miðvikudagur, 29. apríl 2009

Dell rafhlöður og þjónusta EJS

Mig langar til að segja frá reynslu minni af rafhlöðuendingu í Dell fartölvum og þjónustu EJS. Þannig er mál með vexti að fartölva, sem keypt var fyrir rétt um ári síðan, er farin að gefa meldingu um það að rafhlaðan sé ónýt og skipta þurfi um hana. Þessi tilkynning tekur yfir skjáinn í hvert skipti sem kveikt er á henni. Þar sem tölvan er ekki eldri en þetta var að sjálfsögðu farið í EJS og kannað hvort þetta væri ekki í ábyrgð. Nei, því miður er bara árs ábyrgð á rafhlöðunni, og tölvan seld þann 9. apríl 2008. Okkur er hinsvegar velkomið að fjárfesta í nýrri rafhlöðu sem kostar litlar 31.120 krónur og endist þá væntanlega í 366 daga, eins og þessi gerði. Ég kannaði málið á netinu og keypti ekki eina, heldur tvær rafhlöður í Dell fartölvur (þar sem til er önnur Dell tölva á heimilinu með ónýta rafhlöðu) og greiði fyrir þær báðar samtals um 25.000 krónur, með sendingarkostnaði og virðisaukaskatti! Dæmið lítur því svona út:
EJS Rafhlaða 1: 31.120.-
EJS Rafhlaða 2: 36.980.-
EJS Samtals: 68.100.-

Amazon+vsk: 25.000.-
Sparnaður: 43.100.-

Ég er því að fá rafhlöður í báðar tölvurnar fyrir minna en ein kostar hjá EJS. Ég set það alls ekki fyrir mig að þetta eru ekki orginal Dell rafhlöður þar sem endingin á þeim er ekki til fyrirmyndar! Til samanburðar þá er ég með ThinkPad fartölvu sem er tveggja ára gömul og rafhlaðan í henni er með nánast sömu endingu og hún var í upphafi. Ég get því ekki annað en hvatt fólk til að skoða þessi mál vandlega áður en það kaupir sér tölvu, sérstaklega þar sem rafhlöðuending er þekkt vandamál hjá Dell tölvunum.

Kveðja, Guðrún

Bensínhækkun

Mér ofbýður hækkun benzíns á nk. vikum. Tek benzin hjá Atlandsolíu í
Mos. með lykli. 26.4 var ltr. á 150.30 eftir lækkun v. lykils. 18.3 var
ltr. á 137.80!
Mætti alveg vekja máls á þessum hækkunum sem virðast vera gerðar í skjóli
kosninga eða einhvers annars. Hef ekki orðið vör við mótmæli v. hækkunar
eða skýringa á hækkunum.
Kær kveðja, Sólveig Klara

Myglusveppur í Jó jógúrt.

Ég verð að koma þessu á framfæri þar sem þeir hjá Mjólku virðast ekki ætla að gera neitt í þessu þrátt fyrir að ég hafi haft samband við þá.
Málið er að ég keypti reglulega Jó jarðaberja jógúrt í Bónus og borðaði á morgnanna, en svo núna fyrir páska kaupi ég 2 dósir sem eru með myglusvepp í lokinu og það langt fyrir síðasta söludag. Ég hef samband við þá hjá Mjólku og þeir lofa að koma og athuga þetta en það vill ekki betur til en að ekkert gerist fyrr en ég hef samband við þá aftur. Gæðastjórinn þeirra kemur með nýjar Jó dollur handa mér, 2 jarðaberja og 1 sólberja og lofar að bæta úr þessu. Ég var bara ágætlega sáttur þangað til ég opna sólberja jógúrtina og sé nokkra loðna sveppi í lokinu og ofaná jógúrtinni. Þetta varð til þess að ég sendi Ólafi Magnússyni framkvæmdastjóra Mjólku tölvupóst þar sem ég sagði honum að ég hefði ekki lyst á að borða jógúrtina þeirra og ég vildi bara fá endurgreitt. Ég hef ekkert svar fengið frá honum og hef ekki hugmynd hvert ég á að snúa mér.
Það er alveg á tæru að það er eitthvað mikið að framleiðslunni hjá þeim fyrst að það er mygla í öllum þessum dósum sem eru allar með sitthvorn framleiðsludaginn, sitthvor tegundin og langt í síðasta söludag. Mig langar bara til að vara fólk við að versla ekki Jó jógúrt fyrst að Mjólka hefur ekkert gert til að fullvissa mig um að það sé búið að koma í veg fyrir þetta. Að minnsta kosti kíkja í lokið á dósinni, sveppurinn er svona hvít loðin bóla. Alls ekki borða jógúrt með myglusvepp jafnvel þó að hann líti sakleysislega út. Sjá: http://www.mast.is/flytileidir/matvaeliogadfong/adskotaefni/sveppaeitur

Kveðja
Valdimar Þór Brynjarsson

"Annar kostnaður" á gíróseðlum frá Íslandsbanka

Ég fékk sendan gíróseðil um daginn frá Íslandsbanka vegna rannsókna
sem gerðar voru á fæðingablettum sem voru teknir af mér. Gjaldið fyrir
rannsóknina var 1.400 krónur. Gott og vel. Ekkert mál. Hins vegar
hljóðaði reikningurinn í heild sinni upp á 1.675 krónur, og þegar ég
fór að rýna betur á blaðsnepilinn sá ég neðanmálsgrein sem lítið bar
á: "Annar kostn. kr. 275 leggst á við greiðslu"
Þar sem mér fannst þetta heldur dularfull og ófullnægjandi útskýring
hringdi ég í bankann og spurði hvaða kostnaður þetta væri eiginlega.
Maður er vanur að sjá eitthvað sem heitir seðilgjald, en það er ekki
svona há upphæð. Stúlkan sem varð fyrir svörum tjáði mér að þetta væri
kostnaður sem væri ákveðinn af hverju fyrirtæki fyrir sig í svona
innheimtu og væri því líklega seðilgjald og/eða eitthvað álíka. Svörin
fannst mér frekar loðin, en lét mér þó þetta nægja og þakkaði fyrir og
sagðist ætla að hringja í Vefjarannsóknarstofuna og spyrjast frekar
fyrir um þetta.
Þar á bæ svaraði mér önnur stúlka, en hún sagði að þetta gjald væri
ekki frá þeim komið, heldur væri seðilgjald eða eitthvað því um líkt
sem bankinn innheimti. Nú fór frekar að þykkna í mér og benti ég henni
á að ég væri búinn að hringja í bankann og fá allt aðrar upplýsingar
þar. Varð mér að orði að mér þætti þetta blaðsnifsi sem ég héldi á
frekr dýrt ef það væri metið á 275 krónur. Hún játti því, en þakkaði
mér svo fyrir að hringja og bauð mér að leggja 1.400 krónurnar inn á
reikning hjá Vefjarannsóknarstofunni og þá yrði gíróseðillinn
einfaldlega felldur niður. Þetta þáði ég með þökkum og var ekki seinn
á mér að borga.
Nú ætla ég ekki að segja til um það hvort önnur hvor stúlkan hafi
verið að segja mér ósatt með það hvaðan þetta gjald kemur, en í ljósi
þess að með því að borga beint inn á reikning fyrirtækisins fær maður
þennan óskilgreinda kostnað felldan niður sýnist mér heldur að bankinn
sé ekki að segja allan sannleikann. Það margborgar sig að lesa á
gíróseðlana sína og athuga málið ef þar finnst eitthvað sem manni
finnst undarlegt.
Bestu kveðjur,
Kristján B. Heiðarsson

Léleg þjónusta og góð þjónusta!

Fyrir 4 árum varð svo úr að ég og maðurinn minn gáfum syni okkar Playstation 2 tölvu í jólagjöf sem keypt var í BT og var hann auðvitað mjög hamingjusamur með það. Með tölvunni fylgdi þessi týpíska 2gja ára ábyrgð en ekkert var rætt um neina aðra skilmála í því sambandi. Fyrir ári síðna bilaði svo tölvan og fannst okkur manninum mínum það eiginlega bara alveg ágætt því það var kærkomið tækifæri til þess að strákurinn tæki sér smá hvíld frá tölvuleikjum og því var ekkert gert í því að fara með tölvuna í viðgerð strax. Nú fyrir nokkrum dögum, ca ári eftir að tölvan bilaði, ákváðum við loksins að fara og láta gera við hana. Ég fór með hana uppí BT í Smáralind til þess að fá upplýsingar um það hver sæi um viðgerðir fyrir BT eða hvar hægt væri að láta gera við hana. Þá var mér tjáð að ekki væri gert við Playstation tölvur á Íslandi og það borgaði sig ekki að senda þær út í viðgerð, að ekki hefðu náðst samningar við Sony um að gert væri við þær hér á landi. Ég spurði þá afgreiðslumanninn hvað ég gæti gert í málinu og þá sagði hann mér að "það væri bara ekkert hægt að gera", það væri í raun "bara best að henda tölvunni". Það fauk svolítið í mig þegar hann sagði þetta, ekki alveg sátt við það að hafa keypt tölvu á yfir 30 þúsund krónur og ári eftir að ábyrgðin rann út, þá átti ég bara að henda henni......sorrý.
Ég fór auðvitað í rokna fýlu útúr BT með nýlegu, "ónýtu" tölvuna mína. Fyrir einhverja rælni henti ég henni ekki strax og nokkrum dögum síðar barst þetta mál eitthvað í tal við vin minn sem benti mér á að fara með hana í Elko sem og ég gerði. Þar bjóða þeir uppá það að ef Playstation tölva er biluð og komin úr ábyrgð, þá er hægt að skipta henni uppí nýja fyrir u.þ.b 11 þúsund krónur, sem mér þykir nú bara alveg ágætlega sloppið og þar að auki er hvorki spurt um það hvar tölvan var keypt eða hvenær og með henni fylgir glæný ábyrgð uppá 2 ár.
Ég held að það sé ekki nokkur spurning hvar ég kem til með að versla næst þegar mig vantar raftæki eða annað slíkt, það verður allaveg EKKI í BT, þeir ættu að reyna að fara að fordæmi Elko eða allavega vera manneskjur í það að segja fólki frá þjónustunni sem Elko veitir í sambandi við Playstation tölvunar í stað þess að segja fólki bara að henda þeim, að minnsta kosti segja fólki frá því hvernig málin liggja í sambandi við viðgerðir í hvert skipti sem fólk kaupir nýjar tölvur. Thumbs up for Elko!
Gunnhildur

DIGITAL: Ótrúlega góð og ódýr þjónusta

Langar að segja frá viðgerð á gömlu tölvunni minni. Ég lenti í því að sulla vatni á lyklaborðið og upp frá því voru flestir takkar óvirkir og tölvan því ónothæf. Var hrædd um að hún væri ónýt eða að viðgerð myndi slaga upp í verð á nýrri tölvu. Ákvað samt að láta reyna á viðgerð. Tölvan er 6 ára gömul af gerðinni Fujitsu-Siemens keypt hjá Tæknivali og eftir nokkra leit komst ég að því að DIGITAL-TÆKNI í Ármúla (http://www.digital.is/) gerir við þær. Ég lagði tölvuna inn á verkstæði eftir að hafa skrifað upp á plagg um að skoðunarkostnaður yrði 4.000 kr. þó svo að ég ákveði að láta ekki gera við hana. Eftir viku fékk ég hringingu um áætlaðan kostnað; nýtt lyklaborð og vinna myndi kosta 12-15 þúsund krónur með vsk! Ég spurði örugglega þrisvar hvort þetta væri rétt! 5 dögum síðar fékk ég SMS um að tölvan væri tilbúin. Þegar ég sótti hana borgaði ég 12.900 kr. fyrir og tölvan mín er eins og ný :)
Bestu kveðjur,
Hildur Jónsdóttir

