miðvikudagur, 15. apríl 2009

Ódýri DVD o.s.frv. markaðurinn???

Undanfarin ár hef ég keypt DVD myndir á markaðnum í Perlunni og bara líkað nokkuð vel. Þar hef ég smátt og smátt sanfað A Touch of Frost þáttunum, einum bestu sakamálaþáttum sem framleiddir hafa verið, kippt með mynd og mynd og Múmínálfunum fyrir barnabörnin. Hvað Múmínálfunum viðkemur var nýjasta myndin alltaf dýrust en eldri myndir þó nokkuð ódýrari, þannig að ég keypti næst-nýjustu myndina - þar til nú - því núna eru þær allar á sama verði - tæpar eitt þúsund krónur (kr. 990,-) og reyndar flestar myndir á því verði nema eitthvað rusl.
Það sem aðstandendur þessa markaðar hafa ekki áttað sig á er annars vegar ástandið í landinu og hins vegar að með því að lækka verðið um eitt-, tvö- jafnvel þrjú-hundruð krónur myndu þeir selja mun meira.
Með kærri kveðju,
Jón Axel Egilsson

12 ummæli:

  1. Fór einmitt þarna um páskana, ætlaði að kaupa mér nokkra geisladiska og nokkra titla í tónlistar DVD. Tók stuttan hring og labbaði beint út eftir að hafa séð þessi "ódýru verð". Ég hef farið á þennan markað í mörg ár, og þetta er líklega í fyrsta skiptið sem ég kaupi ekki neitt.

    SvaraEyða
  2. jepps, þeir eru að skíta á sig, ég tók einmitt hring og verslaði ekkert, sem er alveg nýtt, miklu betri verð td. í Elko...

    SvaraEyða
  3. sammála, ég bara geng í gegnum markaðina (líka bókamarkaðinn) og kaupi ekki neitt! ég myndi freistast til að kaupa helling ef allt væri dálítið ódýrt!

    SvaraEyða
  4. Sko það er kannski auðvelt að segja að það myndi seljast meira af DVD ef það væri svona 2-300 kr ódýrara en hafið þið nokkuð pælt í því hvort að þá væri verið að selja þetta með tapi ? Og ég tali nú ekki um m.v. gengið

    SvaraEyða
  5. Ég fór einmitt þarna í gær til að skoða barnamyndir og keypti ekkert... fannst flest á svipuðu verði og í Bónus, keypti fyrir páska ísöld í Bónus á 990 kr stk og þarna var það sama verð. Dóra og Latibær á svipuðu verði...þannig maður heldur sig bara við það að kippa með einni og einni þegar maður fer í sínar vikulegu innkaupaferðir...

    SvaraEyða
  6. 990 krónur finnst mér nú samt bara töff verð fyrir gamlar DVD og diska, ég er persónulega mjög hrifinn af þessari þúsundkrónuhefð hérna á íslandi, allar nýjar DVD og CD fara alltaf strax á 2500-3000 kr. og halda því verði óbreyttu þangað til eftir sona 5 mánuði, og þá eru þeir flestallir (sem ekki seldust upp) komnir á þúsundkall (langoftast í 2fyrir2000 tilboðin). Þetta finnst mér bara töff og þægilegt, þetta gerir það að verkum að maður getur alltaf skroppið í skífuna (eða eikkurt annað) og verið viss um að finna eikkað töff stöff á þúsundkall. Þessi heimspeki hefur allavega aldrei klikkað í mínu tilfelli !
    Tjekkaði reyndar á Perlumarkaðinum um daginn og sá að flestallt var komið uppí 1500, sem sökkar frekar mikið, en það var samt alveg hægt að finna perlur þanna innámilli á þúsundkall, mér finnst þessi hækkun svosem skiljanleg miðað við ástandið, en það sem mér finnst hallærislegt er að þeir eru að setja alla nýjustu diskana þarna líka, sem eru af sjálfsögðu ekki á neinu tilboði, þannig að grunlaust fólk sem fer þangað til að gera kostakaup, og er ekkert mikið að skoða verðin, uppgötva kanski ekkert að þau eru bara að borga fullt verð fyrir marga diska! Fylgjast með verðinu fólk !
    Perlumarkaðarnir (bæði diska og bóka) eru algjör snilld, ekki bara verðin heldur líka bara það er svo geðveikt úrval þarna, hvar í fjandanum er Skífan að fela alla þessa diska ??!?

    SvaraEyða
  7. Það er alveg makalaust að það þurfi að segja fólki að skoða verðin. Fór með mömmu í Krónuna í gær og tók ég svona helminginn sem var á strimlinum í körfuna og leit á verðið. Svo þegar ég ætlaði að byðja hana að skoða strimilinn með mér við kassan þá var hún komin hálfa leið út úr búðinni og fannst ég bara gera lítið úr sér að vilja vera ábyrgur neytandi og ekki koma heim og átta mig ÞÁ á því að ég hef verið tekin í æðri endan. T.d. dæmis tók hún forsoðnar bökunarkartöflur og stakk í kerruna og benti ég henni á að verðið væri örugglega helmingi minna á kg á bökunarkartöflum í lausu sem og jú bar raunin og kartöflurnar stærri og fallegri. Ég er búinn að vera fluttur að heiman í að verða ár og finnst ég bara vera orðinn nokkuð góður að versla inn til heimilisins m.v. 40 ára reynslu sumra.

