fimmtudagur, 31. desember 2009

Okur í 10-11 og Pétursbúð

Okkur sárvantaði hrísgrjón og við búum mitt á milli 10-11 og Pétursbúðar. Við förum alltaf útí Pétursbúð eftir að hafa farið í 10-11 um daginn og ætlað að kaupa hvítlauk. Þeir áttu bara hvítlauk í neti 4 saman. Og fyrir 4 hvítlauka ætluðu starfsmenn 10-11 að rukka okkur um 529kr!!! Þvílíkt okur. Þannig að nú ákváðum við að fara í Pétursbúð til að kaupa hrísgrjón. Fyrir valinu var það sem ódýrast var miðað við magn og það var Tilda Basmati hrísgjrón í pokum. Það kostaði 859kr!! Ég hélt að hrísgrjón væru nú ekki svona dýr en það er víst. Held að við munum gera allt til að þurfa ekki að versla við þessar búið í framtíðinni.
-Nýlendugötubúar

mánudagur, 28. desember 2009

Okurverð í Sambíóunum

Ég fór í bíó um daginn og í hléinu ætlaði ég að kaupa kók í sjálfsalanum. Ég var með 250 kr. í vasanum og hélt að það myndi duga en það reyndist ekki rétt. Í Sambíóunum í Álfabakka kostar kók í dós 290 kr. (0,33 l) og kók í plasti 340 kr. (0,5 l). Það finnst mér vera okur!!!
Kveðja, Erna.

Penninn smyr vel á skissubækurnar

Ég nota mikið bækur frá Moleskin, þeir framleiða frábærar og vandaðar
skissubækur og dagbækur. Ég hef mikið til keypt þær erlendis á flakki
mínu. Ég ætlaði að kaupa mér nýja dagbók fyrir næsta ár og brá mér í
Pennann og þar kostaði þessi dagbók sem kostar á heimasíðu Moleskin
19.95 $ (2.550,20 ISK) einar 8000 ISK. Svo virðist vera sem búið sé
að smyrja duglega ofan á allar vörurnar frá Moleskin sem Penninn
selur. Þetta nær náttúrulega ekki nokkurri átt! Það er mun ódýrara
að kaupa þær beint af netinu.

http://www.moleskineus.com/moleskine-daily-planner-large-black-softcover.html

Í fyrra rétt fyrir áramótin (eftir kreppu) borgaði ég um 5000 ISK
fyrir samskonar dagbók sem var þó í hörðu bandi hjá Pennanum, þetta er
dularfull verðmyndun vægast sagt !!!!!!!!!

Svo hef ég líka tekið eftir því í Pennanum að það er allt að 100%
verðmunur á teikniblokkum þar og í Evrópu. Þetta er fyrir og eftir
kreppu. Það er eins og þeir leyfi sér að smyrja allverulega ofan á,
því landinn veit ekki hvað hvað svona hlutir kosta og hefur engan
samanburð. Ég hef stundum brugðið á það ráð að byrgja mig uppaf
teikniblokkum þegar ég er á flakki. Það væri samt best ef hægt væri
að kaupa hlutina á sanngjörnu verði í sínu eigin landi.

Ég hef rætt við starfsfólk Pennans í Myndlistardeildinni og þau
segjast hafa hvatt verslunarstjórana til þess að lækka álagninguna á
myndlistarvörunum, því þau vita uppá sig skömmina en það er víst fyrir
daufum eyrum.

Það væri gaman að vita hvaða skýringar Penninn gefur þér og best væri
ef þau sæju að sér og lækkuðu verðin.

Bestu kveðjur,
Bjargey

Dýrt billjard

Langar að koma á framfæri:
Löbbuðum á Bar 46 á Hverfisgötu til að spila billjard eins og oft áður.
Við spiluðum í rúman klukkutíma og máttum borga 4500 fyrir það. Lenti í
rifrildi við barþjóninn um að við værum búin að vera miklu lengur. Við vorum
að vinna og við vitum hvenær við hættum að vinna, eigum meira að segja sönnun,
við vistuðum vinnu í tölvunni. Komum oft þarna við eftir vinnu en förum aldrei
þangað aftur, höfum ekki borgað svona mikið hingað til.
kv, Móa

Hrifin af Buy.is

Ég uppgötvaði síðuna buy.is á Þorláksmessu þegar ég var að leita að jólagjöf. Ég fann þar akkúrat réttu gjöfina nema samkvæmt síðunni var hún uppseld, ég sendi póst til að tékka hvort það væri möguleiki á að það væri komin ný sending en ætti eftir að uppfæra. Starfsmaðurinn sendi póst strax til baka og sagðist ekki fá nýja sendingu fyrr en eftir jól en þar sem ég væri svo jákvæð og glöð að hann skyldi selja mér aðra dýrari vöru á sama verði.Ég held þetta sé besti díll sem ég hef nokkurn tíman fengið og mæli tvímælalaust með að fólk tékki á þessari síðu. Það munar talvert miklu á verði !
Ég var svo kát með þetta og spurði hvort hann væri jólasveinninn og færði honum After Eight konfektkassa ;-)
Linda

Trustpilot

Vildi benda á þessa heimasíðu hérna sem mér finnst vera að gera góða hluti.

www.trustpilot.com

Virkar sem smásjá á alla kosti og galla þess að versla á netinu. En gefur neytendanum sem vill hætta sér í þá gaddavíragirtu-gjá sem verslun á internetinu er, smá hringabrynju til að þola þyrnanna.
Mæli með að þú bætir við Firefox-viðbótinni, þá geturðu vafrað googlið og séð varnarorð við válegum vefkaupmönnum nær samstundis...
Kv. Listaperrinn

miðvikudagur, 23. desember 2009

Ekkert merkt í Office1

Fór inn í Office1 verslun í Skeifunni og ætlaði að kaupa einhver spil fyrir
krakka eftir að hafa skoðað í hillurnar og séð að hlutirnir voru ekki
verðmerktir eða að verðmerkingarnar áttu við eitthvað allt annað en var í
hillunum ákvað ég að láta vera að versla í svona búð sem kann greinilega ekki
undirstöðuatriði viðskipta.
Þurfa menn ekki að kunna neitt til að reka búðir nú til dags?
Gunnar

A4 alveg út á túni

Keypti Tiny leslampa til að festa á bók í Bóksölu stúdenta á 1.090 kall á Þorláksmessu. Eins gott að ég keypti ekki samskonar leslampa daginn áður í A4 á Smáratorg. Þar var sami lampinn á 2.740 kall! Ekki nema 1.650 kr munur!
Lárus

þriðjudagur, 22. desember 2009

Kennaratyggjóokur

Mér ofbauð í gær en mig vantaði nauðsynlega hvítt kennaratyggjó og fór í office one en þar var það ekki til. Fann það síðan í Pennanum/Eymundsson í Smáralind þar sem pakkinn kostaði 575 kr. sem mér fannst ótrúlega dýrt, en keypti það samt.
fór svo að versla í bónus og þar var pakkinn (ekki sama tegund en hvítt samt og jafn mikið magn) á kr. 99-
Hvað er í gangi?
kveðja
GBL

mánudagur, 21. desember 2009

Ísinn í Kringlunni dýr

Ég fór í Kringluna í gær og ákvað að splæsa ís á dótturina og mig. Við fengum okkur eina kúlu hvort. Reikningurinn fyrir þetta smotterí var 820 krónur! Þegar ég spurði hvort þetta gæti verið rétt var mér sagt að víst væri verðið 420 krónur fyrir eina kúlu af ís. Er þetta ekki tært okur?
Bestu kveðjur,
Halldór

Hlölli hækkar

Nú eru Hlöllabátar alveg búnir að missa sig. Einn Hlölli á 1.200 kr takk fyrir. Ekkert gos, engar franskar, bara brauð, ræma af kjöti, grænmeti og sósa 1.200 kr! Maður fer ekki þangað til að fá sér kvöldsnarl aftur.
Kv. Kári

Nettó ætti að breyta nafni búðar sinnar í "Allt í plati"

Nettó ætti að breyta nafni búðar sinnar í "Allt í plati". Það gefur betri mynd
af þeim. Fyrir jólinn dreifa þeir bækling um verð sem er sagður gilda frá 17-
20 desember en þegar ég ætlaði síðan að versla hjá þeim í dag 20 desember var
ekkert að marka hjá þeim og ég gekk út í fússi og mun aldrei stíga inn fyrir
dyr hjá þeim aftur. Það á að loka svona svikabúllum.
Allir sem lesa þetta og hafa verslað hjá þeim í dag skoðið strimlana hjá ykkur
og látið ekki bjóða ykkur svona rugl.
Gunnar

föstudagur, 18. desember 2009

Ekki sátt við okurvexti Kredia

Mér var brugðið illilega þegar ég áttaði mig á að atvinnulaus 18 ára unglingur á heimili mínu hafði látið „glepjast“ af auglýsingu frá fyrirtækinu Kredia um „smálán“ – einungis með því að senda inn eitt SMS !
Eftir að hafa skoðað málið og velt fyrir mér „okurvöxtum“ –tók ég þetta saman --
en fyrir nokkrum árum á Íslandi fékk fólk fangelsisdóm fyrir slíka starfssemi!Er þetta nú í lagi ? – vil ég vísa til innheimtulaga nr. 96/2008 og reglugerðar nr. 37/2009 (sjá hér aðeins neðar)

Það er ljóst að ég sem foreldri þessa atvinnulausa ungmennis mun ekki sætta mig slíkar okurlánastarfssemi og því sendi ég þessar upplýsingar eins víða og mér er unnt – því brennt barn forðast eldinn... og ef einhver getur látið þessa ömurlegu reynslu á mínu heimili vera sér víti til varnaðar --- er það gott mál!

Ég sendi Kredia póst varðandi þetta mál og vísuðu þeir til þess að þeir færu að fullu að íslenskum lögum!

4. gr. reglugerðar nr. 37/2009
Hámarksfjárhæð innheimtukostnaðar, m.a. innheimtuþóknun, sem viðskiptaráðherra ákveður í reglugerð þessari, tekur mið af þeim kostnaði sem kröfuhafi verður
fyrir vegna innheimtunnar og nauðsynlegur og hóflegur getur talist, sbr. 12. gr. innheimtulaga. Heimilt er að innheimta viðbót vegna umdeildra peningakrafna þar sem þörf hefur verið á sérfræðilegri ráðgjöf, sbr. sömu grein laganna.

6.gr reglugerðarinnar tekur síðan á hámarksfjárhæðum v. höfuðstóla: og er þetta langt umfram það!

Bestu kveðjur,
Inga Jóna Óskarsdóttir
Viðurkenndur bókari

Dýrt á bensínstöðvum

Selecta, sem er viðhengi Skeljungs, er óttaleg okurbúlla. Ég kom þar við til þess að kaupa batterí (2 í pakka, stærð D) og kostaði einn pakki frá Duracell heilar 900 kr. Nei takk, sagði ég og dreif mig í Bónus. Þar fékk ég pakkann á 495 kr!
Við eigum að láta okkur nægja að kaupa bensín og þess háttar á bensínstöðvum, matvöru og fleira fáum við mun ódýrara annars staðar.
Takk fyrir góða og nytsama síðu.
Kveðja,
Sunna

fimmtudagur, 17. desember 2009

Jólagjafir Neytendasamtakanna

Neytendasamtökin mæla með nokkrum jólagjöfum á heimasíðu sinni.

http://ns.is/ns/frettir/?cat_id=6413&ew_0_a_id=355281

Borga fyrir að afbóka sig

Icelandair. þetta er svo mikil peningasuga að ég hef mig ekki í að skrifa þennan 10 bls pistill sem þarf til að útskýra hvað ég er búin að lenda í. En það allra nýjasta er að ég þarf að borga breytingargjald fyrir að afbóka miða! Er það eðlilegt?
Kv. Sigrún

Samkaup í Garðinum dýr

Eg er nýfluttur í Garðinn á Reykjanesi og einn dagin fór eg að líta í kringum mig og athuga með verslun í plásinu. Fann þá Samkaup og labbaði þar inn í mesta sakleysi, náði mer í vörukörfu og byrjaði að velja mer vörur. Svo var mér allt í einu litið á verð á einni lítilli túnfiskdós sema kostar svona sirka 125 kr í Bónus, en 370 kr TAKK FYRIR KÆRLEGA þarna - eða eins og sumir segja JÁ SÆLL! Ég fór óðum að tína úr körfuni og keypti bara það bráðnauðsinlega og eg læt ekki sjá mig í þessari OKUR VERSLUN MEIR.

Hylki ódýrari í Elko

Ég fór í dag að kaupa litahylki í prentarann minn. Í Eymundsson kostar hylkið 2990 kr. sem mér fannst dálítið mikið, svo ég hringdi í Elko og bað um verð í sömu hylki, þeir hafa nákvæmlega sömu hylki á 1800 kr. Ég þarf að kaupa 5 hylki í prentarann hjá mér, svo ég sparaði umtalsvert á því að skreppa aukarúnt í Elko. Prentarinn hjá mér er Canon pixma mp630.
kveðja,
Gestur

þriðjudagur, 15. desember 2009

Sushismiðjan - óskýrt tilboð

Ég er mikill sushiaðdáandi og þar sem sushi er almennt dýrt þá nýti ég mér tilboð óspart. Ætlaði að nýta mér 2 fyrir 1 miða úr gestgjafanum á Sushismiðjuna (þar sem 10 bita bakki kostar 2590kall btw )
50% afsláttur gerir verðið sem sagt sanngjarnt. Á miðanum stendur: gildir mánudaga til fimmtudaga og opið til 22. Þegar ég spyr fyrir fram um miðann til að vera viss segir hann, "nei, gildir ekki á kvöldin"
Helvíti slappt að setja svona takmarkanir sem eru ekki miðanum. Ég gekk auðvitað raklaust út og fékk mér meira, miklu betra og ódýrara sushi á Sushibarnum, Laugavegi. (12 bitar 1750)
Mér finnst þetta okur og léleg þjónusta. Vonandi fer þetta inná okursíðuna þar sem það á heima.
Svona sem ekki okur get ég mælt með Græna risanum í Ögurhvarfi, ódýrt og hollt líkt og Saffran en stærri skammtar fannst mér.
Steinar

mánudagur, 14. desember 2009

Varar við fúski

Vil benda fólki á að vara sig á bílaverkstæðum! Eftir hrunið hafa sprottið upp
mörg ný verkstæði, mörg þeirra rekin af fólki sem eru ekki einu sinni með
réttindi og jafnvel starfa svart.
Ég fór með bilinn i skoðun og fékk endurskoðun vegna ójafna hemla að framan,
litils gat á pústi og var mér sagt að skipta þyrfti um spindilkúlu öðrum meginn
að framan.
Ég sá auglýst nýtt verkstæði sem auglýsir sig rosa ódýrt og heitir Bilaði
bílinn. Ég brunaði til þeirra og var mér lofaður svakalegur afsláttur á þessu
"verkstæði" sem rekið er í kjallara með einni bílalyftu. Ég trúði öllu sem
eigandinn, eini starfsmaðurinn sagði mér og fór með bilinn til hans daginn
eftir!
Hann gerði við bremsurnar, sagði klossana vera mjög góða en lagaði samt það sem
olli þvi að þeir voru ójafnir, skipti um spindilkúlu öðru meginn og lagaði
litla gatið í pústinum. Þetta tók hann 9kls að gera, tek það fram að hann var
allann daginn aðeins að vinna i minum bil, og ég var rukkuð um 58.000kr
Mér fannst þetta frekar dýrt, sérstaklega þar sem ég átti að fá svaka afslátt,
en ég kyngdi þvi og fór með bilinn aftur i skoðun.
Ég fékk annan endurskoðunarmiða og var mér sagt að bremsurnar voru hræðilegar
að framan og voru enn 45% ójafnar! Ég brunaði á verkstæðið og hann sagði mér
"jahh..við getum fiktað okkur áfram i þessu."
Ég borgaði s.s ca 60þús krónur fyrir að laga litið gat í pústi og skipta um
eina spindilkúlu !
Síðar fann ég almennilegan mann sem kikti á þetta fyrir mig og sagði hann mér
að klossarnir sem áttu að vera svo góðir væru ónýttir og bremsudælan handónyt!
Maður spyr sig, hvernig getur bifvélavirki sem vann í þessum bremsum i 9kls
ekki hafa tekið eftir því??
Ég vil vara fólk að þessu þar sem margir fúskarar eru á ferð og nýta sér
saklaust fólk sem veit ekki betur!
S.