Seðilgjöld kreditkortafyrirtækja

Var að fá í pósti greiðslukortayfirlit frá Kreditkort hf. Tók eftir því að liðurinn "skuldfærslugjald" var kominn upp í 396 kr. Eitthvað minnti mig að þessi tala hefði verið mun lægri fyrir ekki svo löngu síðan. Ég fletti í heimilisbókhaldinu og mikið rétt, þetta gjald hefur margfaldast á stuttum tíma.
Í júní 2008 var gjaldið 135 kr, en hækkaði um haustið í 180 kr, eða um 33%. Þetta 180 kr gjald entist fyrirtækinu hins vegar ekki lengi, því nú í mars er gjaldið hækkað í 396 kr, eða um 120%, til viðbótar við 33% hækkunina nokkrum mánuðum áður.
Samtals er hækkunin því frá júní '08 og þar til nú í mars 193%. Rétt tæp þreföldun, geri aðrir betur. Ég ætla að hafa samband við fyrirtækið í fyrramálið og leita skýringa og hvet aðra viðskiptavini til að gera hið sama.
Ég er með svo líka með American Express kort, en hringt var í mig fyrir áramót og þetta boðið án árgjalds, ég hugsaði að það gæti verið sniðugt útaf fyrirhugaðri utanlandsferð. Færslugjaldið hefur einnig snarhækkað á því korti, ég var ekki með sjálfkrafa skuldfærslu á því korti, útskriftargjaldið er komið upp í 551 kr, en var 321 kr í febrúar. Það er 72% hækkun á einu bretti. Kortið liggur skiljanlega óhreyft.
Ég talaði við þjónustufulltrúa, sem benti mér á að ef ég afþakka mánaðarlegt pappírsyfirlit og læt skuldfæra borga ég "aðeins" 200 kr skuldfærslugjald, í stað 396 kr (sem er samt hærra en 180 kr gjaldið sem ég borgaði fyrir að fá pappírsyfirlit í júní 2008). Ég sendi engu að síður línu til Kreditkorta hf. með formlegri arthugasemd og fékk eftirfarandi svar:
Hækkun á gjaldskrá til korthafa okkar er tilkomin vegna hækkunar á aðkeyptri þjónustu til Kreditkorts við tölvuvinnslu, uppgjör og færsluhirðingu frá seljendum. Þetta er sem sagt gjöld sem hafa hækkað til okkar og við verðum því miður að hækka verðin.
Ég veit ekki. Hafa þessir umræddu kostnaðarliðir hjá fyrirtækinu þrefaldast síðan í jún 2008? Finnst líklegra að aðalástæðan sé snarminnkuð velta vegna miklu minni innkaupa, sérstaklega erlendis, Kreditkort hafi þess vegna þurft að "stilla" tekjustraumana... Þess má geta að eigendur Kredikorta eru bankar og sparisjórðir, stærstu eigendurnir nú Íslandsbanki og NBI hf.
Með góðri kveðju,
Einar Karl Friðriksson

mánudagur, 27. apríl 2009

Ertu ánægður með þjónustu Símans?

Við hjónin höfum verið í viðskiptum við Símann frá 1972. Þá gat
hver sem er ekki fengið símanúmer þegar honum sýndist. Langur biðlisti var
eftir númerum og þurfti sérstakt tilefni til, eins og að viðkomandi gæti
ekki verið án síma starfa sinna vegna. Nýlega ákváðum við að nýta okkur
tilboð frá samkeppnisaðila Símans og þurftum að láta breyta línunni úr isdn
yfir í analog tengingu.
Fyrst biðum við í eina 4 daga eftir að þessi breyting væri gerð
innandyra hjá Símanum sem var á föstudegi. Í ljós kom að senda þurfti mann
á staðinn en þá var mér sagt að búið væri að loka fyrir þá þjónustu fram
yfir helgina. Snemma á mánudeginum ítrekaði ég beiðnina og var lofað manni
fljótlega. Þegar ekkert gerðist þann daginn hringdi ég aftur á þriðjudegi.
Þá virtist pöntunin ekki hafa skilað sér alla leið. Mér var þá lofað manni
og enn þurfti ég að bíða fram á miðvikudag, en þá tók það tæknimann frá þeim
inna við 10 mín. að tengja og vikja analog-tenginguna.
Ég fór fram á það við hann að Síminn borgaði þessa “þjónustu”
sjálfur þar sem við hefðum verið ótengd í heila 4 sólarhringa, hálfan
föstudag og hálfan miðvikudag, auk þess að þetta klúður Símans hafði kostað
mig þrjár hringingar í þá úr eigin farsíma (á millikerfa-taxta) og bíða
lengi hvert sinn eftir að fá samband við “réttu” manneskjuna (flest tímtölin
um 15- 20 mín).
Þá lagði hann fyrir mig símakönnun og spurði m.a. hvernig mér
líkaði þjónusta Símans!! Hann virðist þó hafa komið óánægju minni til skila
því stuttu síðar var hringt í konu mína og hún spurð hvort við sættumst á að
kostnaður vegna þessa yrði felldur niður og svaraði hún vitanlega játandi.
Síðan gerist það að við fáum reikning uppá 7003 kr fyrir þessa
vinnu! Ósáttur við þennan reikning hafði ég enn samband við Símann.
Niðurstaðan úr því samtali var að beiðni mína um niðurfellingu reikningsins
yrði ítrekuð. Ég skyldi ekki hafa áhyggjur af eindaga né dráttarvöxtum því
þetta gæti tekið nokkrar vikur.
Nú líður og bíður og ég fæ svohljóðandi sms-skeyti á farsímann u
þ.b. mánuði síðar:
“Kæri viðskiptavinur, úrlausn máls nr. 00835761 er lokið. kv. Síminn”.
Þetta taldi ég þýða að málið væri úr sögunni hvað okkur varðaði
og var kátur með þessi málalok, þangað til við uppgötvuðum að reikningurinn
sat sem fastast inná heimabankanum okkar. Á eindaga hringi ég enn og fékk að
vita að málið hefði verið afgreitt þeim sjálfum í hag og að reikningurinn
stæði óbreyttur. Mér var lofað sambandi við einhvern málsmetandi innan
Símans þann sama dag (þ.e. á eindaga). Um hádegi daginn eftir fæ ég
hringingu frá Símanum þar sem mér er tjáð að fyrri ákvörðun Símans stæði,
þrátt fyrir áralöng hnökralaus viðskipti Símans við okkur, ótengdan
heimatíma í hartnær viku og loforð (munnlegt að vísu) um niðurfellingu
reiknings.
Það er engu líkara en að Síminn haldi að enn séu það
forréttindi að vera í viðskiptum við hann og að hann geti hagað sér eins og
einokunarfyrirtæki með úrskurðarvald gagnvart viðskiptavinum sínum – eða
taldi hann okkur e.t.v. ekki lengur meðal þeirra og afreiddi okkur því á
þennan hátt?
Ég lauk máli mínu með því að tjá þessum fulltrúa Símans að við myndum borga
án þess að viðurkenna réttmæti þessarar niðurstöðu.
Upphæðin var ekki af þeirri stærðargráðu að hún réttlætti
lögfræðikostnað og málarekstur en greinilega nógu há til þess að Símanum
virðist muna mikið um hana !
Hversu illa er hann þá staddur ? getur maður spurt sig !
Að lokum: Ég hef í hyggju að færa þau fáu viskipti sem
fjölskyldan hefur enn við Símann eitthvert annað, og hvet aðra til að svara
spurningunni :
“Ertu ánægður með þjónustu Símans ?”
Árni Þorvaldur Jónsson

Umfelgun í Hafnarfirði

Langaði að koma eftirfarandi á framfæri:
Ég sá verðkönnun ASÍ á umfelgun inn á Vísi.is og í kjölfarið kom þessi "frétt" frá Hjólbarðaþjónustu Hafnarfjarðar þar sem þeir segjast vera ódýrastir í Hafnarfirði:

http://www.visir.is/article/20090421/FRETTIR01/834734553

Í fréttinni kemur fram að umfelgun fólksbíls sé á kr. 4.990 kr. Ég fór því til þeirra áðan og endaði með að greiða kr. 6.490 fyrir umfelgun á mínum fólksbíl. Ástæðan var sú að ég er á 16" dekkjum og svo var að auki rukkað inn aukalega yrir "límingu" og þegar ég spurði um það kom einhver skýring um verðhækkun á "blýi" ??? Ég skildi að sjálfsögðu ekkert í þeim útskýringum og fór heim frekar fúl.
Þegar heim var komið hringdi ég í Pitstop hjólbarðaþjónustuna hér í Hafnarfirði og þeir taka sama verð fyrir 13"-17" dekk og því hefði verið ódýrara fyrir mig að fara þangað og enginn auka kostnaður leggst ofan á verðið þar fyrir "límingu".
Adda

Auglýsingar á matvörum

Mér blöskrar gengdarlausar hækkanir á matvöru og öðrum nayðsynjum til
heimilshaldsins. Ýmist er hækkuðum flutningskostnaði eða hand ónýtri
krónu kennt um ástandið.
Þegar fréttablöðum dagsins er flett má sjá fagurlitaðar opnur með hráum
kjúklingum, kótelettum og pylsupökkum í bland við uppþvottalög og
tannkremstúpur í einum hrærigraut. Undir hverri mynd er gjarnan komið
fyrir eldra verði ásamt tilboðsverði dagsins.
Ég kannaði lauslega verð á opnu auglýsingu hjá ónefndu dagblaði í dag og
var mér tjáð að slík auglýsing í lit, kostaði 860 þúsund með
virðisaukaskatti.
860 þúsund fyrir opnuauglýsingu er stór upphæð og hæglega má sjá fyrir
sér umtalsverða lækkun á útgjöldum heimilanna ef slíkum auglýsingum væri
stillt í hóf og neytendum gefinn kostur á að njóta mismunarins í lækkuðu
vöruverði.
Ég vil því skora á matvörumarkaði sem telja sig eiga erindi við heimilin
í landinu á krepputíma að nota sérstaka neytendadálka eða eindálka
auglýsingar í svart hvítu í fréttablöðunum til að koma hagstæðri
verðlagningu sinni á framfæri.
Með kveðju, Gunnar Geir

Almar bakari, Hveragerði

Vildi benda á bakarí í Hveragerði sem selur rúnstykki á 60 kr.- stk! Mér finnst það frábært og vill að þau fá mikið hrós og góða umfjöllun. Þróun verðs í bakaríum er algjörlega út af kortinu, orðinn þvílíkur munaður að kaupa nýtt brauð og örfá rúnstykki!
Því vilja ég hvetja alla að fara til Almars í sumar! (staðsett við hlið Bónus, Hveragerði).

