphaflega var lofað. Gott og vel. Hversu mikið lengur þarf ég að bíða eftir þessum hátalara sem ég er búinn að borga fyrir? Jú, það var önnur sending á leiðinni sem ætti að innihalda umrædda vöru. Annað kemur svo á daginn. Að vita innihald sendinga þarfnast greinilega skyggnigáfu, sem greinilega enginn starfsmaður Hljóðfærahússins býr yfir, því miður.
Þegar hér er komið sögu þá er ég farinn að gera mér grein fyrir að þetta eigi eftir að taka töluverðan tíma, og ég nenni ekki að hlusta á tónlistina mína úr einum hátalara til lengdar. Því bið ég Hljóðfærahúsið um að lána mér tvo monitora/hátalara af annarri gerð þar til sá sem ég bíð eftir kemur loks í hús. Þetta geri ég í gegnum síma. Starfsmaðurinn segist ætla að kanna hvað hann eigi til að lána mér og hringja svo til baka. Það gerir hann ekki.
Næsta dag mæti ég því á staðinn og heimta vinsamlegast mína lánshátalara. Þá fæ ég, ekki málið. Þeir sem ég bíð eftir eru svo í pöntun og ættu að vera komnir innan örfárra vikna.
Þremur vikum seinna hringi ég enn og aftur (aldrei hringja þeir í mig) til að athuga stöðuna. Jú, þessir hátalarar eru rétt ókomnir og ættu að detta inn í vikunni á eftir, þ.e. þeirri viku sem þetta er skrifað.
Í dag, á miðvikudegi, hringi ég aftur í þá. Nú er sagt að sendingin verði komin á föstudaginn eða í byrjun næstu viku. Ég andvarpa, en ókei. En þá kemur að auki í ljós að eftir allar þessar vikur og öll þessi símtöl þá finnst ég ekki á lista í kerfinu hjá þeim! Var nafnið mitt og símanúmer bara hripað á einhvern post-it miða sem var klesst einhversstaðar og lenti svo í ruslinu?
Topp þjónusta alveg. Topp þjónusta. Mikið vona ég innilega að þessar græjur bili ekki á ábyrgðartímanum, ef það gerist þá sé ég fram á svipað vesen.
Þess má geta að Tónastöðin virðist ekkert betri í því að vita í hvaða viku sendingar koma eða hvað er í þeim. Greinilega miklir leyndardómar í þessum bisness og þykir ekki forgangsatriði að gefa viðskiptavinum réttar upplýsingar.
Kveðja,
Kári

fimmtudagur, 29. september 2011

Garðsapótek oftast ódýrast

Garðsapótek við Sogaveg var oftast með lægsta verðið á lausasölulyfjum þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í apótekum landsins mánudaginn 26. september. Árbæjarapótek Hraunbæ var hins vegar oftast með hæsta verðið í könnuninni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ASÍ.

Þar kemur fram að verðmunur á lausasölulyfjum hafi verið frá 23% upp í 93%, en í flestum tilvikum var munur á hæsta og lægsta verði 30 til 60%.

Kannað var verð á 36 algengum lausasölulyfjum, sem eru seld án lyfseðils. Farið var í apótek víðsvegar á landinu en Ólafsvíkurapótek neitaði þátttöku í könnuninni. Lægsta verðið var oftast að finna hjá Garðsapóteki Sogavegi eða í 20 tilvikum af 36. Hæsta verðið var oftast hjá Árbæjarapóteki Hraunbæ sem reyndist dýrast í 20 tilvikum af 36.

Mesti verðmunurinn í könnuninni að þessu sinni var á verkjalyfinu Panodil (500 mg. 30 stk.) var það dýrast á 654 kr. hjá Austurbæjarapóteki Ögurhvarfi og ódýrast á 339 kr. hjá Apótekinu á Akureyri, sem er 315 kr. verðmunur eða 93%. Forðatöflurnar Duroferon (100 mg. 100 stk.) voru dýrastar á 931 kr. hjá Lyf og heilsu Reykjanesbæ en ódýrastar á 490 kr. hjá Garðsapóteki Sogavegi sem er 90% verðmunur. Rennie töflur fyrir bakflæði (96 stk. í pakka) voru dýrastar á 2.332 kr. hjá Lyf og heilsu en ódýrastar á 1.289 kr. hjá Garðsapóteki sem er 81% verðmunur.

Af öðrum algengum lausasölulyfjum má nefna að nikótínlyfið Nicorette fruitmint í 210 stk. pakkningu var dýrast á 5.415 kr. hjá Lyf og heilsu Reykjanesbæ og ódýrast á 4.390 kr. hjá Lyfjaborg Borgartúni sem er 1.025 kr. verðmunur eða 23%. Frunsukremið Vectavir var dýrast á 1.802 kr. hjá Árbæjarapóteki Hraunbæ og ódýrast á 1.240 kr. hjá Garðsapóteki Sogavegi sem var 45% verðmunur.

Birtist fyrst í DV.

þriðjudagur, 27. september 2011

Vibram Fivefingers íþróttaskórMig langar að benda fólki á að á Ebay er hægt að gera góð kaup í Vibram Fivefingers skónum, hægt að fá þá á sirka 70 dollara (ekkert flutningsgjald). Ég pantaði um daginn, fékk þá á tveim vikum og heildarverðið með tollum og vsk-i kringum 12 þúsund krónur. Borgað með PayPal. Verslunin var sögð staðsett í Hong Kong, en varan kom frá Kína.

Uppgefið verð í Ölpunum (alparnir.is) daginn sem ég pantaði var í kringum 29 þ. kr.

Þetta verð er reyndar einkennilega lágt, sýndist það vera u.þ.b 40 – 60 dollurum lægra en ef pantað er frá verslunum í Bandaríkjunum ... um að gera að nota þetta.

Kveðja, Hlaupari

mánudagur, 19. september 2011

Maðkur í mysunni hjá verkstæði Ormsson

Gamla góða þvottavélin mín bilaði, tromlan var hætt að snúga sér. Maðurinn minn fór með hana á verkstæðið hjá Bræðrunum Ormsson, hann náði svo í hana 15.sep. og mikið hlakkaði ég til að fara að þvo, enda búin að vera biluð í viku (þvottavélin þ.e.a.s. - innskot síðuhaldara). Nema hvað, ég opna fyrir vatnsinntakið og vatnið fer strax að dæla inn á vélina og ekki kveikt á vélinni, nú svo sé ég að hún lekur og svo slær hún út. Ég lét manninn minn opna vélina að aftan, þá sjáum við það að inntakið fyrir vatnið er allt laust og vatn lekur bara niður.

Þetta var ekki að þegar við sendum hana í viðgerð. Maðurinn minn hringdi í þá og sagði þeim frá þessu, svo varð hann bara kjaftstopp því sá sem svaraði í símann sagði að þetta væri honum að kenna hún hafi örugglega dottið í bílnum, hann benti á að svo hafi ekki verið og að þetta væri inn í lokaðri vélinni. Þú getur bara sjálfum þér um kennt sagði maðurinn, við tökum ekki ábyrgð á þessu. Þú getur bara komið með hana til okkar aftur og við kíkt á hana.

Bræðurnir Ormsson verkstæði er þjónustufyrirtæki. Ég mun aldrei aftur kaupa AEG þvottavél né neinar aðrar vörur hjá þessu fyrirtæki ef þetta er stefna þess að viðskiptavinurinn sé núll og nix.

kv. Íris Edda Jónsdóttir

VR lækkar vexti, en bara á nýjum lánum

Mig langar bara að velta upp spurningunni um réttlæti hjá VR, sem
stendur nú fyrir "virðing - réttlæti". Lífeyrissjóðurinn var um daginn
að lækka vexti á nýjum lánum, en vextir á gömlu lánunum sem fólk er
búið að borga af lengi og hafa hækkað glæpsamlega á síðustu árum eftir
hrun munu haldast óbreyttir! Er það allt "réttlætið"?

http://www.live.is/sjodurinn/frettir/nr/838

bestu kveðjur,
GE

sunnudagur, 18. september 2011

Varið ykkur á 365 miðlum

Í siðasta mánuði sagði ég upp áskriftinni minni að Fjölvarpinu. Ástæðan var mjög algengar digital truflanir (jafnvel á 5 – 10 sekúntna fresti) auk þess sem einstakar rásir voru að detta út í 2 – 3 tíma og upp í nokkra sólarhringa, sem er mjög pirrandi sérstaklega þegar það gerist í miðri bíómynd.

Ég skilaði myndlyklinum til Vodafón og hringdi í 365 og sagði upp áskriftinni. Þetta var 20. Júlí og mér var sagt að krafan fyrir ágúst væri farinn frá þeim til VISA og þeir gætu ekki stoppað hana.

Ég hafði samband við þjónustufulltrúa hjá Landsbankanum og bað um að krafan yrði stöðvuð. Það var einhverjum vandkvæðum bundið svo þjónustufulltrúinn ráðlagði mér að láta þessa kröfu fara í gegn og fá hana síðan endurgreidda hjá 365 í ágúst.

Ég hringdi svo í 365 um miðjan ágúst, en nei. Þjónustufulltrúinn sagði „hvað veit ég nema þú sért með annan afruglara“. Ég bað hann að kíkja á það hjá sér í tölvunni hvort ekki væri búið að loka áskriftinni minni og sagði hann svo vera en fór svo að tala um skilmála. Það yrði að segja upp áskriftinni fyrir 11. dag mánaðar. Ég reyndi að finna skilmálana frá því ég gerði samning um áskriftina árið 2004, það eru auðvitað þeir skilmálar sem gilda, en fann ekki.