föstudagur, 11. desember 2009

Gamestöðin dýr

Langaði að benda á alveg óheyrilegt okur á tölvuleikjum í Gamestöðinni í Kringlunni. Var þar í dag að skoða mig um og fannst úrvalið frekar dýrt. Tek sem dæmi God Of War fyrir PS2 kostar NOTAÐUR 4990kr , hægt er að kaupa þennan leik glænýjan í Elko á 2990. 2000kr aukalega fyrir að kaupa leikinn notaðan í staðinn fyrir nýjan er einhver speki sem ég er ekki að skilja.
Nú getur verið að mig sé að misminna en mig minnir endilega eins og Gamestöðin hafi verið að auglýsa ódýr verð, væri gaman að sjá hvar þau verð eru.
Kv. Sigurður Karl

Slappt tilboð hjá N1

N1 býður myndavél á Safnkortatilboði á 17.990.00 + 1000 safnkorts punkta, mig vantar myndavél, ég fór að athuga hvernig verð þetta væri.
Í Elko er þessi sama myndavél til á kr. 17.995.00 5 kall dýrari. Þetta kalla ég vörusvik því að vélin er sögð kosta 24.990 hjá N1.
Jóhann

Prentvörur - góðir

Vil láta vita af frábærri þjónustu hjá Prentvörum. Ég keypti blek í prentarann minn þar á afar hagstæðu verði sem reyndist svo ekki virka sem skyldi, e-ð með prentarann minn að gera. Þeir buðu mér strax fulla endurgreiðslu eða nýtt blekhylki í prentarann á nokkurra vandkvæða. Frábært viðmót og góð þjónusta.
kv. hb

Sara hækkar v/ gengisins

Smá ath frá mér, gengið er nokkuð stöðugt þessa dagana (sem betur fer)
Í dag fór ég í Söru í Smáralind.... hækkun hjá þeim um 12% frá því á þriðjudaginn...
Á þriðjudaginn fór í í Söru og sá trefil voða fínana og lét taka hann frá kostaði 3.990,- fannst hann að vísu dálítið dýr....
Í dag fimmtudag fór dóttir mín og keypti trefilinn og borgaði 4.500,-. ég sendi hana til baka og sagði að hann ætti að kosta 3.990,-
Þær í Söru könnuðust við þetta, það passar hann kostaði 3.990,- á þriðjudaginn en kostar núna 4.500,-
ástæða.
Vörur eru greiddar eftir á og v/ hækkunar á gengi ???? (veit ekki til þess að mikil hækkun hafi verið þessa dagana )
urðum þær að hækka verðið.... Vá.....já um 12%..
Bestu kveðjur. Ásta

Gunnar hækkar um 45%!

Ég keypti nærbol hjá Cintamani sem heitir "Gunnar" þ. 30.07.09 og er ull. Fannst hún reyndar frekar dýr þá, kostaði 8.990. En var að velta fyrir mér að
kaupa aðra núna sem jólagjöf. Og viti menn, nú kostar hún 12.990 og hefur því hækkað um 45%! Gengi krónunar hefur ekkert breyst síðan í haust og alveg
örugglega ekki kaupið... Er þetta hægt?
kveðja,
Jón Þ

Umboðið þrefalt dýrari

Mig vantaði bremslukossa og diska í Subaru impreza 98. Hringdi á nokkra staði til að tékka á verðum:
Bremsuklossar Bremsudiskar
Ingvar Helgason: 24890 18629 kr/stk
N1: 9116 10676 kr/stk
Stilling: 7900 6900 kr/stk
Varahlutir.is 7372 ekki til
Bílapartar og Þjónusta 4000 kr/stk (lítið notaðir)

Ég verslaði klossana hjá varahlutum.is og diska hjá Bílapörtum og þjónustu, en er ekki eitthvað að þegar umboðið Ingvar Helgason er um þrefallt dýrari en aðrir??
Kv. Andri

Vigtin í Krónunni

Mér er mikið niðri fyrir þegar ég lýsi ferð minni í Krónuna í gær.
Þannig var að ég var að versla grænmeti og ávexti ásamt öðru.
Þegar ég kem út í bíl tek ég eftir því að ég borgaði rúmar 600 kr. fyrir eina papriku og hafði hún verið vigtuð 1,34 kg (já fyrir eina papriku) ég fer inn í búðina og segi þetta ekki passa og hún er vigtuð aftur og rétt er að hún er 210 grömm.
Ekki nóg með það heldur fer ég í þungum þönkum heim og ákveð að vigta allt sem ég hafði keypt:
Bananar Krónu vigt = 2,5 kg ....mín vigt 1,3 kg
Epli Krónu vigt = 2,2 kg ....mín vigt 1,1 kg
Melóna Krónu vigt = 2,0 kg .. mín vigt 1,1 kg
Magngó krónu vigt = 425g ....mín vigt 424g.

Auðvitað fór ég aftur í Krónuna og fékk endurgreitt samtals 1800 kr (með papriku-endurgreiðslunni). Þetta er hrikalegt. En segir okkur að vigtin er rétt því mangóið var rétt vigtað. Eru þetta mannleg mistök? Nei ég kalla þetta einbeittann brotavilja.
Kveðja,
Gyða S. Karlsdóttir

miðvikudagur, 9. desember 2009

Dýr dráttur

Cialis er töflur fyrir karla sem ná honum ekki upp lengur. Þetta er sannkallað hjálpræði fyrir mörg hjón. Hlutur trygginga er núll krónur. Ég fékk alveg sjokk þegar ég keypti síðasta skammt, átta töflur á 19.346 kr. Þetta var í Lyf og heilsu í Hamraborg. Ég hef riðið frítt alla æfi en nú er drátturinn kominn í 2.500 kall! Veit einhver hvar töflurnar fást ódýrar?
Gulli gamli

Okur í Byggt og Búið

Keypti mér Pizzuofn fyrir stuttu á 24.990 í Byggt og Búið og í gær sá ég sama ofn auglýstan hjá Elko á 16.995. Ég hringdi í Byggt og Búið og spurði þá hvernig gæti staðið á þessum mikla mun. Þar tjáðu þeir mér að þeir keyptu þetta svona dýrt af Bræðrunum Ormsson, sami ofn kostar líka 24.990 hjá Ormsson. Það er alveg ótrúlegt hvað sumar verslanir leyfa sér í dag.
Óska nafnleyndar

Tandoori

Ég má til með að vekja athygli á nýopnuðum veitingastað með indversku ívafi: Tandoori, sem er til húsa í Skeifunni 11.
Þar er lögð áhersla á náttúrulegar eldunaraðferðir, framandi keim, einfaldleika, gæði og fagmennsku, ódýran og góðan mat. Karrý, kókos, chili, engifer, garam masala, jógúrt, grænmeti og ávextir er áberandi á matseðli Tandoori en majonessósur, mettuð fita, MSG og sykur eru víðsfjarri. Saltnotkun er í lágmarki, enda hollustan í fyrirrúmi.
Nánari upplýsingar á http://www.tandoori.is/
Margrét

þriðjudagur, 8. desember 2009

Okursíðan á Eyjunni

Eyjan hefur tekið saman og greint upplýsingar sem hér hafa birst. Niðurstaðan er eiginlega oftast sú að þau fyrirtæki sem hafa stærstu markaðshlutdeild fá mestar umkvartanir! Hér eru samantektirnar:

Símafyrirtæki

Olíufélög

Matvörubúðir

Apótek

Bókaverslanir

Samantekt

Flestum færslunum fylgja svo kommentahalar, oft um það að ég (Dr. Gunni) sé ekki marktækur af því ég lagðist flatur í auglýsingaherferð IE. Það má þó benda á að öll okurdæmin sem birtast á þessari síðu eru frá fólki út í bæ og ég er bara í hlutverki copy/paste-ara. Ég birti yfirleitt allt sem mér berst nema það sé einhver óskiljanleg steypa. Það er hins vegar alveg álitamál hvort þessi síða hafi einhverju breytt til eða frá og kannski er neytendavitund alveg jafn slöpp og hún var áður en þessi síða fór í loftið.

mánudagur, 7. desember 2009

Nintendo DS lite

Svona leikjatölva á Íslandi kostar 29.900kr.
Ef að fólk kaupir þetta á ebay má sjá að tölvan, 9 notaðir leikir og sendingarkostnaður miðað við gengi 5.des.09 gerir samtals 23.184kr.
Tollur á íslandi er reyndar 5680 svo samtals er þetta 28.864 en leikirnir eru mjög dýrir svo þú ert alltaf að græða.
Var að kaupa svona vél á 69 pund og þarf ekki að kaupa leiki næsta árið ;)
Kristjana

Viðgerðarvesen

Datt í hug að senda línu með smá pælingu. Þannig er mál að ég keypti
Phillips heimabíó seint á síðasta ári í Elko. Dvd spilarinn sem fylgdi
virkaði vel þangað til einn daginn fór hann að sýna allt í bleiku. Þannig
gekk þetta öðru hverju, bleik mynd en þess á milli var allt í lagi. Einn
daginn fór það svo alveg og ég hætti að fá nokkra mynd. Prófaði allt sem
mér datt í hug, skipti á milli HDMI tengja í sjónvarpinu og notaði meira
að segja mismunandi snúrur. Allt kom fyrir ekki, alveg sama hvað ég gerði
það kom bara ekki mynd.
Ég ákvað því að fara í Elko enda tækið enn í ábyrgð og fá það lagað. Ég
lýsti biluninni vel fyrir þeim sem tók niður lýsingu. Gat þess meðal
annars að ég væri með tengda ps3 tölvu við sjónvarpið og ef ég færði snúru
úr tölvunni yfir í spilarann kæmi engin mynd en ef ég setti hana aftur í
tölvuna þá væri allt OK. Því hlyti þetta að vera dvd spilarinn.
10 dögum seinna fæ ég hringingu. Spilarinn er kominn aftur og Öreind,
fyrirtækið sem sér um allar viðgerðir segir að það sé í fínu lagi með
allt. Engin bilun. Ég rukkaður um 3550 krónur fyrir viðvikið. Með tækinu
fylgdi frá þeim orðsending um að trúlega væri þetta stillingaatriði sem ég
væri að klúðra, ég breytti engum stillingum, einn daginn hætti tækið bara
að virka. Ég kem allavega heim og set í samband nákvæmlega eins og það var
10 dögum fyrr og hvað helduru, allt virkar!
Mín pæling er sú. Öreind segir að ekkert sé að og nær sér í 3550 krónur í
skoðunargjald. 3550 krónur rukkast fyrir 30 mínútna vinnu, gjaldskrá tekur
fram að möguleiki sé á 15 mínútum og rukkast fyrir þær einhverjar tæpar
2000 krónur. Ef tækið var í lagi þá tók ekki nema 2 mínútur að stinga því
í samband og sjá það. 15 mín því eðlilegri tími. En síðar, hugsanlega um
mánaðarmót þá senda þeir reikninga fyrir viðgerðum til Elkó og fá greitt
fyrir stykkið sem þeir skipta um ásamt vinnutíma starfsmanns. Þetta er
allavega mjög skrítið, ég fór með tæki sem virkaði ekki en fæ það til baka
í góðu lagi, þarf engu að síður að greiða þar sem það var jú í lagi –
segja þeir.
Vona að þú sjáir þér fært að birta þetta, væri gaman að fá viðbrögð og sjá
hvort fleiri hafi lent í svipuðu. Annars hrósa ég þér fyrir að halda úti
þessari síðu, áhugaverð lesning í hvert skipti.
Bestu kveðjur,
E.K.

föstudagur, 4. desember 2009

Verðsamanburður á jólahlaðborðum - og verðbreytingar frá í fyrra

Athyglisverð samantekt á heimasíðu Jens Guð:

http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/986816/

Linsuvökvi í Lyfju

I am not good to write in Iceland, sorry.
The price of cleaning water for lenses. Last year, it was sold in Lyfja for circa 900 kr the big bottle, with a cleaning box. Now this is over 2000 and they sell the cleaning box, which was a “gift” before next to it, for 130 isk. Circa 120% increase in the price! And they are probably breaking the law by separating the box for the cleaning water and selling it.
Virgile

Pizza Hut okur!

Ég er enn í áfalli eftir heimsókn á Pizza Hut í gærkveldi í Smáranum, hefði þurft áfallahjálp þegar kom að því borga reikninginn. Við vorum þrjú og keyptum eina stóra pizzu sem gefin er upp fyrir þrjá (svipuð að stærð og miðst. hjá Dominos). Þar sem barn var í hópnum og vildi pepperoni á sína pizzu þá skiptum við henni 1/2 með pepperoni og hinn 1/2 rjómaostapizza samkvæmt matseðli, brauðstangir fylltar 1 skammt, hvítlauksbrauð lítill (2 sneiða smurðar með hvítlaukssmjöri og hitað)
og 1 kanna af Pepsi. Reikn. var svona Sundurliðað

Margarita pizza stór 0,5 3.490kr. = 1.745.-
pepperoni stórt 0,5 580kr. = 290.-
Rjómaostapizza 0,5 5.580kr = 2.790.-
Brauðstangir fylltar l.690kr = 1.690.-
Hvítlauksbrauð lítill 680kr = 680.-
Pepsi kanna 990kr = 990.-

SAMTALS KR. 8.185 kr.