http://sunnlendingur.is/frettir/news_details/470

Bestu kveðjur, Sigríður Jónasdóttir

Bakarameistarinn á Höfðabakka

Nú get ég ekki orðabundist um okur...........ég bara verð að koma þessu á framfæri og losa mig við pirringinn sem fylgir svona atviki.
Þannig er mál með vexti að ég fór í dag 24.04. í Bakarameistarann á Höfðabakka í Húsgagnahöllinni eins og ég hef gert oft áður.......ég keypti tilbúið pasta sem er selt í bakarínu........ég bið um lítinn skammt ..........
Þegar heim er komið tek ég upp úr pokanum og set pastað "mitt" á disk mér ofbýður þessi skammtur inniheldur innan við 20 pastaskrúfur örlítið af túnfisk og smágrænmeti, þegar þarna er komið ákvað ég að taka fram vigt og vigta þessi ósköp ég er ekki að grínast 164 grömm og fyrir þetta borgaði ég 500,00 kr. með þessu fylgdi reyndar tvær örþunnar brauðsneiðar og smjörstykki.
Ef þetta er ekki okur hvað er þá okur..........ég bara spyr.
Næst hringdi ég í Bakarameistarann í Suðurveri, þar var til svara stúlka ósköp kurteis en sagði mér að það væri bara slurkað í boxin......takk fyrir.
Ég lét ekki hér við sitja heldur hringdi í Bakarameistarann á Höfðabakka þar var til svara stúlka mjög kurteis..........bauð mér köku eða eitthvað í staðinn fyrir þessi mistök............ég afþakkaði og ákvað að finna mér frekar annnað bakarí.
Að sjálfsögðu á að selja svona eftir vigt en ekki í slurkum.
Mig langar til að biðja þig að koma þessu á framfæri svo aðrir lendi ekki í svona okri.
Með fyrirfram þökk,,
Guðrún

Nýir áskrifendur fá meiri afslátt en gamlir

Langar að deila með þér reynslu minni af stöð 2. En ég er vægast sagt ekki ánægð með það fyrirtæki núna.
Það er tilboð núna í gangi hjá stöð 2 að ef þú kaupir stöð 2 og eina aðra stöð t.d stöð2 sport, þá færðu það á 50 % afslætti í 3 mánuði. Ok, ég er með stöð2 og stöð2 sport og hef verið með þetta í nokkur ár. Ég hringdi þangað og spurði hvort ég fengi þá ekki 50% afslátt. Nei, var svarið sem ég fékk, nema þú bætir við þig annari stöð! Ég eiginlega hló bara og spurði hvort manneskjan væri að djóka, nei nei sagði hún svona er þetta. Ég spurði hvort það væri virikilega þannig að ég, sem er búin að vera með stöð2 og stöð2 sport í mörg ár þurfi að borga meira en 10.000 kall á mánuði á meðan þeir sem eru nýjir í viðskiptum og fá sér nákvæmlega það sama og ég er með borga 5000 kall??? Já svona er þetta sagði hún, ef þú vilt fá 50% afslátt þá verðuru að bæta við þig þriðju stöðinni. Er þetta í lagi? Mér finnst þetta bara langt frá því að vera í lagi!
Kv, Ein brjáluð út í Stöð 2

Smash = OKUR, OKUR, OG ENNÞÁ MEIRA OKUR!

Ég bara á ekki til eitt aukatekið orð og veit ekki hversu langt þetta
hækkana og græðgisrugl ætlar að ganga hér á landi.
Sonur minn ætaði að kaupa sér Carhartt belti í Smash um daginn en ákvað að
bíða aðeins með það og þá kostaði það 7.900.- mér fannst það nú ekkert
sérstaklega ódýrt. Svo fórum við í dag og ætluðum að kaupa það og viti menn þá var búið að hækka það upp í 13.990.-
Hvernig er hægt að réttlæta rúmlega 5.000.- króna hækkun á nokkrum
dögum?
Ég tek ekki þátt í svona bulli! Ef þetta er ekki OKUR og GRÆÐGI þá veit ég ekki hvað.
Sexliðið

Okur á tímareim

Fór með bílinn minn í árlega skoðun og smurningu um daginn hjá Bílson í Ármúlanum og fékk mjög liðlega og góða þjónustu, vil taka það sérstaklega fram því hið góða á líka skilið að fá að heyrast. Svo var mér tjáð að ég þyrfti að fara að skipta um tímareim í bílnum (VW Polo ekinn ca 40 þús km og tæplega 5 ára gamall) og kostnaðurinn við það átti að vera ca 100 þús krónur (varahlutur og vinna). Sá auglýsingu frá Vélalandi þar sem tímareimaskipti í VW Golf átti að kosta 46.774 krónur.
Af því að mér blöskraði svo verðið á tímareimaskiptum á litla bílnum þá spurði ég hvað það myndi kosta mig að láta skipta um tímareim á jeppa heimilisins (Pajero, ekinn 90 þús, 5 ára) því ég vissi að það þyrfti að fara að gerast og fékk þá uppgefið verð upp á 170 þús krónur. Samkvæmt auglýsingu Vélalands kosta engin tímareimaskipti hjá þeim yfir 50 þúsund krónunum og þá sama hvort um er að ræða Nissan Patrol eða Ford Focus.
Vildi bara benda fólki á þetta og að gera endilega verðsamanburð því ég mun leggjast í rannsóknarvinnu í kjölfar þessa einfalda dæmis míns áður en ég læt skipta um tímareimar á bílum heimilisins.
Auk þess varðandi athugasemd Valdimars Gunnarssonar um varahlut í VW Polo þá ber að nefna að eftir örlitla eftirgrennslan mína kom í ljós að ég get keypt varahlutinn (tímareimasett) á netinu fyrir $ 132 dollara í Poloinn minn en fyrir Pajeroinn get ég keypt varahlutasettið á $ 100 dollara. Ef ég færi í Bílson með jeppann væri ég rukkuð um 110.000 fyrir tímareimasettið eða bara varahlutina sem ég gæti verslað á netinu fyrir $ 100 dollara. Þetta er svívirðilegt okur!
Kveðja,
Soffía

föstudagur, 24. apríl 2009

100% hækkun á ormahreinsun

Fyrr í vikuni fór ég með hundinn minn í hina árlegu ormahreinsun sem er skylda að gera með þessa ágætu ferfætlinga hér á höfuðborgarsvæðinu. Mér blöskrar nú alveg hvað þeir eru búnir að hækka þetta, því í fyrra kostaði heimsóknin 5.027.-kr en nú ári seinna kostar heimsóknin 10.083.-kr reyndar er búið að troða einhverju fleira lesmáli á nótuna en það var ekkert fleira gert við hundræfilinn en í fyrra auk þess sem hann er í alveg fanta fínu formi og þurfti því enga spes meðhöndlun dýralæknisins.
Finnst fólki alveg í lagi að hækka þessa þjónustu um 100% á einu ári, mér finst það ekki og mun örugglega gera verðkönnun á milli veruleikafyrtra dýralækna áður en ég fer á næsta ári því ég ætla ekki að borga 20 þúsundkall fyrir pilluskammtin þá !
Kær kveðja frá drullufúlum gæludýraeiganda

Ekkert Gull Vodafone í Vogunum

Hreinn heiti ég og bý í Vogum á Vatnsleysuströnd. Mitt erindi
er þetta. Ég er með mín ADSL viðskipti við Og-vodafone. Þar kaupi ég pakka án heimasíma (bara tölvan.

Ég kaupi ADSL 2 Mb/s hraði,-------- 2,996-kr.
2 GB (verðþak)------- 1,618-kr.
samtals 4,614-kr.

Ég hringi svo í vodafone og bið um Gull vodafone sem þeir eru að auglýsa um
allan bæ og bið um að fá pakka sem þeir kalla "Huggulega netið" þessi pakki er
þannig:
Alltaf og allt að 12 Mb/sek, hraði og
Erlent gagnamagn 5 GB --------- 3,690-kr.

Þarna sá ég ástæðu til þess að hringja í 1414 og spurði að því hvort ég gæti
farið í Gull vodafone,. Nei var svarið, af því að ég byggi í Vogunum þess vegna
þarf ég að borga 924 kr meira en allir í Gullinnu fyrir minni þjónustu.

Af hverju þarf ég að borga 4,614 fyrir 2mb og 2Gb á sama tíma og þú
sem býrð í Reykjavík og kaupir 12mb og5Gb fyrir 3,690!!!??? Þú borgar tæpan þúsund
kall minna en ég fyrir fimm sinumm meiri þjónustu en ég, er þetta í lagi eða
hvað?

Skinkudósirnar

Rétt fyrir páskana keypti ég tvær skinkudósir frá Ora í Hagkaup á 1329 krónur hvor dós. Mér fannst þetta ansi mikil hækkun frá því ég keypti síðast svona dósir einhvern tímann í fyrra, en taldi að gengi krónunnar ætti trúlega þarna sök. Hafði ekki tíma til að gera verðsamanburð því við vorum á leið í sumarbústaðinn.Á annan í páskum var ég stödd í Krónunni og sé þá að Jakabov-skinkudósir fást þar og kostar 749 krónur stykkið sem mér finnst alveg eðlilegt verð.
Tek það fram að ég hef á undanförnum árum ýmist keypt dósir frá Ora eða Jakabov og finnst mér þetta vera alveg sambærileg vara, enda á svipuðu verði. Ég veit ekki betur en skinkan í dósunum sé svínakjöt og mér finnst svínakjöt hafa verið það lengi á tilboði hér á landi, að verðið geti ekki hækkað svona mikið hjá Ora vegna þess. Dósirnar frá Jakabov hljóta að vera innfluttar.
Ólöf.

Útilegukortið

Þar sem að flestir Íslendingar sem ég þekki munu ferðast innanlands í sumar vegna óhagstæðs gengis langaði mig að benda á einn stórsniðugan hlut núna í kreppuni www.utilegukortid.is. Útilegukortið er kort sem kostar 12.900 og veitir það handhafa þess auk maka og allt að fjórum börnum rétt til að tjalda á 31 tjaldsvæði núna í sumar ókeypis. Kortið gildir fyrir fellihýsi, hjólhýsi, tjaldvagna, húsbíla og tjöld. Ég var að skoða verðskrár hjá nokkrum tjaldsvæðum og má víða sjá að það kostar allt að 750 kr á mann gistinóttin. Það þarf því ekki margar gistinætur til að þetta borgi sig. Ég og minn maður höfum keypt kortið sl tvö sumur og það er búið að margborga sig, tala nú ekki um ef börnin væru ekki fullvaxinn og ferðuðumst með okkur. Langaði að benda á þetta þar sem nógu dýrt er nú samt að ferðast innanlands, bensín, matur o.þ.h. Það má benda á að kortið er á tilboði 11.900 til 1.maí ef það er keypt á netinu - www.utilegukortid.is.
Erla

Mótorhjólatrygging (frá helvíti)

Hringdi í TM, já hvað kostar að tryggja hjólið mitt '84 módel 300þúsund kr græja ég ´65 módel farinn að róast..500.000 jamm 1/2 milljón!
En þar sem ég er fátækur öryrki og hef hvorki jeppa, hús, né neitt tryggt þá kostar það 500.000 það er af því ég er auli að eiga ekkert nema hjól og kött sem ég er alveg til í að tryggja með..nei ég fæ ekki afslátt AFSLÁTT ég vil nú engann afslátt bara svona eitthvað sem ekki er beinlínis rán og skemmir líf mitt tilgang og tilveru hvað á ég að gera? sniff sniff kv jón þór

Varahlutir í VW Polo

Dóttir mín varð fyrir því um daginn að í bílnum hennar (VW Polo) bilaði tölvukubbur sem stýrir eldsneytisinnspýtingu. Hún skrölti á verkstæði þar sem leitað var með tölvu að biluninni, hún fannst og varahlutur var pantaður frá umboði.

