miðvikudagur, 20. apríl 2011

Dýrt kaffi hjá N1

Eftir að hafa lesið um kostaboðið á bensíni hjá N1 fór ég að pæla í því að 1 lítri af bensíni kostar nokkurnveginn það sama og einn kaffibolli hjá þeim (sem kostar orðið 220 krónur). Kaffibollinn er nota bene ca 200 ml. Lítrinn af uppáhelltu kaffi kostar þannig hjá þeim u.þ.b. 1100 krónur. Og svo köllum við bensínverðið okur?!?
Held að verð á kaffibolla sé eitthvað svipað á hinum stöðvunum, ekki alveg með þær tölur nákvæmar samt.
En ég veit fyrir víst að N1 fær sitt kaffi á mjöööög lágu verði frá birgja (Kaffitár) og að þeir fá sérmerktu bollana + lok gratís með, sem auglýsingu og spons. Svo ekki liggur kostnaðurinn þar.
Þeir bjóða reyndar uppá svona "ársbolla-kort", sem lækkar verðið pr. bolla allverulega (lækkar stöðugt við hverja áfyllingu, en er að sjálfsögðu hreinn gróði fyrir N1 sé það lítið notað af viðkomandi, rétt eins og gamla sagan af árskortum líkamsræktarstöðvanna).
En samt...
Gestur

miðvikudagur, 13. apríl 2011

"Kostaboð" hjá N1

N1 opnaði nýja sjálfsafgreiðslu bensínstöð í gær við Ásvelli í Hafnarfirði og auglýsti 10 kr. afslátt pr. líter í gær frá kl. 15. Ákvað að nýta mér þetta "kostaboð" fyrir báða bílana á heimilinu, reif tæplega 20 þúsund kr. úr veskinu til að fylla. Stórt skilti við stöðina merkt -10 kr og merkt verð á dælu var 234.4 kr. pr. líter á bensíni.

Í stuttu máli þá skilaði þessi "afsláttur" sér ekki á hvorugann bílinn. Hafði samband við N1 sem bauðst í fyrstu til að bæta mér í formi punkta á N1 korti sem ég þáði ekki. Þá var mér boðið að fá 6 kr afslátt þar sem þau sögðust hafa verið búinn að gefa 4 kr. afslátt sennilega fundist það duga þar sem aðrar stöðvar hækkuðu um c.a. 4 kr. fyrr um daginn - kannski er ég einfaldur en hélt að afslátturinn ætti að vera frá verði á dælu???

Ég á von á því að það verði bið á því að ég trúi því að N1 standi við næsta "kostaboð" og hugsi með mér "If it's too good to be true, it probably is".

Góð kveðja
Magnús

Ömurleg þjónusta Símans

Ég hef smá sögu að segja með viðskipti við Símann.
Flutti mig til þeirra í janúar byrjun og keypti ákveðna nettengingu hjá þeim sem kostar 6290 kr og er með 60 GB.
Síðan þegar maður fer yfir hana stoppar hún ekki og maður neyðist til að kaupa 10 GB í viðbót sem kosta 1600 kr og var mér ekki sagt frá þessu og kemur þetta aftan að manni og er ekki hægt að stoppa þetta af því þetta er bara svona.
Ömurleg þjónusta,
Þórhallur Matthíasson

miðvikudagur, 6. apríl 2011

Hvernig netið getur hjálpað neytenda í vanda - Korkparket

Ég keypti korkparket hjá Þ. Þorgrímsyni í Ármúla og eftir 3 mánuði þá sá ég að eitthvað mikið var að. Allt lakk undir skrifstofustól var farið og gólfið rispað eins og 20 ára gömlu parketi. Þegar ég kvartaði þá vildu þeir ekkert gera annað en að láta mig fá fötu af lakki og ég átti að redda þessu sjálfur. Ég fór til útskurðarnefndar um neytendarmál hjá neytendarstofu og hún sendi fagmann til að meta parketið og síðan gerðu þeir þessa flottu skýrslu og allt mér í hag. Þ.Þorgrímson vildi ekkert gera eftir þetta og eftir umhugsun hvað ég ætti að gera, t.d að fá mér lögfræðing, þá datt mér þetta snallræði í hug og stofnaði heimasíðuna korkparket.is, þar sem þetta lén var laust og setti skýrsluna þar og smá texta með. Þar koma skýrt fram öll málsatvik.
Núna situr Þ.Þorgrímsson uppi með þessa síðu og þeir sérhæfa sig í að selja korkparket. Þessi síða verður þýdd á ensku og síðan send til framleiðandans svo hann sjái hverskonar umboðsmann hann er með.
Svona getur netið hjálpað manni.
Endilega lesið skýrsluna og sjáið hverskonar fyrirtæki Þ.Þorgrímsson er gagnvart neytendu.
Kv. Albert Sveinsson
ps. Síðan er ennþá í vinnslu en hún skilar sínu.