miðvikudagur, 22. apríl 2009

Tannkrem: Lyf og heilsa vs Bónus

Ég fór í Lyf og Heilsu í JL - Húsinu við Hringbraut í gær og var að versla e-ð smálegt og kippti einu Sensodyne tannkremi með, fannst ég borga mikið fyrir þennan smávarning en spáði ekki í það fyrr en ég kom heim og sá að Sensodyne Fluor 75 ml (þetta með bláum lit á túpunni, held að það sé vinsælasta gerðin) kostaði hvorki meira né minna en 840,-
Þegar ég gerði svo matarinnkaup í Bónus, Fiskislóð í dag keypti ég nákvæmlega eins túpu á 398,- þetta er 110 % verðmunur, þetta er náttúrulega ekki í lagi, ef að maður horfir til þess að báðir aðilar hljóta að gera hagstæð innkaup, því að Lyf og Heilsa líkt og Bónus er að versla inn fyrir keðju af lyfjaverslunum, vildi bara koma þessu á framfæri, því að þetta gjörsamlega gekk fram af mér.
Anna

5 ummæli:

  1. Það gjörsamlega gengur fram af manni hversu menn eru duglegir hérna að bera saman epli og appelsínur eða í þessu tilviki epli og gulrætur. Hér er ekki einu sinni verið að bera saman matvöruverslanir heldur matvöruverslun og apótek. Lítið mark á þessu takandi.

    SvaraEyða
  2. Ekki sammála þessari athugasemd. Mismunur á innkaupsverði þessara aðila getur varla skírt þennan mun en þó !? . Mismunurinn hlýtur að liggja í álagningu viðkomandi aðila.

    SvaraEyða
  3. Hvað meinarðu með epli og appelsínur, þetta er sama tannkremið og því algjört OKUR í lyfjabúðinni en auðvitað leitt að þetta gangi fram af þér :(

    SvaraEyða
  4. Það er ekkert sem réttlætir OKUR sem þetta á tannkremi að mínu mati, þótt að ekki sé um sambærilegar verslanir að ræða. Maður skilur vel að tannkremið sé eitthvað dýrara í apóteki en ekki 110% dýrara. Ég er orðin pirruð á að fólk virðist ekki lengur mega senda inn færslu á okursíðuna án þess að það sé sakað um að vera að bera saman epli og appelsínur. Ég held að sá sem sendi inn færsluna hafi ekki ætlast til að fá tannkremið á sama verði í apótekinu og í Bónus en það er í fínu lagi að taka fram hversu gríðarlegur verðmunurinn er.

    SvaraEyða
  5. Lyf og heilsa er þekkt fyrir okur. Þar ætti enginn að versla, enda er Lyf og heilsa, Apótekarinn og Skipholtsapótek í eigu Karls Wernerssonar, sem er búinn að arðræna þjóðina um fleiri milljarða. Lyf og heilsa var nýlega dæmt af samkeppnisráði, þar sem framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Guðni B. Guðnason beitti ólöglegum aðgerðum gegn einkareknu apóteki á Akranesi.

    SvaraEyða