Verð: kr. 105.000!

Henni brá við þetta - sem von var - og spurði hvort e.t.v. væri hægt að kaupa svona á partasölum, ekki eins gott og nýtt en viðráðanlegra í verði. Verkstæðisformaður neitaði því mjög ákveðið.
Þá var hringt í pabba og leitað ráða. Ég leitaði ögn á partasölum hérlendis en þessi gerð fannst ekki. Þá sneri ég mér til útlanda og fann þennan hlut hér og þar - á ýmiss konar verði. En að lokum fann ég þennan grip hjá varahlutasala í Bretlandi - nýjan -, pantaði og fékk heim og nú er búið að setja hann í bílinn.
Hvað ætli það hafi svo kostað að sérpanta þetta?
40.000 krónur, segi og skrifa, 160 sterlingspund komið til landsins, og tæpar 10 þús í vsk. og annað þvílíkt.
Er ekki einhver að græða dálítið mikið á þessum umboðsbissnis?
Svo er það náttúrulega svartasta lygi að ekki sé hægt að setja notaðan stýrikubb í þetta dót, málið er bara að finna réttu gerðina.
Valdimar Gunnarsson

Furðuleg verðlagning á passamynd

Þurfti í vikunni á að halda á passamynd fyrir umsókn. Mundi eftir því að hægt er að fá slíka myndatöku á Hlemmtorgi. Lagði bílnum uppí Skipholti til að spara 100 kallinn í stöðumælinn og gekk niður á Hlemm. Þegar þangað var komið bað ég um myndatöku. Á leiðinni inn í stólinn spurði ég um verð. Jú kr. 4500. Takk fyrir. Ég hváði við og spurði hvers vegna þetta væri svona dýrt. "Ja þetta er búið að vera svona í mörg ár var skýringin". Ég afþakkaði gott boð og sagðist bara nota tölvuna mína.
Endaði þó í Firðinum í Hafnarfirði og fékk þar fjórar myndir úr sjálfsala á kr. 700. Held ég hafi "þénað" frían akstur fyrir mig heim til Grindavíkur og rúmlega það!
Kv,
Alfreð Guðmundsson

miðvikudagur, 22. apríl 2009

Sparnaðarráð fyrir BMW eigendur

Sumir bílar, eins og BMW, nota sérstakar rúðuþurrkur sem passa ekki á
neina aðra, því festingarnar eru öðruvísi. Þær kosta auk þess 5-10
sinnum meira en venjulegar þurrkur, td. um 13.000 kr á BMW-5, en ca.
2000 kall venjulegar.
Það sem maður getur gert er að kaupa venjulegar rúðuþurrkur (passa að
hafa þær í réttri lengd), en í staðinn fyrir að smella þeim á kaggann
upp á gamla mátann (sem er ekki hægt) þá dregur maður gúmmistrimilinn úr
þeim og þræðir upp á krækjurnar á gömlu þurrkunum. Þetta kostar smá
streð, en er vel framkvæmanlegt jafnvel með berum höndum.
Þannig getur BMW-eigandi sparað 11.000 kall, og í öllu falli er vert að
reyna, maður tapar jú ekki nema þúsundkalli ef maður kaupir eina
venjulega þurrku en mistekst að nýta hana eins og lýst er hér að ofan.
Ásgeir

Gætið að hvar þið verslið lyfinMér ofbauð gjörsamlega þegar ég neyddist til að versla við Lyf og heilsu á Skírdag,
því hvergi annars staðar var opið og manninn minn, sem er sjúklingur, vantaði svefnlyfin sín. Ég er vön að versla þetta annað hvort hjá Lyfjaveri eða Rima-apóteki, sem eru yfirleitt alltaf með hagstæðustu verðin. Hjá Lyfjaveri borga
ég fyrir skammtinn 272 krónur og eitthvað svipað hjá Rima-apóteki, en hjá Lyfjum og heilsu greiddi ég krónur 1.061 fyrir sama skammt. Ég spurði afgreiðslustúlkuna hvort
það væri helgidagaálag á afgreiðslunni, en hún aftók fyrir það. Þegar ég sagði henni að ég greiddi kr. 272 fyrir skammtinn venjulega, varð hún nett reið og sagði það ekki
geta staðist. Ég ákvað því að geyma kvittunina frá Lyfjum og heilsu og bera saman við næstu úttekt frá Lyfjaveri og sendi í viðhengi afraksturinn, nákvæmlega eins og þetta er framsett á afgreiðslumiðanum frá hvorum stað.
Til að gæta alls réttlætis skal það tekið fram að liðurinn "hluti trygginga", sem eru á kvittun frá Lyfjaveri, er vegna lyfjakorts sem maðurinn minn er með, og er inni í kerfinu hjá þeim sem við verslum yfirleitt lyfin hans hjá, en það eru aðeins kr. 198.-, aðalmunurinn liggur í þeim prósentum, sem lyfjaverslanir veita sjúklingum og þar munar verulega, eins og þú sérð.
Ég get því keypt nærri 4 skammta þar sem hægt er að versla hagkvæmast á móti 1 skammti í Lyfjum og heilsu.
Veitir ekki fólki af hverri krónu þessa dagana, sérstaklega þeim, sem þurfa á lyfjum að halda?
Ég vildi vekja athygli á þessum hrikalega verðmun, til að fleiri en við geti nýtt krónurnar sínar betur.
Með kveðju,
Ragnheiður K.Karlsdóttir

Naglhreinsun

Ég gerði verðsamanburð áður en ég fór með dekkin undan bílnum (station) í naglhreinsun, munaði allt að helmingi á verði milli fyrirtækja. N1 í Hafnarfirði var dýrastur yfir 12.000 kr. kostar þar að naglhreinsa og jafnvægisstilla, hjá Bílkó kostar það rétt yfir 9.000 en ódýrast hjá Hjólkó eða 6.900 með öllu.
kv. Barbara

Sma soya þurrmjólk!

Ég fór í Nóatún austurveri í dag og ætlaði að kaupa Sma soya þurrmjólk en sá að dollan kostaði rúmar 1600 kr, ég hætti við því mig minnti að hún hafi kostað rúmlega 800 kr í hagkaup í síðustu viku. Ég fór svo í Bónus kringlunni og fékk þar dolluna á 676 kr!.
Hvað er málið með þetta ???
Nína

Gjöld fyrir sykursjúka

Mig langar að vekja athygli á því að gjöld fyrir sykursjúka hafa hækkað
gífurlega mikið. Ég fór á sykursýkisvaktina í dag 21.04.09.Í Reykjanesbæ, og
var rukkuð fyrir komugjald eins og venjulega, en í staðin fyrir að borga 970 kr
þá þurfti ég að greiða 2470 kr. Skýringin sem ég fékk var að hingað til hefði
HSS borgað þennan 1500 kr sem nú var rukkað fyrir. Eins þegar ég fékk síðast í
apotekinu nálar og strimla þá var komið gjald á það líka (man ekki alveg hversu
hátt en ca 1200 kr fyrir 3 mánaða skammt), skýringin var að apotekið hefði
hingað til séð um að borga þetta. Þetta þýðir mikil auka útgjöld fyrir
sykursjúka. Flestir fara ca 4 sinnum á ári á vaktina, en aðrir þurfa að fara
mun oftar.
Kveðja, Sigrún Ásgeirsdóttir

Rip-off í Intersport

Ég fór um daginn að leita að afmælisgjöf handa kærasta mínum í Intersport í Höfða og lenti á svokölluðu "sparnaðarhorni". Þar inni er gefin mikill afsláttur fyrir gamlar vörur sem ekki hafa selst eða útlitsgallaðar vörur.
Ég kíkti aðeins á hlaupaskóna sem voru merktir með 30% afslætti og tók eftir því að annar verðmiði var undir núverandi verðmiða. Á efri miðanum stóð krónur 18.990 en á neðri miðanum stóð krónur 16.890. Ég átti ekki til orð!
Þeir sem sagt hækka verðið á vörum sínum, setja í ódýra hornið og gefa svo afslátt til að láta fólk halda að það sé að græða eitthvað á viðskiptunum. Þeir höfðu ekki einu sinni fyrir því að rífa gamla verðmiðann af!!!
Varð alveg brjáluð
kv.
Karen

Sumardekkin 2009Hér er smá úttekt á verði fólksbíladekkja sem ég gerði á fimmtudaginn sl. og í gær. Ég sló upp á ja.is orðinu "Hjólbarðar" tók út öll fyrirtæki sem eru á höfuðborgarsvæðinu og hringdi. Það voru því miður ekki öll fyrirtæki sem seldu sumardekk, eitt var einungis með heildsölu til annarra birgja og hjá nokkrum svaraði hvorki í gær né á fimmtudaginn. Þannig að listinn sem ég sendi þér í meðfylgjandi skjali er einungis frá þeim fyrirtækjum sem svöruðu og áttu til dekk undir bílinn minn.
Ég og maðurinn minn eigum Skoda sem við þurftum að kaupa sumardekk undir og ákváðum að hringja í þau verkstæði/fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu sem bjóða upp á sumardekk til sölu. Ég bað um verð á einni stærð sem er 195/65/R15 og ef í boði voru margar tegundir dekkja bað ég um þá ódýrustu. Þannig að forsendurnar í þessari heimilislegu könnun eiga einungis við um þá stærð dekkja sem passa undir bílinn minn.
Það sem kom langsamlega best út fyrir okkur var að kaupa dekk undan nýjum bílum hjá Max1. Hvergi annars staðar fengum við dekk undir 10.000 kr nema sóluð (endurunnin). Sá sem við töluðum við hjá Max1 sagði okkur að dekkin hefðu einungis verið notuð til að keyra bílana frá hafnarsvæðinu og til þeirra upp á Höfða svo það má segja að þau séu svo gott sem ný. Við fengum Michelin dekk, ekki hægt að sjá á þeim neitt slit og verðið stóðst algjörlega. Með umfelgun og jafnvægisstillingu hljóðaði reikningurinn upp á 44.854 kr. Verkinu var lokið á innan við 30 mínútum og við erum mjög ánægð með þjónustuna.
Stefanía Ragnarsdóttir

Amerísk bláber!

