fimmtudagur, 22. júlí 2010

Okur/misræmi hjá Icelandair

Langaði að benda á okur/misræmi hjá Icelandair, varðandi breytingar á flugmiðum. Við búum úti og keyptum okkur miða heim í sumarfrí, á vefsíðu icelandair og völdum fyrir rælni að borga í dönskum krónum enda engin verðmunur á miðanum hvort sem valið er að sjá verðið í íslenskum eða dönskum krónum. Hins vegar vandast málið þegar við viljum framlengja dvöl okkar. Breyting á miða kostar 9900 krónur ef miðinn er keyptur í íslenskum krónum en 19000 krónur ef keyptur í dönskum krónum.
Þetta þykir okkur verulega undarlegt og jafnframt erfitt að skilja hvernig hægt er að réttlæta þennan mun.
Sem sagt, það virðist vera nærri 100% verðmunur á breytingargjaldi eftir því hvort miði er keyptur á íslensku interneti eða útlensku!
Kveðja, Kristín

þriðjudagur, 20. júlí 2010

Tímareim í Opel Vectra b 2.0 bensínvél

Ab varahlutir hafa verið ódýrir en ekki í þessu, 33.700 kr ca fyrir tímareimasett með strekkjara og tveimur hjólum liklega, vatnsdæla 10.750 uþb. um það bil.

N1 15.600 settið, vatnsdæla 8.800
Stilling 17.700 settið, vdæla 7000
Kistufell 20.000 settið.
Poulsen 10.000 vdæla. reim 3850, hjól 6000 líklega tvö hjól.
Umboðið , ingvar helgason vdæla 12.000 en ódýr hjól 820 kr. reim 2300, strekkjari 6700, original hjól 3000.

Ég hef lítið fundið verðlista og kannanir á netinu, þetta bætir aðeins úr því.

B. V.

Spyrjið um verð!

Starfsfólki er oft sagt að tala sem minnst um verð þangað til gestir eru búnir að renna niður matnum ásamt okrinu á honum og á þetta þá helst við þar sem starfsfólkið er meðvitað um okrið því þeir sem hefðu vitað um okrið versla ekki, en ekki veit ég hvort það á við á þessum stað en verðin hefðu mátt vera skýr aðgengileg og sjáanleg.
Fólk þarf bara að vara sig þau eru mörg sölutrixin í veitingarekstri.
Svo er þarna rétt hinumegin við flóan fyrir vestan Arnastapi aðal veitingarhúsið þar sem ég man ekki hvað heitir enda mun ég aldrei fara inn á þann stað aftur og ekkert af mínu fólki og vinum því þar er okrið alveg með ólíkindum, smá sneið af súkkulaðiköku 950 kr og sama okrið er á öðrum veitingum þar.
Spyrjið alltaf um verð áður en verslað er.
Þar sem verð eru ekki sýnileg þá er mjög líklegt að þar er verið að okra.
Einn ferðalangur

mánudagur, 19. júlí 2010

Rán í Flatey

Var að lesa um rán um hábjartan daginn hér á síðunni.
Má til með að segja frá verðlaginu á veitingahúsinu í Flatey sem má líka kalla rán.
Ég fór með fjölskylduna (2 fullorðnir og 3 börn) í ferð hálfan dag til Flateyjar og við fórum veitingahúsið þar.
Þjónustustúlka kom að borðinu hjá okkur og tilkynnti að hún væri ekki með matseðil en þuldi upp þriggja rétta seðil dagsins með forrétti, aðalrétti og dessert, en þar sem við ætluðum okkur ekki slíka máltíð spurðum við um eitthvað minna sagði hún okkur að þau væru með súpu dagsins með brauði og einnig gætu börnin fengið grjónagraut. Varð það ofan á að panta 3 súpur, 2 grjónagrauta, 3 x ½ l. Kók og 1 x ½ vatn án þess að spyrja að verði þar sem ég áleit að súpa myndi kosta á bilinu 700-1000 kr og gosið væri á veitingahúsaverði. Súpan, brauðið og grjónagrauturinn smakkaðist vel en maður fékk næstum óbragð í munninn þegar ég greiddi reikninginn uppá 8.800 kr. Ein súpa (broccolisúpa) dagsins kostar 1.800 kr og skál af grjónagraut fyrir barn kostar 950 kr.
Nafnlaus

fimmtudagur, 15. júlí 2010

Ekki okur á bjór

House of Guinness, Lækjargötu 10 Rvk, býður landsmönnum uppá Fimm Tuborg í Fötu alla daga frá 19:00 til 23:00 á litlar 1500 krónur, nánast sama verð og í vínbúðinni. Það þarf að styrkja svona fyrirtæki.
Kv,
Rikhard Johannsson

