föstudagur, 28. maí 2010

Ísfrík óánægt með ísbúðina Ísland

Ég hef mjög gaman af því að fara og kaupa mér ís. Gamanið kárnaði þó
fljótt þegar ég fór í nýju ísbúðina í Suðurveri, Ísland og keypti mér
kúluís. 2 kúlur af séríslenskum skyrís frá Holtseli kosta tæpar 800 kr! Og
það kemur hvergi skýrt fram að sá ís sé mun dýrari en kúluísinn frá
Kjörís.
Rándýr ís og til að bæta gráu ofan í svart var þjónustan þarna algjör
hörmung.
Held mig núna við Ísbúð Vesturbæjar, sem er með sanngjarnt verð og alltaf
afbragðs þjónustu.
Með bestu kveðju,
Ísfrík

föstudagur, 21. maí 2010

Mikill verðmunur á viðgerðum

Ég þurfti að skipta um bremsuklossa að aftan í bílnum mínum fyrir viku síðan. Og svo í dag (20-05-2010) datt mér í hug að fara með hann í skoðun, vegna þess að ég taldi ekkert vera að honum. En í bifreiðaskoðun komust þeir að því að bremsudiskarnir væru ónýttir að aftan og ég fékk endurskoðun. Altilagi með það ég verslaði mér bremsudiska og á leiðinni heim rifjaðist upp auglýsing sem ég heyri í útvarpinu þar sem Bílaáttan var að auglýsa sína þjónustu, ég rúllaði þangað með það í huga að biðja þá um að skipta um bremsudiska fyrir mig. Ég nennti því ekki. Ég fór þar inn og spurði hvað kostaði að skipta um þá bara taka gömlu úr og setja nýja í (ég tók fram að þetta væri bara að aftan) afgreiðslumaðurinn svaraði 26 þus og eitthvað. Mér brá og tuðaði aðeins í honum og sagði að það tæki mig ekki nema um 1 kls að skipta um þetta þeir væru sennilega svona ca 30 min að þessu með réttum búnaði. Þá sagði hann að það væri bara fast verð á þessu. Þá sagði ég við hann að ég geri þetta bara heima og verð á fínu tímakaupi við það og svo fór ég. Og aftur á leiðinni heim datt mér í hug að kíkja til Max 1 í Hafnarfirðinum. Ég bar upp sömu spurningu þar í afgreiðslunni og fékk til baka að þetta kostaði 6900 kr að gera þetta. Ég brosti bara og sagði honum frá fyrri staðnum og spurði hvort þetta væri örugglega rétt verð og hann sagði svo vera. Þá bað ég hann bara að taka bílinn minn og skipta um þetta og ég beið á meðan og þeir voru 30 min að þessu. En úr því að bíllin minn var komin þarna uppá lyftu hjá þeim þá bara bað ég hann um að smyrja hann fyrir mig og skipta um loftsíu og allt þar tilheyrandi.
Endaði ég að borga þarna hjá þeim 17.815 kr., þar af var 6900 fyrir skiptin á bremsudiskunum..

Mér finnst of mikill verð munur á þessum tveimur stöðum, annars vegar 26 þús og eitthvað og hitt verðið 6900 kr. Fyrie sömu vinnuna.

Annað nýlegt dæmi:
Mig vantar afturdempara í annan bílinn minn. Ég hringdi í Stillingu og verðið þar var 28 þus og eitthvað stk. Mér fannst það í hærri kantinum en ákvað að hringja í umboðið og spyrja hvað dempararnir kostuðu þar þar var mér sagt að stk kostaði 13 þus og eitthvað.. umboðið er Ingvar Helgasson. Ég fór upp í umboð og pantaði báða dempara hjá þeim og greiddi ég 22 þus og eitthvað fyrir þá með afslætti í umboðinu.

Virðingarfyllst,
F. E.

miðvikudagur, 19. maí 2010

Tölvuvinir góðir!

Tölvan mín hætti nú bara að vilja starta sig upp einn daginn svo ég fór með hana til Tölvuvina (http://tolvuvinir.is/) Í stuttu máli gerðu þeir við hana, hratt og vel, og voru sanngjarnir í verðum og einstaklega liprir og góðir. Mæli með Tölvuvinum!
Lalli

laugardagur, 15. maí 2010

Útrunnið blek í Þór hf.