Ábending:
Innflutt bláber seld í Krónunni í boxi „125 g.“ - 499 kr. [Always Fresh Bluberries, Bleuets; Produce of USA]

Batteríisokur í Mjódd

Langar að segja frá miklu okri. Þannig er að mig vantaði batterí í göngumælinn minn. Batteríin eru kringlótt/lítil.
Fór í Mjóddina til úrsmiðsins sem er staðsettur nær strætóstöðinni.
Þar kostaði 1 slíkt batterí 800 kr. Afgreiðsludaman var búin að renna kortinu mínu í gegn áður en ég áttaði mig að það væri fyrir 1 stk. (hélt að það væri fyrir 2 stk. sem eru saman í pakka)
Þannig að ég varð að samþykkja það.
Mig langaði að vita hvað sami hlutur kostaði í skartgripaverslun sem er í Mjódd einnig og er rétt hjá bakaríinu. Viti menn þar kostaði 1 stk. batterí 450 kr.
Ef þetta er ekki OKUR þá veit ég ekki hvað er okur.
Kv. Dódó

Tannkrem: Lyf og heilsa vs Bónus

Ég fór í Lyf og Heilsu í JL - Húsinu við Hringbraut í gær og var að versla e-ð smálegt og kippti einu Sensodyne tannkremi með, fannst ég borga mikið fyrir þennan smávarning en spáði ekki í það fyrr en ég kom heim og sá að Sensodyne Fluor 75 ml (þetta með bláum lit á túpunni, held að það sé vinsælasta gerðin) kostaði hvorki meira né minna en 840,-
Þegar ég gerði svo matarinnkaup í Bónus, Fiskislóð í dag keypti ég nákvæmlega eins túpu á 398,- þetta er 110 % verðmunur, þetta er náttúrulega ekki í lagi, ef að maður horfir til þess að báðir aðilar hljóta að gera hagstæð innkaup, því að Lyf og Heilsa líkt og Bónus er að versla inn fyrir keðju af lyfjaverslunum, vildi bara koma þessu á framfæri, því að þetta gjörsamlega gekk fram af mér.
Anna

mánudagur, 20. apríl 2009

Frítt kostar hjá Símanum

Það eru stundaðir mjög einkennilegir viðskiptahættir hjá Símanum sem rekur Skjáinn. Ég hef skjálykil og greiði grunngjaldið kr. 600 og telst því ekki áskrifandi. Nýjast brellan til að ná í pening til þeirra sem ekki eru í áskrift er að efni sem auglýst er á kr 0, þ.e. frítt, þarf ég að borga fyrir. Dóttir mín hafði einn daginn farið og leigt frítt efni eins og sagt var á Skjánum og leigði eina 16 þætti af H2O, ég fékk reikning frá Skjánum þar sem mér var gert að greiða kr. 150 fyrir hvern þátt eða alls kr 2400. Þetta myndi ég telja að væri okur, svik og prettir að auglýsa efni frítt og senda svo reikning til viðkomandi.
Kveðja
Ólafur Bjarnson

Mergsíur dýrastar í Lyfju

Mig langar að koma því á framfæri hversu mismunandi verð eru á filterum (mergsíum) fyrir heyrnartæki í lyfjaverslunum á höfuðborgasvæðinu. Í síðustu viku þurfti ég að fá filter í heyrnartæki og fór í lyfjaverslun í Árbæ og kostaði pakkinn með 8 filterum kr 400 en í lyf og heilsu í Austurveri kr 560 og svo í Lyfju í Smáralind kr 1104. Þar var mér sagt að innkaupsverð hefði tvöfaldast á einni viku, en öll þessi verð fékk ég í sömu vikunni. Ég get því ekki mælt með því að fólk sem þarf á þessum filterum að halda versli við Lyfju í Smáralind.
Ægir

Krabbadýra kræklinga lottó á Caruso

Get ekki annað en deilt þessari frábæru sögu með ykkur. Þannig að fólk viti hverju
það eigi von á fari það að borða á Caruso í Bankastræti, n.t.t. Þingholtsstræti 1.
Fór í kvöld þangað og fékk mér uppáhalds réttinn minn á þessum stað
sem er " pasta de mare" Ægilega góður réttur nema hvað að í honum
var m.a. stór kræklingur þegar ég var búin að borða nokkrar gaffla af
þessu annars dýrindipasta, þá beit ég í einn kræklingin og inn í
honum var eitthvað hart sem tennurnar á mér unnu ekki á, og því
spýtti ég því út úr mér og sá mér til mikilla hamingju að það var á
ferðinni lítill krabbi, sætt lítið krabbadýr, í heilu lagi. Þó hann
hafi verið voða saklaus og sætur litla greyið þá varð þetta til þess
að ég missti lystina á nóinu og þurfti að hafa mig alla við að skila
ekki því sem ég hafði þá þegar komið ofan í mig. Ég hamdi mig þó
dramatíkinni og í rólegheitunum náði ég sambandi við þjóna stelpuna
okkar sem var bara búin að vera yndi og sýndi henni vinningin. Hún
baðst innilegrar afsökunar og tók diskana okkar. Kom svo að vörmu
spori og bauð okkur upp á kaffi, te eða kakó. Við vorum ekkert að
deyja úr matarslyst eftir uppákomuna og þáðum það. Svo þegar
kaffisopanum var lokið þá ákváðum við að drífa okkur. Nema hvað að
yfirþjónnin ætlaði nú ekki að láta okkur sleppa svona auðveldlega,
og heimtaði að við greiddum fyrir matinn, þegar ég ætlaði að vera
sanngjörn og borga sódavatnið sem við höfðum pantað. Ég var nú ekki á
því að við ættum að borga fyrir mat sem við náðum ekki að klára að
borða sökum aðskotadýrs. En hann var alveg gallharður, þetta væri
ekki eitthvað sem þau réðu við, sem ég gerði mér fyllilega grein
fyrir. En svo kom hann með það besta, ef þetta hinsvegar hefði verið
hár eða ormur þá hefði nú annað verið upp á teningnum, en sökum þess
að þetta var lítill krabbi þá gilda ekki sömu lög yfir hann, dáldið
ósanngjart fyrir krabbagreyið að tilheyra ekki sama ógeðishóp og hár
eða ormar. Vissi ekki að aðskotahlutir í mat væru flokkaðir í flokka,
mest ógeðslegt, minna ógeðslegt og bara smá ógeðslegt.

En allavega eftir eitthvað leiðindatuð við yfirþjóninn þá fékk ég 50%
afslátt af matnum sem við borðuðum ekki með aðskotahlutnum í.
Helvíti fínn díll það ha. Nei það fannst mér ekki. Get ekki skilið af
hverju þú vilt láta viðskiptavinin á veitingastaðnum þínum labba út
hundfúlan, hálfsvangan, með hálf tómt veski og minningu um lítinn
aðskotakrabba á tungu og tönn.
Var hundfúl og er enn og langar að sem flestir fái að heyra þessa sögu.

Vil líka taka fram að ég hef mjög oft borðað á þessum stað og fundist
það æði, en mun ekki gera það aftur eftir þennan leiðinlega árekstur
við yfirþjón staðsins. Vil líka bæta því við að ég er með frekar háan
ógeðisstatus, þoli alveg eitt og eitt hár hér og þar, svo lengi sem
það er ekki þrír metrar á lengd og með kögglum.

Jósa

laugardagur, 18. apríl 2009

Frábær lásasmiður

Vildi láta vita af frábærri þjónustu og EKKI OKRI hjá Lásasmiðnum ehf á Grensásvegi 16. Málið var að ég braut bíllykilinn minn. Hringdi ég í manninn minn til að fá hjálp. Maðurinn minn hringdi í Umboðið og þeir bentu honum á Lásasmiðinn á Grensásvegi. Þeir smíðuðu nýjan lykil og kostaði það 650 kr og ég kem bílnum í gang, svo dettur mér í hug að pumpa í eitt dekkið og drap á bílnum og tók lykilinn úr svissinum. Þegar ég ætla svo að setja drusluna í gang þá gat ég ekki snúið lyklinum í svissinum. Maðurinn minn hringdi í Lásasmiðinn og kom hann til okkar á bensínstöðina þar sem bíllinn stóð. Hann gat ekki heldur snúið lyklinum og sagði okkur að hann ætlaði að prófa að smíða lykil eftir númeri sem hann fékk hjá umboðinu. Við keyrðum á eftir honum og hann gerði það. Vildi ekki taka neitt aukalega fyrir þetta. Bíllinn fór í gang og ég er hamingjusöm. FRÁBÆR ÞJÓNUSTA HJÁ LÁSAÞJÓNUSTUNNI EHF GRENSÁSVEGI 16!
Kveðja
Íris Jónsdóttir

Ódýr réttur á Asian TakeAway

Á Asian TakeAway á Suðurlandsbraut 32 er tilboð á kjúkling í Satay sósu með Jasmine hrísgrjónum næstu 2 vikur. Verðið er aðeins 390 kr skammturinn. Ódýrara verður það ekki í dag.... Frábær matur.
Kristinn

fimmtudagur, 16. apríl 2009

Prenthylkjablús

Ég þurfti að fara í leiðangur til í EJS á Grensásvegi í gær, til að kaupa prenthylki. Prenthylkið í prentaranum var búið og getum við mæðgurnar, þar af leiðandi ekki prentað neitt út. Þetta þykir okkur nauðsynlegt, þær í skóla og geta ekki prentað út sínar ritgerðir ofl. Svo ég fór af stað. Keypti þennan fínasta prentara á síðasta ári á sama stað og hann kostaði 13.390.
Fer í búðina og bið um þetta dýrindis prenthylki og varð eiginlega mállaus. Það kostaði 6290 kr., eitt stk. af svörtu blekhylki kostaði þetta. Þvílikt og annað eins og litahylki kostar 5250 kr. Þetta er í Dell V105, prentara. Ég er orðlaus yfir þessu. Fór út úr búðinni. Með eitt stk. af svörtu prenthylki, en sleppti litahylkinu, mér ofbauð svo verðið.
Fór síðan að rifja upp í að ég hafði í október keypt bæði lita og svart prenthylki. Minnti að það hefði ég borgað um 6000 kr. fyrir bæði hylkin. Fann ekki nótuna, en hringdi í vini mína í EJS, í morgun og fékk að vita að þá kostaði eitt stykki svart prenthylki 2700 kr. og litahylki á sama verði. Þetta var nánar tiltekið þann 21 okt. á því herrans ári 2008.
Langaði að láta þig vita af þessu.
Ég held að ég muni passa þetta litla svarta blekhylki eins vel og ég get. Fer ekki í leiðangur til vinna minna í EJS á næstunni.
Bestu kveðjur, Yrsa

miðvikudagur, 15. apríl 2009

Ódýri DVD o.s.frv. markaðurinn???

Undanfarin ár hef ég keypt DVD myndir á markaðnum í Perlunni og bara líkað nokkuð vel. Þar hef ég smátt og smátt sanfað A Touch of Frost þáttunum, einum bestu sakamálaþáttum sem framleiddir hafa verið, kippt með mynd og mynd og Múmínálfunum fyrir barnabörnin. Hvað Múmínálfunum viðkemur var nýjasta myndin alltaf dýrust en eldri myndir þó nokkuð ódýrari, þannig að ég keypti næst-nýjustu myndina - þar til nú - því núna eru þær allar á sama verði - tæpar eitt þúsund krónur (kr. 990,-) og reyndar flestar myndir á því verði nema eitthvað rusl.
Það sem aðstandendur þessa markaðar hafa ekki áttað sig á er annars vegar ástandið í landinu og hins vegar að með því að lækka verðið um eitt-, tvö- jafnvel þrjú-hundruð krónur myndu þeir selja mun meira.
Með kærri kveðju,
Jón Axel Egilsson

Einn sem er búinn að fá nóg...