Ég þarf ekki að taka það fram að á þennan stað fer ég og mitt fólk ALDREI aftur. Ég ætla að taka það fram að auðvita átti ég að lesa betur yfir matseðilin en hann er ekki með verðum fyrir aftan hverja tegund heldur eru verðin fyrir ofan og mér fannst hann ekki þannig úr garði gerður að auðvelda neytenda að átta sig á hvað verðið var fyrir hverja tegund fyrir sig.
Með kveðju,
Stella Halldórsdóttir

Subway vont / Kjöthöllin góð

Í fyrsta lagi langar mig að lýsa óánægju yfir hækkun á bát mánaðarins á Subway. Á einu ári hefur Subway hækkað bát mánaðarins frá 299 kr. upp í 375 kr. Að sjálfsögðu spilar gengið þar inní en ég tel það varla tilboð að fá 9 kr í afslátt af stórum bát. Auk þess er þetta samloka og ég tel það ansi dýrt að greiða 750 fyrir samloku- á tilboði!
Einnig langaði mig þó að lýsa yfir ánægju minni á þrautseigu fyrirtæki. Eitt af þeim fáu sem eru eftir. Ég hef oft verslað þar í matinn, alltaf á jólunum til dæmis og er alltaf jafn ánægður. Þetta fyrirtæki heitir Kjöthöllin og hef ég einnig ávallt fengið þar frábæra þjónustu og gott verð.
Með kveðju og þökk,
Stefán

Samanburður á vöruverði hér og í Bandaríkjunum

Ég var að frétta af Okursíðunni og er með mál sem ég vildi gjarna koma á framfæri. Í gær sendi konan mig til að kaupa farða í Hagkaup í Hotagörðum. Kauptu áfyllingu sagði hún og rétti mér dollu sem merkt var HR. Áfyllingu, sagði ég. Er dollan tekin og gumsinu sprautað í hana? Kauptu bara áfyllingu endurtók hún. Ég sá mitt óvænna og stakk dollunni í vasann. Þegar í Hagkaup var komið tók brosandi starfsmaður á móti erindi mínu, leit á botn dollunnar og fór svo að leita að því sem ég átti að fá. Því miður sagði hún eftir að hafa rótað í skúffu, engin áfylling til. Skítt með það sagði ég, dollan án innihalds getur varla kostað mikið. Hvað kostar hún annars? Rúmlega tvö þúsund sagði starfsmaðurinn. Ha, sagði ég, kostar dollan rúmlega tvö þúsund. Hvað kostar hún þá með innihaldinu. Sjö þúsund og átta hundruð. Ég leit á dolluna og reyndi að gera mér grein fyrir hvað innihaldið væri þungt. Varla nema örfá grömm. Mér ofbauð og ég ákvað að reyna að kynna mér hvað svona vara kostar út úr búð í Bandríkjunum. Ég gef mér það að þar sé þessi vara framleidd. Veit einhver hvort einhver leið er til að gera samanburð á vöruverði hér og í Bandaríkunum?
Oddur

Svaka hækkun í Eymundsson

Mér langar að spyrja hvort þetta sé hægt ? Ég keypti 500 umslög í seinustu viku (25. nóv.2009) á 4.998 í Eymundsson, svo þurfti ég að kaupa aftur í gær 500 umslög (1. des.2009) og þá var sama eining komin í 6.490! Hækkun um 30%!
Svavar M. Sigurjónsson

Góð Lásaþjónusta

Mig langaði bara að segja frá frábærri þjónustu hjá Lásaþjónustunni sem ég fékk í dag. :)
Mér tókst að brjóta bíllykilinn minn, þann eina sem ég átti og fann ekki brotið. Ég hringdi því í umboðið og spurði þá út í þetta og fékk það svar að það þyrfti að panta nýjan tölvukubb í lykilinn að utan. Þetta myndi kosta að lágmarki 15.000 krónur (bíllinn er varla þess virði, hehe). Ég ákvað að prófa að hringja í Lásaþjónustuna, Grensásvegi og hann segir mér að drífa mig til þeirra og þeir reddi þessu með því að taka gamla tölvukubbinn úr brotna lyklinum og færa hann í nýjan lykil.
Ég held ég hafi beðið í mesta lagi 5 mínútur eftir að hann hringdi í umboðið, fékk nr. á lyklinum, færði tölvukubbinn og bjó til nýjan lykil.
Allt þetta kostaði aðeins 5000 kr, 1/3 af umboðsverðinu. Þar að auki var maðurinn einstaklega kurteis og liðlegur. :)
Með bestu kveðju,
Andrea

Verðhækkanir á 1944 réttum SS o fl.

Vildi benda á að nú virðast innlendir framleiðendur keppast við að hækka verð á
vörum sínum áður en hækkun virðisaukaskatts skellur á.
Ég tók eftir að SS grjónagrautur, úr 1944 línunni, var að hækka úr 310 í 360 pakkinn
eða um tæp 17%. Síðan hækkar virðisaukaskatturinn efalaust um áramótin á flestum
vörum þannig að um gríðarlegar hækkanir verður að ræða þegar upp verður staðið.
Það heyrist lítið sem ekkert frá Samkeppnisstofnum um þessa holskeflu hækkana sem virðist vera að eiga sér stað. En svo munu allir bölva og skella skuldinni á ríkistjórnina fyrir að skattahækkanir/breytingar.
Neytendur vaknið! Við getum og eigum að láta óánægju okkar í ljós. Þá spyrja flestir. Hvernig? Við getum ekkert gert! Við eru svo vön að láta allt yfir okkur ganga og aðhöfumst aldrei neitt, því að breyta út af vananum núna?
Fylgjumst með vöruverði og breytingum á því. Þegar að við sjáum að verð eru að hækka þá getum við, og eigum, að bregðast við eins og aðrir velvakandi vitibornir neytendur í nágrannalöndum okkar gera. Þeir efna til mótmæla sem oftast eru fólgin í því einu og jafnframt því áhrifaríkasta sem er að HÆTTA að kaupa tiltekna vöru og þannig þrýsta á framleiðendur jafnt sem innflytjendur á að halda slíku aðgerðum í lágmarki og innan skynsamlegra/nauðsynlegra marka.
kveðja,
Steinar

miðvikudagur, 2. desember 2009

Holskefla hækkana framundan

Vildi benda á að nú virðast innlendir framleiðendur keppast við að hækka verð á
vörum sínum áður en hækkun virðisaukaskatts skellur á.
Ég tók eftir að SS grjónagrautur, úr 1944 línunni, var að hækka úr 310 í 360 pakkinn
eða um tæp 17%. Síðan hækkar virðisaukaskatturinn efalaust um áramótin á flestum
vörum þannig að um gríðarlegar hækkanir verður að ræða þegar upp verður staðið.
Það heyrist lítið sem ekkert frá Samkeppnisstofnum um þessa holskeflu hækkana sem virðist vera að eiga sér stað. En svo munu allir bölva og skella skuldinni á ríkistjórnina fyrir að skattahækkanir/breytingar. Neytendur vaknið! Við getum og eigum að láta óánægju okkar í ljós.
Þá spyrja flestir. Hvernig? Við getum ekkert gert! Við eru svo vön
að láta allt yfir okkur ganga og aðhöfumst aldrei neitt, því að breyta út af vananum núna?
Fylgjumst með vöruverði og breytingum á því. Þegar að við sjáum að verð eru að hækka þá getum við, og eigum, að bregðast við eins og aðrir velvakandi vitibornir neytendur í nágrannalöndum okkar gera. Þeir efna til mótmæla sem oftast eru fólgin í því einu og jafnframt því áhrifaríkasta sem er að HÆTTA að kaupa tiltekna vöru og þannig þrýsta á framleiðendur jafnt sem innflytjendur á að halda slíku aðgerðum í lágmarki og innan skynsamlegra/nauðsynlegra marka.
kveðja,
Steinar

Danskir drykkir á LSH

Mig langaði að vekja athygli á og vonandi vekja fólk til umhugsunar á því hvernig standi á því að það er einungis boðið upp á danska framleiðslu á drykkjarsöfum á Landspítala-Háskólasjúkrahúsi. Mikið er talað um að styrkja íslenskt og spara gjaldeyri en þarna er LSH að eyða einhverjum X milljónum á ári í að flytja inn Rynkeby safana til að hafa á deildum og í matarteríum, bæði handa sjúklingum og starfsmönnum.
Ég get nú ekki ímyndað mér að það sé dýrara að panta Trópí, Flórídana eða aðra „íslenska“ framleiðslu og þar með styrkja íslenskan iðnað.
Vildi endilega koma þessu á framfæri!
Gleðileg jól,
Matta

Kolvitlaust verð í Hagkaupum

Var í Hagkaup í gær, 2. des
Þar var MasterMind spil verðmerkt á 2.999
Á kassanum kostaði það 5.799
Ég fékk þetta leiðrétt, þ.e. endurgreitt kr. 2.800
Það tók reyndar allt sinn tíma
Kveðja,
Guðrún Lár

Hakk og hamborgarar í hverfisverslun

Ég var staddur í ónafngreindri hverfisverslun um daginn og vanntaði nautakjöt. Ég sá að eina nautahakkið í búðinni var merkt SS og New Yorker. Ég greip nautahakkið en sá svo að sami aðili framleiðir tilbúna hamborgara. Ég ákvað að skoða kílóverð á þessum tveim vörum, nautahakk: ca. 1500kr/kg - tilbúnir hamborgarar: 540kr/kg..... Getur þetta verið? Nei það stóðst ekki! Innihaldslýsing á hamborgurunum sagði 2x 125gr hamborgarar = 250gr af kjöti. Samkvæmt því ætti bakkinn af tilbúnum hamborgurum frá SS að kosta 135kr en hann kostaði 540kr. ??? Þá sá ég að þyngd pakkningarinnar var skráð 1000gr en ekki 250gr og þar af leiðandi einingaverð pakkningarinnar 540kr.
Er þetta í lagi???
Takk.
Hissa neytandi.

Heldur áfram að versla við Rimaapótek

Fékk auglýsingamiða inn um lúuna heima hjá mér um daginn, bý í Grafarvogi, auglýsing frá Apótekaranum, Bíldshöfða, þar stóð stórum stöfum "Lyf á lægra verði".
Ég ákvað að láta reyna á þetta og keypti mér kremið Pevisone, 30. gr. og kostaði það 2770 kr. - hringdi í Rimaapótek og þeir selja það á 2236 kr.
Ég held áfram að versla við Rimaapótek.
Anna A

þriðjudagur, 1. desember 2009

Buy punktur is

Vildi bara benda á, svona fyrir jólinn, á netverslunina www.buy.is

Verðdæmi:

Sony WX1 myndavél
Elko: 79.995
Buy.is 59.990

iMac 27"

Apple.is 399.990
Buy.is 369.990

Kv. Jónas

föstudagur, 27. nóvember 2009

Punktaða það hjá þér

Ég var með American express kort sem ég sagði upp í lok september og
greiddi upp alla skuldina á því. Ég fékk það staðfest þrisvar frá
þjónustufulltrúa Borgunar að skuldin væri uppgreidd.
Um síðustu mánaðarmót fæ ég reikning með vöxtum og uppgjörs og
úrvinnslugjaldi.
Bíddu þú átt eftir að heyra besta partinn. Í dag kemur svo annar
reikningur frá þeim sem hljóðar svo:

vextir 4 kr Uppgjörs og úrvinnslugjald 551 kr

Var ekki búið að taka fyrir það að fyrirtæki mættu rukka þetta seðilgjald?
Það kemur allavega ekki til mála að ég borgi þetta. Enda hringdi ég í
þjónustuver Borgunar í dag til að kvarta undan þessu og segja jafnframt að
ég myndi ekki greiða þetta.
Svarið sem ég fæ var á þessa leið:
ja, ég ræð því ekki. Ég verð bara að senda beiðni uppí bókhaldið og þær
svara þér svo með sms-i seinna í dag.
Ég: já ég ætla ekki að borga þetta.
Kelling: því miður en ég get engu svarað, bíddu bara eftir sms-inu.
Að því loknu er skellt á.
Ekkert svar hef ég fengið ennþá. En mér finnst þetta voða skrýtin
vinnubrögð og bera vott um græðgi og algjört siðleysi.
Nafnleynd.

Könnun á verði harðra diska

Ég hef stöku sinnum verið að lesa Okursíðuna og finnst þetta frábært framtak. Nú vill svo til ég var að spá að versla mér harðan disk í tölvuna mína og athugaði verðin á vaktin.is-sem er einn hlekkur á Neytendaslóð. Þar eru verðin reyndar eitthvað gömul og ákvað að gera nýja könnun á verðum 3,5 Sata-2 diskum. Tek fram að þetta er svona óformlegt, enda viðvaningur í þessu á ferð-en ég er búinn að fara nokkrum sinnum yfir þetta og sýnist verð þarna rétt og í lagi. Datt kannski í hug þetta kæmi einhverjum að gagni og það væri mér mikill heiður ef sett yrði ein færsla, eða hlekkur inn á þetta einhvers staðar. Þá vantaði reyndar líka að setja inn buy.is á vaktinni - þetta er síða sem ég var bara rekast á fyrir tilviljun og athugaði hana-vill svo til að póstsending kostar ekkert. En takk fyrir Okursíðuna og gangi henni vel.
Slóð á könnun:
http://arkimedes.org/konnun.htm
M. Ólafsson

Bitur reynsla út Bakarameistaranum

Ég verð bara að deila biturri reynslu sem ég varð fyrir hjá þekktri okurbúllu, nefnilega Bakarameistaranum í Mjóddinni.
Mikill kaffiþorsti varð skynseminni ofursterkari og ég kom við þar til að versla mér tvo tvöfalda macchiato.
Þetta voru sannarlega amatöra-macchiatoar, sú sem afgreiddi mig lenti í mesta basli við að freyða mjólkina og fékk loks starfssystur sína til að taka við. Þá var espressoinn búinn að bíða í take-away bollanum í tíu mínútur. Sú seinni náði loks tökum á freyðingunni og eftir kortersbið voru macchiatoarnir tilbúnir, kaldur espresso með rosalega mikilli freyddri mjólk.
Þá var komið að því að borga. „1190 krónur“ sagði stelpan. Ég leiðrétti hana og sagði að ég hefði bara verið með kaffi...
„Já, það kostar 1190 krónur. Það er líka alveg hellings vinna að búa svona til.“
Mér svíður enn í veskið.
Kveðja,
Sandra

mánudagur, 23. nóvember 2009

Krúa Thai dalar

Halló, ég hef verið fastakúnni á Krua Thai í nokkur ár. Ég hef alltaf verið mjög ánægður með þjónustuna, verði og matinn. Hann hefur verið vel útilátinn og mjög góður á mjög sanngjörnu verði.
Sérstaklega hef ég verið ánægður með staðinn í Tryggvagötu.
Þó verðið hafi farið hækkandi um einn og einn hundraðkall síðan ég byrjaði að versla hef ég þó haldið tryggð við staðinn þar sem ég hef verið það ánægður með matinn og þó að skammtastærðirnar og gæði og fjöldi kjúlingabita í réttunum hafi verið mismunandi var ég ekkert að kippa mér upp við það því verðið var svo gott.
Nú er verðið komið upp í 1400 kr fyrir núðlurétt og ennþá gæði réttanna mismunandi dag frá degi og ef eitthvað er hafa skammtastærðirnar minnkað líka.
Mér finnst nú bara að þegar verðið er komið upp í 1400 kr fyrir réttinn þá eigi magnið og gæðin að vera skilyrðislaust þau sömu og þau hafa verið í gegnum árin.
Ég er líka síður tilbúinn til að láta það gott heita þótt kjúklingabitarnir séu færri og góðu bitarnir ekki eins margir þegar verðið er orðið 1400 kr.
Staðreyndin er sú að ég er farinn að fara mun sjaldnar á Krua Thai bæði í Tryggvagötu og Bæjarlind vegna þessa og meira að segja farinn að velja frekar aðra staði en Krua Thai þegar ég er í nágrenninu.
Mér finnst þetta mjög miður þar sem ég hef verið tíður gestur og aðdáandi staðarins í mörg ár.
kv, Gestur

