fimmtudagur, 29. september 2011

Garðsapótek oftast ódýrast

Garðsapótek við Sogaveg var oftast með lægsta verðið á lausasölulyfjum þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í apótekum landsins mánudaginn 26. september. Árbæjarapótek Hraunbæ var hins vegar oftast með hæsta verðið í könnuninni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ASÍ.

Þar kemur fram að verðmunur á lausasölulyfjum hafi verið frá 23% upp í 93%, en í flestum tilvikum var munur á hæsta og lægsta verði 30 til 60%.

Kannað var verð á 36 algengum lausasölulyfjum, sem eru seld án lyfseðils. Farið var í apótek víðsvegar á landinu en Ólafsvíkurapótek neitaði þátttöku í könnuninni. Lægsta verðið var oftast að finna hjá Garðsapóteki Sogavegi eða í 20 tilvikum af 36. Hæsta verðið var oftast hjá Árbæjarapóteki Hraunbæ sem reyndist dýrast í 20 tilvikum af 36.

Mesti verðmunurinn í könnuninni að þessu sinni var á verkjalyfinu Panodil (500 mg. 30 stk.) var það dýrast á 654 kr. hjá Austurbæjarapóteki Ögurhvarfi og ódýrast á 339 kr. hjá Apótekinu á Akureyri, sem er 315 kr. verðmunur eða 93%. Forðatöflurnar Duroferon (100 mg. 100 stk.) voru dýrastar á 931 kr. hjá Lyf og heilsu Reykjanesbæ en ódýrastar á 490 kr. hjá Garðsapóteki Sogavegi sem er 90% verðmunur. Rennie töflur fyrir bakflæði (96 stk. í pakka) voru dýrastar á 2.332 kr. hjá Lyf og heilsu en ódýrastar á 1.289 kr. hjá Garðsapóteki sem er 81% verðmunur.

Af öðrum algengum lausasölulyfjum má nefna að nikótínlyfið Nicorette fruitmint í 210 stk. pakkningu var dýrast á 5.415 kr. hjá Lyf og heilsu Reykjanesbæ og ódýrast á 4.390 kr. hjá Lyfjaborg Borgartúni sem er 1.025 kr. verðmunur eða 23%. Frunsukremið Vectavir var dýrast á 1.802 kr. hjá Árbæjarapóteki Hraunbæ og ódýrast á 1.240 kr. hjá Garðsapóteki Sogavegi sem var 45% verðmunur.

Birtist fyrst í DV.

þriðjudagur, 27. september 2011

Vibram Fivefingers íþróttaskórMig langar að benda fólki á að á Ebay er hægt að gera góð kaup í Vibram Fivefingers skónum, hægt að fá þá á sirka 70 dollara (ekkert flutningsgjald). Ég pantaði um daginn, fékk þá á tveim vikum og heildarverðið með tollum og vsk-i kringum 12 þúsund krónur. Borgað með PayPal. Verslunin var sögð staðsett í Hong Kong, en varan kom frá Kína.

Uppgefið verð í Ölpunum (alparnir.is) daginn sem ég pantaði var í kringum 29 þ. kr.

Þetta verð er reyndar einkennilega lágt, sýndist það vera u.þ.b 40 – 60 dollurum lægra en ef pantað er frá verslunum í Bandaríkjunum ... um að gera að nota þetta.

Kveðja, Hlaupari

mánudagur, 19. september 2011

Maðkur í mysunni hjá verkstæði Ormsson

Gamla góða þvottavélin mín bilaði, tromlan var hætt að snúga sér. Maðurinn minn fór með hana á verkstæðið hjá Bræðrunum Ormsson, hann náði svo í hana 15.sep. og mikið hlakkaði ég til að fara að þvo, enda búin að vera biluð í viku (þvottavélin þ.e.a.s. - innskot síðuhaldara). Nema hvað, ég opna fyrir vatnsinntakið og vatnið fer strax að dæla inn á vélina og ekki kveikt á vélinni, nú svo sé ég að hún lekur og svo slær hún út. Ég lét manninn minn opna vélina að aftan, þá sjáum við það að inntakið fyrir vatnið er allt laust og vatn lekur bara niður.

Þetta var ekki að þegar við sendum hana í viðgerð. Maðurinn minn hringdi í þá og sagði þeim frá þessu, svo varð hann bara kjaftstopp því sá sem svaraði í símann sagði að þetta væri honum að kenna hún hafi örugglega dottið í bílnum, hann benti á að svo hafi ekki verið og að þetta væri inn í lokaðri vélinni. Þú getur bara sjálfum þér um kennt sagði maðurinn, við tökum ekki ábyrgð á þessu. Þú getur bara komið með hana til okkar aftur og við kíkt á hana.