Svo er mál með vexti að hér á Akranesi eru bæði Krónan og Bónus (takk fyrir það!) Ég hef lengi þurft að velta hverri krónu fyrir mér og bera saman verð. Hjá Krónunni hef ég haft á orði við verslunarstjóra að ég kaupi ekki vöru nema sjá verðið fyrst í hillu. Auðvitað á ég ekki að þurfa að benda þeim á þetta en SAMT... Hjá Bónus, nei, þar hef ég strika-skanna og þarf aldrei að spyrja starfsfólk að verði, TAKK Jóhannes! Með Krónuna, af hverju þarf ég að standa í þessu árið 2009???
Sigurður

mánudagur, 13. apríl 2009

Strax SMA-okur

Góðan daginn, nú er ég algerlega kjaft stopp og get nánast ekki
skrifað þessi orð!! þannig er að ég á eina 6 mánaða stúlku sem
þarf að drekka mjólk sem heitir SMA-þurrmjólk sem er svo sem ekki
frásögufærandi hins vegar þá lendi ég í því að þurfa að kaupa
dúnk af mjólkinni eftir að bónus lokar, ég fór í Strax á Akureyri
og hélt það myndi líða yfir mig þegar ég kom á kassan verðið var
999kr fyrir 450gr sama stærð kostar 498kr í bónus!!!!þetta er
gjörsamlega ólíðandi!!! reyndar gat ég ekki orða bundist í
búðinni og sagði að þetta væri ekki eðlilegt verð, ef ég hefði
getað sleppt því að kaupa þetta þá hefði ég gert það það var
hins vegar ekki í boði þar sem litla snúllan varð að eiga mjólk. kv
Erla Hrönn enn rasandi yfir okurverði

Harðfisksokur Latabæjar

Okur er eitt af því fyrsta sem mér datt í hug úti í Samkaup í gær. Við kassan var búið að stilla upp rekka með pokum merktum Latabæ sem ég fór að skoða í þessum pokum voru fáeinir harðfisk bitar sem viktuðu 20 gr og pokinn kostaði 219 kr, já 219 kr fyrir 20 gr og reiknið þið nú út kíló verðið (10.950!). Jú jú harðfiskur er mjög hollur en að Latabæjar dæmið skuli leggjast svo lágt að okra svona það er ekki hægt að ganga lengra í peningagræðgi.
Kveðja Valborg

Barnaklipping

Ég fór með 2 ára gamlan son minn í klippingu í Hamraborgina um daginn á stofu sem heitir Klippt og skorið. Hann er ekki með mikið hár, og ekki vildi ég heldur láta klippa hann mikið, bara rétt yfir eyrun og að aftan. Hann sat eins og ljós þessar tæpu 5 mínútur sem stúlkan var að klippa.... Nema hvað verðið: 3250 kr.... Þar hefnist manni fyrir að spyrjast ekki fyrir. En ég lærði þarna af reynslunni og mun aldrei fara þangað aftur, hvorki ég né sonur minn. Ég veit að 3250, er kannski ekkert óeðlilegt verð fyrir klippingu...en þetta var nú bara snyrting. Ég hafði einu sinni áður farið með strákinn á stofu og þá borgað 1500 kr. fyrir svipað verk og þar var einmitt tekið fram að ég þyrfti ekki að borga meira þar sem þetta væri svo lítið sem þyrfti að taka og tæki stutta stund... Spurning um að fara að gera þetta bara heima..
Kveðja og takk fyrir góða síðu, Guðlaug

Dýrt Nammi

Hæ.
Ég bý erlendis og ætlaði að panta mér Nóa páskaegg á heimasíðunni nammi.is. Ég veit að allt er rosalega dýrt á Íslandi en hugsaði mér gott til glóðarinnar núna þegar gengið er svona lágt. En verðin voru ótrúlega há á páskaeggjunum fannst mér og var fyrst viss um að þeir væru að skrá á einhverju eldgömlu gengi.En þegar ég kíkti á íslensku verðin líka þá blöskraði mér. Ég hringdi í mömmu og spurði hana hvort páskaegg nr. 4 frá Nóa kostaði virkilega 2700 kr íslenskar. Hún hafði náttúrulega aldrei heyrt um þvílík verð. Hún fór út í búð og keypti eitt stykki þar á 800 kr og sendi mér. Ég veit ekki hvað þeim gengur til þarna hjá nammi .is.
Halda þeir að það sé svona auðvelt að plata íslendinga erlendis eða hvað ? Verðið var fyrir utan sendingakostnað svo hann á eftir að bætast ofaná.
Björn

laugardagur, 11. apríl 2009

Mega Store

Mig langaði að benda á alveg frábæra leið fyrir fólk til að spara í þessu ástandi – málið er að það opnaði ný verslun í Smáralind um helgina sem heitir Mega Store og er þetta verslun með fjölbreytt úrval af ýmsum vörum á hreint frábæru verði. Verðið á hverri vöru er 259 krónur einndaginn, en gæti verið 200 krónur á morgun – verðið er sem sagt breytilegt. Það er stór sjónvarpsskjár fremst í versluninni sem segir til um verð dagsins.
Það hefur verið röð á alla kassa alla daga frá því að þessi verslun opnaði þrátt fyrir að hún hafi enn ekki verið auglýst. Þetta er algjört þarfaþing á þessum tímum og ég mátti til með að láta þig vita af henni.
Eva

Páskaklóett vikunnar

Páskaklósett vikunnar hjá Atla Steini er N1: http://www.atlisteinn.is/index.php?option=com_content&view=category&layout=blog&id=40&Itemid=68

fimmtudagur, 9. apríl 2009

Brjáluð hækkun eða okur?

Þar sem að ég var að versla í dag í Byko ...kaupa 1 stk límtúpu "STIKBOND-545 POLYUR" breyttist verðið all svakalega.
Verðið var átthundruð og eitthvað á hillumiðanum en á kassanum 1.312 , þar sem að ég gat alveg séð eitthvað vitlaust fór ég aftur að hillunni og stóð þá áttahundruð og að ég held 12 kr, svo að ég skoða miðann betur til að bera saman hvort að þetta sé sama
(Hillumiðinn og kassakvittun) þá breitist rafræni miðinn á sama augnabliki í 1.312 kr.
Svo að spurningin er sú getur þessi hækkun verið rétt 500 kall á einni límtúpu????
Sigrún

Kransakökumassi: Verðmunur

Ég er að fara að ferma og keypti í kransaköku tilbúin massa (þ.e. deigið er alveg tilbúið) í Mosfellsbakaríi. Þar kostar 1/2 kg. 1.800 kr. Ég keypti 4 kg. þannig að kransakakan mín kostar 14.400 kr. Síðan var ég að komast að því að alveg eins deig er til í Björnsbakaríi og þar kostar 1 kg. 2.350 kr. þannig að ég hefði getað bakað eins köku fyrir 9.400 kr. Þetta finnst mér vera svolítið mikill verðmunur. Ég kannaði ekki fleiri bakarí þannig að ég veit ekki hvort Mosfellsbakarí sé svona dýrt eða Björnsbakarí svona ódýrt en þarna erum við að tala um ca. 50% verðmun.
Mig langaði bara að benda á þetta.
Kveðja,
Marta

Skrítið verðlag

Ég fór og verslaði Vip bleyjur í Krónunni mánudaginn 6. apríl. Þá keypti ég pakka með 40 bleyjum í á 998 kr. pakkann. Kom svo í dag til þess að kaupa tvo pakka í viðbót því það er ekki alltaf sem bleyjurnar eru til í stærstu stærðinni. Þá fékk ég pakkann á 1049 kr. og með 36 bleyjum í. Mér finnst þetta orðið ansi skrítið verðlag í þessum búðum.
með kveðju Svana Bjarnadóttir

miðvikudagur, 8. apríl 2009

Barnvænt og ódýrt á Quiznos

Við hjónin rekum Quiznos staðinn að Nýbýlavegi 32, Kópavogi.
Staðurinn okkar á Nýbýlavegi er stór og bjartur og á 40 fm er rennibraut og boltaland fyrir börn sem er ekki á mörgum veitingastöðum.
Við erum með fjölskyldutilboð á 2690 kr sem passar fínt fyrir 3 fullorðna eða 2 fullorðna og 2 börn, 2 risa samlokur og 2 l gos eða 4 glös og gos úr vél.
Þessa dagana erum við með tilboð í Sparihefti heimila á þessu sama tilboði fyrir 1999 kr, eða 500 kr á mann.
Hjörtur Aðalsteinsson

Tryggingariðgjald innifalið í bensínverði

Nú þegar allt er uppi í lofti og lag er til að breyta, þá tel ég að við ættum að fella skyldutryggingar bifreiða inn í bensínverðið. Þetta myndi hafa nokkra kosti í för með sér og fyrst og fremst þann að enginn keyrði ótryggður. Þá myndi inneimta tryggingariðgjaldanna verða mun ódýrari sem myndi leiða af sér lægra verð. Stór kostur væri að tryggingarkostnaður yrði hlutfall af notkun, ekki fastur kostnaður.
Nánar: http://olijon.blog.is/blog/olijon/entry/132845/
Kveðja
- Óli

Ódýrt í hádeginu

ég sá að þú varst að skrifa um ódýra og góða veitingastaði í blaðinu í dag og varð að benda þér á snilldarstað sem ekki margir vita um. Veislusetrið, Borgartúni 6 (Rúgbrauðsgerðinni), byrjaði að bjóða upp á mat í hádeginu eftir að kreppan skall á kosta allir réttir minna en 1000 kall. Þeir eru ekki með settan matseðil en þetta er alltaf mjög gott og hollt eins og plokkari, purusteik, burritos, súpur osvfrv. Það er líka gaman að koma til þeirra því það vinna 3 ættliðir í eldhúsinu sem gefur þessu öllu smá stemningu.
Þórhallur

Okur í ísbúð

Mér blöskraði þegar ég ætlaði að kaupa ís í boxi með heitri súkkulaðisósu handa syni mínum í ísbúðinni á Stjörnutorgi í Kringlunni í dag. Lítill ís í boxi með heitri sósu kostar sumsé heilar 680 krónur! Ég hætti snarlega við og pantaði lítinn ís í brauðformi og þurfti að punga út heilum 315 krónum fyrir hann.
Mér finnst þetta ekki eðlileg verðlagning.
Með kveðju,
Svandís

Gjafapappír í Pennanum/Eymundsson

Ætlaði að kaupa pappírsörk, þ.e.a.s örk af gjafapappír í Pennanum/Eymundsson (á 2. hæð í Kringlunni) – örkin kostaði ísl.kr. 895!!! Pappírinn var reyndar með gylltum röndum en ég hafði í fávisku minni ekki látið mér detta í hug að þær væru ekta.
Bestu kveðjur,
Magnea

þriðjudagur, 7. apríl 2009

Afhverju hækkar klippingin?