Óhóflegt verð á Brúðuheima

Við vorum fjölskyldan á ferðalagi í Borgarnesi í sumarfríinu. Þá langaði okkur að sjá Brúðuheima, nýtt safn sem þar er staðsett. Viti menn, aðgangur fyrir 1 fullorðinn er kr. 1.600- Já sextánhundruðkrónur, látið ekki líða yfir ykkur. 1000- fyrir börn og 600- fyrir börn til 2ja ára aldurs. Þar sem fjölskyldan samanstendur af 5 fullorðnum og 2 börnum hefðum við þurft að greiða 9.600- þarna inn. ÞAÐ ER ALLT OF DÝRT.
Vildi koma þessu í loftið.
Óskar nafnleyndar

miðvikudagur, 14. júlí 2010

Kvartað á netinu

Daginn,
Ég vildi benda á viðbót í skotvopnabúr neytenda. Vefsvæðið Kvörtun hefur verið sett upp til að auðvelda neytendum að láta heyra í sér!

Okursíðan Dr. Gunna er frábær staður til að láta heyra í sér varðandi verð og kaupmátt.

Kvörtunarsíðan er fyrir þjónustutengd málefni sem falla ekki undir athugasemdir vegna verðs.

Nú geta neytendur látið heyra í sér á einum vettvangi ef þeir hafa lent í slæmri reynslu hjá fyrirtæki, til að láta aðra vita og koma skilaboðum áleiðis til fyrirtækja sem oft á tíðum eru ekki að auðvelda neytendum að koma þeim á framfæri.

Íslenskir neytendur eru að átta sig á því að þeir hafa gífurlegt vald og er kvortun.wordpress.com eitt vopnið í þeirri baráttu.

kveðja,
Kvartarinn

Iceland express - verð á fylgd fyrir börn

Langar að koma á framfærir hvernig Express verðleggur fylgd fyrir börn sem eru að ferðast ein. Ég er búsett í Danmörku og kom nýlega til landsins ásamt 2 börnum mínum. Þau urðu svo eftir á landinu góða og eru að koma til baka í dag ásamt frænku sinni.

Ekki vildum við foreldrarnir að þau væru ein á vappi í flugstöðinni svo ákveðið var að kaupa fylgd fyrir þau.

Fylgd kostar 3400 kr pr barn, en þar sem þau eru a sitt hvoru bókunar númeri þarf að gera 2 greiðslur. þá kemur í ljós að barnið sem búsett er á Íslandi borgar 3400 kr en mín börn sem búsett eru í Danmörku greiða 220 kr dkk og var skýringin að þar sem farmiðinn þeirra hafi verið keyptur í DK þá komi þetta líka í dkk. en verðmunurinn er mikill

Ef miðað er við gengið 21 þá er ég að greiða 4620 krónur fyrir hvort barn sem gerir 9,240,- sem að ég greiddi með íslenskum krónum...

Hringdi í express og viðraði málið við kurteisa afgreiðslukonu sem sagði að þetta væri bara svona og þeir gætu ekki alltaf verið að vesenast með að breita genginu hjá sér. Benti henni á að þetta hefði ekkert með gengið að gera því ef að ég ættu að sitja við sama borð þá hefði ég átt að greiða ca 162 kr dkk. pr. barn.

Fátt varð um svör og ekkert gert til að vilja leiðrétta málið.

kv, Dröfn Traustadóttir

mánudagur, 12. júlí 2010

Rán um hábjartan dag í Hafinu bláa.

Fór í sunnudagsbíltúr með foreldrum mínum og syni, áfangastaður var
Stokkseyrarbakki, fín ferð í góðu verði. Á leiðinni til baka ákváðum
við að stoppa og fá okkur eitthvað í svanginn, kaffihlaðborð á Hafinu
bláa varð fyrir valinu, okkur þótti það reyndar nokkuð dýrt, 1900 kr.
á mannin en létum okkur hafa það. Þær kökur sem ekki voru frosnar voru
gamlar og harðar þannig að við borðuðum ekki nema eina sneið á mann.
Reikninginn takk, 10,600 TÍU ÞÚSUND OG SEX HUNDRUÐ fyrir kaffihlaðborð
fyrir fjóra, jú 4 x kaffihlaðborð= 7600+ 4 x kaffi 3000, kaffið er
ekki innifalið í auglýstu KAFFI hlaðborði heldur kostar gömul
uppáhelling 750 krónur á manninn, mig verkjar ennþá í rassgatið eftir
þessa ferð.
Með kveðju, Sveinbjörn Eysteinsson.