Hafði aftur samband við þjónustufulltrúa hjá Landsbankanum til að freista þess að hindra að greiðslan færi til 365. Þjónustufulltrúinn, Guðrún heitir hún, kunni engin ráð en bauðst til að hringja til VISA og kanna málið. Hún hringdi í mig nokkrum mínútum síðar og sagði að hún hefði strax fengið þau svör að þetta væri ekki hægt og sagði að hjá VISA væri auðheyrt að þetta vandamál með 365 væri vel þekkt. Það eru því líkur á að ég þurfi að sæta því að borga 365 fyrir þjónustu sem ég get ekki og vil ekki nota. Þó að þessi 5000 kall skipti litlu máli þá er það skítt að fyrirtæki beiti svona bolabrögðum gagnvart viðskiptavini til margra ára.

Ég keypti áskrift að sambærilegum stöðvapakka frá Skjáheimi (Skjáreinn og síminn) á sama verði og Fjölvarpið (áskrift + myndlykill), þrátt fyrir að hjá Skjáheimi fæ ég miklu fleiri stöðvar og allar helstu stöðvar með seinkunarrás(+). Og þvílíkur munur á myndgæðum enda sent í gegnum símalínu meðan Fjölvarpið fer í gegnum loftnet.

Svona stöðvapakkar, þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi, eru nauðsyn á hverju heimili. Munið bara að kaupa hann ekki hjá 365, þið munuð sjá eftir því.

Kv/Ásbjörn.

miðvikudagur, 14. september 2011

Geðveikar appelsínur í KostiKostur er uppáhaldsbúðin mín. Ekki af því það sé ódýrasta búðin heldur af því úrvalið er svo æðislegt (ég biðst afsökunar, en kjafturinn á mér er Kani). Sullenberger og félagar eru farnir að flytja inn grænmeti og ávexti beint frá háklassa díler í New York. Þetta er gargandi ferskt og meiriháttar og oftast í mikilli andstöðu við það þreytta stöff sem annars er oft í boði hérna. Mér finnst skárra að borga fyrir hágæða grænmeti og ávexti, en að kaupa ódýrt og enda með að henda.

Nú er í gangi geðveikur díll á appelsínum í Kosti, 1.8 kílóa poki á 298 kr. Þetta eru líka æðislegar appelsínur – Booth Ranches premium oranges frá Kaliforníu. Ótrúlega ferskar og djúsí. Ég kreisti úr tveim og er kominn með eitt glas af besta appelsínusafa sem ég hef smakkað.

Þetta var ekki til um daginn svo ég keypti appelsínur í Bónus í staðinn. Skar eina í sundur og byrjaði að kreista en það kom bara ekki neitt! Segir ýmislegt um ferskleikann.

Jæja, má ekki vera að þessu - þarf að fara að kreista!
Dr. Gunni

þriðjudagur, 13. september 2011

Brjálæðisleg verðlagning á legum

Um er að ræða hliðarlegur í Patrol afturdrif. Það þarf tvær legur og hver lega samanstendur af tveimur hlutum: Kón númer 17831 og legu númer 17887.

Eitt sett (kónn + lega) af Timken legum hjá Fálkanum kostar c.a. 29.000,- eða c.a. 58.000,- bæði settin. (hjá Poulsen NSK legur 27.000,- eitt sett) Með því að slá inn númerin á legunum og kónunum í E-bay fengust upp sömu Timken legurnar nýjar. Þar kostuðu báðar legurnar og báðir kónarnir 96,28 USD eða 11.331,- Þarna vantar auðvitað inn í öll aðflutningsgjöld, vsk og tolla en þetta eru litlir og léttir hlutir. Munurinn er allt of mikill til að skýrast af einhverjum mismunandi markaðssvæðum. Þetta er einfaldlega brjálæðisleg verðlagning.

Kv.
Óskar

mánudagur, 12. september 2011

Viper app og þú hringir frítt


Langaði til að benda fólki á app (snjallsímaforrit) sem hægt er að fá fyrir Iphone og Android sem heitir Viber. Eftir að þú installar Viber í símann þinn getur þú hringt í hvaða farsíma sem er í heiminum sem einnig er búinn að installa Viber hjá sér.
Eina sem Viber krefst er að báðir aðila séu annaðhvort tengdir við þráðlaust net eða 3G.

Eftir að appinu er installað sérðu strax í símaskránni hjá þér í símanum hvaða aðrir eru með Viber installað og sértu á þráðlausu interneti eða tengdur við 3G geturðu hringt frítt hvort sem þú þarft að hringja til Kópavogs eða Nýja Sjálands, frítt fyrir báða aðila.

Vert er þó að taka fram að notkun á 3G er ekki ókeypis hjá símafyrirtækjunum og svona símtal gegnum Viber eyðir gagnamagni líkt og Skype gerir.

Þannig í sjálfu sér kostar þetta smáveigs ef þú ert að nota þetta gegnum 3G. Sértu á þráðlausu interneti er alveg óhætt að tala eins mikið og þú vilt þar sem þetta hefur mjög lítið áhrif á niðurhalið á internettengingunni hjá þér en símafyrirtækin skaffa fólki yfirleitt ekki nema um 5mb á dag í 3G notkun. Þannig mæli ég frekar með þráðlausu interneti fyrir þetta svo símtalið sé alveg frítt.

Appið heitir sem fyrr segir Viber og má nálgast fyrir Iphone og Android á http://viber.com/

Ef sem flestir taka sig til og installa þessu hjá sér þá getum við í sameiningu sparað kostnað varðandi farsímanna. Þetta sama forrit virkar eins líka fyrir SMS, sendir SMS með þessu frítt hvert sem er um hnöttinn.

Kveðja,
GÁ - Tæknifrík ;)

laugardagur, 3. september 2011

Körfuboltaskór á okurprís

Sem oft og áður hef ég verið að leita að körfuboltaskóm fyrir börnin,
og iðulega verið með í maganum síðustu missiri yfir verðinu á þessum skóm.
Nú er engin undartekning. Nema að ég er svo rasandi yfir verðlagningunni hjá sportvöruverslunum, eftir að ég kíkti aðeins á netið og birti hér eitt dæmi!

Ath þetta okur á við alla skó og týpur samkv. stuttu rápi á netinu.

okrið: http://www.utilif.is/vorur/skor/korfuboltaskor/nr/648

Ljósið: http://www.sportsdirect.com/nike-overplay-vi-mens-159075?colcode=15907503

Finnst ekki skipta máli hvort er talað um net-tilboð eða annað.
Þá geta þetta allir.

Kv.
Stefán

fimmtudagur, 1. september 2011

Húsasmiðjan okrar á berjatínum

Aðal uppskerutími ársins er þessa dagana og þ.á.m. berjum. Ég er með sumarbústaðakot í Borgarfirðinum og þar er talvert af berjum sem ég hef verið að tína á hverju ári. Nú er svo komið að barnabörnin eru farin að tína líka og þá vantaði mig berjatínu.

Ég fór í Húsasmiðjuna og þar kostar sú gamla góða með taupoka 3700.- og ný gerð úr plasti 2400.-.

Mér fannst það full dýrt þannig að ég gekk út.

Fór í morgun í Fjarðarkaup og þar kostaði samskonar tínur 1900.- með taupokanum og 1200.- þessi úr plastinu.

Nú spyr ég: Er þetta hægt? Er þetta það sem Húsasmiðjan er að auglýsa?

Með Kveðju,
Jónas Marteinsson

Dýrasta Pepsí í heimi?

Ég var á ferð um Snæfellsnesið í sl. viku. Renndi inn í Ólafsvík seint um kvöld og kom við í Söluskálanum Ó.K. á leiðinni á tjaldstæðið. Þar kostaði 2l Pepsi 520 kr! Það er ekki nærri því svona dýrt í okurbúllunni N1. Kvöldið áður var 2l Pepsi keypt á 198 kr í ónefndri verslun. Nóttin á tjalstæðinu var ódýrari, 500 kr. á manninn.
Með kveðju,
Unnar

þriðjudagur, 30. ágúst 2011

Eldsneytisgjald á vildarpunktum

Var að kaupa mér flugmiða hjá Icelandair fyrir vildarpunkta meðvitaður að ég þyrfti að greiða skatt af miðunum. Eitt þótti mér kunstúgt. Fram kemur í liðnum „Skattar og önnur gjöld“ að þeir eru ca 23.000 kr. á mann báðar leiðir. Við nánari skoðun þá tekur Icelandair 2 x 7.800 kr = 15.600 kr. sem eldsneytisgjald, þ.e. ég fæ flugmiðann frítt en þarf að borga bensínið á flugvélina. Og þar að auki er þetta misvísandi: Icelandair tekur um 64% af þessu gjaldalið; ríkið (skattur) er um 34% af upphæðinni eða ca 7.800 kr (eða svo virðist vera).

Einhver myndi kvarta ef strætó tæki uppá því sama. ÓKEYPIST Í STRÆTÓ (en þarf að borga fyrir bensín ....). Eða að Icelandair myndi setja arðsemisgjald á hvern flugmiða vegna hærri arðsemiskröfu eigenda á félaginu.

Kv. JBB

sunnudagur, 28. ágúst 2011

Óheyrilegur verðmunur á kjöti

Ég má til með að lýsa undrun og hneykslan minni á mun á verði á milli verslanna. Þannig var að ég fór í Bónus í Breiðholti þann 27. ágúst og keypti mér SS grill Caj lambalundir á kr/kr. 4.898, ég keypti líka SS grill lambafillet á kr/kg 3.998.
Í ljós kom að mig vantaði meira og ég var á leiðinni austur ég kom víða við en fékk ekki þessa vöru fyrr en í Kjarval á Hellu sem er í 12 km. fjarlægð frá framleiðslustað kjötsins.
Þar fékk ég SS grill Caj lambalundir á kr/kg. 5.798 og SS grill lambafillet á kr/kg. 4.998.
Mér þykir þetta óheyrilegur verðmunur á sama kjöti á milli verslanna. Tala nú ekki um að við sem búum á framleiðslustað vörunnar þurfum að greiða 20% hærra verð fyrir lundirnar og 25% fyrir fillet en hægt er að kaupa vöruna frá stórmarkaði.
Þá má geta þess að það er óþolandi að geta ekki lengur séð hvað varan kostar nema að leita að skanna til að athuga verð vörunnar.
kveðja, Jórunn

þriðjudagur, 23. ágúst 2011

Takk Jón Bjarnason!


