miðvikudagur, 13. apríl 2011

"Kostaboð" hjá N1

N1 opnaði nýja sjálfsafgreiðslu bensínstöð í gær við Ásvelli í Hafnarfirði og auglýsti 10 kr. afslátt pr. líter í gær frá kl. 15. Ákvað að nýta mér þetta "kostaboð" fyrir báða bílana á heimilinu, reif tæplega 20 þúsund kr. úr veskinu til að fylla. Stórt skilti við stöðina merkt -10 kr og merkt verð á dælu var 234.4 kr. pr. líter á bensíni.

Í stuttu máli þá skilaði þessi "afsláttur" sér ekki á hvorugann bílinn. Hafði samband við N1 sem bauðst í fyrstu til að bæta mér í formi punkta á N1 korti sem ég þáði ekki. Þá var mér boðið að fá 6 kr afslátt þar sem þau sögðust hafa verið búinn að gefa 4 kr. afslátt sennilega fundist það duga þar sem aðrar stöðvar hækkuðu um c.a. 4 kr. fyrr um daginn - kannski er ég einfaldur en hélt að afslátturinn ætti að vera frá verði á dælu???

Ég á von á því að það verði bið á því að ég trúi því að N1 standi við næsta "kostaboð" og hugsi með mér "If it's too good to be true, it probably is".

Góð kveðja
Magnús

9 ummæli:

  1. Afsakið en hvað var að því að þiggja punktana sem eru ígildi krónu hver og leiðrétta klúðrið?
    Var þörfin til að pósta á Okursíðuna bara sterkari? (hvernig spyr ég)

    SvaraEyða
  2. Er ekki eðlilegt að N1 standi við auglýst tilboð ?

    SvaraEyða
  3. Nafnlaus nr.1 Ég sé mikið að því að þiggja punktana, ALLT sem fæst hjá N1 er mikið dýrara enn á flestum öðrum stöðum. Værir þú til í að fá hluta launa þinna í punkum hjá N1 ??? Nei ég held ekki.

    SvaraEyða
  4. Nafnlaus nr. 3, þú getur keypt bensín fyrir punktana.

    SvaraEyða
  5. Mun ódýrara hjá Orkunni :)

    SvaraEyða
  6. Hvaða kjánaskapur er þetta? Auðvitað á N1 að standa við auglýst tilboð en ekki að breyta því eftir á og bjóða upp á einhvers konar inneign.

    SvaraEyða
  7. Auglýstur afsláttur á að standa.
    Ef menn klikka á því, þá eiga þeir að laga það.

    Punktar eru ekki peningar.

    SvaraEyða
  8. Þetta er bara lélegt hjá N1 og ekkert annað. Hefði sjálfur heldur ekki þegið punktana.

    SvaraEyða
  9. Glæsileg tilboð. Þetta hljómar eins og að láta taka sig í görnina og fá svo plástur á meiddið. -Er hægt að komast lægra í niðurlægingu?

    SvaraEyða