miðvikudagur, 22. apríl 2009

Gætið að hvar þið verslið lyfin



Mér ofbauð gjörsamlega þegar ég neyddist til að versla við Lyf og heilsu á Skírdag,
því hvergi annars staðar var opið og manninn minn, sem er sjúklingur, vantaði svefnlyfin sín. Ég er vön að versla þetta annað hvort hjá Lyfjaveri eða Rima-apóteki, sem eru yfirleitt alltaf með hagstæðustu verðin. Hjá Lyfjaveri borga
ég fyrir skammtinn 272 krónur og eitthvað svipað hjá Rima-apóteki, en hjá Lyfjum og heilsu greiddi ég krónur 1.061 fyrir sama skammt. Ég spurði afgreiðslustúlkuna hvort
það væri helgidagaálag á afgreiðslunni, en hún aftók fyrir það. Þegar ég sagði henni að ég greiddi kr. 272 fyrir skammtinn venjulega, varð hún nett reið og sagði það ekki
geta staðist. Ég ákvað því að geyma kvittunina frá Lyfjum og heilsu og bera saman við næstu úttekt frá Lyfjaveri og sendi í viðhengi afraksturinn, nákvæmlega eins og þetta er framsett á afgreiðslumiðanum frá hvorum stað.
Til að gæta alls réttlætis skal það tekið fram að liðurinn "hluti trygginga", sem eru á kvittun frá Lyfjaveri, er vegna lyfjakorts sem maðurinn minn er með, og er inni í kerfinu hjá þeim sem við verslum yfirleitt lyfin hans hjá, en það eru aðeins kr. 198.-, aðalmunurinn liggur í þeim prósentum, sem lyfjaverslanir veita sjúklingum og þar munar verulega, eins og þú sérð.
Ég get því keypt nærri 4 skammta þar sem hægt er að versla hagkvæmast á móti 1 skammti í Lyfjum og heilsu.
Veitir ekki fólki af hverri krónu þessa dagana, sérstaklega þeim, sem þurfa á lyfjum að halda?
Ég vildi vekja athygli á þessum hrikalega verðmun, til að fleiri en við geti nýtt krónurnar sínar betur.
Með kveðju,
Ragnheiður K.Karlsdóttir

3 ummæli:

  1. Ég þarf sjálfur að fá lyf sem telst ekki til hefðbundinna lyfja , en ég get staðfest að læknirinn minn sagði mér að fara annaðhvort í lyfjaver eða bílaapótekið, ég fór í bílaapótekið og fékk þar lyfin mín á rúmar 5000kr sem annars hefðu kostað mig rúmar 15þús kr í lyfju. á eftir að kanna verðið í lyfjaveri.

    Kv. Hlynur H.

    SvaraEyða
  2. Endilega athugið með Skipholtsapótek. Það er stefna þeirra að reyna að vera ódýrastir. Vel þess virði að skoða það.

    SvaraEyða
  3. Skipholtsapótek er eigu Lyf og heilsu ! Nei takk

    SvaraEyða