Keypti 2 blekhylki í Epson 2100 prentara í Þór hf. Ármúla áðan.
Láðist að líta á dagsetninguna en þegar ég kom með það heim sá ég að
annað hylkið var löngu útrunnið, dagsett 08.2009. Hylkið var á fullu
verði, um 4.300 kr. f. 17 ml hylki! Ef þetta væri í fyrsta skipti sem
ég fengi útrunnið blek hjá þessari verslun væri þetta hugsanlega
afsakanlegt, en svo er ekki. Þeir hafa ítrekað reynt að selja mér (og
fleirum skv. smá Gúgli) útrunnið blek án þess einu sinni að vekja
athygli á því að það væri útrunnið eða bjóða afslátt. Í samtölum við
starfsmenn hefur komið fram að þetta eru ekki mistök heldur eru þeir
að selja útrunnið blek vitandi að það er útrunnið. Halda því blákalt
fram að það sé allt í lagi með blekið þó það sé útrunnið fyrir nærri
ári síðan.
Margir spara við sig prentun núna þar sem blekið er ofurdýrt og því
liggur sama hylki vafalaust hjá sumum í prentaranum í ár frá kaupum
og eins líklegt að það eyðileggi prentarann á þeim tíma þó það væri
mögulega í lagi þegar það var sett í. Sambærilegur prentari við minn
kostar um 200 þús. og útilokað fyrir mig að sýna fram á þeirra ábyrgð.

Kveðja,
Friðrik Friðriksson

fimmtudagur, 13. maí 2010

Vodafone okur í Ameríku


Í kjölfar fréttar um verðskrár á farsímamarkaði þá sendi ég póst á fréttastofu RÚV um samskipti mín við Vodafone í kjölfar ferðalags til Bandaríkjanna, en verðskrá félagsins í Bandaríkjunum er alveg svívirðileg. RÚV hefur ekki gert neitt með þetta, en ég tel þetta eiga erindi til almennings.
Ég átti í samskiptum við Jóhann Másson framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs hjá Vodafone vegna þessa, en hann hafði lítinn áhuga á því að breyta stöðunni.
Samskipti okkar hófust eftir að ég fékk reikning vegna farsímanotkunar í Bandaríkjunum. Mér þótti fátt um skýringar Jóhanns, einkum þegar litið er til samanburðar á verði viðskiptavina Vodafone á Íslandi og viðskiptavina Vodafone í Bretlandi, en þar munar rösklega 150 krónum á mínútu á verðskrá notenda á ferðalagi í Bandaríkjunum.
Vodafone Ísland 2,24 Evrur mínútan, Vodafone Bretland 1,35 Evrur mínútan, hringt innan eða frá BNA.
Þá leitaði ég að dýrustu símtölum landsins. Þar lá beinast við að leita að svokölluð virðisaukandi númerum, 900 númerum. Dýrustu símtölin eru ýmis söfnunarnúmer, en þau hafa það sammerkt að ein tilgreind upphæð er gjaldfærð á símareikning þess síma sem hringt er úr. Geta upphæðir numið frá kr. 1.000 allt að kr. 5.000.
Dýrustu símanúmer sem ég fann sem innheimt eru samkvæmt tímamælingu eru 900 númer með kynlífsspjalli hjá Rauða torginu, en dýrustu símtölin þar samkvæmt verðskrá á vefsíðu þeirra eru kr. 299 á mínútu.
Sammerkt með öllum 900 númera þjónustum er að tilgreint er áður en símtal hefst hvað það kostar. Er það gert samkvæmt 5. mgr. 38. gr. laga um fjarskipti nr. 81/2003:
„Ef símtöl bera yfirgjald skal þjónustuaðili ávallt geta þess í upphafi símtals hver fjárhæð gjaldsins sé. Áskrifandi skal eiga þess kost að læsa fyrir símtöl í númer þar sem tekið er yfirgjald. Nánar skal kveðið á um símtöl og aðra virðisaukandi þjónustu í [tal- og farsímanetum]1)með yfirgjaldi í reglugerð.“
Samkvæmt skilgreiningu 3. gr. laga nr. 81/2003 - Yfirgjald: Gjald fyrir virðisaukandi þjónustu sem er hærra en almennt símtalagjald.
Hér má vitaskuld fara í hártoganir um skilgreiningu á virðisaukandi þjónustu, en ég lít svo á að það sé virðisaukandi þjónusta að sjá um greiðslumiðlun fyrir erlend símafélög, því fæ ég ekki betur séð en að lögum samkvæmt þurfi símafélögin að geta í upphafi hvers símtals í útlöndum hver fjárhæð gjaldsins sé. Það dugi ekki að geta þess einhversstaðar djúpt á heimasíðu, þar sem mínútuverð er gefið upp í Evrum, sem mig grunar að sé ólöglegt, en það er önnur saga.
Að lokum, það var vegna okurs eins og þess sem kemur fram hér að neðan sem Evrópuþingið setti lög sem takmarka verðskrá símafélaga á milli landa innan sambandsins. Ekki hefur verið tekið á þessu gagnvart Bandaríkjunum, en engar líkur eru á því að símafélögin ríði á vaðið með þetta sjálf á meðan skepnan verpir gulleggjum.
kk,
Sigurður Ingi Jónsson

sunnudagur, 9. maí 2010

Hvað er málið með Subway?