Bræðurnir Ormsson verkstæði er þjónustufyrirtæki. Ég mun aldrei aftur kaupa AEG þvottavél né neinar aðrar vörur hjá þessu fyrirtæki ef þetta er stefna þess að viðskiptavinurinn sé núll og nix.

kv. Íris Edda Jónsdóttir

VR lækkar vexti, en bara á nýjum lánum

Mig langar bara að velta upp spurningunni um réttlæti hjá VR, sem
stendur nú fyrir "virðing - réttlæti". Lífeyrissjóðurinn var um daginn
að lækka vexti á nýjum lánum, en vextir á gömlu lánunum sem fólk er
búið að borga af lengi og hafa hækkað glæpsamlega á síðustu árum eftir
hrun munu haldast óbreyttir! Er það allt "réttlætið"?

http://www.live.is/sjodurinn/frettir/nr/838

bestu kveðjur,
GE

sunnudagur, 18. september 2011

Varið ykkur á 365 miðlum

Í siðasta mánuði sagði ég upp áskriftinni minni að Fjölvarpinu. Ástæðan var mjög algengar digital truflanir (jafnvel á 5 – 10 sekúntna fresti) auk þess sem einstakar rásir voru að detta út í 2 – 3 tíma og upp í nokkra sólarhringa, sem er mjög pirrandi sérstaklega þegar það gerist í miðri bíómynd.

Ég skilaði myndlyklinum til Vodafón og hringdi í 365 og sagði upp áskriftinni. Þetta var 20. Júlí og mér var sagt að krafan fyrir ágúst væri farinn frá þeim til VISA og þeir gætu ekki stoppað hana.

Ég hafði samband við þjónustufulltrúa hjá Landsbankanum og bað um að krafan yrði stöðvuð. Það var einhverjum vandkvæðum bundið svo þjónustufulltrúinn ráðlagði mér að láta þessa kröfu fara í gegn og fá hana síðan endurgreidda hjá 365 í ágúst.

Ég hringdi svo í 365 um miðjan ágúst, en nei. Þjónustufulltrúinn sagði „hvað veit ég nema þú sért með annan afruglara“. Ég bað hann að kíkja á það hjá sér í tölvunni hvort ekki væri búið að loka áskriftinni minni og sagði hann svo vera en fór svo að tala um skilmála. Það yrði að segja upp áskriftinni fyrir 11. dag mánaðar. Ég reyndi að finna skilmálana frá því ég gerði samning um áskriftina árið 2004, það eru auðvitað þeir skilmálar sem gilda, en fann ekki.

Hafði aftur samband við þjónustufulltrúa hjá Landsbankanum til að freista þess að hindra að greiðslan færi til 365. Þjónustufulltrúinn, Guðrún heitir hún, kunni engin ráð en bauðst til að hringja til VISA og kanna málið. Hún hringdi í mig nokkrum mínútum síðar og sagði að hún hefði strax fengið þau svör að þetta væri ekki hægt og sagði að hjá VISA væri auðheyrt að þetta vandamál með 365 væri vel þekkt. Það eru því líkur á að ég þurfi að sæta því að borga 365 fyrir þjónustu sem ég get ekki og vil ekki nota. Þó að þessi 5000 kall skipti litlu máli þá er það skítt að fyrirtæki beiti svona bolabrögðum gagnvart viðskiptavini til margra ára.

Ég keypti áskrift að sambærilegum stöðvapakka frá Skjáheimi (Skjáreinn og síminn) á sama verði og Fjölvarpið (áskrift + myndlykill), þrátt fyrir að hjá Skjáheimi fæ ég miklu fleiri stöðvar og allar helstu stöðvar með seinkunarrás(+). Og þvílíkur munur á myndgæðum enda sent í gegnum símalínu meðan Fjölvarpið fer í gegnum loftnet.

Svona stöðvapakkar, þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi, eru nauðsyn á hverju heimili. Munið bara að kaupa hann ekki hjá 365, þið munuð sjá eftir því.

Kv/Ásbjörn.

miðvikudagur, 14. september 2011

Geðveikar appelsínur í KostiKostur er uppáhaldsbúðin mín. Ekki af því það sé ódýrasta búðin heldur af því úrvalið er svo æðislegt (ég biðst afsökunar, en kjafturinn á mér er Kani). Sullenberger og félagar eru farnir að flytja inn grænmeti og ávexti beint frá háklassa díler í New York. Þetta er gargandi ferskt og meiriháttar og oftast í mikilli andstöðu við það þreytta stöff sem annars er oft í boði hérna. Mér finnst skárra að borga fyrir hágæða grænmeti og ávexti, en að kaupa ódýrt og enda með að henda.

Nú er í gangi geðveikur díll á appelsínum í Kosti, 1.8 kílóa poki á 298 kr. Þetta eru líka æðislegar appelsínur – Booth Ranches premium oranges frá Kaliforníu. Ótrúlega ferskar og djúsí. Ég kreisti úr tveim og er kominn með eitt glas af besta appelsínusafa sem ég hef smakkað.

Þetta var ekki til um daginn svo ég keypti appelsínur í Bónus í staðinn. Skar eina í sundur og byrjaði að kreista en það kom bara ekki neitt! Segir ýmislegt um ferskleikann.

Jæja, má ekki vera að þessu - þarf að fara að kreista!
Dr. Gunni

þriðjudagur, 13. september 2011

Brjálæðisleg verðlagning á legum

Um er að ræða hliðarlegur í Patrol afturdrif. Það þarf tvær legur og hver lega samanstendur af tveimur hlutum: Kón númer 17831 og legu númer 17887.