Við erum hérna nokkrar af norðurlandinu góða sem höfum verið að pæla í því hvers vegna klippingar hafa hækkað svona mikið?? það kostar orðið 3500 kr. að fara með barn í klippingu sem tekur 10 - 15 mín ég sjálf fór í klippingu um daginn og kostaði það 4500 (tók kannski 20-25 mín) við vorum bara að spá hvort skærinn væru orðinn svona dýr eða hvað?? alltaf hækkar veriðið í klippingu. Ég skil alveg að hárlitun hækki því þar er verið að nota efni sem panta þarf að utan og svoleiðis.. ég heyrði að klipping í RVK. kostaði um 6500?? (rosalega dýr skæri þar á ferð) ef efnið(gelið) kostar svona mikið í hárið ætli klippingin mundi lækka í verði ef við mundum sleppa því??
Kveðja að norðan, Hólmdís og félagar

Enn um Símann

Mig langar að vekja athygli á auglýsingum Símans sem sjást alls staðar þessa dagana. Þar eru auglýstir símar á kostakjörum, þeir kosta þetta og þetta og þeim fylgir 1000 kr inneign mánaðarlega í heilt ár.
Það sem þetta blessaða fyrirtæki tekur EKKI fram er að þetta gildir bara ef keypt er með kreditkorti eða staðgreitt. Það er hægt að fá svokallaðar léttgreiðslur sem virka þannig að maður borgar vissa upphæð út og skiptir svo restinni á símareikninginn í ár. Ef þessi leið er farin gildir ekki þetta inneignartilboð sem Síminn auglýsir og það kemur hvergi fram; hvorki í blöðum eða á síðu Símans.
Ef þú ferð inn í búð og ákveður að kaupa vöru sem er merkt á vissu verði, ætlast þú til að fá vöruna á því verði þegar þú kemur að kassa, þó kassaverðið sé hærra. Þar sem Síminn hefur hvergi auglýst að þetta gildi bara um greiðslu með kreditkortum eða staðgreiðslu, á þetta þá ekki líka að gilda um léttgreiðslur?
Kveðja,
Birna

Bilaðir símar hjá Nóva

Ég fór um daginn með símann minn í viðgerð hjá Nova (í svona fimmta skipti, fæ hann alltaf bilaðann til baka) og hef heyrt af mörgum öðrum sem eru að fá bilaða síma frá Nova. En það sem ég vildi kvarta yfir er að þegar þeir selja manni bilaðann síma og maður kemur með hann í viðgerð þá spyrja þeir hvort maður vilji láta geyma gögnin á símanum fyrir kr. 1950.- haaaaaa? Er ekki nægur kostnaður í því að fara alltaf til þeirra að skila símanum inn og sækja úr viðgerð? Svo tekur það 2 vikur að gera við síma hjá þeim!
Guðmundur

Sparnaður hjá Reykjavíkurborg

Langaði að vekja athygli á einni af sparnaðarleiðum Reykjavíkurborgar
sem á augljóslega að fara mjög hljótt með, en manninum mínum var tjáð
hún af starfsmanni á leikskóla sonar okkar og hann beðinn um að hafa
ekki hátt um þetta. Þannig er að þeir sem sækja um lengra sumarfrí á
leikskólunum fyrir börnin sín þ.e. 2 mánuði eða lengra hafa einungis
þurft að greiða hálft gjald fyrir þann mánuð sem þeir taka aukalega
og hefur sá kostnaður verið rökstuddur með því að annars missir barnið
leikskólaplássið. Nú ætla þeir hins vegar að spara með því að fella
ekkert af gjaldinu niður seinni mánuðinn. Mér finnst þetta skítt og er
alvarlega að íhuga að draga umsókn mína um lengra sumarfrí til baka, en
hafa barnið samt í fríi í sumar eins og ég hef alltaf gert enda hef ég
tök á því, þannig ruglast væntanlega skipulag með starfsmenn á
leikskólunum í sumar og ég tali nú ekki um ef allir sem sækja um
lengra sumarfrí gerðu þetta. Það væri gaman að vita hversu margir eru að
taka lengra sumarfrí og hversu margar/fáar krónur sparast af þessum
aðgerðum. Ætli þeir hækki svo ekki leikskólagjöldin í framhaldi af
þessu svona til að koma til móts við heimilin.
með kveðju,
Sigríður

Lágvöruverðsverslun...???

Sælt veri fólkið,
Í dag, 6. apríl 2009, birtist frétt á www.mbl.is sem fjallar um þann verðmun sem reyndist vera á matvörukörfunni þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í 8 verslunum 2.apríl s.l. Þar kemur fram að vörukarfan var ódýrust í Bónus þar sem hún kostaði kr. 15.158 en dýrust í Samkaup Úrval þar sem hún kostaði kr. 21.402. Þessir munur á Bónus og Samkaup-Úrval, sem nú er augljós staðreynd, mælist sem kr 6.244,- eða því sem nemur um 41%. Þrátt fyrir að um algjöra hörmungarstaðreynd sé að ræða og að undirritaður hafi búsetu í sveitarfélagi sem eingöngu hefur matvöruverslanir Samkaup-Úrval innan sinna marka, þá verður ekki fjallað sérstaklega um það í þessu bréfi.
Í umræddri frétt er hlekkur inn á excel skjal þar sem allar forsendur könnunarinnar koma fram. Það sem undirrituðum þykir stinga verulega í augun er að matarkarfan mælist ódýrari í þjónustu- og vöruúrvalsversluninni Fjarðarkaupum í Hafnarfirði, þar sem hún kostar kr 17.182,- heldur en hún gerir í lágvöruverðsversluninni Krónunni á Bíldshöfða, þar sem hún kostar kr 17.385,- .
Munurinn á körfunni er reyndar ekki nema kr 203,- , en Fjarðarkaupum í hag engu að síður og því er ekki óeðlilegt að velta fyrir sér ýmsu. T.d. er hægt að velta fyrir sér hvort fara megi eins frjálslega með nafnbótina "lágvöruverðsverslun" og hverjum og einum hentar, eða hvort til sé regluverk um slíkt, t.d. hjá Samtökum verslunar og þjónustu eða hreinlega bara Neytendastofu ...???
En alveg án þess að taka nokkuð af þeim hjá Fjarðarkaupum, sem augljóslega eru að standa sig mjög vel í að halda verðum niðri, þá er hér um að ræða blákaldar og skráðar staðreyndir sem ættu hæglega að geta aðstoðað hvern og einn við að taka örlítið upplýstari ákvörðun um hvar skal versla næst.
Fyrir þá sem vilja skoða þetta nánar þá er fréttin hér og excelskjalið umrædda er hér. Escelskjalið er einnig neðan við fréttina sjálfa og þar undir heitinu "Verðsamanburður ASÍ í heild".
Kveðja
Leó Ingi Leósson

mánudagur, 6. apríl 2009

Lélegt hjá Fréttablaðinu

Ég bý á Hornafirði og nú er Fréttablaðið hætt að koma hingað í ókeypis dreyfingu. Þetta finnst mér ömurleg framkoma hjá þeim. Kosturinn er náttúrulega sá við þetta að sorpmagnið í sveitarfélaginu minnkar til muna.
En lélegt hjá Fréttablaðinu.!!!
Óskar nafnleyndar

Góðir á Bautanum

Svona á að gera þetta.
Ég var að koma úr helgarferð til Akureyrar og langar að vekja athygli á því sem vel er gert við ferðamenn þar. Á Bautanum er boðið upp á fjóra rétti á 1000 kr. Þú getur valið milli hamborgara, kjúklingaspjóts, mínútusteikur og/eða pasta með kjúkling. Ég varð alveg yfir mig hrifinn. Nákvæmlega svona finnst mér að veitingastaðir eigi að gera þetta. Lækka verðin nógu mikið til að fólk hafi efni á að borða þarna og fá vitaskuld fullt hús af gestum í staðinn.
Ég sá reyndar fyrir mér að fleiri staðir í miðbæ Akureyrar gætu tekið Bautann sér til fyrirmyndar og gert eitthvað svipað. Hvað með t.d. ef að Bláa kannan seldi rautt og hvítt á 300-400 kr glasið á kvöldin. Tel verulega miklar líkur á að Akureyringar færu þá að dusta af sér rykið og labba í bæinn t.d. eftir kvöldmatinn um helgar og setjast niður með vinum og mökum og gæða sér á einu vínglasi. En þá þarf verðið vissulega að vera í anda "Bautastefnunar".
Ég vildi bara koma þessu á framfæri, þar sem ég tel svo mikilvægt að segja frá því sem vel er gert og getur komið mörgum til góða.
Ingjaldur Arnþórsson, ferðaskipuleggjandi

Áskrift að fríblaði

Í dag ætlaði ég að sækja mitt Fréttablað eins og ég er vanur og tek þá nokkura daga skammt því að ég bý úti á landi og viti menn mér var brugðið því að ekkert blað hafi borist með bílnum í sjoppuna eins og alltaf svo að ég fór að spyrjast fyrir um þetta og þá var okkur tjáð að Fréttablaðið myndi hætta að koma út á land fyrir utan nokkra staði á landinu ekki fylgir sagan því hvert það sem mér þótti allra verst er það að MÉR var boðin áskrift af fréttablaðinu endurtek ÁSKIFT af fríblaði þegar ég fór að spyrjast fyrir um þetta blaðið á að koma út og vera frítt áfram á höfuðborgarsvæðinu en við sem kjósum að búa á landsbyggðinni er gert
að greiða fyrir það sem stærsti hluti eyjarskeggja fær frítt. Hvað er réttlætið í þessu? Mér persónuleg þykir þetta alveg ömurlegt!
Sigurður

Reikningssendingarkostnaður

Þurkarinn bilaði hjá húsfélaginu mínu og ég fór með hann í viðgerð hjá Egill þjónustuverkstæði, sem er í eigu Bykó.
Daginn eftir er hringt í mig frá þeim mér sagt að það svari ekki kostnaði að laga hann.
Þeir bjóðast til að henda honum fyrir mig en verða að rukka mig 3062 kr. skoðunargjald. Ég bað þá að senda húsfélaginu reikning.
Svo kom reikningurinn heim frá Bykó og hljóðar hann upp á 3462. Ég hringdi í innheimtudeild Bykó og þeir sögðu þetta vera álagðan kostnað (400 kr.) hjá þeim fyrir reikningnum.
Þetta er eina fyrirtækið sem ég veit til þess að rukki sérstaklega fyrir að senda manni reikning fyrir þjónustu sem er keypt frá þeim.
Er þetta ekki okur?
Kveðja,
Einar Örn Ólafsson

IFEX gleymdi bragðefninu

Ég sá að um daginn var verið að hæla hér mjög mikið kattafóðri frá Ifex sem fæst í Bónus. Það er íslensk framleiðsla og sagt vera afskaplega hollt og gott fyrir kettina.
Ég fór auðvitað strax og fjárfesti í 2ja kílóa poka af þessu góðgæti. En þá kom í ljós að kettirnir mínir vilja ekki sjá þetta fóður og snerta það alls ekki. Sama er að segja um 3 aðra ketti sem ég reyndi að troða þessu fóðri í, þeir líta ekki við því.
Ég sendi tölvupóst til IFEX 24. mars sl. og kvartaði undan þessu.
Þeir svöruðu mér um hæl og sögðust hafa fengið kvartanir út af þessu og hefðu þeir komist að því að gleymst hafi að setja bragðefni í kattamatinn og sögðust þeir ætla að bæta mér þennan skaða. Reyndar hef ég nú ekki orðið vör við þá heima hjá mér ennþá og ekki hafa þeir hringt í gsm númerið mitt sem ég gaf þó upp.
Ég vildi bara koma þessari slæmu reynslu minni á framfæri og vara fólk við að fara eftir svona auglýsingabrellu.
Kveðja,
Svanhildur G

Rakvélablöð misdýr

Ég fór í Kjöthöllina við Háaleitisbr. og ætlaði að kaupa mér Gilette Power rakvélabl. (græn) 5 stk. í pakka og kostuðu þau kr.3.898. Fannst mér það ansi dýrt svo ég ákvað að athuga verðið í fleiri búðum.
Í Hagkaup kostuðu þau kr.2.898 og í Bónus var lægsta verðið kr. 2.298. Þannig að munur á hæsta og lægsta verði er kr. 1.600. Hver gæti verið skýringin á svona miklum verðmun? Það yrði ansi dýrt fyrir okkur að versla mat og aðrar nauðsynjavörur ef Bónus væri ekki til. Vildi bara láta ykkur vita.
Kveðja,
Einar

Dýr Flórídana í Mosfellsbakaríi

Fór í Mosfellsbakarí og keypti þar brauð og kökur, sem eru í dýrara lagi miðað við önnur bakarí.
En það er ekki það sem ég ætla að kvarta yfir, heldur það að ég ætlaði að kaupa appelsínusafa (Flórídana) með herlegheitunum. ....og verðið fyrir 1 lítra af Flórídana: 425 kr. !!!
Fyrr má nú rota en dauðrota.
Bestu kveðjur:
Örn Jónasson

Euroshopperbleiurnar hækka

Mig langar til að benda á ótrúlegt okur. Ég hef verið að versla Euroshopper bleyjur í Bónus þar sem þær eru langt um ódýrari en pampers og liberó.
Í síðustu viku kostaði pakki af þessum es bleyjum 908 krónur en svo í gær þegar ég fór að versla var pakkinn kominn upp í 1298 krónur.
Ég veit að þessar bleyjur hafa verið að rjúka út því að það munaði næstum því 1000 krónum á milli Euroshopper og til dæmis Liberó.
Ég er hrædd um að bónus búðirnar hafi séð sér leik á borði þarna.
Kveðja,
Gunna

+

Sæll

Bónus er virkilega að standa sig vel í því að styðja við barnafjölskyldur þessa lands...not. Á stuttum tíma hafa Euroshopperbleiupakkar hækkað úr ca 700 kr í ársbyrjun í það að kosta tæpar 1200 kr í dag. Pampersbleiur virðast vera handofnar úr gullþræði því ein pakki af þeim kostar 2000 kr.