    Þetta er algjör heimska og skammaðist ég mín alveg svakalega á þessari uppákomu.

    SvaraEyða
  8. Kannski nennir maður ekki að liggja yfir strimlinum í hvert einasta skipti sem maður verslar í matinn (enda er ég allavega ekki með súper minni, sem geymir 40 mismunandi verð í kollinum hverja stundina). Þetta á auðvitað bara að vera rétt, og því forðast ég að versla á stöðum sem eru orðnir þekktir fyrir það að vera ekki með rétt verð.

    En allavega, um Perluna (og bara DVD á Íslandi yfir höfuð): Ég persónulega get almennt ekki keypt DVD hérna heima, ekki einu sinni á 300 krónur - einfaldlega vegna þess að 90% af diskum í boði eru einhverjar skelfilegar íslenskar útgáfur. Hönnunin er vægast sagt hryllileg, coverin líta út eins og þau hafi verið prentuð út á 20 ára gömlum prentara og oft á tíðum vantar helling af aukaefninu (svo ekki sé minnst á það að taka gömul VHS transfer og dúndra á DVD disk og ætlast til að fólk borgi fullt verð fyrir!). Ég persónulega kæri mig ekki um svona rusl í safnið mitt.

    Sem dæmi má nefna "Twilight" - nýkomin á DVD, og ég ætlaði að kaupa mér hana. En það var að sjálfsögðu ekki hægt, þar sem hún kom út á forljótri, eins diska útgáfu hérna heima. Fór beint á amazon og pantaði mér flotta 2 diska útgáfu á minni pening! Bara eitt dæmi af ótrúlega mörgum. Einnig má nefna útgáfur af sjónvarpsþáttum eins og "Six Feet Under" og "Dallas". Fínar útgáfur erlendis, en hreint út sagt grátlegar hérna heima (8 Tiger hulstur og einhverju blaði vafið utan um!). Og svo má nefna eina íslenska titilinn sem ég á - "Blindsker". Að sjálfsögðu bara hægt að fá þann titil hérlendis, svo ég lét mig hafa það að kaupa hann. Hefði betur sleppt því - fyrir utan gæði myndarinnar, þá hefði ég alveg eins getað prentað út coverið heima hjá mér og til að toppa þetta þá kom myndin (einn diskur) í hulstri sem gerir ráð fyrir tveim diskum!

    Ég kaupi mikið af DVD, og myndi kaupa mikið hérna heima ef ekki væri fyrir þetta. Ef ég kaupi DVD hérna heima, þá er það í Kolaportinu (Nexus og 2001 eru ekki inni í myndinni út af stjarnfræðilegri verðlagningu). Annars bara beint á netið!

    SvaraEyða
  9. Sammála síðasta ræðumanni! Ekki sjens að ég kaupi þetta íslenska drasl! Það er allavega lágmark að gefa fólki val, og flytja líka inn titla - annars kaupir maður þetta bara sjálfur að utan.

    SvaraEyða
  10. bara að benda á eitt: þið sem eruð að tala um gengið... það er EKKI eðlilegt að hækka verð á GÖMLUM diskum þó gengið sé hærra í dag. Það er verið að selja GAMLAR bækur og GAMLA diska á þessum mörkuðum ár eftir ár á frekar háum prís miðað við svona markaði erlendis til dæmis þar sem fullt af dóti er látið rjúka út ódýrara (en þeir selja greinilega nóg á dýra verðinu hér til að halda því áfram!)

    SvaraEyða
  11. Vil koma nokkrum punktum á framfæri. Þetta sem verið er að selja í perlunni er meirihluta keypt inn á gamla verðinu fyrir hrun og það er greinilega verið að reyna að fá eitthvað af þeim pening til baka og þar af leiðandi er enginn vilji til að lækka verðið frekar. Þetta er meirihluti allt gamall lager af dóti sem er ekki að seljast hjá þeim sem standa að þessu. Finnst samt að seljendur eigi að gera sér grein fyrir að þeir ná aldrei að selja þessar birgðir nema lækka fleira en það sem er í B flokknum.
    Fór þarna og blöskraði allhressilega verðið á tónlistar DVD margir frá 3999 til 4999 og sæmilegar kvikmyndir á yfir 2000 get allt eins farið í BT því þar er sama verðlag.

    SvaraEyða
  12. Ég vil bara koma því á framfæri að ef þú pantar mynd á amazon að núna þagar gengið er svona hátt þá eru fleiri íslenskar kr. í hverjum dollara og svo er það náttúrulega blessað sendingargjaldið og tollarnir og allt það sem kostar líka helling. Svona nokkrum máðuðum seinna keypti vinkona mín sér tveggja diska útgáfu á ÍSLANDI. Flestar myndir sem koma út á íslandi eru bara alveg eins nema með íslenskum texta og margir tveggja diska.

    SvaraEyða