Eitt sett (kónn + lega) af Timken legum hjá Fálkanum kostar c.a. 29.000,- eða c.a. 58.000,- bæði settin. (hjá Poulsen NSK legur 27.000,- eitt sett) Með því að slá inn númerin á legunum og kónunum í E-bay fengust upp sömu Timken legurnar nýjar. Þar kostuðu báðar legurnar og báðir kónarnir 96,28 USD eða 11.331,- Þarna vantar auðvitað inn í öll aðflutningsgjöld, vsk og tolla en þetta eru litlir og léttir hlutir. Munurinn er allt of mikill til að skýrast af einhverjum mismunandi markaðssvæðum. Þetta er einfaldlega brjálæðisleg verðlagning.

Kv.
Óskar

mánudagur, 12. september 2011

Viper app og þú hringir frítt


Langaði til að benda fólki á app (snjallsímaforrit) sem hægt er að fá fyrir Iphone og Android sem heitir Viber. Eftir að þú installar Viber í símann þinn getur þú hringt í hvaða farsíma sem er í heiminum sem einnig er búinn að installa Viber hjá sér.
Eina sem Viber krefst er að báðir aðila séu annaðhvort tengdir við þráðlaust net eða 3G.

Eftir að appinu er installað sérðu strax í símaskránni hjá þér í símanum hvaða aðrir eru með Viber installað og sértu á þráðlausu interneti eða tengdur við 3G geturðu hringt frítt hvort sem þú þarft að hringja til Kópavogs eða Nýja Sjálands, frítt fyrir báða aðila.

Vert er þó að taka fram að notkun á 3G er ekki ókeypis hjá símafyrirtækjunum og svona símtal gegnum Viber eyðir gagnamagni líkt og Skype gerir.

Þannig í sjálfu sér kostar þetta smáveigs ef þú ert að nota þetta gegnum 3G. Sértu á þráðlausu interneti er alveg óhætt að tala eins mikið og þú vilt þar sem þetta hefur mjög lítið áhrif á niðurhalið á internettengingunni hjá þér en símafyrirtækin skaffa fólki yfirleitt ekki nema um 5mb á dag í 3G notkun. Þannig mæli ég frekar með þráðlausu interneti fyrir þetta svo símtalið sé alveg frítt.

Appið heitir sem fyrr segir Viber og má nálgast fyrir Iphone og Android á http://viber.com/

Ef sem flestir taka sig til og installa þessu hjá sér þá getum við í sameiningu sparað kostnað varðandi farsímanna. Þetta sama forrit virkar eins líka fyrir SMS, sendir SMS með þessu frítt hvert sem er um hnöttinn.

Kveðja,
GÁ - Tæknifrík ;)

laugardagur, 3. september 2011

Körfuboltaskór á okurprís

Sem oft og áður hef ég verið að leita að körfuboltaskóm fyrir börnin,
og iðulega verið með í maganum síðustu missiri yfir verðinu á þessum skóm.
Nú er engin undartekning. Nema að ég er svo rasandi yfir verðlagningunni hjá sportvöruverslunum, eftir að ég kíkti aðeins á netið og birti hér eitt dæmi!

Ath þetta okur á við alla skó og týpur samkv. stuttu rápi á netinu.

okrið: http://www.utilif.is/vorur/skor/korfuboltaskor/nr/648

Ljósið: http://www.sportsdirect.com/nike-overplay-vi-mens-159075?colcode=15907503

Finnst ekki skipta máli hvort er talað um net-tilboð eða annað.
Þá geta þetta allir.

Kv.
Stefán

fimmtudagur, 1. september 2011

Húsasmiðjan okrar á berjatínum

Aðal uppskerutími ársins er þessa dagana og þ.á.m. berjum. Ég er með sumarbústaðakot í Borgarfirðinum og þar er talvert af berjum sem ég hef verið að tína á hverju ári. Nú er svo komið að barnabörnin eru farin að tína líka og þá vantaði mig berjatínu.

Ég fór í Húsasmiðjuna og þar kostar sú gamla góða með taupoka 3700.- og ný gerð úr plasti 2400.-.

Mér fannst það full dýrt þannig að ég gekk út.

Fór í morgun í Fjarðarkaup og þar kostaði samskonar tínur 1900.- með taupokanum og 1200.- þessi úr plastinu.

Nú spyr ég: Er þetta hægt? Er þetta það sem Húsasmiðjan er að auglýsa?

Með Kveðju,
Jónas Marteinsson

Dýrasta Pepsí í heimi?

Ég var á ferð um Snæfellsnesið í sl. viku. Renndi inn í Ólafsvík seint um kvöld og kom við í Söluskálanum Ó.K. á leiðinni á tjaldstæðið. Þar kostaði 2l Pepsi 520 kr! Það er ekki nærri því svona dýrt í okurbúllunni N1. Kvöldið áður var 2l Pepsi keypt á 198 kr í ónefndri verslun. Nóttin á tjalstæðinu var ódýrari, 500 kr. á manninn.
Með kveðju,
Unnar