Prima Donna (geðveikt góður ostur frá Hollandi): 5044 kr/kílóið í Krónunni.

Takk Jón Bjarnason!

Fæðuöryggiskveðjur,
Dr. Gunni

mánudagur, 22. ágúst 2011

Hópkaup svarar ásökunum Gylfa

Ég er að vinna fyrir Hópkaup og sá að Gylfi Gylfason setti inn athugasemd um grófa neytendablekkingu, skipulega glæpastarfsemi.
Þar bendir hann á að samskonar tölva sem var á tilboði hjá Boðeind í gegnum Hópkaup fáist há Tölvulistanum á aðeins 99 þúsund og eitthvað enn lægra í Svíþjóð. Sérkennilegt er þó að hann bætir inn link á verðið í Svíþjóð en ekki til Tölvulistans. Tölvan var upprunalega á verðinu 145.000 hjá Boðeind og lækkuðu þeir verðið verulega niður miðað við að Hópkaup myndi selja a.m.k. 30 tölvur. Starfsfólk Hópkaupa gekk úr skugga um að upprunalegt verð væri raunverulegt og var tilboðið sett á vefinn, þar sem 97 einstaklingar festu kaup á slíkri tölvu fyrir aðeins kr. 87.000,-.
Athugasemdum sem þessum tekur Hópkaup mjög alvarlega og hefur starfsfólk Hópkaupa nú leitað að því hvort hægt sé að fá slíka vél í Tölvulistanum á kr. 99.000,- en ekki fundið hana. Hugsanlega var hún á slíku tilboði um helgina en finnst allavega ekki núna á þeirra vef. Einnig er að sjálfsögðu ekki sanngjarnt að bera saman verð erlendis og miða við að hlutum sé smiglað inn til Íslands eða getgátum um heildsöluverð til endurseljenda m.v. útsöluverð úr stórmörkuðum erlendis. Við vonum að Gylfi hafi gengið úr skugga um að Tölvulistinn væri raunverulega með þessa tölvu á þessu verði en ekki bara heyrt það frá einhverjum öðrum.
Eftir stendur þó að hvort sem Tölvulistinn var með tilboð á þessari vél um helgina eða ekki, þá var verðið lang lægst hjá Hópkaup á Íslandi.
Hér fyrir neðan er athugasemd sem Hópkaup settu á FB hjá sér eftir að þessi umræða fór í gang:
Takk kærlega fyrir allar þessar ábendingar um hvar sé hægt að nálgast sambærilega tölvu á góðu verði. Við vorum að selja tölvur frá Boðeind og þeir lækkuðu verðið frá útsöluverði sínu og gengum við úr skugga um að það væri rétt. Ef hægt er að nálgast sambærilega tölvu í öðrum verslunum á Íslandi þá er það mjög gott fyrir neytendur að vita af því en þannig er nú samkeppnin. Tölvan var nú samt ódýrust hjá Hópkaup. Til hamingju allir sem eignuðust nýja tölvu um helgina.

Valgeir Magnússon

sunnudagur, 21. ágúst 2011

Hóphaup - Gróf neytendablekking

Mig langar að benda á gróft dæmi um neytendablekkingu sem spilar inn á afsláttarsækni landans sem er gjarnan á kostnað skynsemi því afsláttur er bara prósentutala og hið endanlega verð er það sem blífar. Þessu vill fólk gleyma.

Hópkaup auglýsir fartölvu með 40% afslætti en vélin er sögð hafa kostað kr. 145.000 fyrir afslátt og fáist nú á kr. 87.000. Söluforsendurnar eru því þær að neytandinn sé að spara sér kr. 58.000 og fá rándýra klassavél á verulega niðursettu verði,
http://www.hopkaup.is/spraek-asus-fartolva-sem-hentar-vel-i-skolann-og-er-frabaer-heimilisfartolva-a-a-eins-87-000-kr-fra-bo-eind-kostar-145-000-kr-takmarkad-magn-i-bo-i

En við snögga googlun finnst sama vél á kr. 99.000 í Tölvulistanum svo greinilega sést að afsláttarverðið er fiffað til að tilboðið hljómi betur. Fólk er í raun að fá aðeins 12.000 kr. afslátt m/v Tölvulistann en sama vél kostar 70.000 í Svíþjóð sem táknar það að vélin kostar allnokkru minna í heildsölu til íslenskra endursala.

Tölvan er því engin eðalvél heldur bara venjuleg fartölva í ódýrari kantinum sem er seld á fölskum forsendum og kaupendur hafðir að fíflum um leið. Þetta er mjög gróf neytendablekking og jaðrar við skipulega glæpamennsku að mínu mati. En til að dæmið gangi upp þarf líka fáfróða neytendur sem gleypa við öllu sem að þeim er rétt....

Hér er sænska verðið
http://www.prisjakt.nu/produkt.php?p=920379

kv
Gylfi Gylfason

föstudagur, 19. ágúst 2011

Okur á kaffihúsum / Keyrir hægar

Við hjónin förum stundum á kaffihús þegar við kíkjum í bæinn. Áður fyrr fengum við okkur gjarnan kökusneið eða crossaint en núna blöskrar okkur verðlagið. Í Eymundsson á Skólavörðustíg kostar crossaint með súkkulaði 530 kr. og kökusneið í Kaffi Flóru 850 kr. Við keyptum hins vegar hjónabandssælu í Græna Hlekknum á 800 kr. sem er lífræn og til stuðnings Sólheimum. Frábær kaka ca. 8 tommu stór og passar ágætlega fyrir okkur þrjú.
Flest allir bílaeigendur eru ósáttir við eldsneytisverðið í dag en það er eins og sumir fái það frítt miðað við aksturslag. Mér kæmi ekki á óvart að þeir, sem kvarta mest, eru þeir sem eyða mestu. Ég persónulega tók á mínum akstursmáta og dró úr eyðslu um 10%. Ég græddi líka minna stress en finn ekki fyrir að vera lengur á leiðinni. Ég komst líka að því að fleiri eru samferða mér.
Kveðja, Hafsteinn

þriðjudagur, 16. ágúst 2011

Íslensk paprika / Hollensk paprika


Þessa mynd tók ég af verðmiðum á íslenskri papriku vs. hollenskri í Bónus í dag. Ég gat ekki séð sjáanlegan mun á sjálfri vörunni en mikið ber á milli í verðum.
Kveðja
-Villi

miðvikudagur, 10. ágúst 2011

Hárlenging frá helvíti

Ég ákvað um daginn að fá mér hárlengingu hjá Hárlengingar.is á Grensásveginum, og fékk mér eina slíka á laugardaginn seinasta sem kostaði 25 þúsund krónur. Sem er gott verð.
Daginn eftir byrjar mér að klægja og svíða óstjórnlega í hársvörðinn. Svo var ég orðin svo illa haldin að ég eyddi deginum með hausinn undir köldu vatni og komst ekki í vinnuna. Þennan sama dag hringi ég í hárgreiðslukonuna sem gerði þetta sem er einnig eigandinn, og lét hana vita hvað hefði gerst. Hún bauð mér að koma kl átta um kvöldið til þess að taka lengingarnar úr. Ég sagði henni að ég væri föst undir köldu bununni í baðinu og gæti ekkert gert, og hvort ég gæti ekki fengið tíma fyrr en það. Hún sagðist ætla athuga það og hringja fimm mínútum seinna í mig. Fimm mínútur liðu, svo klukkutímarnir, aldrei hringdi hún. Það endaði með því að ég keyrði þangað sjálf kl þrjú og á staðnum var kona sem gat tekið þetta úr fyrir mig. En þá byrjar ballið, ekki nóg með að ég hafi borgað 25 þúsund krónur til þess að setja þetta í, heldur þurfti ég líka að greiða 5000 kr. til þess að láta taka þetta úr.

Á meðan ég sat þarna í stólnum, með tárin í augunum, var ég einnig sökuð um lygar, því það væri sko allt í lagi með hausinn á mér. Hann væri ekkert rauður og hárið væri fullkomlega brennt í.

Frú Fúl

Flott þjónusta hjá Bilaða bílnum

Gamall VW Polo sem við hjónin eigum ofhitnaði í góða veðrinu og eftir smá forkönnun kom í ljós að hringrás í gegnum vatnskassann var lítil sem engin og að viftan fór ekki í gang, s.s. líklega vatnsdæla eða vatnslás (sagði tengdapabbi allavega ;-)

Ég hringdi í ótal verkstæði sem voru öll bókuð og eiginlega flestir dónalegir í símann, var jafnvel boðinn tími eftir 18 daga á einu verkstæðinu með hranalegum orðum "við rukkum tímann ef þú kemur ekki" eins og ég væri að gera símaat.

Einhverstaðar poppaði upp númerið hjá þessum --> Bílaþjónustan Bilaði Bíllinn, Skógarhlíð 10. Ég prófaði að hringja þar sem þeir eru í nágrenni við mig í 105.

Þeir sögðust fara í þetta í hjáverkum, það lægi nokkuð fyrir hvað væri að og þeir væru busy í öðru.

Þá hringja þeir í mig um 20:30 að kvöldi sama dags og segja mér að skipt hafi verið um vatnslás en nú sé bíllinn búinn að vera í gangi í X tíma og viftan fari ekki af stað þó bíllin hitni. Ef þetta sé skynjari þá muni þetta taka allt að tvo daga (í hjáverkum) og mundi kosta <25þ.

Fyrir hádegi daginn eftir er hringt aftur og þá var búið að prófa viftuna, komast að því að hún var OK og finna hvar sambandsleysið var og laga það.