Hvað er málið með bát mánaðarins á Subway?
Lítill skinkubátur kostar 479kr og stór 769kr þannig hlutfallslega er ódýrara að fá sér stórann bát.
Núna er skinkubátur bátur mánaðarins og kostar því 379kr, og stór 758kr. Þarna sparaði ég heilar 11 krónur á að fá mér stórann bát, hlutfallslega miklu hærri afsláttur á litla bátnum. Hver er pælingin á bak við þetta? Maður klórar sér bara í hausnum. Ætti stóri báturinn ekki að lækka hlutfallslega í verði í samræmi við littla bátinn?
Stór grænmetissæla kostar 739kr á venjulegum degi og hlýtur þar að leiðandi að vera dýrari þegar sá bátur er bátur mánaðarins, snilldar framtak.....aðeins á Íslandi!
Kveðja,
Siggi

Sushi Quatro

Þá er það blessað sushiið.
Gæði og verð fara greinilega ekki alltaf saman í þeim bransa.
Keypti í gær bakka í Sushismiðjunni á Geirsgötu, 7 bitar á 1.400 krónur. Það var ekkert sérstaklega gott sushi fyrir allan þann pening.
Á Fiskmarkaðnum í Aðalstræti er hinsvegar hægt að fá fín hádegistilboð. T.d. 14 bita af sushi og sashimi fyrir 1.490 krónur. Þar er verið að bjóða toppgæði inná veitingastað með þjónustu. Mæli með að fólk skoði það.
Að láta okra á sér í Sushismiðjunni þegar jafn stutt er í Fiskmarkaðinn ætti enginn að gera. Tek fram að ég hef engra hagsmuna að gæta nema eigin bragðlauka og buddu.
Ingibjörg.

föstudagur, 7. maí 2010

Dýrir smokkar - hvað er til ráða?

Þannig er mál með vexti að smokkar eru ekki beinlínis ódýrir á landinu,
það telst heppni ef maður fær 12 smokka á innan við 2000 kallinn og sá
möguleiki er einungis fyrir hendi með sumar tegundir (það er ekki ókeypis
að gera það, allavega ekki ef maður hefur verjur. Það telst held ég gott
að sleppa með innan við 200 kall skiptið...). Bónus er að vísu með
einhverjar nokkrar tegundir (og nokkuð ódýrar) en engar af þeim sem ég hef
notað, yfirleitt bara einhverjar þrjár hefur mér sýnst.
Þannig að ég var að velta fyrir mér hvort eitthvað hefði birst um þetta á
síðunni og ef ekki held ég að það væri sniðugt. Það er örugglega fullt af
fólki sem tekur einhverja sénsa í stað þess að nota alltaf smokk því þeir
eru svo dýrir. Apótekin er einu staðirnir sem hafa eitthvert úrval og þar
eru þeir rándýrir eins og allar aðrar vörur í apóteki. Hagkaup fær reyndar
prik fyrir að eiga nokkuð af smokkum og á lægra verði en apótekin (sem ég
hef farið í) eru með.
Ég lendi hinsvegar alltaf í því í Hagkaupum þegar ég versla smokka að
verðið er kolvitlaust. Merkt verð á stórum pakka af Fetherlite er 1499 en
maður er látinn borga 1799. Þetta hef ég ítrekað þurft að láta leiðrétta.
Það virðist enginn gefa þessu gaum opinberlega, eru Íslendingar ennþá jafn
bældir? Það væri þjóðráð að gefa annaðhvort smokka eða niðurgreiða þá.
kv., Einn graður

fimmtudagur, 6. maí 2010

Garðsapótek áberandi ódýrara

Ég gerði verðsamanburð á Implanon (hormónastafurinn) í dag og Garðsapótek (Sogavegi 108) er áberandi ódýrara en hin apótekin sem ég hringdi í. Þetta apótek hefur alveg farið fram hjá mér hingað til en ég mun pottþétt athuga lyfjaverð þarna næst.

Garðsapótek 27.146.-
Rima apótek 30.659.-
Lyfjaver 31.117.-
Skipholtsapótek 31.370.-
Apótekarinn 31.596.-
Apótekið 31.666.-

Kv. Linda

mánudagur, 3. maí 2010

Elko okra á minniskorti

Ég ákvað að leita mér að minniskorti af gerðinni MemoryStick Pro Duo. Sony er upprunalegi framleiðandinn og þ.a.l. dýrari en hinir sem kannski eðlilegt er.