Dýrara í Fríhöfn en Bónus

Ég vil benda á okurverð á sælgæti í fríhöfninni m.v. verslanarnir í landinu.
Það er alveg með ólikindum að borga meira fyrir sælgæti í fríhöfninni þar sem eru hvorki VSK eða vörugjöld en í almennri verslun.
Ég keypti Mackintosh box, 675 gr í fríhöfninni sem kostar 1.999 kr (ennþá svona skv. vefsíðu þeirra) en ég sé í Bónus auglýsingu í morgun að Mackintosh box, 1,1 kiló kostar 1.598 kr hjá þeim.
Mér finnst að það sé svindlað á neytendum sem hugsa að það er auðvitað ódýrara í fríhöfninni þar sem það er „tax-free“. En svo er það ekki í raun. Það væri fróðlegt að reikna hvað þau setja mikla álagningu á þessar vörur.
Mér finnst rétt að birta þetta til að vekja athygli landsmanna á þessum neytandasvikum!
Takk,
Caroline

fimmtudagur, 19. nóvember 2009

Gerið samanburð á íþróttavörum

Komið sæl, mig langar að koma þessar ábendingu á framfæri við landsmenn.
Stórfyrirtækið Intersport í eigu Byko ofl stórra aðila hafa undanfarin ár auglýst sig sem ódýrari valkost í íþróttavörum með slagorðunum Merkjavara á betra verði og 100% verðvernd.
Þetta hafa þeir eitt gríðarlegum fjármunum í að auglýsa sig upp, hvort sem er í sjónvarpinu, dagblöðum, bæklinum sendum heim og á netinu. En þessir aðilar í skjóli stærðarinnar geta leyft sér svona herferðir þar sem Intersport og síðan Útilíf í eigu Haga er lang lang stærstu aðilarnir á íþróttavöru markaðnum.
En 100% verðvernd virkar þannig að þeir setja alla ábyrgð á viðskiptavininn, þannig að þú verslar þér Nike peysu þar á gefum okkur að hún kosti 14.000 kr og eftir að þú gerðir þau kaup þá ferðu á stjá og skoðar aðrar verslanir og finnur sömu peysu í annari verslun á 11500 kr, þá þarftu að fara til verslunarinnar og fá kvittum fyrir því að þessi peysa kosti 11500 kr í þessari verslun og sé ekki á tilboði og fara með þá kvittun uppí intersport þar sem þú verslaðir peysuna og fá mismuninn endurgreiddan.
Það sem mér fynnst rangt við þessa aðferð er að í besta falli fer 1 af hverjum 40 viðskiptavinum í þennan leiðangur eftir að hafa verslað vöru og að með þessari auglýsinga herferð sinni er ótrúlegur fjöldi fólks sem fer bara í Intersport í leit að vörum með það í huga að þeir séu að gera betri kaup og skoða ekki aðra valmöguleika.
Ég hef verið starfsmaður í íþróttavöru verslun undanfarin ár og með þessu bréfi er ég ekki að auglýsa upp verslunina sem ég starfa hjá og algerlega óþarfi að nafngreina hana í þessu tilfelli, heldur vil ég benda fólki á að skoða fleiri valkosti þegar versla á íþróttavörur og merki því það sem ég hef komist að undanfarin 2 og hálft ár sem ég hef verið að fylgjast með þessu, hef verið sendur í verðkannanir í Intersport reglulega á þessum tíma er að verðin hafa undantekningalaust verið sambærileg EÐA Intersport hefur verið allt að 30% dýrari. Sérstaklega eftir hrunið í fyrra tók ég eftir þessu, um fyrsta árið voru öll verð mjög sambærileg, og ef Intersport var ódýrari sem gerðist mun sjaldnar en fólk almennt heldur þá munaði aldrei meira en 100-700 kr en oft líka var verslunin sem ég starfa hjá með ódýrari vöru.
En það sem hefur gerst undanfarið ár eftir hrunið er að ég hef enn ekki fundið eina einustu vöru sem hefur verið ódýrari í Intersport heldur en í öðrum sambærilegum verslunum og oftar en hitt hafa þeir sérstaklega undanfarið ár verið allt að 30% dýrari plús að vera með eldri vöru, og þetta get ég staðhæft.
En aðal atriði þessa bréfs er að neytendur séu meðvitaðir og láti ekki plata sig og gera bara ráð fyrir því að þeir séu að gera góð kaup í Intersport af því þeir eru alltaf ódýrastir, því það er langt frá því og bara PR vélin sem er að malla fyrir þá að þú heldur það. Farið á fleiri staði og skoðið verðin það skiptir gríðarlega miklu máli sérstaklega núna fyrir jólin þegar maður þarf að passa uppá budduna!
Kv,
Ólafur

miðvikudagur, 18. nóvember 2009

Ekki sáttur við Dýraríkið

Það er eitt sem ég ætlaði nú alltaf að skrifa um hérna en hreinlega bara gleymdi.
Þar sem jólin koma senn þá rifjast þetta upp fyrir mér.
Þarsíðustu jól (jólin 2007) í desember fór ég í dýraríkið og ætlaði að fá mér páfagauk, þar sem ég hafði átt fugl áður og átti búr þá ákvað ég að gera búrið bara alveg klárt heima og raðaði öllu í það. Matardöllum, vatnsdöllum og leikföngum áður en ég lagði af stað til að kaupa fuglinn til þess að láta greyið nú ekki bíða í pappakassa á meðan búrið væri að verða klárt.
Mætti svo í dýraríkið og ætlaði að fá mér fugl en fékk þá þær upplýsingar að í desember væri ekki hægt að kaupa nein gæludýr nema kaupa búr og fylgihluti með og að þetta væri bara regla í desember.
Hvað er að liðinu sem stjórnar þarna, þeir eru stórlega búnir að tapa á þessu því núna síðustu 2 ár hef ég bara sagt fólki sem ég þekki sem er að fara að fá sér gæludýr að sniðganga dýraríkið vegna svakalegrar græðgi í þeim sem þar stjórna. Að þvinga fólk til þess að kaupa sér búr með öllum gæludýrum bara af því að það var desember!
Desember 2007 var líka í síðasta skipti sem ég fór þarna inn og ætla mér aldrei þangað aftur og hef svo sannarlega staðið við það.
Hef líka alveg látið vini og kunningja vita af þessu sem blöskruðu þessi græðgi í þeim sem reka dýraríkið.
Fór vitaskuld bara í aðra gæludýrabúð og fann æðislegan páfagauk þar, læt sko ekki fégráðugt fólk þvinga mig til þess að kaupa búr af því það sé desember.
Fyrir utan það hvað allt er dýrt þarna, þessi búð ætti að heita Dýraokrið en ekki dýraríkið.
Ætlaði að vera búinn að láta vita af þessu fyrir lifandis löngu en bara gleymdi því.
Kveðja,
Páfagaukaeigandi

þriðjudagur, 10. nóvember 2009

Okur í Lyfjavali, Mjódd

Ég vil koma á framfæri því sem ég tel gróft okur hjá apótekinu Lyfjavali í Mjódd. Lyfjaval hefur státað sig af því að vera ódýrir en í þessum tilfellum var það sko alls ekki svo.

Dæmi 1: Medela frystipokar fyrir brjóstamjólk, 20 stk. Pakkinn kostar 4200 í Lyfjavali en 2925 í versluninni Móðurást.
Dæmi 2: Nuk peli, 300ml. Pelinn kostar 1490 í Lyfjavali en 920 í Nettó (sem er einmitt hinum megin við ganginn frá Lyfjavali í Mjódd).

Okurbúllan Hagkaup

Vildi vekja athygli á okurbúllunni Hagkaupum. Þeir eru núna að selja vorlauk (innfluttan frá BNA) á tæpar 2000 krónur kílóið. Svo þykir það fréttnæmt að kílóverð á á fiski á fiskmörkuðum sé í hæstu hæðum og meðalverð í október hafi verið tæpar 278 krónur! Ég sé ekki betur en hérna sé komin lausn á efnahagsvanda þjóðarinnar: Garðyrkjubændur ættu að stökkva á þetta og byrja að rækta vorlauk til útflutnings - við værum ekki lengi að greiða upp skuldir þjóðarinnar miðað við þetta verð sem Hagkaup býður. Annars er smásöluverð á 120 g búnti af vorlauk í Bretlandi á 1300 krónur en þó virðist þessi verðlagning Hagkaupa algerlega út úr kortinu. Læt hér fylgja með tengil inn á breska heimasíðu (http://www.mysupermarket.co.uk/Shopping/FindProducts.aspx?Query=spring+onions) - það fer að verða spurning hvort ekki borgi sig að panta sitt grænmeti beint frá Bretlandi til að sleppa við okrið hér heima. Ég er líka viss um að gæði þess grænmetis eru miklu betri en þess svínafóðurs sem íslenskum innflytjendum þóknast að bjóða aumum Íslendingum. En þjóðin vandist snemma á maðkað mjöl og þótti barasta gott og því kannski engin ástæða til að gera miklar breytingar þar á.
En þar fyrir utan má vara sig stórlega á Hagkaupum: Ég keypti þar í sumar 150 g af furuhnetum, innfluttum frá Hollandi í loftþéttum umbúðum. Ég þurfti að nota 100 g í rétt sem ég ætlaði að hafa en þegar ég vigtaði úr pakkanum voru ekki nema 98 g í honum. Ég hringdi í Hagkaup og fékk uppgefið póstfang hjá innkaupastjóra og lét hann vita - hann hafði aldrei fyrir því að svara mér. Nokkrum vikum seinna tók ég eftir að búið var að breyta merkingum á umbúðunum og nú stóð að þær innihéldu 100 g. Ég brá nokkrum pökkum á vogina í greinmetisdeildinni í Hagkaupum og viti menn, þar voru nokkrir pakkar sem vigtuðu innan við 100 g (með umbúðum!). Ég vil skora á fólk að láta ekki Hagkaup komast upp með svona helvítins glæpamennsku og vigta þessar innfluttu vörur á voginni í grænmetisborðinu og staðfesta þannig magnið áður en það greiðir á kassanum.
Jón

mánudagur, 9. nóvember 2009

Viðskiptavinir sviptir skilarétti í IKEA

Ég fór í IKEA og verslaði stól, stóllinn kostaði 2690,- Þegar heim er komið og umbúðirnar fjarlægðar sé ég að stóllinn er brotinn. Ég fer daginn eftir í IKEA til að fá stólnum skipt en fæ þar að vita að ég enungis get skipt stólnum ef ég gef upp kennitölu. Ég er með kvittun sem sýnir að ég keypti stólin deginum áður og ég er með stólinn sem er greinilega gallaður, það ætti að vera nóg. Þrátt fyrir að ég tala við “yfirmann” sem var útlendingur sem talaði góða íslensku fæ ég ekki að skipta stól sem kostar 2700 nema ef ég uppgef kennitölu.
Það getur ekki verið löglegt að svipta viðskiptavin skilarétti ef hann vill ekki gefa upp kennitölu og þar með verða partur af gagnageymslu fyrirtækisins. Ef ég get sýnt kvittun sem fyrirtækið sjálft útbýr og sýnir að ég keypti hlutinn hjá fyrirtækinu, þá hlýtur það að vera nóg. Hvaða ástæðu og hvaða rétt getur fyrirtækið haft til að krefja kennitölu?
Það hlýtur að vera réttur hvers frjáls manns að geta verslað og skipt gölluðum hlutum án þess að nafngreina sig ef hann hefur kvittun fyrir viðskiptunum.
Upplýsingar um hvað hver kaupir og hvenær eru mikils virði fyrir stórfyrirtæki sem nota þau til að prófílera viðskiptavini sína. Maður gæti ímyndað sér að ef engar hömlur eru á notkun fyrirtækja á persónu upplýsingum, þá gætu þessar upplýsingar nýst til að skipta viðskiptavinum í hópa allt eftir hversu “góðir” viðskiptavinir þeir eru. Verslar þú mikið og skiptir þú sjaldan vörum og kemur sjaldan með gallaða vöru þá ert þú “æskilegur” viðskiptavinur og færð kanski tilboð eða annað sem aðrir “minna æskilegir” viðskiptavinir fá ekki. Ef þú skilar gölluðum vörum og verslar einungis tilboðsvöru þá ert þú minna æskilegur viðskiptavinur.
Guð má vita hvað annað fyrirtækin geta notað persónu upplýsingar okkar til, og þegar öllu er á botnin hvolft þá kemur þeim ekkert við hver ég er þegar ég kem í verslun þeirra með gallaða vöru og kvittun fyrir kaupunum. Ég vil EKKI vera einn af meðvitundarausum fjöldanum sem lætur stórfyrirtæki fara með sig eins og hvern annan búpening.
Það eru engin rök að segja að “þetta mun aldrei gerast” eða að “fyrirtækin eru að mestu heiðarleg”, þetta gerist og þau eru það ekki. Við í þessu landi ættum að skilja þetta manna best eftir þá ógæfu sem dunið hefur yfir þjóðina. Óheiðarleiki er algengur í viðskiptalífinu eins og fall bankanna og ransóknir á viðskiptum þeirra sýna.
Norðurlöndin sem við oft berum okkur saman við hafa strangar reglur um notkun persónu upplýsinga sem við ættum að taka til fyrirmyndar.
Nú sit ég uppi með brotinn stól sem ég fæ ekki skipt og það sem er verst að mínu mati, IKEA kemst upp með að nota stærð sína til að til að þvinga viðskiptavini sem vilja skipta gallaðri vöru til að nafngreina sig gegn þerra vilja.
Hef sent þetta til neytendasamtakanna og IKEA, datt í hug að láta þig vita líka.
Bestu kveðjur,
Arnar Holm

Hrósar Zöru

Ég vil hrósa versluninni Zöru fyrir að endurgreiða vöru í stað þess að gera inneignarnótu.
Kv.
Gerður

Pizzutilboð á einum stað

Sá auglýsta á Skjá einum síðu sem heitir pizzur.is. Kíkti á síðuna og þarna eru fullt af góðum pizzutilboðum frá nokkrum pizzustöðum. Frábær síða fyrir þá sem vilja gera góð kaup á pizzum. Kom mér á óvart hvað það eru margir pizzustaðir sem ég vissi ekki einu sinni að væru til.
Kveðja,
Guðmundur

miðvikudagur, 4. nóvember 2009

Gostengt neytendaráð

Hver kannast ekki við að eiga ekki annarra kosta völ en að hella niður
heilu lítrunum af goslausu kóki, þar sem það er algjörlega ódrykkjarhæft
án goss?
Gott ráð við því er að kaupa nýtt kók og blanda 50 / 50 við gamla kókið.
Maður við finnur varla mun!
Friðrik Árni

Bara kort!

Todmobile tónleikarnir í Óperunni eru eingöngu til að njóta fyrir fólk sem notar KREDITKORT.
Ég er ein þeirra sem á bara peninga ekki kort og fékk ekki að kaupa mér miða á MIDI.IS því þau taka bara kort á þessa tónleika.
Og Óperan er ekki með neina miða til sölu á þessa tónleika.
Vonlaust fyrir fólk með peninga…og mismunun á neytendum að þvínga fólk til að nota kort!
Kv. Hrafnhildur

Hversvegna velur þú Icelandair?