Endilega komdu þessu á framfæri á síðunni þinni.
Það er nánari umræða um þetta á barnaland.is hér.
Kveðja,
Sólveig

Aktu-okur

Ég var með lítið, þyrst, 21 mánaða gamalt skrímsli í bílstólnum í aftursætinu. Ég gæti þess ávallt vel að hann borði holla og góða fæðu og reyni eins og ég get að sleppa öllum óþarfa (eitthvað sem maður mætti e.t.v. sjálfur taka sér til fyrirmyndar). Yfirleitt hef ég með mér ávaxtasafa í stútkönnu þegar ég næ í hann í leikskólann enda er hann þá venjulega þyrstur eftir hamaganginn og mér finnst gott að hann fái smá orku til að halda sér vakandi og í góðu skapi fram að kvöldmat. Venjulega kaupi ég Ávöxt (safann) í Bónus eða Krónunni og hann er mjög ánægður með drykkinn.
Þennan dag hafði ég einhverra hluta vegna gleymt að taka með mér safann handa honum og því voru góð ráð dýr. Ég ákvað að spara mér þá fyrirhöfn að drösla drengnum inn í verslun eingöngu til að kaupa safa og kíkti því við í bílalúgu Aktu-taktu við Reykjavíkurveg. Heppnin var með okkur því að þeir selja Trópí sem ekki er heldur með viðbættum sykri og ég pantaði eina fernu fyrir strákinn sem var byrjaður að kvarta allverulega yfir þorstanum. Ég fékk áfall þegar ég var rukkaður um 165 kr. fyrir. Í undrun minni náði ég að stynja að ég væri bara með eina fernu, en fékk þá það svar að ein ferna kostaði þessi ósköp. Mér finnst þetta svívirðilegt, sérstaklega þegar tekið er tillit til þess að hálfur lítri af gosbættu sykur-og/eða eiturvatni kostar 185 kr. Alvarleiki þessa er að meðan um 18% þjóðarinnar þjáist af offitu (skv. tölum frá Alþjóða Heilbrigðisstofnuninni) virðist það vera næstum helmingi dýrara að kaupa hollari vöru. Ég tek það fram að ef drengurinn hefði ekki verið byrjaður að orga af þorsta í aftur í bílnum þá hefði ég lagt lykkju á leið mína og dröslað honum í gegnum Hagkaup sem er þarna rétt hjá.
Guðmundur Fjalar Ísfeld

P.S. Hvernig væri að forræðishyggja stjórnvalda fari nú að snúa sér að því að gera hollari fæðu viðráðanlega í verði?

laugardagur, 4. apríl 2009

Icelandair Vildarpunktar

Ég ættlaði að skeppa til Svíðþjóðar fara á mánudegi og koma heim aftur á
miðvikudegi og nota vildarpunktana mín sem ég hélt að ég ætti og gæti notað
hvenær sem ég vildi, því ég þarf að borga flugvallaskattinn sjálf, alla daga
vikunar allt árið bara ef það væru til sæti á vildarpunktum, en svo er ekki.
Svarið sem ég fékk var nei þú verður að vera úti aðfaranótt sunnudags. Er
þetta stílað inn á viðskiptaferðirnar svo þeir aðilar kaupi sér fara en noti
ekki punktana sína, fyrirtæki sem eru endalaust að senda menn út fá svo marga
punkta en við venjulegu borgara þurfum marga mánuði og jafnvel mörg ár til að
fá nokkra punkta. Samt þarf ég að borga rúmlega 15 þúsund fyrir þessa ferð. Ég
skora alla að sniðganga Viðldarpunktafyrirtæki hætta að bæta við "vildar" á
Visakortið og fara með Icelandexpress það er ódýrara. Ég vill vita hversvegna
þeir stilla fólki svona upp?? Afhverju fær engin að vita þetta nema um leið og
þú hringjir til að panta ferðina.
kv.Sigrún

Euroshopperbleyjur hækka

Er svo yfir mig hneyksluð á Bónus að ég bara varð að senda inn línu.
Er með 3ja mánaða gamalt bleyjubarn og þar sem bæði Pampers og Libero bleyjur eru komnar í 2000.- kr. pakkinn þá var ég byrjuð að kaupa Euro shopper bleyjur og finnst þær bara mjög fínar. Svo fer ég að versla í Bónus núna um mánaðarmótinn og ætlaði að kippa með Euro shopper bleyjupakka en rak þá augun í það að pakkinn hafði hækkað úr 907 kr í 1298 kr.
Þetta finnst mér fyrir neðan allar hellur og skil ekki hvernig hægt er að réttlæta þessa rosalegu hækkun. Það er ekki að ástæðulausu að fólk er að kaupa þessar bleyjur, þetta eru ódýrustu bleyjurnar á markaðnum og sem betur fer fínar bleyjur.
Hvernig væri að halda ódýru vörumerki ódýru á þessum síðustu og verstu tímum, því það er fullt af fólki sem hefur ekki mikið á milli handanna en þarf þrátt fyrir það að kaupa bleyjur á börnin sín.
Kveðja,
Sigríður

Nóatún ennþá okurbúlla

Ég fór í Nóatún um daginn ("ódýrara og betra" Nóatún). og keypti Gillette Satin Care raksápu (var komin í algert hallæri og var nálægt Nóatúni). Hún kostaði 945 krónur ! Ég er ekki með verðin í öðrum búðum á hreinu, hélt bara í sakleysi mínu að þetta væri bara búið að hækka svona rosalega eins og allt annað, ég hef litið á verðmiðann í fleirum verslunum og það var hvergi nálægt þessu okurverði. Ég mun pottþétt halda áfram að sniðganga Nóatún eins og ég get, var okurbúlla og er það greinilega ennþá.
Óskar nafnleyndar

Breiðtjaldssjónvarp - smá munur á verði

Toshiba - 42XV555DG - 42" LCD Breiðtjaldsjónvarp kostar 279.990.- í Sjónvarpsmiðstöðinni en 194.995.- í Elko.
Óskar nafnleyndar

Ókeypis lyf!

Langar að benda á að ég hef fengið Wellbutrin Retard og Decutan ókeypis í Lyfjaveri Suðurlandsbraut, veit ekki hvort það sé alltaf þannig en hef allavega leyst bæði lyfin út tvisvar og ókeypis í bæði skiptin. Borgar sig að hringja og tékka á verði þar. Næstum undantekningalaust er það ódýrara og ég hef hvergi áður fengið ókeypis lyf!
Óskar nafnleyndar

föstudagur, 3. apríl 2009

Tvisvar tekið út af kortinu

Mig langar að benda á hversu mikilvægt það er að neytendur fylgist vel með því sem tekið er út af debet og kredidkortum þeirra. Í gær fór ég t.d. að versla í Bónus í Spönginni, verslaði þar fyrir um 14.000 krónur. Daginn eftir renndi ég yfir færslur á debetkortinu mínu og sá þá að Bónus hafði tekið tvisvar út þessa upphæð af kortinu mínu.
Ég reyndi að ná símasambandi við þjónustuver KB banka en þar voru um 40 manns að bíða eftir að ná inn. Ég hringdi því í skrifstofu Bónuss í Skútuvogi. Þar talaði ég við konu sem sagði að þetta væru mistök bankans, mistök sem kæmu all nokkuð oft fyrir! Þegar ég svo loksins náði sambandi við bankann var mér tjáð að það tæki bankann tíu virka daga að leiðrétta þessi mistök! Bankinn er semsagt búinn að leggja hald á peningana mína, ég fæ enga vexti og auðvitað enga afsökunarbeiðni. Bankinn hefði nú verið fljótur að rukka mig um vexti og vaxtavexti ef þessu hefði verið öfugt farið. Mér varð líka hugsað til allra þeirra sem aldrei kíkja á færslur sínar inni á heimabanka. Hvað ætli bankinn græði mikið á svona mistökum? Ætli þetta sé nokkuð leiðrétt ef ekki koma athugasemdir?
Annað, fór í Hagkaup um daginn að versla eitthvað smotterí. Versla eiginlega aldrei þar vegna okurs. Keypti m.a. einn pakka af frostpinnum, tímdi því varla vegna þess að hann kostaði heilar 430 krónur. Þegar ég svo leit á kassakvittunina hafði ég verið rukkuð um 570 krónur fyrir pakkann! Það er fullt af fólki sem aldrei lítur á þessar kvittanir. Ég hef oft lent í þessu, sem og fleiri sem ég þekki, þannig að þetta virðist nokkuð algengt.
Já, það er ekki auðvelt hlutskipti að vera neytandi á Íslandi, stöðugt verið að svindla á manni.
Rúna

Hjartalyf - verðkönnun

Hringdi í nokkur apótek í dag ( 2. apríl 2009 ) til að athuga verð á 5 mg Amló hjartalyfi 100 stk pakkningu og fékk eftirfarandi almenn verð.

Lyf og heilsa 2.643,-
Lyfja 2.624,-
Lyfjaval 2.602,-
Árbæjar apó 2.489,-
Garðs apótek 2.285,-
Lyfjaver 2.132,-

Sem sagt 24% verðmismunur á dýrasta og ódýrasta.
Kveðja,
Jón Sævar

fimmtudagur, 2. apríl 2009

Bláa lónið okur lónið

Mér hefur algjörlega blöskrað fljöldi hækkana hjá Bláa lóninu en verðið fyrir einstakling er orðið 3200 þetta er algjörlega orðið með ólíkundum ef hjón fara þá er það bara 6400.
Ég vil ekki að nafn mitt komi neinsstaðar fram en ég vinn mikið við það að fara með erl gesti í Lónið en ég vildi bara benda á þetta ef einhver hefði áhuga á að skoða þetta það er allavegana að lónið er ekki lengur ætlað venjulegum íslendingum
kv. neytandi

nb frá Dr. Gunna: Frá og með hausti 2008 fór Lónið, einhverra hluta vegna, að miða verðskrána við 20 Evrur. Þá rauk verðið úr 1800 kr "sumarverði" í mest 3400 kr. Það segir sig sjálft að enginn Íslendingur tímir í sund fyrir þennan pening, sama hversu flott er þarna. Í sundlaugar kostar um 300 kall. Lónið afsakar sig reynar með að bjóða oft einhverja 2 fyrir 1 miða, en samt... Niðurstaðan hlýtur að vera sú að Bláa lónið er mesta túristagildra landsins.