föstudagur, 24. apríl 2009

Furðuleg verðlagning á passamynd

Þurfti í vikunni á að halda á passamynd fyrir umsókn. Mundi eftir því að hægt er að fá slíka myndatöku á Hlemmtorgi. Lagði bílnum uppí Skipholti til að spara 100 kallinn í stöðumælinn og gekk niður á Hlemm. Þegar þangað var komið bað ég um myndatöku. Á leiðinni inn í stólinn spurði ég um verð. Jú kr. 4500. Takk fyrir. Ég hváði við og spurði hvers vegna þetta væri svona dýrt. "Ja þetta er búið að vera svona í mörg ár var skýringin". Ég afþakkaði gott boð og sagðist bara nota tölvuna mína.
Endaði þó í Firðinum í Hafnarfirði og fékk þar fjórar myndir úr sjálfsala á kr. 700. Held ég hafi "þénað" frían akstur fyrir mig heim til Grindavíkur og rúmlega það!
Kv,
Alfreð Guðmundsson

Engin ummæli:

Skrifa ummæli