Ég fann hjá ELKO 8GB útgáfu frá Sony á 19.995 ISK (eða 20.000 kall – 5 kall). Fannst mér þetta í dýrari kantinum svo ég ákvað að kíkja á norska síðu sem ég verslaði af þegar ég bjó þar. Fann ég nákvæmlega sama kortið á 362 NOK eða miðað við gengi dagsins, ca 8.000 ISK. Ég hélt nú áfram að reikna mig fram og fann út að það var ódýrara að kaupa af þeim í Noregi, senda það hingað, borga toll og Vask ofan á verðið frá noregi sem er líka með vask. Ef ELKO hefur ekki slysast til að smella 1 fyrir framan verðið, þ.e.a.s. að verðið á að vera 9.995 þá er þetta skólabókardæmi um okur, græðgi og hvernig fyrirtæki í „Samkeppni“ velta misheppnuðu fjárfestingum og rekstrartapi yfir á neytandann.

Heimild:
ELKO lnkur

PS Data linkur

Umfelgun ódýrust í Borgardekk

Mig langar til að benda á að umfelgun og jafnvægisstilling (4 dekk)-16 tommur og álfelgur er langódýrast í Borgardekki, Borgartúni 36, aðeins 5.490.- Þar er líka gott að koma og skemmtilegt spjall meðan beðið er.
Hringdi og gerði verðsamanburð:
Borgardekk 5.490.-
Björgunarfélagið Vaka 5.900.-
Barðinn 6.160.-
Bílkó 6.895.-
Bílaáttan 6.900.-
N1 7.740.-

Með neytendakveðjum,
Gréta

3D í Sambíó

Ég ákvað um daginn að skella mér í bíó á Clash of the Titans í Sambíóunum Kringlunni. Þegar ég er að versla mér miðan þá er ég spurður hvort ég vilji 3D gleraugu. Ég spyr hvort ég geti horft á myndina án þeirra og svarið var nei. Ég þurfti því að kaupa gleraugun á 200-300 kr (kostaði samtals 1400 kr). Síðan var ég beðinn um að skila þeim að sýningu lokinni, væntanlega svo þau geta selt mér önnur á næstu mynd.
Mér finnst þetta vera frekar mikið okur að þurfa að borga 1400kr fyrir eina bíóferð.
Garðar

sunnudagur, 2. maí 2010

Smánarlegur afsláttur bensínfyrirtækja

Hér er eitt umhugsunarvert: afsláttur bensínfyrirtækja út á hina ýmsu "lykla" og kort. Er það ekki rétt munað hjá mér að afslátturinn er búinn að vera 2 kr. árum saman? Þetta verður óneitanlega lélegri díll eftir því sem bensínverðið hækkar.

Líterinn kostar 95 kr. 2004, en um 210 kr. núna. Tveggja krónu afsláttur á 210 kr. er djók, ætti að vera 4-5 kr. til að halda verðgildi sínu.

Bíllinn minn tekur 60 lítra, ég fylli sirka 2 í mánuði = 1.440 lítrar á ári.
Afsláttur á ári 2.880 kr m.v. 2 kr. á lítra.

2004 var ég að borga 136.800 í bensín á ári = afslátturinn var 2.1% af heildinni.

2010 var ég að borga 302.400 í bensín á ári = afslátturinn er 0.95% af heildinni.

Ég sé ekki betur en það sé óendanlega lélegur díll að enginn af þessum bensínfyrirtækjum hafi hækkað þennan 2 kr. afslátt. Þetta er orðinn smánarlega lítill og lélegur afsláttur í dag.

Bkv. Dr. Gunni

BYKO sektað fyrir brot á reglum um útsölur

Mér datt í huga að þetta ætti heima á okursíðunni. BYKO auglýsti útsölu á málningu í allt sumar (verð hættir að vera útsöluverð eftir ákveðinn tíma og verður hið eiginlega verð vörunnar, eðli málsins samkv.) en þegar á reyndi kom í ljós að það var svo enginn afsláttur.

10 millur í sekt fyrir það sbr:

http://neytendastofa.is/Pages/13?NewsID=1234

Gaman fyrir neytendur að sjá að tekið sé á þessum málum.

Bkv. Refán

Ring Ring?

Ég er hjá ring.is Ég átti 430kr inneign á ring.is en þegar vinaafslátturinn minn datt út sem gerist mánaðarlega ef þú hefur ekki lagt meira inn á þá strokuðu þeir þennan 430kr út. Þetta kalla ég lygar og okur.
Kv. ring.is viðskiptavinur