Fyrir þetta borgaði ég 18þ. með nótu og sundurliðun á vinnu og varahlutum (ekkert rugl hjá þessum strákum).

Þetta er í fyrsta sinn sem ég get sagt að ég hafi treyst vinnubrögðum verkstæðis 100%.

Þeir ræddu í upphafi hvað planið væri að gera og áætluðu verðið lauslega, hringdu reglulega og uppfærðu stöðuna, voru svo nokkuð ódýrari en áætlað var og allt að tveim dögum á undan áætlum m.v. svörtustu spá.

Æðisleg þjónusta, það var ekki verið að lofa upp í ermina á sér og allt stóðst sem þeir sögðu.

Bkv.
Kjartan Kjartansson

ps - Ef fólk hefur reynslu af öðrum góðum verkstæðum má það endilega deila henni í kommentakerfinu.
Umsjónarmaður

mánudagur, 8. ágúst 2011

Útsölumarkaður stendur ekki undir nafni

Ég fór á markaðinn í Laugardalshöllinni um daginn og langaði að athuga hvort ég gæti gert góð kaup. Ég varð fyrir miklum vonbrigðum þegar ég labbaði um og sá að margt þarna inni var á sama verði og út í búð. DVD-myndir voru á sama verði og myndirnar í Elko. Ég sá spil sem ég er búin að vera að skoða í Hagkaup og þegar ég sá að það var 100 kr dýrari á markaðinum þá var mér nóg boðið og spurði afgreiðslumanninn hvort þetta væri ekki afsláttarmarkaður og sagði honum frá þessu þá yppti hann bara öxlum og gat engu svarað. Rosalega væri ég fegin ef svona markaðir væru ALVÖRU markaðir. Ég hélt að það væri meiningin með svona mörkuðum að verslanir eða heildsalar væru að reyna að losna við lagerdótið og leyfa fólki að versla mjög ódýrt.

kv Nafnlaus

Stríð við Vestmannaeyjar í uppsiglingu?

Sundlaug Vestmannaeyja rukkar börn sem ekki eru frá Vestmannaeyjum um 150 krónur
fyrir staka sundferð. Börn sem eiga lögheimili í Vestmannaeyjum borga ekkert.
Er ekki möguleiki á því að Sundlaugar í Reykjavík rukki Vestmanneyinga aukalega fyrir það eitt að vera Vestmannaeyingar ?
Karl

laugardagur, 6. ágúst 2011

Dorma og Elko - Góðir viðskiptahættir

Langar að vekja athygli á góðum viðskiptaháttum hjá Dorma og Elko. Keypti mér heilsukodda í Dorma í Holtagörðum. Vaknaði ítrekað með verk í öxlunum svo ég fékk að prófa annan kodda. Þegar hann virkaði ekki heldur fór ég og fékk endurgreitt upp í topp. Verri búðir hefðu án efa neytt mig til að fá inneignarnótu svo þetta er til fyrirmyndar hjá Dorma.

Sansa Mp3-spilari sem ég keypti hjá Elko í fyrra hætti að virka. Ég gúgglaði vandamálið og komst að því að það var ekkert sem ég gat gert í málinu. Elko tók við spilaranum án þess að yfirheyra mig. Þetta var svo ódýr vara (8000 kall) að það "tók því ekki að gera við hann" og ég fékk bara nýjan, enda spilarinn enn í ábyrgð. Þar sem ekki var til 2gb spilari eins og ég átti fékk ég 4gb í staðinn og þurfti ekkert að borga á milli. Gríðarlegt win/win sem sé.

Svona eiga búðir að vera!

Dr. Gunni

þriðjudagur, 2. ágúst 2011

Verðtryggingin - Mesta okur Íslandssögunnar?

Verðtryggin er alveg frábært fyrirbæri - fyrir þann sem lánar. Maður tekur lán og borgar af því mánaðarlega í svo og svo langan tíma. Í siðuðum samfélögum (með nothæfan gjaldeyri) ætti lánið að lækka, rétt? Á Íslandi hækkar það hins vegar bara og það ekkert smá.

Einu sinni voru víst bæði laun og lán verðtryggð, og meikar þetta þá kannski aðeins meiri sens. "Verkalýðsforystin" mun hafa samið rassinn úr buxunum í þessu dæmi og eftir sitjum við með sífellt hækkandi íslensku lánin okkar.

Stundum kemur upp umræða um að "afnema verðtrygginguna" en svo koðnar hún bara niður jafnóðum og lánin halda áfram að hækka. "Norræn velferðarstjórn" eða ekki, splittar ekki diff.

Hagsmunasamtök heimilina er ekki að fíla þetta og hér er ágætis grein eftir Andreu J. Ólafsdóttur, formann Hagsmunasamtakanna - Margföld svikamylla verðtryggingarinnar.

Í tilefni af mánaðarmótunum,
Dr. Gunni

Dýrt að hlaða slökkvitæki

Er með slökkvitæki frá Öryggi, léttvatn 2 lítrar. Vantaði áfyllingu og spurði hvað það kostaði. Kom í ljós að það kostar 6.096 kr. að hlaða tækið. Mér blöskraði þetta okur því 8 lítra nýtt tæki kostar tæp 9 þúsund krónur.
Þ.E.

Engin miskun hjá Orkuveitunni

OR innheimtir nú Fráveitugjaldið með sama gjalddaga og eindaga. Það er betra eð vera tilbúinn að borga strax og launin koma inn hjá manni svo ekki komi til harðra innheimtuaðgerða. Flestir hafa þann háttinn á að gera manni a.m.k. 10-20 daga til að borga en það er engin miskun á þessum bæ.
Með kveðju,
Glámur

þriðjudagur, 26. júlí 2011

Dýrt kaffi á hálendinu

Hálendismiðstöðin í Hrauneyjum selur kaffibolla úr pumpu á 400 kr. Bolli úr samskonar pumpu nokkrum km neðar í Árnesi kostar 200 kr. Þar sem poki af ágætis kaffi kostar um 800 kr finnst okkur þetta nokkuð vel í lagt hjá Hálendismiðstöðinni.
Jeppamaður

fimmtudagur, 21. júlí 2011

Okur, tilboð og afslættir

Eitt af því sem er gjörsamlega óþolandi við að búa á Íslandi er tilhneiging verslana til að selja hluti á fáránlega háu "listaverði" en útdeila svo afsláttum hingað og þangað (m.a. í formi "punkta") og bjóða upp á stöðug "tilboð" þar sem hlutirnir eru seldir á eðlilegu verði.

Erlendis eru hlutirnir einfaldlega seldir á eðlilegu verði, og svo eru gamlar eða of miklar birgðir seldar á tilboðum vikunnar eða á útsölum sem eru 2-3 sinnum á ári. Hér heima lætur fólk okra á sér dagsdaglega, og flykkist svo í tilboðsdagana til að gera "góð" kaup sem reynast vera bara sambærilegt eða örlítið hærra verð en hluturinn er seldur á erlendis.

Nokkur dæmi:

- N1: Selur Britax-barnabílstóla á okurverði. Ef þú ert tryggður hjá Sjóvá eða þekkir einhvern sem er þar þá færðu hins vegar 40% "afslátt" eða réttara sagt bílstól á svipuðu verði og þeir eru seldir á í nágrannalöndunum án afsláttar.
- Olíufélögin almennt: Útdeila 4-8 kr. afsláttum til starfsmanna hjá hinum og þessum fyrirtækjum en aðrir þurfa að sætta sig við háa alagningu.
- Krónan: Listaverð á kjöti er það sama og í kjötborðinu í Nóatúni sem er með sömu eigendur. Allt kjöt í Krónunni er því á "afslætti". T.d. áttu að halda að þú sért að gera frábær kaup þegar þú færð svínahnakka á 20% "afslætti", enda er það auglýst sem "grísakjötsútsala" í hverri einustu viku. Kjötið er formerkt á Nóatúnsverði þannig að það er í rauninni engin leið að átta sig á hvað bakkinn kostar af neinu nema vera með reiknivél á sér (eða vera snillingur í hugarreikningi)
- Byko og Húsasmiðjan: Don't get me started!

Eini möguleikinn sem ég sé í stöðunni er að versla bara meira við aðila sem bjóða bestu kaupin árið um kring og þurfa hvorki tilboð né afslætti til þess. Auglýsa góðu verðin sín ÁN afsláttar í blöðunum. Þeir sem mér dettur í hug eru Bónus, IKEA og Tiger. Einhver fleiri dæmi um okur/afsláttarbúllur eða heiðarlega kaupmenn?

Óskar nafnleyndar

miðvikudagur, 20. júlí 2011

Ætli Poulsen hafi ruglast í kommusetningunni í álagningarprósentunni?

Ég er með rafmagns (heitan) pott, sem eftir margra ára notkun fór að leka. Smá lúxusvandmál. Sprunga var komin í plasttengistykki, sem tengir saman barkann úr nudddælunni við rörin í nuddstútana. Mér var tjáð að í stað þess að gera við stykkið þá gæti ég fengið efni í sambærilegt unit í Poulsen f ca 8000 kr.

Ég þangað.

Þegar loks var búið var að finna til stykkin, sem þurfti til að mynda tengi-unitið (tvö rör með 4 götum, tvö rör með 6 götum, tvö endalok, eitt millistykki og barka sem ég átti að saga í tvennt og lím til að líma dótið saman) og reikningurinn kominn í ca 6000, kom að því að finna til 20 stúta, sem ég þurfti víst líka að kaupa. Þ.e. plast hólka á stærð við naglalakksglas úr pvc, til að stinga í götin á rörunum til að tengja við plaströrin í nuddstútana. Í ljós kom að stykkið af þeim átti að kosta 512 krónur. Tuttugu sinnum 512 eru yfir 10 þúsund krónur!. Ég held að Poulsen hafi ruglast í kommusetningunni í álagningarprósentunni.