Hversvegna velur þú Icelandair? er auglýst þessa dagana,þetta er svona með því ómerkilegra sem sést hefur lengi,og svarið liggur í augum uppi,vegna þess að það er ekkert annað í boði í langflestum tilfellum! Kona mér nákomin á dóttir í Amsterdam og þurfti að fara þangað með stuttum fyrirvara,og borgaði okurverð fyrir farmiða út ,en gat ekki keypt miða heim vegna þess að það réðist af aðstæðum,þegar svo kom að heimferð eftir 21 dag úti var engan miða að hafa fyrir minna en 105 þúsundkall!Málinu lauk með því að keyptur var miði báðar leiðir fyrir 64 þús og öðrum miðanum fleygt, hver skilur svona starfsemi? og gleymum því ekki að sama félagið á líka innanlandsflugið með einokun af verstu gerð,og það er rekið á eins óhagkvæman hátt og hægt er.M iði báðar leiðir Egilstaðir Reykjavík báðar leiðir kostar meira en fram og til baka Keflavík -Kaupmannahöfn! enda engin samkeppni þar og allir verða að fljúga með FÍ.
Sölvi og Inga

mánudagur, 2. nóvember 2009

Slöpp gæði á Nings

Við félagarnir fórum á Nings í Kópavogi og tókum matinn með okkur.
Við urðum fyrir miklum vonbrigðum með gæðin á kjötinu í réttunum.
Ég panntaði rétt nr. 45 sem er lambakjöt og smakkaðist lambakjötið
eins og 2. flokks súpukjöt.
Félagi minn fékk sér rétt nr. 34 sem er kjúklingur og sagði hann réttinn
smakkast bara mjög illa og er það í annað skipti sem hann fær ekki
góðan kjúkling, eins og þetta séu afgangskjöt af leggjum og lærum.
Samtals borguðum við yfir 4000 krónur.

Vildi ég bara koma þessu að þar sem þetta er ekki í fyrsta skipti
sem við fáum lélegt hráefni á þessum stað. Okkur var sagt í fyrra
skiptið að réturinn ætti að smakkast svona og við urðum að sætta okkur við
það, en ekki tvisvar sinnum í röð.

Árni Vigfús Magnússon

sunnudagur, 1. nóvember 2009

Seríur og perur

Ég á 12v 80 ljósa jólaseríu, það eru margar perur brotnar eða sprungnar. Ég fór í húasmiðjuna þar sem serían er keypt ætlaði að kaupa perur fann 3 í pakka vantaði verð á pakkann svo ég fór á kassann til að athuga verð. Pakkinn kostaði 599kr. Mér fannst þetta vera frekar dýrt að borga 200kr. fyrir stykkið á lítilli 12v peru (kanski er ég bara nískur). Ég fór í byko til að athuga með perur, þeir voru ekki búnir að fá perur en ég skoðaði seríur fann seríur með samskonar perum (12v 3w) 20 ljósa sería kostaði á milli 4300-4400kr og sennilega eru auka perur með seríunni. Það kostar svipað að kaupa auka perur í 3 í pakkningu eða seríu hirða perurnar og henda seríunni.
Kveðja,
Ívar

þriðjudagur, 27. október 2009

Prjónabrjálæði

Mig langaði að koma með smá ábendingu. Nú er allt vitlaust í prjónaskap hjá landanum (eftir kreppu) og margir sem vilja græða á þessu og það er farið að selja garn og blöð út um allar trissur eins og til dæmis í blómabúðum. Eitt sem ég er furða mig á er hvernig í ósköpunum stendur á því að blað sem fæst í Föndru, Katia prjónablað, kostar þar 1990 krónur en fæst á 990 krónur í Quiltbúðinni á Akureyri. Sigla skipin beint til Akureyrar með vörurnar og er þetta svo flutt suður eða?? Annars eru fleiri vörur þarna sem maður getur verslað helmingi ódýrari í Storkinum á Laugavegi sem þó hefur alltaf verið talin með dýrustu búðunum á þessum markaði. Þetta er ekki eðlileg álagning hjá þeim, þvílíka okurbúllan. Finnst bara allt í lagi að benda á þetta þar sem þetta æði hefur gripið landann í kreppunni að taka í prjónana og mér finnst bara svívirðilegt að smyrja svona á vörurnar. Ódýrara að panta og láta senda sér frá Akureyri, er það ekki svolítið gróft ??
Sigurlaug

mánudagur, 26. október 2009

Fyrirfram...

Fann þetta hérna "fyrirtæki" á netinu áðan:) Það virðist vera einhver markaður fyrir svona starfsemi hérlendis:
https://fyrirfram.is/Heim.php
Kv,
Prof. Óskar

Okurlánastarfssemi (enn um Kredia)

Sá kredia.is auglýst í sjónvarpinu og fannst strax eitthvað bogið við málið. Þeir auglýsa smálán, 10-40 þúsund króna skyndilán sem þú sækir um í gegnum SMS. Þessi lán eru til 15 daga og greiðast til baka svona:

10.000 (höfuðstóll) + 2.500 (kostnaður) + 261 (seðilgjald) alls 12.761 eða sem samsvarar 662,64% árlegri hlutfallstölu kostnaðar.
20.000 (höfuðstóll) + 4.750 (kostnaður) + 261 (seðilgjald) alls 25.011 eða sem samsvarar 601,32% árlegri hlutfallstölu kostnaðar.
30.000 (höfuðstóll) + 7.000 (kostnaður) + 261 (seðilgjald) alls 37.261 eða sem samsvarar 580,88% árlegri hlutfallstölu kostnaðar.
40.000 (höfuðstóll) + 9.250 (kostnaður) + 261 (seðilgjald) alls 49.511 eða sem samsvarar 570,66% árlegri hlutfallstölu kostnaðar.

Þarna er verið að ná í þá sem eru í slæmum málum hjá bankanum sínum og geta ekki fengið meiri yfirdrátt.
En svívirðan heldur áfram, eftirfarandi er af vef kredia:
Degi fyrir gjalddaga er viðskiptavini send sms smáskilaboð þar sem minnt er á gjalddagann. Einnig sendir Kredia viðskiptavini greiðsluseðil. Greiðsluseðilsgjald nemur 261 krónum.
Næsta virka dag eftir gjalddaga er send innheimtuviðvörun til viðskiptavinar. Kostnaður við innheimtuviðvörun er allt að kr. 900,-
Tíu dögum eftir útsendingu innheimtuviðvörunar hefjast milliinnheimtuaðgerðir, þær fela í sér útsendingu milliinnheimtubréfs og ítrekanir þess, ásamt símhringingu til viðskiptavinar. Kostnaður við milliinnheimtuaðgerðir er allt að kr. 11.000,- samtals.
Eftir milliinnheimtuaðgerðir er krafan send í löginnheimtu.
Greiði viðskiptavinur lán ekki til baka á gjalddaga og krafan er færð í milliinnheimtu mun kostnaður viðskiptavinar aukast til muna. Ef viðskiptavinur greiðir ekki kröfu í milliinnheimtu er krafan send í lögfræðiinnheimtu sem hefur stóraukinn kostnað í för með sér fyrir viðskiptavin.
Viðskiptavinur veitir Kredia heimild til að gjaldfæra kostnað á bankareikning viðskiptavinar á gjalddaga. Ef ekki reynist innstæða á bankareikningi viðskiptavinar til að greiða gjaldfelldan kostnað hefur Kredia heimild til að gjaldfæra eftirstöðvar kostnaðar á dags fresti á bankareikning viðskiptavinar þar til allur kostnaður viðskiptavinar er greiddur.
Vonandi er enginn nógu vitlaus til að nota "þjónustu" kredia.is
Nafnlaus

Prentvörur ekki ódýrast!

Ég ætlaði að finna mér blekhylki í HP prentara HP336 hylki. Fannst prentvorur.is vera með bæði villandi auglýsingu og okur.
sjá hver verðin voru 24/10 kl 16:00

Prentvorur.is 4400 (óoriginal) uppgefið markaðsverð af þeim 5272
Elko.is 3295 (original)
Tolvutek.is 3190 (original)

kveðja,
Gunnar Axel

föstudagur, 23. október 2009

Græni risinn ekki okur

Fór í gærkvöldi á nýjan veitingastað sem var að opna í Ögurhvarfi, Græni Risinn. Þetta er mjög svipað og Saffran en jafnvel enn ódýrara og alls ekki síðra.
Matseðillinn er allur á kreppuprís.... Sjá: http://graenirisinn.is/
Við konan keyptum okkur sitt hvorn réttin og borguðum undir 2.000 kr. fyrir... og það besta er að þetta var svo vel útilátið að það verða afgangar í matinn í kvöld.
Ekki slæmur prís það.
Kv. Diddi

Okrað í kaffiteríu Þjóðarbókhlöðunnar

Ég missti hökuna niður á búðarborðið í kaffiteríu Þjóðarbókhlöðunnar þegar
ég fór þar um daginn í sakleysi mínu og pantaði mér kaffi latte. Ég sem
ætlaði að gera mér glaðan dag og ákvað að taka mér 20 mínútna pásu frá
bókunum og hoppa með vinunum niður í einn kaffibolla eða svo. Ég sem
fátækur námsmaður átti bágt með að sleppa kortinu mínu í hendur
afgreiðsludömunnar , sem ég áleit hálfgert skrímsli eftir að hafa, stolt á
svip, gefið mér upp verðið á bollanum sem ég hafði pantað: „það gera 450
krónur“. Er þetta alveg eðlilegt? Mig langaði mest til að rífa kortið af
henni og strunsa burt, nema hvað að ég var komin með bollann milli
handanna og gat tæplegast hætt við.
Hverjum datt það í hug að það væri í lagi að hafa verðið á kaffiteríu
Þjóðarbókhlöðunnar, sem er „by the way“ aðallega ætluð námsmönnum, hærra
en á fínum veitingastað á borð við Lækjarbrekku. Það er ekki eins og maður
sé að borga fyrir þjónustu eða maður sé að borga fyrir að sitja í
huggulegu umhverfi, þess vegna get ég ekki áttað mig á því hvers vegna
verðlagningin þarna er svona há.
Ég hef verið að láta þetta fara mikið í taugarnar á mér og hef rætt þetta
við fleiri námsmenn og eru þeir allir sammála. Ein kom með dæmi um það
þegar hún ætlaði að kaupa sér myntur, og þá á ég við svona eins konar
ópalpakka, og hann kostaði 360 krónur á meðan hann kostar 207 krónur í
Hagkaup, og er ekki hægt að segja að Hagkaup sé ódýrast búðin.
Verðlagning búllunnar er fyrir neðan allar hellur og hef ég slitið á öll
mín viðskipti við hana, sem og fleiri sem láta ekki bjóða sér þetta.
Þetta er auðvitað argasti dónaskapur að nýta sér námsmenn á þennan hátt.
Dóra Björk

Enn um verðmerkingar í Krónunni

Ég versla oftast í Krónunni, við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði, því þar er opið lengur en til 18.30.
Ég kaupi mér oft svona svokallaðar sparpakningar af nammi til að eiga smá sykur búst í bílnum.
Í gær ætlaði ég að kaupa 400gr Krónu, súkkulaðihjúpaðir lakkrísbitar, sem ég hef keypt nokkrum sinnum áður, en nú voru bara til 200gr pokar, en verðmerkingin á hillunni hafði ekkert breyst, það stóð eftir sem áður 549kr. 400gr. (kg.verð. 1373). Sem þýðir að 200gr. Ættu að kosta helming af 400gr, eða 1/5 af kg verði eða 275kr.

Þegar ég kom á kassan var ég rukkaður um 379kr, svo ég sagði stúlkunni á kassanum að þetta væri minnsta kosti 100kr of dýrt, þá fór hún með pokan inn að hillunni og rótaði þar til hún fann 400gr. Pokann, svo ég tók hann auðvitað, en hún setti hinn bara til hliðar og svo var auðvitað ekkert gert í málinu.

En mín spurning er, er þetta leyfilegt þar sem kg verðið er gefið upp á hillunni?
Bestu kveðjur, Skúli.

Ilmvatn.net

Búið er að opna vefverslun sem höndlar með ilmvötn og rakspíra á hagstæðu verði. Boðið er upp á öll helstu merkin. Síðan er á www.ilmvatn.net. Það lítið lagt á og þeir eru ekku með lager né aðra yfirbyggingu. Það þarf hinsvegar að bíða eftir vörunni ca. 7 - 10 daga. Margar tegundir eru ódýrari heldur en í Fríhöfn og flestar mun ódýrari heldur en í Hagkaupum. Dæmi:

Davidoff Cool Water edt. 75 ml. kostar í Fríhöfn 6.099 en 5.436 hjá ilmvatn.net
Versace Pour Homme edt. 30 ml. kostar í Fríhöfn 5.999 en 5.856 hjá ilmvatn.net
Versace Bright Crystal edt. 50 ml. kostar í Fríhöfn 9.599 en 7.958 hjá ilmvatn.net

Síðan leggst sendingarkostnaður við um 650 kr.

Kv. Sævar

Eitthvað myndi litla stúlkan með eldspýturnar segja...

Þær eldspýtur sem virðast víðast hvar seldar í borginni heita GSD
og eru ágætar svoleiðis. Verðið er hins vegar nokkuð breytilegt:

Í 11-11 kostuðu þær 35 kr. á sunnudaginn var.
Í Texas (sjoppunni) kostuðu þær 40 kr. í dag.
Í 11-11 kostuðu þær 69 kr. í dag.

Lítill fugl hvíslaði því að kaupandanum að fyrirtækið
á bak við fyrirtækið sem er á bak við 10-11 flytti
þessar eldspýtur inn, sennilega á svona 5 kr. stokkinn.