laugardagur, 10. júlí 2010

Sólning og viðgerð á sprungnu jeppadekki

Ég fann nagla í öðru afturdekkinu hjá mér þannig að ég kom við í Sólningu, losaði dekkið undan rúllaði því inn. Starfsmaðurinn náði í tappa, kippti naglanum út, tróð tappanum í, pumpaði í dekkið. Tók ca 2-3 mínútur. Reikningurinn 2490 kr.
Og svo er sagt að lögfræðingar séu á háu tímakaupi.
Með kveðju,
Magnús Gunnarsson

miðvikudagur, 7. júlí 2010

Hressó fær falleinkun

Læt mig hafa það að kaupa mér latte af og til á góðum kaffihúsum fyrir 3-400 kall.
Datt svo inná Hressó í dag, bað um latte með heslihnetusírópi. Fékk einhvern hrikalega rammann, brennheitan kaffidrykk sem smakkaðist hræðilega og reikning með sem á stóð 590 kr!
590 fyrir einn kaffibolla. Ég sendi drykkinn tafarlaust til baka og bað bara um venjulegt kaffi, fékk það og gerði svo upp reikninginn. Ekki tók skárra við.
Uppáhellinginn kostaði 470kr. Venjulegur kaffi á 470kr!
Ég er til í að borga 3-400 krónur af og til fyrir afbragðs kaffi sem er brennt og malað á staðnum og framreitt af fólki sem kann til verka eins og hjá Kaffismiðjunni eða Café Haíti en þetta var hreint og beint móðgun við mig sem viðskiptavin, bæði gæði vörunnar og svo verðið.
Hressó fær falleinkun og fer ég ekki þangað framar.
Ása Jóhanns

þriðjudagur, 6. júlí 2010

Verð á spínati í Bónus...

Það virðist vera að það sé mun ódýrara að kaupa nautakjöt og halda veislu en að versla tilbúið salat í bónus (ss þetta sem er inpakkað í plastpoka.) Mæli með að fólk tékki á kílóverðin á þessu grasi. 200gr af spínati kosta rúmlega 500 krónur. Og það í lágvöruverslun? Ég get ræktað þetta í blómapotti útá svölum! In fact ég gerði það. Fræin kostuðu mig 25 kr. í Blómavali. Og ég fæ spínat fyrir það út sumarið, ef ekki lengur...
Virðist vera að þessi hollustu grös (Hollt og gott eða Himnesk hollusta) sé peningaplokk dauðans. Framleiðslukostnaðurinn er 1/50 af söluverði. Liggur við að plastið í pakkningunum kosti meira.
Bestu nöldurkveðjur,
Hjalti P Finnsson
Neytandi

Borgar sig að gera verðsamanburð á varahlutum í bíla

Vantaði stýrisenda í jeppa:

Hjá Enn einum kostaði hann 16.000 kr.

Hjá Bílabúð Benna 7.500 kr.

Kv. Nafnlaus.

Okur í Apple á íslandi?

Er einhver sem getur útskýrt þetta fyrir mér???????? Miðað við gengi dagsins kostar iPod USB Dock Connector Cable tengi 225 krónur á amazon.com (1200 ef ekki á tilboði) .... en í epli.is (apple á íslandi) 4490 krónur!

Amazon.com

Epli.is

Okur?
Óskar nafnleyndar

Lyfjuokur á norskum brjóstdropum

Í Lyfju kosta danskir brjóstdropar kr. 1.478 en í Garðsapóteki kr. 1.098.
Verðmunurinn er 35%. Hagkvæmni stærðarinnar hjá Lyfju skilar sér ekki til neytenda. Lyfja er með 34 apótek víðsvegar um landið, en Garðsapótek er með 1 apótek.
Kveðja,
Jón

Þrívíddarbíó og okur!