Ég sagði nei takk og læt laga stykkið hjá Plastviðgerðum Grétars, sem oft hefur hjálpað í sambærilegum málum.

Kjartan Potter

miðvikudagur, 13. júlí 2011

Vælt yfir tollmeðferðargjaldi

Mig langaði að væla yfir gjaldtöku hjá Póstinum vegna lítilla tollsendinga, en fyrir hverja sendingu rukka þeir fast 550 kr. tollmeðferðargjald.

Ég hef verið að panta bækur frá bookdepository.co.uk, meiriháttar búð sem selur bæði UK og US útgáfur af bókum, sendir frítt um allan heim og tekur við PayPal greiðslum.

En gallinn er sá að þeir senda bækurnar oftast eina og eina í umslagi. Svo ef þú pantar tólf bækur færðu tólf umslög og borgar 550 kr. tollmeðferðargjald fyrir hverja einustu bók, bækur sem kosta kannski 1000-1500 kall hver.

Kannski rétt að taka það fram að nú sendir Amazon.co.uk frítt til Íslands, svo að Book Depository er ekki eini kosturinn nema fyrir bækur sem fást ekki á Amazon eða ef þú vilt nota PayPal inneign í bókakaup.

En ef þú velur ókeypis möguleikann á Amazon geturðu samt átt von á að fá bækurnar í fleiri en einum pakka, jafnvel eina skitna ljóðabók í stökum pakka eins ég á í vændum núna (pff!).

Lausn: tollmeðferðargjald verði ákveðin prósenta af virði sendingarinnar en þó að hámarki 550 kr.

kv. Helgi

laugardagur, 2. júlí 2011

Xbox verðsamanburður

Hérna er verðsamanburður á xbox 360 með kinect á milli tveggja netverslana og svo tveggja verslana

Buy is - 69.990
Búðin - 79.999

semsagt 10.009 kr dýrara hjá budin.is

Elko og Hátækni

Hátækni - 86.995
Elko - 89.995

Án kinect:

Buy.is - 44.990
fæst ekki hjá budin.is

Elko - 59.995
Hátækni - 59.995

Óskar nafnleyndar

Af Kópal Glitru

Fór í Byko í Breiddinni á sunnudaginn fyrir viku og keypti tvær 10 lítra
fötur af Kópal Glitru málningu. Stykkjaverðið var 13.500. Þegar ég kom
aftur í gær (sunnudag), til að bæta við einni fötu, kom mér það ánægjulega
á óvart að þessi tiltekna málning var komin á tilboð. Verðið var merkt sem
“sérverð” og til undirstrikunar blikkaði rautt S A L E merki til hliðar
við upphæðina sem var búin að hækka um 2000 kall og stóð nú í 15.500
krónum. Eftir stutt karp við þjónustustúlku sem þótti ekkert tiltökumál
að varan hefði hækkað um tvöhundruðkall (?) fékk ég að tala við
verslunarstjórann. Sá leiddi mig í sannleikann um málið: Málningin hafði
verið á tilboði vikuna áður en var nú komin á sitt eðlilega verð,
sérverðið. Blikkandi S A L E merkið sýndi að varan var til sölu.
Verslunarstjórinn fær eitt prik fyrir að láta loks þriðju dolluna á sama
verði og hinar tvær. Læt öðrum um að meta hve mörg mínusast fyrir svona
leikfimi.
p.s Hringdi mér til gamans í Málningu sem framleiðir þessa tilteknu
málningu en þeir selja þessa dós á 21.500 kr. í dag mánudag (27.6.2011).
Það er best ég drífi mig að klára verkið...
Andrés

Engin uppfærsla á Sony-vél fyrir W7

Sony er orðið það stórt kompaní að að það þarf ekki að hugsa um
notendur. Við eigum Sony TRV245E digital videóvél en þegar tölvan var
uppfærð í Windows 7 kom í ljós að það var engan stuðning að fá frá Sony.
Væntanlega gert ráð fyrir því að við myndum henda "gömlu" vélinni í
rusið og hlaupa út í búð og kaupa nýja vél (frá Sony?). Þegar leitað er
á þjónustusíðum Sony er maður leiddur í endalausa hringi sem enda með
því að maður gefst upp. Sem er markmiðið!
Sony fær falleinkunn!!!
Gunnar

Kaffibaunir - OKUR í Nóatúni

Má til með að "kvarta" undan okri hér, kaupi mér stundum svona súkkulaðihúðaðar
kaffibaunir frá kaffitár svona sælgæti fullorðna fólksins! Allavega þá kosta einn lítill pakki 430 kr í sjálfu Kaffitár. Í okurbúllunni Nóatúni er sami pakkinn kominn
uppi 989 KR og finnst mér það full mikið af því góða, fyrir ca 3 vikum kostaði
pakkinn um 749 kr og fannst mér nú alveg nóg þá hvað þá núna 989 kr – hvað er í gangi?

Ekki veit veit ég hvernig stendur á þessari gríðarlega verðmuni en mér blöskraði í gær,
efast stórlega um að verðið lækki þrátt fyrir að starfsmaður á kassa ætlaði að
koma því til skila eins og honum sé ekki sama en EKKI MÉR!!!

Gerður

Of mikil hækkun hjá Te og kaffi

Ég er sólginn í kaffið og kaffidrykkina frá Te og Kaffi en mér blöskraði um daginn þegar ég sá að þeir höfðu hækkað verðið á frappó úr 450 í 590 krónur. Minn drykkur einfaldur lítill latte kostar 470 krónur eftir hækkun og í honum er eitt „skot“ af espresso kaffi og tveir desilítrar af mjólk. Það tekur um það bil 2 mínútur að útbúa þennan drykk. Ég fékk þær útskýringar að það væru hækkanir á heimsmarkaðsverði á kaffi og hækkunin á mjólk væri þar líka inni. Samt sem áður finnst mér 120 krónur á einföldum latte skuggaleg hækkun og ég mun þessvegna beina viðskiptum eitthvað annað.
Kveðja,
K. Helgi

miðvikudagur, 22. júní 2011

Lúmskur laumupúkaháttur MS

Hafa menn tekið eftir því að smurostur frá MS er kominn í nýjar pakkningar, að sumu leyti flottari? Gallinn er bara sá að innihaldið í nýju umbúðunum er 200 gr. í stað 250 gr. í gömlu umbúðunum, en á sama verði, eða 25% dýrari en áður. Þetta er lúmskt bragð og engar skýringar gefna. Greinilega ætlast framleiðandi til þess að neytandi taki ekki eftir neinu, enda líklegt að forsendurnar fyrir hækkun séu á veikum grunni. Hefur mjólkurverð til bænda hækkað? Þetta var fyrir kjarasamninga, þannig að hærri launakostnaðar er ekki til að dreifa. Forvitnilegt væri að fá svör við þessum laumupúkahætti.

Kveðja,
Helgi Jóhannsson

Þriðjudagstilboð og ís

Þriðjudagstilboðin hjá bíóunum er gott mál. Kostaði 750 kall á mann inn á allar myndir í Háskólabíó í gær, en ekki 1200 kall eins og vanalega. 900 kall í plús á par er fínt. Fór á Bridesmaids sem er hverjar krónu virði, bæði á tilboði og ekki.

Sniðugt væri ef ísbúðir framlengdu þriðjudagstilboðið og lækkuðu verð á þriðjudögum. Þá gæti gróðinn í bíó nýst beint í ís, svo þriðjudagskvöld yrðu pakki, bíó og ís. Hugmynd?

Dr. Gunni

föstudagur, 10. júní 2011

Erlendar ódýrari síður

Sá þarna umræðu varðandi ódýr gleraugu og fl.
Mæli með einni í viðbót (fyrir merkjagleraugu aðallega), www.framesdirect.com, ég hef pantað tvisvar frá þeim og þeir hafa verið mjög faglegir og snöggir að afgreiða.
Ég pantaði gleraugu frá ítalska framleiðandanum Armani, þau komu heim á 20 þús. kr (það er varla að maður fái ódýrustu gleraugun með styrkleika á þeim prís hér á landi).
En í það minnsta er linsuverð þokkalegt hér á landi, yfirleitt munar innan við helming á útsöluverði og innflutningsverði (svo sem 500 kr. pakki frá USA kostar um 1000 kr. hér).
Einnig vil ég benda á vefsíðu sem er með allann fjandann (aðallega rafmagnsdót), en það er www.sunsky-online.com. Hef prófað að panta þaðan og það var allt í góðu lagi.
kv. Hlynur Stefánsson

sunnudagur, 5. júní 2011

Okur í Sjóminjasafninu

Við litla fjölskyldan fórum á Hátíð Hafsins í dag og áttum skemmtilegan dag að skoða fiskana og bragða á grilluðu hrefnukjöti. En það sem stendur upp úr eftir daginn er ferðin sem fórum inná Víkina og settumst niður á litla túristakaffibúlluna inná Sjóminjasafninu.
Konan ákvað að bjóða okkur í kaffi enda var kalt úti. Hún keypti tvo kaffibolla, einn trópí og tvær upprúllaðar pönnukökur og borgaði 1.500 kr. ísl. Ég varð svo reiður því mér fannst verið að hafa mig að fífli fyrir að hafa borgað allan þennan pening fyrir ekki neitt!
kv.
Guðm. Hilberg Jónsson.

mánudagur, 30. maí 2011

OOOOKRIÐ á Íslandi!!!

(tekið í óleyfi héðan):

Hvernig getur eitt skópar rúllað upp á sig nær sex þúsund kalli á leiðinni frá USA til Íslands? Ég geri mér grein fyrir að það eru flutningsgjöld, tollar og álagning, en djísus kræst on a crutch!?

Þessir Converse skór kosta í Target $19.99 eða um ISK 2300. Sömu – nákvæmlega sömu skór - kostuðu í Hagkaup þegar ég fór þangað um daginn ISK 7.999!!! Það er næstum 250% – ofan á smásöluverð skónna úr Target, nota bene, ekki ofan á heildsöluverðið!!