Upplýsingar um eldspýtur á boðlegum prís væru vel þegnar!
Ei Neinn

Frásögn af Bíla áttunni

Ég fór með bílinn minn í viðgerð um daginn í bíla áttuna, bíllinn er Opel Corsa-b '95
Ég fór með varahluti með mér til þeirra; gorm, stýrisenda, og rúðuþurku mótor, með tilmæli um að setja það í og yfirfara ljós því bíllin væri að fara í skoðun, þeir hafa samband og segja mér að handbremsan er eitthvað slöpp (þrátt fyrir að ég noti hana aldrei) og að það þurfi að skipta um bremsuborðan í henni, ég spyr hvort það sé dýrt og fæ að heyra að það sé ekki dýrt og að reikningurinn sé kominn í u.þ.b. 40.000 kr., þannig að ég segji þeim að skipta um það líka.
Þegar ég kem daginn eftir og spyr hvað þetta kosti þá fæ ég að heyra að það kosti 81.000 kr. þannig að það kostar 40.000 að skipta um handbremsubarka, svo skiptu þeir um bremsudælu hægramegin að aftan, en það var aldrei samþykkt að þeir geri það, mér brá svo svakalega að ég fékk bara sjokk og labbaði út, þeir hringja svo í mig allan daginn og svo loksins þegar ég fá af mér að svara þá segja þeir að ég verði bara að borga þetta sama hvað var sagt og hvað mér finnist.
bíllin er skráður á mömmu mína sem átti bílinn á undan mér, og á föstudaginn var hringt í hana og haft í hótunum um að það yrði að borga þetta annars yrði þetta bara sent í lögfræðing.
Ég vill taka fram að bíllinn er ekki þess virði að láta gera við hann fyrir 81.000 kr. þannig að ég hefði frakar látið urða bílinn heldur en láta gera við þetta, og allir bifvélavirkjar sem ég hef talað við segja að það sé virkilega furðulegt að þeir láti ekki vita þegar að þeir sjá fram á að viðgerðinn komi til með að kosta meira en virði bílsins er og eiginlega bara ósiðlegt og svínslegt.
Þegar ég sækji loksins bílinn núna í dag þá hafa þeir sett 2.000 kr. Aukalega fyrir að ég sendi þetta e-mail á moggan og sendi Cc. Á þá. Þeir komu allir fram í afgreiðslu og voru með læti og voru að æsa sig við mig og spurja hvers vegna ég hefði verið að hafa samband við fjölmiðla.
Einnig fór ég með sama bíl til að skipta um viftureim og í olíuskipti og smurningu til þeirra fyrir nokkrum árum(2-3) þegar þeir voru að auglýsa að með olíuskipum og smurningu fylgdi liggy-moe vélarhreinsun , þegar ég sótti bílinn og spurði hvort það hefði ekki örugglega verið gert þá sögðu þeir að efnið sem var notað var búið þannig að ég fékk það ekki, ég fékk ekki afslátt eða að eiga það inni, viku eftir að ég fékk bílinn svo aftur þá slitnaði viftureiminn og þeir sögðu að það var mér að kenna og létu mig borga nýja viðgerð og þegar sú reim var farin að hljóða illa 2 dögum seinna þá fór ég atur til þeirra og sagði þeim hvað var, þá skoðuðu þeir bílinn og sögðu mér að altenatorinn væri orðil lélegur og það þyrfti að skipta, sem kostar 70.000 með vinnu, ég fékk altenatorin hjá þeim og lét kunningja minn skoða hann og hann sagði að það var ekkert að honum þannig að ég fór með hann aftur til þeirra og sagði þeim að það var ekkert að, þá fóru þeir að koma með einhverjar afsakanir og gáfu mér 25% afslátt á vinnuni við að skoða bílinn í það skiptið, ég fór með bílinn til vinar mins sem gerði þetta frítt og sagði að þeir höfðu sett þetta einhvernvegin skagt í þannið að það var ástæðan fyrir öllum vandræðunum, nú veit ég ekki hvort það var óvart eða til að tryggja að ég myndi þurfa að koma aftur.
Svo fór mamma með þennan sama bíl í viðgerð einhverntíman þegar hún átti bílinn og þá voru einhver vandræði og bögg í gangi,
Ég hef heyrt svo margar sögur af því hvað þeir eru að fara illa með fólk, vildi bara setja þetta þar sem fólk sér það

þriðjudagur, 20. október 2009

Misdýrir tölvuleikir

Ég fór í BT í Skeifunni í dag og sá að Wolverine tölvuleikurinn og Monsters vs. Aliens fyrir PS3 tölvu kostuðu 9.999 kr. Í gær var ég skoða elko.is og þar kostuðu leikirnir 3.995 kr.
Kv. Eyrún

mánudagur, 19. október 2009

Merkja outlet á Korputorgi - flottar og ódýrar jólagjafir

Ég vildi benda fólki á að það getur gert mjög góð kaup í Merkjaoutletinu Korputorgi.
Þeir eru með fullt af nýjum vörum líka á mjög góðu verði td. boli fyrir unglinga og fullorðna með grímyndum ofl.
Allt Það vinsælasta í dag sem þykja ódýrir annarstadar á 2990 en eru seldir allt upp í 4990 í kringunni og fl. stöðum.. Í Outlettinu eru þeir á 1695 kr stk og ég keypti
mér 5 stk því maður þarf jú alltaf boli og þeir eru alltaf að bæta inn fleiri og fleiri tegundum..
Ensku fótboltabúningarnir fyrir krakka eru á 3.495.. sem sést ekki annarstaðar..
Ég mæli með að gerast vinur þeirra á facebook þá fær maður "updeit" á nýjum vörum sem þeir eru að byrja að selja.
Ég veit að ég kaupi flestar jólagjafirnar þarna og spara mér stórpening á því.
Frábær þjónusta og frábært verð.
Bragi

Jón eða séra John hjá Icelandair

Vilji maður bóka flug með Icelandair til Seatlle (og til baka) í
febrúar 2010 þá kostar flugið 103.000.- og einhverjar krónur. velji
maður öfuga leið þ.e. frá Seatttle til Rvk (og til baka) kostar flugið
67.000.-
Sniðugt væri nú að vita hvaða dílar eru að bjóðast Bandaríkjamönnum
sem standa okkur Íslendingum ekki til boða. Mér finnst þetta að minnsta kosti hróplega ósanngjarnt.
kv
þóra

Krónan - Okur og svindl?

Ég vil benda á að ég og fleiri sem ég hef talað við eru alltaf að lenda í
að vörur í Krónunni eru ekki verðmerktar. Jafnvel er það þannig að
samskonar vörur eru í sömu hillu en aðeins ódýrari hluturinn er
verðmerktur, til að gabba hinn almenna neytanda, til að taka dýrari
hlutinn þar sem verðmerkingin er oftar en ekki undir honum. t.d fór ég í
krónuna í lindunum um daginn og þar er hilla með instant núðlum, nokkrar
tegundir. Aðeins tvær af fjórum voru merktar og þá auðvitað ekki dýrasta
gerðin en samt var ein af verðmerkingunum undir þeirri núðlutegund. Þetta
finnst mér vera tilraun til að blekkja.
Einnig vil ég velta upp spurningu afhverju ananas er ekki lengur seldur í
stykkjatali heldur er farið að selja hann í kg verði. Maður nýtir aðeins
tæplega helminginn af þessum ávexti og finnst mér of mikið fara til
spillis til að geta keypt hann á kg verði. Ég fór í dag í Krónuna og
ætlaði að kaupa ananas. Fór að ávaxtabarnum og viti menn ananasinn var
ekki verðmerktur!!!. svo ég fór með hann á kassann, rétt rúm 2kg kostuðu
600kr. (OKUR) ... þennan ananas keypti ég fór heim og skar hann niður og
nýtti allt sem ætt er og vigtaði. úr þessum 2kg ananasi fékk ég 1kg af
aldini.
Vildi bara benda á þetta, er þetta í lagi? Viljum við láta bjóða okkur þetta?
Kær kveðja,
Neytandi

föstudagur, 16. október 2009

Rúmgott bæta vel fyrir mistök sín

Vildi koma á framfæri því sem við hjónin lentum í við að versla rúm hjá Rúmgott á Smiðjuvegi.
Komum á laugardegi og fengum fínar móttökur, legugreining í bekk og ráðleggingar um hvaða rúm við ættum að kaupa, dýnur og grindur.
Vorum að spá í að hugsa málið en ákváðum að kýla á þetta. Staðgreiddi rúmið og fékk smá afslátt ásamt því að fá lök, dýnuhlífar með frítt.
Áttum svo að fá rúmið á miðvikudeginum eftir, konan bjallar á þeim degi í þau í Rúmgott til að staðfesta með rúmið, sagt að það kæmi um kvöldið og ef yrði misbrestur á myndu þau láta okkur vita, við ítrekuðum að það yrði að standa, því að hitt rúmið yrði farið. Ekki málið. Leið og beið og ekkert rúm kom, né var ekki hægt að ná í neinn, enginn þjónustusími og ekki fengum við símtal.
Enduðum að sofa á útilegudýnum (sváfum nánast ekkert) því gamla rúmið okkar var farið. Morguninn eftir hringdi ég í framkvæmdarstjórann hjá þeim og var ansi þungur í skapi. Hann skildi það vel og hringdi aftur í mig eftir að hafa athugað málið, þá kom í ljós að fyrir misskilning hafði annar aðili átt að fá rúm á sama tíma og hafði viljað láta það bíða í einhverja daga, því fékk ég ekki mitt rúm.
Hann baðst afsökunar og lofaði okkur bótum vegna þessa.
Sama dag kom rúmið og var vel sett upp ásamt því að við fengum 2 heilsukodda, satín/silki sænguver, allt mjög veglegt. Þannig að þau bættu mjög vel úr þessum misskilningi og við vorum mjög sátt á eftir.
Ingvar Ragnarsson

Prentarablek pantað frá USA

Í fjölskyldunni eru HP Color Laserjet 2600 prentarar. Í vor vantaði dufthylki í annan þeirra og þau voru pöntuð að utan. Reynslan af þeim hylkjum er afar góð.
Um daginn vantaði í hinn prentarann og þá var pantað í hann. Þau hylki bárust í dag og þá var hægt að ganga frá útreikningunum.

Í Elko kostar hvert hylki af Q6000A, Q6001A, Q6002A og Q6003A kr. 16.995 eða alls kr. 67.980.
Hjá Prentvörum kostar endurunnið hylki kr. 13.200 stk. eða alls kr. 52.800 í prentarann.
Víða tíðkast að endurunnin hylki kosti helming af verði nýrra.

Sending með fjórum endurunnum hylkjum frá www.houseofinkjet.com í Kaliforníu kostar alls hingað komin með öllu sköttum og skyldum kr. 36.588.
Það gerir kr. 9.147 á hvert hylki.

Nánara niðurbrot:
Hylki USD 160
Sendingarkostn. USD 60
Alls 27.635 kr.
Aðfl. gj. 8.953 kr
Alls 36.588

Næsta sending verður ódýrari af því þá verður meira pantað í einu. Hver veit – ef ég fer að selja get ég lagt 44% á hvert hylki og samt verið ódýrari en Prentvörur!

Ívar Pétur Guðnason

Reim í sláttu-traktor

Ég er eigandi Poulan Pro 18542LT sláttu-traktors. Eftir 4 ára notkun er reimin
sem færir afl frá vél til hnífa farin að slakna. Verra að slá og meiri
eyðsla á bensíni. Í maí fór ég að athuga með nýja reim hjá umboðinu sem er
Sláttuvélamarkaðurinn Verklaginn. Svar: reimar eru að koma. Og ekki reyna
að fá þessar mjög svo sérstöku reimar annars staðar. Reimarnar komu seinni
hluta ágúst. Í maí var verð áætlað um 7000 kr. Í ágúst var verðið orðið
milli 11-12.000 kr. Í trássi við alvarlegar ábendingar umboðsmanns fékk ég
mér reim í Poulsen í Skeifunni og búinn að slá í marga marga marga daga með
henni. Verðið 2475 kr!

Okurvextir hjá Nova

Ég er í Nova símaáskrift og var að greiða reikning með gjalddaga 2/10, 900 kr. Á
hann eru kominir dr-vextir 6 kr. sem er í lagi þar sem ég greiði ekki á gjalddaga.
En svo kemur rúsinan í pylsuendanum: ofan á þetta leggjast 500 kr vanskilagjald.
Ég er fús að greiða það sem mér ber en þetta er of mikið... þeir senda ekki
reikning eða giroseðil eða neitt annað sem kostar þá eitthvað og ég hef aðeins
verið vanskilum í 12 daga. Sem telst varla vanskil. Ég greiði 60% af upphæð reiknings i vanskilagjald. Það er nokkuð mikið að greiða fyrst vexti og svo okurvexti sem þetta er svo sannalega.
Kveðja,
Sigga

Vantar varahluti í bílinn, vélhjólið, húsvagninn, kerruna?

Leitið að varahlut eftir "partanúmeri" (part number).

http://www.laga.se/ (sænska)

http://www.lagabasen.se/en/ (enska)

Kv. Óska nafnleyndar

Okur í Húsasmiðjunni

Fyrir 2 vikum keypti ég 2stk hurðastoppara í Húsasmiðjunni. Lítið grátt
plaststykki sem maður borar fast í gólfið svo hurðin stoppi þar en skelli
ekki út í vegg. Fyrir þessi 2 stykki borgaði ég kr. 1.590,-
Fyrir tilviljun fann ég svo nákvæmlega eins hurðastoppara í Múrbúðinni á kr.
395,- stk
Að sjálfsögðu keypti ég þar 2 stk á kr. 790,- og skilaði hinum í
Húsasmiðjuna og fékk tilbaka 1.590,-
Mismunurinn er kr. 800,- sem við spöruðum á þessum 2 nauðaómerkilegu
plaststykkjum.
Ef þetta er ekki okur þá veit ég ekki hvað okur er.
kv,
Ingólfur

mánudagur, 12. október 2009

Kredia - VARÚÐ!!!

Núna eru komin ný lán á markaðinn, svokölluð skyndilán sem fyrirtækið
Kredia býður uppá. Mjög einfalt er að fá þessi lán, þú skráir þig á
heimasíðu Kredia, gefur upp símanúmerið þitt og svo er lánið lagt inná þig
samdægurs. Það sem fæstir hugsa um er að öll lán þarf að endurgreiða. Í
þessu tilfelli er um að ræða mjög lágar upphæðir og lánstíminn er 15
dagar. Ef þú borgar ekki eftir 15 daga þá þarftu að borga 900 króna
áminningagjald næsta virka dag. Ef skuldin er ógreidd eftir 10 virka daga
þá fer skuldin í milliinnheimtu og getur kostnaðurinn við það numið 11.000
krónum.

Sjá lán hér:
10.000 kr 15 dagar 2.500 kr
20.000 kr 15 dagar 4.750 kr
30.000 kr 15 dagar 7.000 kr
40.000 kr 15 dagar 9.250 kr

Ég vil eindregið vara fólk við að taka svona lán. Hvorki kostnaðurinn sem
fylgir þessum lánum eða lánstíminn falla undir almenn neytendalög. Ef þú
lendir í þeirri stöðu að geta ekki borgað á gjalddaga þá áttu á hættu á að
lenda á vanskilaskrá vegna þess hve stuttur lánstíminn er.

Markaðssetningunni er sérstaklega beint að ungu fólki og þeim sem hafa
lítið á milli handanna. EKKI láta platast af gylliboðum sem þessum því
eins og segir í hagfræðinni "það er ekkert ókeypis í þessum heimi í dag".

Tryggvi Rafn Tómasson

Fríhöfnin er svo sannarlega engin fríhöfn

Ég get ekki á mér setið að leggja orð í belg á okursíðunni.
Fríhöfn okkar Íslendinga er svo sannarlega engin fríhöfn.
Var á leið í gegnum Fríhöfn okkar Íslendinga í s.l. viku. Rak þá augun í "Saga pro" pillur, sem eiginmaðurinn tekur reglulega og hugsaði með mér að þetta hlyti að vera ódýrara hér en í bænum. En því fór aldeilis fjarri, pakkinn kostaði kr. 2.700 k. Mér dauðbrá og hætti við að kaupa.
Í dag keypti ég þessar pillur í Lyfjaveri-apoteki á kr. 1.794 pakkann.
Þetta er Íslensk framleiðsla og blöskrar mér okrið í Fríhöfninni.
Húsmóðir í Garðabæ.

Tæknimannaokur Securitas

Við erum með þjónustusamning við Securitas sem er ævintýralegt okur. Þeir eru að rukka fyrir vinnu tæknimanns, að ég held ekki einu sinni rafvirkjamenntaðir. En þeir rukka fyrir tímakaup Kr 8,450.oo pr/klst án vsk á sama tíma er ég að borga menntuðum rafverktaka fyrir þeirra vinnu Kr 4,015.oo pr/klst án vsk / bæði dagvinnutaxtar. Þarna munar ekki nema 110.46% á dagvinnutaxta. Ekki 20-30% nei 110.46% takk fyrir.
Þetta finnst mér óheyrilegt okur og minnir frekar á tannlæknataxta en öryggisvarða með þekkingu á skjáborði.
Með kveðju,
V.Petursson

Verðlag á barnavörum

Bara smá hugleiðing varðandi barnavörur. Núna er að fara að koma nýr krakki á heimilið og því þarf að kaupa margt varðandi það. Ég hef nú lúmskan grun um að þeir sem stunda verzlun með þær vörur notfæri sér viðvarandi ástand sem afsökun fyrir okurverði á öllum sköpuðum hlutum hvað varðar vörur á þessu sviði. Ég keypti hlífðarkant á barnarúmið sem kostaði mig 2990 kr árið 2004 þegar eldri sonur minn fæddist en af því að sá gamli eyðilagðist, þá neyddist ég kil að kaupa mér nýjan. Og núna árið 2009 þegar sama draslið er keypt kostaði það mig 10.999 krónur!
Þetta er bara lítið dæmi um alla skapaða hluti. Eins og bleyjurpoki sem kostaði að mig minnir 700-1000 krónur eru nú á 2.300 krónur. Blautþurkurnar kosta í dag 500 eða 600 kall en áður kostaði þetta í kring um 300 eða 400 kall. Barnabílstóll sem kostaði 20.000 kostar í dag 40.000 og allt upp í 60.000 krónur og allt er þetta í nafni kreppunnar. Svo eins með barnavagna sem fyrr á tímum kostuðu 40.000 kosta orðið upp í hundraðþúsund kall eða meira. Þetta er bara rugl.