Í Sambíóunum þurfa bíógestir sem ætla á þrívíddarmynd að kaupa gleraugun sérstaklega - auk þess sem dýrara er á myndina í þrívídd en á venjulega mynd. Gleraugun kosta 140 kall en þegar myndin er búin eru stórir kassar við útganginn þar sem fólk er hvatt til að "endurvinna" gleraugun - ja eða gefa sambíóunum þau aftur til endursölu. Flestir sem gengu út hentu gleraugunum í þessi box og virtust ekki átta sig á að þeir ættu gleraugun og gætu notað þau aftur næst.
Erlendis þar sem ég hef farið í þrívíddarbíó hafa gleraugun alltaf fylgt miðaverðinu og svo skilur maður þau eftir í kassa svo hægt sé að nota þau aftur.
Elín

föstudagur, 2. júlí 2010

Óánægð með Digital

Við viljum koma á framfæri mikillri óánægu okkar með þjónustuna hjá Digital Ármúla. Við fórum með tölvuna okkar þangað í viðgerð þar sem þeir eru með umboðið fyrir Fujitsu Siemens. Það tók þá um mánuð að laga hana sem var svo sem allt í lagi nema það að þeir löguðu það sem var að en svo var búið að skemma start takkann á henni og einnig var hún ílla sett saman.
Við fórum aftur með hana 21. maí, við hringdum oft til að ath stöðuna á tölvunni og þá var ekkert búið að gera og starfsfólkið lofaði alltaf að hringja til baka í okkur en hringdu aldrei. Í dag fengum við nóg og hringdum í enn eitt skiptið í þá og þá fengum við bara þau svör að þeir væru ekki lengur með neina viðgerðaþjónustu sem er ný seld frá þeim en þar sem tölvan var búin að vera hjá þeim síðan í maí var nú meira en nægur tími til að laga hana.
Okkur var bara bent á það að tölvan væri hjá þeim en þeir myndu ekki laga hana þar sem þetta eru bara orð á móti orði hvort þeir hefðu skemmt hana eða við.
Við sóttum tölvuna okkar um 1 og hálfum mánuði eftir að hún fór til þeirra og þá var ekkert búið að gera. Þetta er bara brot af því sem ég hefði vilja skrifa um þetta fyrirtæki en ég læt þetta duga. Við hjónin mælum ALLS EKKI með þjónustunni hjá Digital!
Þessi texti hér að neðan er tekinn af heimasíðunni þeirra og það er sko ekkert til í því sem þeir segja:
Betri þjónusta!
Markmið Digital er að veita framúrskarandi þjónustu og það er og verður aðalsmerki okkar. Lögð er áhersla á gott aðgengi að starfsfólki, vörum og öllum upplýsingum sem nýst geta viðskiptavinum okkar.
Kveðja, Hildur og Gummi

Besti ísinn einnig ódýrastur!

Besti ís höfuðborgarsvæðisins fæst í Ísbúð Vesturbæjar, Hagamel. Og hann er ekki bara bestur því hann er ódýrastur líka, a.m.k. samkvæmt þessu! Biðjið um "Gamla ísinn", sem líkist Brynju-ís á Akureyri. Nammi nammi namm!
Gunni

fimmtudagur, 1. júlí 2010

Bensínverð í Reykjavík og á landsbyggðinni

Mig langar að koma aðeins inná bensínverð en undanfarnar vikur virðist hafa hlaupið örlítil samkeppni í meint verðstríð olíufélaganna (8-)) en eitt finnst mér alltaf jafn undarlegt og það er að bensín og olía er alltaf ódýrari í Hveragerði og sérstaklega á Selfossi en í bænum.
Ástæan er fjarri því að vera augljós en einhverntíma var því kastað fram að þetta væri vegna harðari samkeppni á þessu svæði en annarsstaðar.
Þessi rök finnst mér míg-leka þar sem t.d. í Grafarvoginum eru innan við 2 km á milli 5 bensínstöðva. Úr Rimahverfinu næ ég td. á 11 bensínstöðvar á innan við 7 mínútum þannig að samkeppnin ætti nú aldeilis að vera grjót-hörð.
Þessu til viðbótar þá þarf að flytja allt eldsneyti til Hveragerðis og Selfoss með bílum, talsvert lengri leið en á höfuðborgarsvæðinu þannig að flutningskostnðaurinn er talsvert meiri pr. lítra fyrir austan en í bænum, en samt er lítrinn ódýrari þar og munar oft um 10,- á lítrann og stundum meira.
Þarna er ég t.d. að bera saman Orkuna á Selfossi og í Reykjavík, en það sama á við um Olís, ÓB og Atlantsolíu sem mér sýnist hafa fengið "þægilega" sneið af neytendakökunni. Hver getur útskýrt þennan verðmun á mannamáli?
Kv. Maggi.