Vinkona mín gefur litla hundinum sínum oft litla snakkmola sem eiga að vera góðir fyrir tannheilsu hvuttans. “En ég spara þá, því pokinn kostar þrjú þúsund kall.” Það var rétt, kr. 2.900 stóð utan á pokanum. Sömu – nákvæmlega sömu vöru – má kaupa hér á rúmar 800 krónur. Eða netbókin mín, sem kostaði $220 – nákvæmlega sömu netbók sá ég á tilboði – á tilboði!!! - á ISK 99.999!!!

Mér er fyrirmunað að skilja verðlag á Íslandi, hvernig það verður til. Auðvitað er engin samkeppni á Íslandi nema að nafni til; hér blómstrar fákeppni og einokun á öllum sviðum, en svo virðist vera sem innflytjendur og kaupmenn geti einfaldlega klesst hvaða álagninu sem þeir vilja ofan á vöruverð án nokkurs eftirlits (og ekki er hið opinbera skárra í skattpíningunni – hvers vegna eru t.d. svona háir tollar á bílum, til að vernda íslenskan bílaiðnað??) Manni finnst að á einokunarsvæði eins og Íslandi ættu stjórnvöld að sjá sóma sinn í að amk “minding the store” af og til.

Ég velti stundum fyrir mér hvernig íslensk stjórnvöld myndu bregðast við þeirri kjarabót fyrir neytendur sem yrði afleiðing inngöngu Íslands í Evrópubandalagið. Reyndar velti ég því ekkert fyrir mér, ég veit það fyrir víst: þau myndu gera nákvæmlega það sama og gert var þegar Ísland varð aðili að EES. Meðal afleiðinga af því samkomulagi var gagnkvæm niðurfelling tolla á ýmsum vörum, sem hefði átt að skila sér í kjarabót fyrir neytendur, ekki satt, hver er annars tilgangurinn með svona bandalögum? Nei, aldeilis ekki. Í stað þess að láta neytendur njóta góðs af samningnum var fundið upp “vörugjald” sem klesst var ofan á vöruverðið.

((Ég komst reyndar að þessu þegar ég hafði einu sinni samband (eftir að hafa heimsótt nokkrar tuskubúðir í Kringlunni og fengið ælukast af okrinu sem viðgengst í þeim bransa) við hið ágæta og hjálpsama starfsfólk tollsins í þeim tilgangi að uppgötva hvernig vöruverð verður til á Íslandi. “Vörugjald” hvað þýðir “vörugjald” spurði ég starfsmanninn: “Það varð til þegar við sömdum okkur inn á EES svæðið og felldum niður tolla eða lækkuðum á nokkrum vörum. Þá var sett vörugjald á ýmsar vörur svo ekki yrði þurrð í ríkiskassanum. Oft nefnt í gamni ‘dulbúinn tollur‘”))

Íris Erlingsdóttir

laugardagur, 28. maí 2011

Seinagangur hjá Sjúkratryggingum Íslands

Fyrir 5 vikum síðan fékk ég tölvupóst frá Sjúkratryggingum Íslands þar sem
mér var tilkynnt að ég hefði borgað of mikið fyrir heilbrigðisþjónustu á
árinu 2010 og væri kominn með afsláttarkort og ætti rétt á 1.201 króna
endurgreiðslu. Jafnframt var mér tilkynnt að ef ég ætti reikninga frá
árinu 2010 þá ætti ég að koma með þá niður í Sjúkratryggingar sem og ég
gerði. Þegar ég spurði hvenær endurgreiðslan væri væntanleg þá fékk ég
svarið eftir 2-3 vikur c.a. Núna 5 vikum síðar er ekkert komið. Þegar ég
hringdi í Sjúkratryggingar Íslands eftir hádegi í dag þá var þar afar
pirruð og dónaleg kona fyrir svörum sem sagði að því miður væri ekki
byrjað að vinna úr þeim reikningum sem ég hefði skilað inn og ég þyrfi
gjöra svo vel að bíða bara eins og aðrir. Hún átti von á að ég þyrfti að
bíða allavega í einn mánuð til viðbótar. Ég spyr, er hægt að bjóða
venjulegu fólki uppá svona þjónustu? Ég man þegar ég var krakki þá gat
maður farið niður í Tryggvagötu (fór reyndar ekki einn) og fengið þetta
samdægurs. Hvers vegna er það ekki í boði núna?
Nafnleynd

föstudagur, 20. maí 2011

Rándýr naglalakkseyðir

Ég skrapp í Krónuna á Selfossi um daginn og ætlaði að kippa með mér Lemon
naglalakkseyði. Yfirleitt kostar þetta eitthvað undir 300 krónum í flestum
dagvöruverslunum. Svo kom ég á kassann og þá kom í ljós að þetta kostar í
Krónunni 695 kr! Ég rak upp stór augu og spurði hvort að þetta gæti
staðist og afgreiðslustúlkan jánkaði við því. Ég hætti við kaupin og sá
nákvæmlega sama Lemon naglalakkseyðirinn í Hagkaup, Garðabæ á 350 kr.
Ég veit ekki hvort að það sé svona hátt flutningsgjald á þetta alla
leiðina á Selfoss?
Með bestu kveðju,
BK

þriðjudagur, 17. maí 2011

Okur á lélegum veitingastað

Ég gerði þau mistök fyrir nokkrum vikum að fara á "veitingastaðinn" Yummi Yummi í Smáralindinni. Þarna vorum við mæðgur í verslunarferð og þar sem hungrið fór að segja til sín ákvað sú eldri að fá sér eina með öllu á Bæjarins bestu enda klikkar það aldrei. Litla barninu mínu ætlaði ég að gefa ávaxtamauk úr krukku sem ég hafði keypt í Hagkaupum.
Ég aftur á móti vildi austurlenskan mat og ákvað að prófa Yummi Yummi. Mér fannst heldur dýrt að borga 990 kr. fyrir það sem ég sá vera frekar rýran skammt af núðlum en lét mig hafa það, ég var svo hrikalega svöng.
Ég fer að afgreiðsluborðinu og panta. Bið hann svo um skeið (t.d.plastskeið) svo ég gæti gefið litla barninu mínu að borða, en hana átti hann ekki til. Ég óskaði eftir vatnsglasi, það átti hann ekki til, s.s. glasið, bara einhverja gosdrykki í 1/2 lítra flöskum sem hann seldi dýrt og voru ekki í kæli að ég gæti séð.
Fjandinn hafi það, ég fór og keypti því gos hjá Bæjarins bestu til að skola þessu niður. Svo bíð ég í smá tíma eftir núðlunum.
Ég fæ núðlurnar í boxi, sest niður, fegin að hafa fengið gaffal, sem ég þurfti reyndar að biðja um sérstaklega. Ég opna boxið og við mér blasa núðlur sem hafa POTTÞÉTT verið teknar úr pakkningu úr Bónus, þið vitið þessar pakkanúðlur!! (ég borða svoleiðis stundum heima hjá mér svo ég veit hvað ég var að fá), svo rosalega þurrar og chilikryddaðar að ég gat engan vegin borðað þetta. Ég ætlaði nú heldur betur að skila þessu.
En afgreiðslumanninn/kokkinn var hvergi að sjá þó ég eyddi nokkrum mínútum í að bíða eftir að ég sæi hann til að ná tali af honum. Ég ákvað að ég væri búin að eyða nóg af mínum tíma þarna og fór.
Ég skildi því fjandans boxið eftir opið á borðinu, fullt af núðlum með gafflinum góða sem hafði þjónað því nytsama hlutverki að moka barnamaukinu ofan í svanga litla barnið mitt á meðan ég beið eftir "núðlunum".
Þangað fer ég ALDREI aftur og mun EKKI mæla með þessum stað.
Ég kom við á Bæjarins Bestu við hliðina á þessum stað og fékk mér eina með öllu nema hráum...... Hefði verið fjandans nær að gera það strax.
kv,
Íris

Afslættir á dælulyklum

Ég ákvað að skoða hvort eitthvað olíufélagið væri ekki að bjóða betri kjör til almennings en auðvitað eru þau að bjóða nákvæmlega það sama ... nema fyrir útvalda.

Þarna sérðu myndir af hvað Atlantsolía er að bjóða "völdum vinum sínum". Ég sendi tölvupóst á Atlantsolíu sunnudagskvöldið 15 maí og fékk hringingu frá þeim tilbaka um kl 14 á mánudeginum 16 maí þar sem einhver sölufulltrúi bauð mér að hækka 2 kr afsláttin á dælulyklinum upp í 3 kr sem ég afþakkaði. Benti hann mér þá á að gerast meðlimur FÍB þar sem það mundi borga sig á 3 mánuðum.

Eitthvað hljómaði það ekki rétt þannig að ég fór að reikna. Félagsgjald FÍB er 5820 kr á ári og veitir FÍB dælulykill 4 kr afslátt á öllum stöðvum ásamt 6 kr afslætti á einni stöð. Reiknum því munin á almennum afslætti á dælulykli og þessum 6 kr afslætti á einni stöð sem er 4 kr per líter í þessar 5820 kr sem mundi gera 1455 lítra áður en það fer að borga sig.

Gefum okkur bíl sem eyðir 10 lítrum per 100 km og deilum þessum 1455 lítrum á 3 mánuði sem gerir 485 lítra sem hann vill að ég eyði á einum mánuði ... eða 4850 kílómetra sem hann vill að ég keyri á mánuði til að þetta borgi sig á 3 mánuðum.

Meira að segja harðasta fólk sem keyrir 100 km í vinnu og 100 km heim mundi ekki ná þeirri tölu á mánuði. 200 km per virkan dag * 20 virkir dagar í mánuði (að meðaltali) mundu gera 4000 km á mánuði.