Húsasmiðju-okur á límbandi

Ég keypti málingarlímband í Verkfæralagernum í Kópavogi, og rúllan kostaði þar 245 kr að mig minnir. Svo kláraði ég rúlluna og þurfti að kaupa aðra rúllu í Húsasmiðjunni og nákæmlega sama rúllan kostaði 945 kr sem er gífurlegur munur. Þetta var svona límbandsrúlla plastkennd, meira til að pakka inn og erfitt að rífa.
Vildi bara benda á þetta,
Hildur

fimmtudagur, 8. október 2009

3G netlykill

Hér er vakin athygli á bjánaskap stórfyrirtækis og bjánaskap neytanda.

Varið ykkur á 3G netlykli Símans, Vodafone og NOVA!

Staðgreiðsluafsláttur í Einari Farestveit

Mig langar aðeins að ræða um staðgreiðsluafslátt. Ég versla aðeins með debetkorti og út af því að ég geri það þá er ég að minni vitund að staðgreiða vörurnar sem ég versla.
Á föstudag var ég í verslunarferð og ákvað að kaupa mér glerskál fyrir Kitcen Aid hrærivélina mína. Eftir að hafa athugað í ýmsum verslunum komst ég að því að eini staðurinn sem seldi slíkar væri umboðsaðilinn á Íslandi, Einar Farestveit & Co.
Þegar ég fór að greiða fyrir vöruna (voru 17.100 kr að mig minnir) spurði ég hvort að það væri ekki staðgreiðsluafsláttur á þessum kaupum því ég greiddi með debetkorti.
Fékk ég dónalega svarað tilbaka að öll verð væri miðuð við staðgreiðslu.
Þá spyr ég... Ef ég hefði borgað með kreditkorti, hefði ég þá þurft að greiða hærra verð?!?!?! Það er eitthvað sem segir mér að svo sé ekki. Í mínum huga á ég rétt á afslætti því fyrirtækið fær greisluna stax og þarf ekki að greiða % af færslunni
Er þetta rökrétt svar við minni spurningu í samb við afslátt????? Mér finnst eins og það sé verið að svíkja mig.
Þórhildur Löve

Gamla Flugleiðaokrið endurtekið

Nú býður Iceland Express flug til New York - og ekki aðeins fyrir mörlandann,
heldur líka fyrir íbúa á meginlandi Evrópu. Hægt er að kaupa flug beint frá
ýmsum borgum í Evrópu til New York, með viðkomu á Íslandi.

Flugleiðir/Icelandair hafa í gegnum tíðina boðið útlendingum að fljúga til
Bandaríkjanna á lægra verði en Íslendingum. Ég sé ekki betur en Iceland Express
sé að fara í sömu fótspor, samaber eitt lítið sýnishorn:

Frá London til New York 22. júní með heimkomu 5. júlí kostar 335 pund. Frá
Íslandi til New York þessa sömu daga kostar 327 pund. Mismunurinn er 8 pund,
eða um 1.600 kr. Semsagt, Bretinn flýgur frá London til Íslands og svo frá
Íslandi til New York fyrir nánast það sama og Íslendingurinn borgar fyrir að
fara héðan af klakanum til New York. Fyrir breska ferðamanninn er flugið til
Íslands semsé ókeypis.

En eins og þú veist er ekkert ókeypis, þannig að einhver annar borgar undir
Bretann í þessu tilfelli. Jú, eins og hjá Flugleiðum/Icelandair, þá eru það
vesalingarnir sem fara bara á milli Íslands og annarra landa.

Með kveðju
Halldór Á.

þriðjudagur, 6. október 2009

Oxepytt okur í Krónunni

Ég fór í Krónuna í Húsgagnahöllinni á miðvikudaginn og ætlaði m.a. að kaupa "Oxepytt", sem er norskur pottréttur og hefur verið til á ágætisverði um langt skeið, um kr.500. Enn hann hafði þó heldur betur hækkað og nú kostaði hann nærri 1.100 krónur, svo ég snarhætti við.

Á föstudaginn átti ég svo leið í Nóatún í Grafarholti og
sá þá sama pottrétt og kíkta á verðið og keypti á kr.679.-

Mismunur á þessum 2 stöðum var ca 400.00 kr.!!!! eða
um 60%.
Nú væri þetta kannske ekki eins furðulegt,
1) ef þetta hefði verið öfugt, þ.e. Krónan, sem gefur sig út fyrir að vera lágvöruverðsverslun, hefði verið ódýrari.
2) ef ekki væri sami eigandi að báðum verslunum og þar af
leiðandi sami aðili, sem flytur inn/eða sér um innkaup vörunnar.

Hækkun á norskri krónu skýrir ekki þennan mun!!!!

Kv.
Ragnheiður K.Karlsdóttir

Rútufargjöld lækka um helming

Bílar og fólk - TREX hafa lækkað öll fargjöld sín um helming. Þetta er gert til að reyna að efla almenningssamgöngur. Þessi lækkun verður í gildi a.m.k. til áramóta. Öll fargjöld lækka, ekki bara "almennt verð". Hér eru nokkru dæmi um breytingar:

Reykjavík - Akureyri
Fullorðnir var 9.000- / verður 4.500-
Öryrkjar, ellilífeyrisþegar, skólafólk var 6.700- / verður 3.350-
Börn 4-11 ára var 4.800- / verður 2.400-

Hornafjörður - Reykjavík
Fullorðnir var 11.200- / verður 5.600-
Öryrkjar, ellilífeyrisþegar, skólafólk var 7.900- / verður 3.950-
Börn 4-11 ára var 5.600- / verður 2.800-

kv, Drengur Óla

mánudagur, 5. október 2009

IKEA verslar með þýfi

Fyrir nokkrum dögum kom ég í IKEA og verslaði sitt lítið af hverju sem mig vantaði. Keypti m.a. 4 súpuskálar. Þegar á kassann var komið, urðu skálarnar eftir. Mistökin uppgötvuðust þegar heim var komið og hringdi ég í IKEA til að láta vita af þessu óhappi. Starfsmaður svaraði því að aðeins þyrfti að sýna kassastrimilinn til að fá skálarnar afhentar.

S.l. laugardag mætti ég með kassastrimilinn, en fékk frekar snautlegar mótttökur. Starfsmaður á skilað/skipt skoðaði strimilinn en komst að því að engin skráning væri í tölvu um að varan hefði verið skilin eftir á kassa. Hann fór inn fyrir og talaði við verslunarstjóra (í síma?) en fékk ekki leyfi til að leiðrétta þetta. Ég ætlaði ekki að gefa mig, trúði bara ekki öðru en að IKEA gæfi sig út fyrir góða þjónustu og myndi leiðrétti mistök sem sannarlega voru starfsmanns, því þarna hafði starfsmanni láðst að skrá vöru sem skilin var eftir.

Þrisvar sinnum fór starfsmaður inn að ítreka málið við verslunarstjóra en því miður.

Ég sit því uppi með að fá ekki þessar 4 súpuskálar og hef varla lengur lyst á að borða af Ikea diskum í framtíðinni. Tapa andvirðinu sem var ekki mikill peningur en sennilega hefur bensínkostnaður við að keyra suður í IKEA og til baka í Kópavoginn verið jafnhár eða meiri. Því er tapið tvöfalt. Fyrir utan þetta fór hálfur dagur til ónýtis hjá mér við að bölva IKEA-verslunarstjóranum og IKEA-verslunarveldinu og láta þetta mál fara í taugarnar á mér. Því auðvitað eigum við ekki að láta svona skítafyrirtæki snuða okkur. En kannski er IKEA veldið búið að átta sig á því að hægt er að traðka endalaust á Íslendingum, þeir eru svoddan lúserar hvort eð er, sbr. Englendinga og Hollendinga í Icesave málinu.
Súpuskálarnar MÍNAR eru enn til sölu í IKEA og hætta er á að viðskiptavinir sem kaupa búsáhöld í IKEA á næstunni séu að kaupa þýfi.
Kona úr Kópavogi

Verðmerkingar hjá IKEA

Ég hef rekið mig á að IKEA verðleggur vörur sínar misjafnt eftir litum. Þetta veldur talsverðum ruglingi og ég væri ekki að skrifa um þetta nema vegna þess að ég lenti í þessu í annað skiptið í dag, og það í einungis 3 mismunandi innkaupaferðum. Í fyrra skiptið ætlaði ég að kaupa bolla á útsölu, stórt skilti gaf upp útsöluverð. Ég keypti fleiri en einn lit og þegar á kassan kom reyndust eingöngu 2 af 6 samskonar bollum (en mismunandi í lit) á útsölu. Ég fór tilbaka í verslunina og rétt skal vera rétt, með litlum stöfum undir stærðarinnar útsöluverði var liturinn skráður. Síðara skiptið ætlaði ég að kaupa gardínur, þær virtust eiga að kosta 3.690,- krónur en reyndust kosta 5.490,- krónur þegar á kassann var komið. Ég athugaði málið aftur og gardínurnar reyndust fáanlegar í 4 litum, hinir litirnir þrír voru allir verðmerktir 3.690,- en hvergi fannst verðmerking fyrir rauða litinn sem ég hafði valið. Við eftirgrennslan sagði starfsfólk IKEA að þessi litur væri einfaldlega dýrari – ‘þetta er bara svona’ var eina svarið sem ég fékk hjá 3 mismunandi starfsmönnum. Einhvern veginn virtist þetta þó óskiljanlegt þar sem enginn annar sjáanlegur efnismunur var á gardínunum. Mér varð illilega ofboðið og ég dró tilbaka kaupin. Ég hvet neytendur til að eftirgrennslast eftir litamerkingum á verðmerkingum hjá IKEA. Þetta virðist leiðinda trix sem einungis grefur undan því trausti sem viðskiptavinir bera til annars prýðisverslunar.
Með kveðju, Auður

Mismunandi verð eftir hvort greitt er með peningum eða korti (debet/kredit)

Ég tók eftir því á dögunum að Texas sjoppan á Ingólfstorgi hefur tekið upp á þeirri nýbreytni að rukka sitthvort verðið fyrir sígarettur eftir því hvort greitt er með reiðufé eða korti og gildir þá einu hvort um debet- eða kreditkort er að ræða.
Þarna er því ekki verið að veita staðgreiðsluafslátt, þar sem debetkortagreiðsla er jú staðgreiðsla - heldur er sitthvort verðið í gildi eftir því hvaða greiðslumáta viðskiptavinur velur sér. Hugsanlega er þarna fyrsta skref í nýrri þróun - hvort sem hún er slæm eða góð.
kv,
Svenni

Plastpokarnir 5 kalli dýrari

Í dag er búið að hækka plastpoka í Bónus (í Mosó a.m.k.) úr 15 í 20 kr.
Hvers vegna ? Hver er framleiðslukostnaður þessara poka ?
Legg til að við hættum öll, 100%, að kaupa plastpoka á þessu verði.
Big D

föstudagur, 2. október 2009

Pepsihækkun Bónuss

Vildi benda á að ég skrap í Bónus í gær og ætlaði m.a. að kaupa Pepsi Max. Það hefur legið í 150-170 kr þar 2 lítrar. Skyndilega er það komið í 220???? Og hvergi talað um þessa hækkun - á einni viku.
Vildi benda á þetta,
kveðja Þórhallur

Nammiokur Europris

Uppáhaldsnammið mitt er non stop frá freia og fæst það bara í europris. ég keypti mér einn poka í gær og er hann 250gr og kostaði pokinn litlar 899 kr. hvernig er hægt að selja svona litlan poka á svona mikið???
kv. sigrún

Fákeppni eða einokun í bíladrætti

Tengdamóðir mín, sem er öryrki, lenti í því að bíllinn hennar bilaði á aðrein frá Snorrabraut inn á Miklubraut síðasta föstudag. Bíllin var dreginn burt á laugardeginum. Ég vissi ekki af þessu fyrr en á sunnudeginum og þá var allt lokað í Vöku. Þegar ég hringdi eftir helgina þá fékk ég að vita að það hefði kostað 9.800 kr að láta draga bílinn og ofan á það bættist 2.980 kr. afgreiðslugjald og dagsektir sem væru 1.494 kr á dag. Tengdamóðir mín hafði ekki efni á því að leysa bílinn út og því safnast áfram dagsektir á hann. Í dag stendur þetta í um 20.000 kr.
Það sem mér finnst ekki í lagi er að fólk hefur ekki hugmynd um það hvað þetta kostar og engin viðvörun er gefin áður en bíllinn er dreginn.
Vaka er ekki með gjalskrá á heimasíðunni sinni og þar af leiðandi er ekki hægt að sjá hvað það kostar að bíllinn sé dreginn, að það sé afgreiðslugjald og að dagsektir séu 1.494 kr. Þar að auki er ekki sjálfsagt að allir viti að það sé Vaka hf sem hefur dregið bílinn.
Það er ekkert val um það hvaða fyrirtæki dregur og þar af leiðandi gæti Vaka alveg eins látið dráttinn kosta 20.000 og haft afgreiðslugjaldið 10.000 og dagsektirnar 3.000 eða enn hærri upphæðir.
Tengdamóðir mín hringdi í Vöku og spurðum hvort hægt væri að sækja bílinn og fá sendan gíróseðil en það er ekki hægt. Það verður að greiða alla upphæðina þegar bíllinn er leystur út. Að öðrum kosti safnar hann dagvöxtum þangað til fólk hefur efni á því að leysa hann út.
Ég sendi þessa línu þar sem mér finnst þetta ósanngjarnt og þetta er eitthvað sem flestir hafa sennilega ekki hugmynd um.
Jóhann

Dýrt Sýrop í Hagkaup!

Fór í hagkaup og keypti mér mable sýróp,þær voru í tveimur hillum og miðinn
hafði eitthvað skolast til og ég las verðið kr 539- fyrir 250 ml flösku,ekki
slæmt,svo fer ég og borga,eða ætlaði að borga,þá segir afgreiðslustúlkan 1439
kr,takk fyrir! Það gerir lítraverðið á þessu eðalsýrópi 5756 kr,hvað er í gangi!Þetta er rán!

fimmtudagur, 1. október 2009

Gleraugnakaup - ekki er allt sem sýnist!

Nú fer í hönd sá tími þegar margir foreldrar þurfa að kaupa gleraugu handa börnum sínum, eftir sjónpróf í skólum. Ég keypti gleraugu í fyrra og lærði lexíu sem mig langar að deila með öðrum.

