fimmtudagur, 1. júlí 2010

Bensínverð í Reykjavík og á landsbyggðinni

Mig langar að koma aðeins inná bensínverð en undanfarnar vikur virðist hafa hlaupið örlítil samkeppni í meint verðstríð olíufélaganna (8-)) en eitt finnst mér alltaf jafn undarlegt og það er að bensín og olía er alltaf ódýrari í Hveragerði og sérstaklega á Selfossi en í bænum.
Ástæan er fjarri því að vera augljós en einhverntíma var því kastað fram að þetta væri vegna harðari samkeppni á þessu svæði en annarsstaðar.
Þessi rök finnst mér míg-leka þar sem t.d. í Grafarvoginum eru innan við 2 km á milli 5 bensínstöðva. Úr Rimahverfinu næ ég td. á 11 bensínstöðvar á innan við 7 mínútum þannig að samkeppnin ætti nú aldeilis að vera grjót-hörð.
Þessu til viðbótar þá þarf að flytja allt eldsneyti til Hveragerðis og Selfoss með bílum, talsvert lengri leið en á höfuðborgarsvæðinu þannig að flutningskostnðaurinn er talsvert meiri pr. lítra fyrir austan en í bænum, en samt er lítrinn ódýrari þar og munar oft um 10,- á lítrann og stundum meira.
Þarna er ég t.d. að bera saman Orkuna á Selfossi og í Reykjavík, en það sama á við um Olís, ÓB og Atlantsolíu sem mér sýnist hafa fengið "þægilega" sneið af neytendakökunni. Hver getur útskýrt þennan verðmun á mannamáli?
Kv. Maggi.

1 ummæli:

  1. Eftir gosið í Eyjafjallajökli er verðið sko ekki búið að vera lægst í Hveragerði og Selfossi og nú í dag á gsmbensín,is er sama verð sagt vera á öllum stöðvum Orkunnar um allt land þ.e. 193 kr 95 okt bensín. Núna er t.d. sama verð samkvæmt gsmbensíni á öllum stöðvum innan sama fyrirtækis um allt land. Allstaðar munar 3kr á bensíni og Dísel og allsstaðar er lægsta verð á 95okt 193kr og hæsta 195kr. T.d munar einungis 30 aurum á 95 okt á Olís sem er mönnuð stöð og á ÓB sem er mannlaus stöð og rekið af sama fyrirtæki.

    Eitthvað finnst mér þetta lykta mjög illa.
    Var kannski verðstríðið til þess gert að þessar aðgerðir í framhaldinu fengju að grassera í friði athugasemdalaust?

    Allt eru þetta sjálfsafgreiðsluverð sem ég tiltek.

    SvaraEyða