Ekki skrítið að bensínverð sé svona hátt hérna á íslandi ef starfsmennirnir hjá þeim eru svona vel gefnir.
G.E.

sunnudagur, 15. maí 2011

Ódýrt niðurhal á erlendri músík

Ég rakst fyrir tilviljun á þessa netsíðu http://www.mp3vips.com/, en þarna er boðið mun ódýrara download á erlendri músík en almennt gerist. Til samanburðar við Amazon er u.þ.b. 5-6 faldur verðmunur t.d. plata með Sting - The dream of the blue turtles kostar 9$ á Amazon en 1,5$ á mp3vips. Helsti gallinn er sá að vöruframboðið er ekki til jafns á við stóru vefina.
Þekkið þið einhverja aðra svona vefi sem eru jafn ökonomískir?
Með kveðju,
Hergeir Einarsson

Pizzutilboð í húsgagnabúð

Þeir eru með, í húsgagnaverslun (!), tilboð, Eurovision að sjálfsögðu, á pizzuhráefnum, 1990 kall eða svo. Mætti á staðinn og ætlaði að grípa þetta með mér, en datt í hug að leggja saman einingaverðin. Eg gat bara ekki fengið nákvæmt verð, vegna skorts á merkingum, en talan virtist vera á bilinu 16-1700 kall.
"Tilboðið" felst þá í okri, ekki satt?
Kv. Friðrik

fimmtudagur, 12. maí 2011

Símafyrirtæki út í móa með snúru

Snúra í algenga farsíma, svona til að hlaða tækið og flytja gögn yfir í tölvu.
Síminn og Vodafone eru með þetta á 5000 og 4000 krónur.

Símabær í Mjóddinni, er inni hjá Nettó, selur sömu vöru á undir 1700 kr.

Til fróðleiks má geta þess að Amazon selur þetta á um 200 kr ísl.
Fróðlegt þætti mér að sjá hvernig Síminn reiknar sig í 5000 kr.

Nafnlaus

laugardagur, 7. maí 2011

Tannkrem dýrara en rauðvín!

Ég var að kaupa tannkrem á dögunum og tók eftir því að einingarverðið var frá um 4995 krónum á lítrann og upp í 6990 kr/lítra. Sápa held ég að ég megi fullyrða að sé tiltölulega ódýrt innihaldsefni en auk hennar inniheldur tannkrem nú til dags ýmis konar dótarí, svo sem glimmerflögur. Nú skil ég að glimmerflögurnar kosti hvítuna úr auganu og alveg sjálfsagt að neytandinn geti valið um svoleiðis fínerí en jafnvel gamla, venjulega hvíta tannkremið kostar u.þ.b. tvöfalt meira en lítrinn af þokkalegu rauðvíni. Hver ætli sé skýringin?
Kær kveðja,
Selma

PS Þetta var í Krónunni en ég reikna með að verð á tannkremi sé ekki ósvipað annars staðar.

fimmtudagur, 5. maí 2011

Dekk hjá Dekkverki og Byko

BYKO auglýsir í morgun (Fréttablaðið 5. maí) sumardekk til sölu. Algeng stærð, 175/65 X 14, er á kr. 10.290. Mér eru sagðar miður góðar sögur af þessum BYKO dekkjum – sumir segja þau vera framleidd í Kína úr plastafgöngum og uppsópi. Við skulum þó gefa okkur að svo sé ekki og þetta séu vönduð dekk úr vandaðri framleiðslu.

Ég keypti um daginn tvö splunkuný Michelin Energy dekk af þessari stærð. Þau kostuðu 11.500 kr. stykkið hjá Dekkverki í Garðabæ. Ég nýt engra afsláttarkjara þar og þekki ekkert til fyrirtækisins – annað en að ég fer þangað aftur að kaupa dekk!

Vandað dekk úr BYKO af óljósum uppruna og með óþekktu vörumerki á kr. 10.290 eða Michelin Energy á 11.500 kr?

Pétur

mánudagur, 2. maí 2011

Okur á hvítlauk í Nóatúni

Fór í Nóatún í JL húsinu um helgina og ætlaði að kaupa hvítlauk. Hætti snarlega við þegar ég kom á kassann og sá að 250gr. askja kostaði 469 krónur. Þetta er hlutur sem maður grípur með sér og heldur að kosti nú ekki mikið. En 469 krónur fyrir 250 gr. er auðvitað okur dauðans!!!
Kveðja, Bjarni Þór!

miðvikudagur, 20. apríl 2011

Dýrt kaffi hjá N1

Eftir að hafa lesið um kostaboðið á bensíni hjá N1 fór ég að pæla í því að 1 lítri af bensíni kostar nokkurnveginn það sama og einn kaffibolli hjá þeim (sem kostar orðið 220 krónur). Kaffibollinn er nota bene ca 200 ml. Lítrinn af uppáhelltu kaffi kostar þannig hjá þeim u.þ.b. 1100 krónur. Og svo köllum við bensínverðið okur?!?
Held að verð á kaffibolla sé eitthvað svipað á hinum stöðvunum, ekki alveg með þær tölur nákvæmar samt.
En ég veit fyrir víst að N1 fær sitt kaffi á mjöööög lágu verði frá birgja (Kaffitár) og að þeir fá sérmerktu bollana + lok gratís með, sem auglýsingu og spons. Svo ekki liggur kostnaðurinn þar.
Þeir bjóða reyndar uppá svona "ársbolla-kort", sem lækkar verðið pr. bolla allverulega (lækkar stöðugt við hverja áfyllingu, en er að sjálfsögðu hreinn gróði fyrir N1 sé það lítið notað af viðkomandi, rétt eins og gamla sagan af árskortum líkamsræktarstöðvanna).
En samt...
Gestur

miðvikudagur, 13. apríl 2011

"Kostaboð" hjá N1

N1 opnaði nýja sjálfsafgreiðslu bensínstöð í gær við Ásvelli í Hafnarfirði og auglýsti 10 kr. afslátt pr. líter í gær frá kl. 15. Ákvað að nýta mér þetta "kostaboð" fyrir báða bílana á heimilinu, reif tæplega 20 þúsund kr. úr veskinu til að fylla. Stórt skilti við stöðina merkt -10 kr og merkt verð á dælu var 234.4 kr. pr. líter á bensíni.

Í stuttu máli þá skilaði þessi "afsláttur" sér ekki á hvorugann bílinn. Hafði samband við N1 sem bauðst í fyrstu til að bæta mér í formi punkta á N1 korti sem ég þáði ekki. Þá var mér boðið að fá 6 kr afslátt þar sem þau sögðust hafa verið búinn að gefa 4 kr. afslátt sennilega fundist það duga þar sem aðrar stöðvar hækkuðu um c.a. 4 kr. fyrr um daginn - kannski er ég einfaldur en hélt að afslátturinn ætti að vera frá verði á dælu???

Ég á von á því að það verði bið á því að ég trúi því að N1 standi við næsta "kostaboð" og hugsi með mér "If it's too good to be true, it probably is".

Góð kveðja
Magnús

Ömurleg þjónusta Símans

Ég hef smá sögu að segja með viðskipti við Símann.
Flutti mig til þeirra í janúar byrjun og keypti ákveðna nettengingu hjá þeim sem kostar 6290 kr og er með 60 GB.
Síðan þegar maður fer yfir hana stoppar hún ekki og maður neyðist til að kaupa 10 GB í viðbót sem kosta 1600 kr og var mér ekki sagt frá þessu og kemur þetta aftan að manni og er ekki hægt að stoppa þetta af því þetta er bara svona.
Ömurleg þjónusta,
Þórhallur Matthíasson

miðvikudagur, 6. apríl 2011

Hvernig netið getur hjálpað neytenda í vanda - Korkparket

Ég keypti korkparket hjá Þ. Þorgrímsyni í Ármúla og eftir 3 mánuði þá sá ég að eitthvað mikið var að. Allt lakk undir skrifstofustól var farið og gólfið rispað eins og 20 ára gömlu parketi. Þegar ég kvartaði þá vildu þeir ekkert gera annað en að láta mig fá fötu af lakki og ég átti að redda þessu sjálfur. Ég fór til útskurðarnefndar um neytendarmál hjá neytendarstofu og hún sendi fagmann til að meta parketið og síðan gerðu þeir þessa flottu skýrslu og allt mér í hag. Þ.Þorgrímson vildi ekkert gera eftir þetta og eftir umhugsun hvað ég ætti að gera, t.d að fá mér lögfræðing, þá datt mér þetta snallræði í hug og stofnaði heimasíðuna korkparket.is, þar sem þetta lén var laust og setti skýrsluna þar og smá texta með. Þar koma skýrt fram öll málsatvik.
Núna situr Þ.Þorgrímsson uppi með þessa síðu og þeir sérhæfa sig í að selja korkparket. Þessi síða verður þýdd á ensku og síðan send til framleiðandans svo hann sjái hverskonar umboðsmann hann er með.
Svona getur netið hjálpað manni.
Endilega lesið skýrsluna og sjáið hverskonar fyrirtæki Þ.Þorgrímsson er gagnvart neytendu.
Kv. Albert Sveinsson
ps. Síðan er ennþá í vinnslu en hún skilar sínu.

mánudagur, 28. mars 2011

Ódýr gleraugu á netinu

Eins og flestir vita, þá eru gleraugu á Íslandi mjög dýr. Þar sem ég þarf gleraugu, þá fór ég í 2 gleraugnaverslanir í RVK, og það ódýrasta sem ég fann, glært gler, og ljót umgjörð - og verðið = 25.000.
Þá að sjálfsögðu stökk ég á netið googlaði - prescription eyeglasses, og upp kom mikið úrval af ódýrum gleraungabúðum.
Þar lagði ég inn pöntun, valdi umgjörð, setti inn upplýsingar af recepti mínu - og bað um gleraugu sem dekkjast í sólgleraugu, þegar sól er.
Er búin að fá gleraugun, og allt stóðst.
Eini aukakostnaður var virðisauki (um 3500 krónur).
Þannig að heildarkostnaður var um 15.000 krónur með virðisauka og flutningi.
Hér er tengill á þau gleraugu sem ég keypti,og þau dekkjast í svart.

http://www.goggles4u.com/detail.asp?Pid=47478

Einnig eru ódýrar verslanir í Evrópu. Googla bara, prescription eyeglasses - eða prescription sunglasses.