Ríkið tekur þátt í kostnaði við glerin (sjá hér: http://midstod.is/Born/Gleraugnaendurgreidslur), allt að 7.000 áttum við rétt á í fyrra. Við fórum milli búða og skoðuðum úrvalið og sýndum reseptið til að fá hugmynd um kostnað. Umgjarðirnar kostuðu flestar svona 13-15 þúsund og alls staðar var mér sagt að glerin kostuðu sáralítið, sums staðar ekkert, verslunin veitti afslátt fyrir því sem væri umfram endurgreiðslu. Dýrasta umgjörðin kostaði um 18.000 en þar var mér sagt að glerin yrðu ókeypis (þ.e. endurgreiðslan dygði) og að auki væri 10% námsmannaafsláttur. Þar hefðu gleraugun því kostað 16.200. Í síðustu búðinni voru umgjarðirnar langódýrastar og dóttir mína fann eina sem henni leist vel á og kostaði bara 11.000. Eftir að hafa fengið sama svarið á mörgum stöðum, að glerin kostuðu lítið eða ekkert, láðist mér að spyrja. En viti menn, þar þurfti ég að borga 7.000 fyrir glerin. Mér fannst of seint að fara að hringla í barninu með þetta og útkoman var sú að gleraugun kostuðu 18.000 – meira en verið hefði í þeirri búð sem í fljótu bragði leit út fyrir að vera dýrust.
Sem sagt: Það borgar sig að byrja á því að sýna reseptið og spyrja hvað glerin kosti.
Með kveðju,
Margrét Guðmundsdóttir

Bubbi byggir í Byko

Keypti fyrir ekkert svo löngu síðan límborða með myndum af Bubba byggir, í Rúmfatalagernum, á 399 krónur. Seinna átti ég erindi í Byko, og fór að skoða þar límborða, nákvæmlega eins límborði, sama lengd, frá sama framleiðanda, yfir 3000 krónur!
Hólmfríður

Verðlagsbrenglun ÁTVR

Ég var að kanna verð á bjór hjá ÁTVR og skrifaði um það bloggfærslu. Kv, Ólafur

Almenna reglan í viðskiptum er að því meira sem að þú kaupir þeim mun ódýrari ættir þú að fá hverja einingu fyrir sig. Ástæðan fyrir þessu er lögmálið um minnkandi jaðarnotagildi. Lögmálið um minnkandi jaðarnotagildi segir að ein eining af vöru til viðbótar eykur vissulega við notagildið en sú aukning verður minni og minni þegar einingunum fjölgar. Við sjáum óskýra mynd, smellið á myndina til að sjá hana betur:Þessi neysluhneigð á við í flestum neysluvörum. Þ.e.a.s. aukning í notagildi verður minni og minni þegar að einingum fjölgar. Þetta á við okkur. Fyrsta pizzusneiðin er mikilvægust. Næsta er mikilvæg en notagildisaukningin verður minni og minni eftir því sem að sneiðunum fjölgar.

Þess vegna bjóða stórfyrirtæki upp á magntilboð. 2 fyrir 1 af pizzum er gott dæmi. Tvennutilboð. Sama á við um skuldbindingu á líkamsræktarkorti. Árstilboð á kortum, þar sem verð per mánuð er mun lægra en ef maður ætlar að fá sér mánaðar- eða 3ja mánaða kort.

Hins vegar gildir þetta lögmál ekki hjá ÁTVR. Ríkið selur áfengi. Þar gilda önnur lögmál. Ég tek tvö dæmi en gæti tekið fleiri, ég bendi áhugasömum á að gera það með því að skoða heimasíðuna.

1) Heineken er vinsæll bjór í ÁTVR. Hann er til í ýmsum útgáfum. 500 ml dós á 325 kr (Lítraverð 650 kr), 330 ml dós á 260 kr (Lítraverð 788 kr) og 330 ml gler á 270 kr (Lítraverð 818 kr). Enn sem komið er heldur lögmálið okkar góða um minnkandi jaðarnotagildi, þar sem lítraverðið er ódýrast fyrir stærstu eininguna (500 ml). En Heineken er einnig til í 5 lítar kút á 4790 kr (Lítraverð 958 kr!). Til þess að lögmálið haldi þá ætti Heineken 5L kútur að kosta minna en 3250 kr. En svo er alls ekki.

2) Næsta dæmi er Viking Lager. 500 ml dós kostar 238 kr (Lítraverð 476 kr). Einnig er hægt að kaupa 30 lítra kút á 17794 kr (Lítraverð 593 kr!). Hinn hugsandi neytandi myndi ekki borga meira en 30*476 kr = 14280 krónur fyrir kútinn. Í öllu falli minna en sú upphæð vegna minnkandi jaðarnotagildis.

Fjárplógstilburðir "þjónustufyrirtækisins" Securitas

Mér þykir rétt að vara neytendur við innheimtuaðferðum Securitas.
Þannig er að mánaðarlegir þjónustureikningar fyrirtækisins "heimavörn" falla í gjalddaga seinnipart hvers mánaðar og eindagi þeirra er viku síðar (yfirleitt í kringum 25. hvers mán.). Ef reikningar eru ekki greiddir á eindaga er skellt á reikningana (3-4 dögum síðar) innheimtuviðvörun upp á 900 kr. Þeir passa vel uppá að gera þetta hratt og vel fyrir mánaðarmótin, því þá er líklegt að megnið af útistandandi reikningum borgist.
Þetta álag fer nærri að vera 20% ofan á mánaðarupphæð heimavöktunar.
Þarna er Securitas ekki einungis að fá dráttarvexti á upphæðina heldur seilast þeir í auka 900 kr. úr vasa viðskiptavina sinna. Að mínu viti eru þetta sóðalegir viðskiptahættir og hreint okur.
Hvekktur viðskiptavinur

Ekki borga hótel sem þér ber ekki skilda til

Ég átti pantað flug til og frá London með Iceland Express en fluginu heim var aflýst (nær öðru hverju flugi félagsins til og frá London nú í septembermánuði hefur verið aflýst í hagræðingarskyni og margir eru því í mínum sporum).
Lög gera ráð fyrir að allir þeir sem neyðast, vegna aflýsingar flugs í hagræðingarskyni, til þess að fljúga heim til sín degi síðar en upphaflega var áætlað eigi rétt á hótelgistingu og uppihaldi á kostnað flugfélagsins á meðan beðið er, óháð því með hve miklum fyrirvara fluginu er aflýst. IE þykist ekki vita af þessu og segir viðskiptavinum sínum að félagið þurfi ekki að útvega hótelgistingu á flugvellinum láti félagið vita af aflýsingunni með 14 daga fyrirvara. Sem er ekki rétt.
Flugmálastjórn Íslands, sem hefur eftirlit með flugfélögunum, hefur farið yfir reglugerðir sem varða aflýsingar flugs og séð ástæðu til að senda IE bréf þar sem félaginu er bent á þessar skyldur þess gagnvart neytendum en félagið kýs að hunsa tilmælin. Félaginu er þar bent á að það breytir engu með hve miklum fyrirvara viðskiptavinir eru látnir vita að flug þeirra fellur niður, flugfélaginu ber alltaf skylda til að bjóða upp á gistingu.
Samkvæmt flugmálastjórn ber flugfélögum einnig skylda til að upplýsa viðskiptavini sína um rétt þeirra til hótelgistingar falli flug þeirra niður þannig að þeir þurfi að bíða yfir nótt eftir næsta flugi. Það þarf vart að taka fram að IE hunsar þessar skyldur sínar.
Fjöldi neytenda greiðir því sjálfur fyrir hótelkostnað sem IE á lögum samkvæmt að greiða.
Eftir að ég leitaði aðstoðar lögfræðings hefur IE loks samþykkt að greiða fyrir mig hótel þá nótt sem ég þarf að bíða á Gatwick. IE neitar þó að gangast við þeirri lagalegu skyldu sinni að upplýsa viðskiptavini sína um rétt þeirra. Því þarf að koma honum vel og vandlega á framfæri í fjölmiðlum.
Besta sparnaðarráðið er nefninlega að borga ekki hótelkostnað sem er lagaleg skylda milljarðafélagsins Fengs að borga.
Bestu kveðjur,
Brynja Cortes Andrésdóttir

Svar frá Iceland Express:
Varðandi bréf Brynju Cortes Andrésdóttur hefur félaginu borist erindi frá Flugmálastjórn Íslands, þar sem óskað er viðbragða frá Iceland Express. Lögfræðingur félagsins er að skoða það mál og mun svara Flugmálastjórn. Að öðru leyti kýs félagið ekki að svara Brynju á þessum vettvangi.

miðvikudagur, 30. september 2009

Misræmi hjá partíhöldurumÉg fékk mail frá Eve online þar sem kemur fram að það kostar 2000 kr á lokapartí Eve online-hátíðarinnar 'Party at the top of the world'. Þegar ég klikkaði á linkinn sem gefinn var upp þá kemur fram að miðinn kostar 2900 kr en ekki 2000 kr eins og sendur í mailinu. Ég hef ekki fengið neina staðfestingu frá þeim varðandi hækkun á miðaverði og mér finnst þetta mjög furðurlegt!
Már

þriðjudagur, 29. september 2009

Ódýrir smokkar í MegaStore

Kannski er einhver búinn að benda þér á þetta, en af því dýrar getnaðarvarnir hafa verið í umræðunni þá sá ég um daginn smokkapakka með tíu smokkum í MegaStore búðinni á 298 kr sem er mun ódýrara en maður hefur sé á búðarkössunum í Bónus, Strax o.s.frv. Ég veit svo sem ekkert um gæði þeirra, harðgiftur til margra ára, vonandi geta kannski einhverjir komið með reynslusögur!
Kv. Örvar

Svívirðilegt okur hjá Toyota umboðinu

Konan fór með bílinn í reglubundna 30.000km/2ára skoðun hjá Toyota sem er skylda að fara í til að viðhalda ábyrgð.
Bíllinn er smurður og yfirfarinn líkt og gert er á venjulegri smurstöð.
En vegna þess að við verðum að fara í Toyota umboðið til að viðhalda ábyrgðinni okra þeir svívirðilega á viðskiptavinum sínum.
Þrátt fyrir að við höfum beðið þá um að sleppa öllu smávægilegu t.d. bæta á rúðupiss, tékka loftþrýsting í dekkjum og þess háttar, sem meðal-jóninn getur gert sjálfur, þá rukka þeir okkur um 42.326!
42.326 fyrir reglubundna skyldu skoðun!
Varahlutir (síur og olía kosta 9.222
Vinnan var 33.105kr og tók 2,2klst skv bókhaldi þeirra... sem sagt um 15.000 kr/klst, sem mér finnst óeðlilega hátt.
Vildi rétt láta vita af þessu...
Með kveðju,
Guðjón

Alíslenskt okur: Ábending til neytenda

Það er alveg merkilegt hvað verslunareigendur á Íslandi geta okrað mikið þegar kemur að ákveðnum vörum. Ég vil benda fólki á að með smá þolinmæði, þá er hægt að spara sér umtalsverðar fjárhæðir með því að panta í gegnum eBay. Þetta vita eflaust margir - en margir hafa þó ekki notað vefi á borð við eBay og ráðlegg ég fólki að kynna sér þetta núna á þessum síðustu og verstu. Ég ætla að koma með þrjú dæmi.

a) Batterýið í Nokia símann minn er orðið nokkuð slappt og því ákvað ég að kanna það hvað myndi kosta fyrir mig að kaupa nýtt. Hátækni gaf mér upp verðið 6.995. fyrir batterýið. Á eBay keypti ég sambærilegt batterý fyrir 4 dollara (ca. 500 krónur). Ég vil þó taka það fram að sennilega var hér ekki um ekta Nokia vöru að ræða og því ekki alveg nákvæmlega sama varan - en batterýið er ekki síðra (enn sem komið er allavega). Fín leið til að lengja líftímann á farsímanum sínum um 1-2 ár.

b) Ég á sjónvarpsflakkara, en var að flytja um daginn og tókst að týna RCA/Scart millistykkinu sem notað er við að tengja það við sjónvarp. Ég leitaði eftir stykkinu á google og sá að það er til hjá Tölvutek - falt fyrir 1490 krónur. Á eBay var aftur á móti einhver tilbúinn að selja mér þetta sama stykki á $1,50 (180 kall) með sendingarkostnaði. Þetta er ekki stykki sem ég verð að fá í dag og því spara ég mér auðveldlega 1300 kall þarna. Ekki endilega há upphæð, en marga munar um hverja krónu.

c) Keypti mér tvo DVD spilara um daginn. Einn þeirra ætlaði ég að nota sjálfur og hinn í gjöf fyrir foreldra mína. Spilararnir kostuðu um 15.000 krónur stykkið, en þá átti eftir að kaupa HDMI snúru til að tengja spilarana við sjónvarpið. Sú snúra kostaði 2.490.- stykkið í Elko. Auðvitað kannaði ég þetta á eBay - og þar gat ég fengið stykkið á $1,99 (250 kall).

Þarna eru þrjú dæmi þar sem ég hef borgað undir 15% af útsöluverði verslana á Íslandi, með því að sýna smá þolinmæði og útsjónarsemi. Ég tek það sérstaklega fram að eftir nokkra mánaða reynslu með hvern og einn þessara hluta - þá fæ ég ekki séð að þau séu af verri gæðum en þeir hlutir sem íslenskar verslanir selja.

Kveðja,
JHO

Bílatryggingar – svindl áfram í gangi

Nú í september fékk ég bréf frá Sjóvá og þar í voru 2 greiðsluseðlar ásamt skýringarblöðum, annar með lögboðinni ábyrgðartryggingu, kr. 102.792,- en hinn með kaskó, 43.918,-. Samtals 146.710,-
Ég hringdi í Sjóvá til þess að biðja um 2 gjaldaga á greiðslunni. Um leið og ég hafði sleppt beiðinni út úr mér sagði stúlkan: „Ég get lækkað þetta fyrir þig!“ Eftir smá bið og án þess að ég opnaði munninn hafði hún lækkað heildarupphæðina um 25.944,- eða um tæp 18%! Og ég sem hafði ekki einu sinni reynt að prútta um iðgjaldið! Stúlkan sagðist svo bara senda mér nýja seðla sem hún og gerði ásamt tveimur upplýsingablöðum en slíka hafði ég fengið með fyrri seðlunum (bruðl).
Nokkrum dögum seinna sagði mágur minn mér að hann hefði fært sig yfir í VÍS úr TM og þar með getað lækkað tryggingapakkann sinn um 100.000,- pr ár!
Ég hugsaði: Tryggingafélögin senda út rukkanir upp á vissa upphæð sem er ca 18% hærri heldur en raunvirði trygginganna. Ca 80% tryggjenda borga hljóðalaust og telja víst að þeirra félag sé jafn heiðarlegt og þeir sjálfir. Hinir 20% fá lækkun út á það að taka upp símtólið eins og ég.
Hvaða reikniskúnstir (lögbrot) eru þetta eiginlega á þessum síðustu og verstu tímum!? Og það meira að segja hjá Ríkisfyrirtækinu Sjóvá? Hefur virkilega ekki orðið nein hugarfarsbreyting hjá „buisness“mönnum landsins? Eða Ríkinu!? Og svo eru menn að tala um heiðarleika og að það sé bjargráð þjóðarinnar að skapa hér nýjan og heiðarlegan hugsunarhátt!
Enn sama svindlið og svínaríið. „Helvítis fokking fokk“.

Mosfellsbæ, 28. september 2009
Sesselja Guðmundsdóttir