Þetta er einnig mun ódýrara en í fríhöfninni.

Varðandi recept, þá er mikilvægt að augnlæknir setji einnig inn PD gildi á receptið - það er fjarlægð milli augasteina. Þetta er yfirleitt autt - og gleraugnabúðir mæla þetta - en læknirinn á að setja þetta inn.

Dóri

Okurverð á Dóru fiskabúrum í Dýraríkinu

Ég fór í Dýraríkið um helgina og varð frekar hissa þegar ég sá Dóru fiskabúr á uppsprengdu verði miðað við hvað er hægt að kaupa þetta á t.d á Amazon.com
Í kjölfarið bloggaði ég um það, en það er hægt að lesa bloggið hér http://www.barbietec.com/subpage2.php?BloggID=3353

En þeir eru að selja:

4 gallon Dóru búr á 19.653 kr. sem kostar 53$ á Amazon
2 gallon Dóru búr á 15.095 kr. sem kostar 24$ á Amazon

Ef við reiknum gróflega gengið (x116) þá erum við að tala um
19.653 kr. - 6.148 kr. = 13.505 kr. mismun!
15.095 kr. - 2.784 kr. = 12.3011 kr. mismun!

Kær kveðja,
Sigrún Þöll

sunnudagur, 27. mars 2011

Krónan - verðmerkingar í rugli


Verðmerkingarnar í Krónunni hafa stundum verið til umræðu hér, og ekki af góðu. Þær mættu vera mun betri. Í gær í Krónunni í Mosfellsbæ rak ég augun í þessar ristuðu kókosflögur í ágætri heilsudeild. Eins og sjá eru verðmerkingarnar í rugli. Sama vara er merkt á tvo vegu, hlið við hlið:

Himnesk Hollusta Kókosfl - 1356 kg - 339 kr.

Himn. Hollus Ristaðar kóko - 1796 kg - 449 kr.

Nú tímdi ég að kaupa þetta á 339 kall en ekki á 449 kall, en þar sem ég nennti ekki því veseni að komast til botns í málinu ákvað ég bara að sleppa þessu alveg. Lélegar merkingar eru því bæði vont mál fyrir framleiðslufyrirtækið og búðina.

Vanda sig! Það getur varla verið svona erfitt að hafa þetta í lagi.

Dr. Gunni

föstudagur, 25. mars 2011

Ódýrara á icelandicmusic.com en tonlist.is

Ég hef nú aldrei skrifað hingað áður en fljótt á litið er þetta svo óeðlilegt að ég varð að senda þetta inn.
Þannig er að ég bý erlendis og get keypt ótakmarkaðan aðgang að tónlist hér fyrir tæpar 900 ISK. á mánuði, þar er einnig innifalið eitthvað af íslenskri tónlist.
Nú í tilefni þess að þeir hjá Stef vilja leggja einskonar "Stefgjöld" á internettengingar Íslendinga kíkti ég til gamans á tonlist.is til að skoða verðin þar og síðan "systur" síðu þeirra icelandicmusic.com, sem virðist vera þýdd útgáfa af íslensku síðunni.
Fljótt á litið er síðan nákvæmlega eins en svo rak ég augun í að upphæðin sem vafrarar staddir erlendis borga fyrir tónlist er 20-30% lægri en er uppgefið verð fyrir Íslendinga.
Sem dæmi kostar vinsælasta lagið á tonlist.is Ísabella með Bubba Morthens 149 ISK en $0.99 á icelandicmusic (115 ISK), vinsælasta platan Kimbabve með Retro Stefson kostar 1599 ISK á tonlist.is en $9.99 a icelandicmusic (1150 ISK).
Það væri fróðlegt að vita hvort það sé einhver eðlileg skýring á þessum verðmun.
Að lokum sé ég að eins mánaðar aðgangur að ótakmarkaðri íslenskri tónlist á icelandicmusic kostar $14.90 (1711 ISK). Á tonlist.is kostar sami aðgangur kr. 1995.
kv.
Nafnlaus

miðvikudagur, 23. mars 2011

Vesen með bakflæðistöflur

Fór til heimilislæknisins vegna bakflæðis og meltingartruflana. Hann skrifar resept á Omeprazol Actavis sem eru 20 milligröm. Borga um fjögur þúsund kr, ok þetta eru 56 töflur. Þegar ég opna pakkninguna er bara ál, þarf á beittuum hníf til að opna fyrir hvert hilki. Hlægilegt, þeir eyða fullt af peningum í pakkningar. Þegar mér loks tekst að opna vantar pillur í pakkninguna! Yes, er að segja sanleikann, það voru 3 hólf tóm. Ótrúlegt og ég veit ekki hvað á að segja, eina orðið er SKÖMM. Eyða peningum í álpakkningar fyrir hvert hilki sem er erfitt að opna (þarf hníf eða skæri) og svo vantar í pakkann. Er orðlaus að þetta sé hægt í dag. Verum vakandi neytendur, annars er létt að fara með okkur eins og hálfvita.
SS

föstudagur, 18. mars 2011

Dýrt kók í Pólís

Ég fór í dag í verslunina Pólís í Skipholtinu til þess að kaupa 2. lítra kók.
2. lítra kók í sjoppunni kostar 450 kr. Kannski er það svona dýrt því ég fékk plastpoka með (var komið gat á hann þegar ég kom heim. Ég hoppaði beint upp í bíl með kókið í pokanum, þannig að ekki var það hnjask sem skemmdi fína hvítglæra pokann).
Ég fattaði hvað ég eyddi í þetta kók þegar ég kom heim, og mig langaði mest til að skila því. Okurbúlla!
Til gamans, þá sá ég fagmannlega útprentaðan miða í hillunni í sjoppunni sem tekur fram að ekki sé hægt að borga með debetkorti sé upphæðin undir 300 kr. Why even bother?
Kv,
Nafnlaus

Munur á verði "gardínurúlla"

Ég þurfti að kaupa gardínurúllur (curtain gliders á ensku, plastdót sem fer í gluggatjalda-brautir (z-brautir)). Fór í Vogue, fékk þar pakka með 100 stk á 1500 kr. Ég þurfti svo að kaupa fleiri rúllur núna í vikunni og fór þá í Z brautir þar sem pakki með 100 stk kostaði aðeins 705 kr. Ég hef reyndar fengið mjög góða þjónustu á báðum stöðum en fannst þetta mikill verðmunur.
Kv, Hulda

fimmtudagur, 17. mars 2011

Dýr flakkari í Eldhafi

Var að skoða flakkara hér á Akureyri og var næstum því búin að kaupa mér einn í Eldhaf á Glerártorgi (sem er með umboð fyrir Apple) á 22.990kr. Ákvað að skoða betur í Tölvulistanum og fann alveg eins flakkara á 12.900kr.

Sami flakkari:

WD Elements 1 TB/To er á 12.990kr. í Tölvulistanum, en er á 22.990kr. í Eldhaf.
WD Elements 2 TB/To er á 21.990kr. í Tölvulistanum, en er á 34.990kr. í Eldhaf.

Kveðja, Karen.

miðvikudagur, 16. mars 2011

Bónus oftast lægst í verðkönnun ASÍ

Nýjasta verðkönnun ASÍ er komin á netið. Niðurstöðurnar eru svipaðar og vanalega, Bónus oftast lægst (Kostur næst oftast), en Samkaup-úrval hæst.

N1 og bílavarahlutaverzlanir

Ég vil sýna fram á okrið sem viðgengst hjá N1 (Bíldshöfða, gamla Bílanaust). Nú stendur þetta fyrirtæki ansi tæpt og verðin eru löngu komin upp fyrir alla hófsemi í álagningu.

Fyrra verðdæmið er aðal-ljósaperur í bíl (t.d. H4, H7). Þessar perur voru i kringum 3500 kr. í Bilanaust (stk.), en um leið og við fórum í t.d. ET vörubila þá var möguleiki að fá perurnar á í kringum 800 kr. stk. (Báðar perur eru frá Osram, svo sama tegund hér).

Seinna verðdæmið er að ég keypti dempara i Mercedes Benz sem eg á, verðið sem ég fekk uppgefið hjá Bílanaust var 15 þús kr. stykkið, en svo skrapp ég í Bíla-Doktorinn (nýlegt verkstæði sem er að flytja inn varahluti og gera við Benza). Þar fékk ég þá báða saman á 17 þús. kr.
Semsagt næstum helmingi ódýrara.

kv. Hlynur Stefánsson

Ódýr ís í 10-11!!!

Langar bara að vekja athygli á einu. Fer stundum sérferð í 10/11 til að kaupa ís.
Ekki það að 10/11 sé ódýrasta búllan í bænum en þar er seldur ís frá Kjörís í
nokkrum bragðtegundum; bananasprengju, tromp, konfekt og piparmyntuís. Mig minnir að dollan sé á 290 kr til eða frá sem er nokkuð gott fyrir ís og það í 10/11. Það er ekki eins og þetta sé e-ð tilboð hjá þeim, þetta verð er búið að vera síðan allavega í sumar. Ég er sko með puttana á ísnum ;)
Var svo stödd í ísbúðinni Ís-landi um helgina og rak þar augun í nákvæmlega sama ísinn í dollu á 700 krónur. Ok, en mér finnst þetta alveg muna slatta, verð ég að segja, og mig munar alveg um aurana mína. Maður fær því 2 dollur á sama verði og ein í Ís-landi. Er þetta ekki aðeins of mikið?
Kv. Ís-Hildur :)